Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ■SaasB Morgunblaðið/Golli landsbyggðinni á sama tíma og spum eftir vinnuafli á höfuðborgarsvæðinu virðist í sögu- legu hámarki. „Stjómvöld eru á milli steins og sleggju í þessu máh,“ segir Jóhann Ársælsson, þingmað- ur Samfylkingarinnar á Vesturlandi. „Ég heyri að menn em viðkvæmir fyrir þessu, en það ligg- ur fyrir í Ijósi sögunnar að betri er einn fugl í hendi en tveir í skógi. Vilji Norðuráls er skýr, en óvissa ríkir um málin fyrir austan. I þessum iðn- aði er jafnan mikill tröppugangur; jafnvel mestu áform eitt árið geta orðið að engu hið næsta, allt eftir sveiflum á markaði. Eftir hálft annað ár, þegar taka á ákvörðun um hvort verður af fram- kvæmdum fyrir austan eða ekki, getur sú staða verið komin að öllu verði frestað enn um sinn. Slíkt hefur gerst áður,“ segir hann. „Grímulaust kjördæmapot" Vefritið Deiglan (deiglan.com), sem gefíð er út af Skagapóstinum, fjallaði á dögunum um þá stöðu sem komin er upp í stóriðjumálunum. Rit- stjórinn, Borgar Þór Einarsson, kemst þar að þeirri niðurstöðu að sýnilega sé álbræðsla ekki það sama og álbræðsla í hugum framsóknar- manna. „Eflaust er sá maður vandfundinn sem var- huga hefur farið af endalausum tilraunum stjómvalda til að fá hingað til lands þriðja fyrir- tækið til að bræða ál. Er það eitt helsta barátt- umál Framsóknarflokksins að byggja upp orku- frekan iðnað í landinu og hefur flokkurinn haft þessi mál á sinni könnu í rúmlega fimm ár. Ekki er ofsögum sagt að Framsóknarflokkurinn hafi lagt heiður sinn [sumir myndu segja líf sitt] að veði vegna fyrirheita um að Norsk Hydro reisi álverksmiðju á Reyðarfírði og hefur þessi eind- regni vilji þótt vera til marks um stefnufestu flokksins í orkumálum. Nú er hins vegar komið í ljós að ekki er sama álbræðsla og álbræðsla í huga framsóknar- manna. Norðurál í Hvalfirði hefur í hyggju að stækka verksmiðju sína allverulega en forsenda þess er að nægileg orka sé til sölu hjá Lands- virkjun. En orkan úr íslensku fallvötnunum má auðvitað ekki nýtast röngum stöðum. Iðnaðar- ráðherra hefur látið í veðri vaka að álver á Reyð- arfirði hafi forgang hvað varðar orkusölu Landsvirlgunar og að ekki verði gengið til samninga við Norðurál fyrr en Norsk Hydro- málið er í höfn, hvenær sem það svo verður. í þessu máli virðist Framsóknarflokkurinn endanlega hafa kastað grímunni. Stóriðjustefna hans, sem verið hefur þungamiðjan í stefnu flokksins síðustu ár, er ekkert annað en yfirskin yfir blygðunarlaust kjördæmapot. Stækkim á arðbæru og atvinnuskapandi fyrirtæki verður líklega ekki að veruleika, því Framsóknarflokk- urinn er búinn að taka frá orkuna fyrir norskt fyrirtæki sem er undir miklum þrýstingi um að reisa álver í mikilvægu kjördæmi úti á landi, sem senn rennur saman við annað ekki síður mikilvægt kjördæmi,“ segir ennfremur í grein- inni. „Engin rök í málinu“ Eins og fram kom í máli Ingibjargar Pálma- dóttur eru sveitarstjómarmenn á Vesturlandi mjög áfram um að stækkunaráform Norðuráls nái fram að ganga. Þannig samþykkti aðalfund- ur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) á dögunum ályktun þess efnis, þar sem fram kom áskorun til iðnaðarráðherra um að stuðla áfram að uppbyggingu iðnaðar á Gmndartanga. Hvatti fundurinn í því sambandi til að erindi Norðuráls um stækkun verksmiðjunnar fengi farsælan framgang. Stefán Kalmansson, bæjarstjóri í Borgar- byggð, var einn þeirra sem stóðu að ályktuninni. Hann segir engin rök fyrir því að telja áformin á Austurlandi á undan öðrum í röðinni, líkt og gert hafi verið. „Við teljum það engin rök í málinu, nú þegar fyrir liggur að þessi aðili er tilbúinn að fara í framkvæmdir. Það er fáránlegt að halda því fram að einhverjir geti haldið mönnum í kyrr- stöðu í einhver ár meðan þeir eru að hugsa málin og geri svo kannski eitthvað eða jafnvel ekki neitt,“ segir hann. Stefán segir að í gegnum árin hafi miklum fjármunum verið varið í að laða stóriðju hingað til lands, en síðan bregði nú svo við að sumir vilji hreinlega afþakka það þegar fyrirtæki býðst tíl þess af fúsum og ftjálsum vilja að ráðast í jafn umfangsmiklar framkvæmdir. „Fulltrúar Norðuráls hafa bent á þann mögu- leika að ráðast í stækkunina og ljúka henni áður en að framkvæmdum komi fyrir austan. Það teldi ég ákjósanlegt, ekki síst eins og horfur eru í málum þar.“ Við erfiðari aðila að eiga á Austuriandi Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, segir að stóriðja á Grundartanga hafi haft ómetanleg áhrif á næsta nágrenni, að því er varðar fjölgun starfa og eflingu þjónustugreina. „Það er afar einfalt mál að þegar mitt bæjar- félag, svo dæmi sé tekið, er skoðað annars vegar með stóriðjunni á Grundartanga og hins vegar án hennar, sést gríðarlegur munur. Landslagið á Akranesi væri talsvert annað en það er í dag hefði ekki komið til stóriðjan á Grundatanga, bæði jámblendið og álverið," segir hann. „Ég vil líta þannig á að ekki eigi að stilla stækkunaráformum Norðuráls upp sem ógnun við framkvæmdir á Austurlandi," segir Gísli. „Norðurál hefur þegar komið sér fyrir hér á landi og vill bæta við sig þar. Sá aðili er ekki að velta fyrir sér öðrum valkostum og því finnst mér að líta beri á það sem sérstakt verkefni og brýnt. Eftir sem áður þykir mér að röksemdir og hugleiðingar Austfirðinga standi fyllilega fyrir sínu, en þar er augljóslega við erfiðari aðila að eiga sem ekki virðist tilbúinn tíl að taka ákvörðun. Austfirðingar eru að því leytinu verr staddir að þeir eru enn að vinna ákveðna grunnvinnu sem þegar er til hér.“ Pólrtískt glapræði að flýta uppbyggingu á Grundartanga Óhætt er að fullyrða að Smári Geirsson, for- maður bæjarráðs Fjarðabyggðar og Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi (SSA), lítí öðruvísi á málin. „Ég held að það væri pólitískt glapræði að flýta þeirri uppbyggingu sem beðið hefur verið um á Grundartanga í því þensluástandi sem nú ríkir á suðvesturhominu,“ segir hann. „Ekki síst ef taka á Norðurálsverkefnið fram fyrir þannig að verkefnin hér eystra frestist. I 8 I I 1 I I 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 I 8 8 8 8 8 8 8 I 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 I 8 8 8 8 8 Alcan, nýtt móðurfélag íslenska álfélagsins Framleiðsla aukin um tíu þúsund tonn á fimm árum Sameining algroup (AI- usuisse-Lonza Group), móðurféiags íslenska álfélagsins, og Alcan Al- uminium Ltd. í Kanada tók gildi um miðjan október sl., en við þennan samruna varð til annað stærsta fyrirtækið á sviði álframleiðslu f heimin- um í dag, með veltu upp á 12,4 milljarða banda- ríkjadala. Nýja fyrirtækið mun heita Alcan, en fyrrver- andi hluthafar í Alusuisse eiga 35% í nýja félaginu, og fyrrverandi hluthafar í eldra Alcan eiga 65% hlutafjár í nýja félaginu. Fyrirtækið verður með starfsemi í 37 löndum og starfsmenn verða um 53.000. Rekstur ÍSAL hefur geng- ið vel að undanfömu og Ein- ar Guðmundsson, starfandi forstjóri fslenska álfélagsins í bamsburðarleyfí for- stjórans, Rannveigar Rist, segpr að menn fagni því að vera komnir í stærri hóp en áður og telur að það muni styrkja fyrirtækið til lengri túna litið. í ljósi stórvaxinna áforma annarra álframleiðenda, liggur beinast við að spyrja Einar hvort stækkun sé á dagskránni í Straumsvík. „Stækkun álversins hefiir verið á dagskránni af og til um áratugaskeið hér í Straumsvfk. Það væri hægt að túia til gamlar teikningar með skálum út um allt hraun, en nú um stundir er ekkert ákveðið á döfinni. Þetta er þó alltaf til athugunar," segir hann. Morgunblaðið hefur heim- Udir fyrir því að töluverð skipulagsvinna hafí farið fram á vegum ÍS AL tíl undir- búnings á stækkun álversins í Straumsvík. T.d. er gert ráð fyrir að pláss verði fyrir allt að þijá nýja kerskála þegar Reykjanesbrautin verður færð samkvæmt framtíðar- skipulagi Hafnarfjarðar. Samruni móðurfélagsins hef- ur hins vegar sett mark sitt á fyrirætlanir f þessa veru og varð t.d. tíl þess að ÍSAL sleit formlegum viðræðum sfnum við Orkuveitu Reykjavíkur um raforkukaup frá Nesja- vallavirkjun í tengslum við lftílsháttar stækkun álversins upp í 200 þúsund tonn, en nú- verandi starfsleyfí álversins hljóðar upp á slíka ár- sframleiðslu. Það breytir ekki því að heimildarmenn blaðsins telja fúllvfst að forsvarsmenn IS- AL muni sækja það fast að auka framleiðsluna. Annað mál sé hins vegar hvort ein- hver orka verður til þeirrar framleiðslu, miðað við þá spurn sem virðist um þessar mundir eftir rafmagni til orkufreks iðnaðar hér á landi. Einar segir að fyrst eftír samrunann sé hálfgerð óvissa með stefnumörkun fyrirtækisins tU framtíðar, en ekkert bendi þó til þess að standi til að breyta rekstrin- um í Straumsvfk með stór- felldum hætti, t.d. niður- skurði á framleiðslunni. „Við teljum að þetta getí þýtt afsetningu á okkar framleiðslu á tryggari mark- aði og stærri en verið hefúr. Framleiðslan hefúr gengið vel og allt hefur selst, en við höfum framleitt f tUtölulega litlum einingum og hag- kvæmt gæti verið að breyta framleiðslunni og gera hana enn hagkvæmari með stærri einingum, stærri börrum en við höfum framleitt tU þessa.“ Súrál tU álframleiðslunnar í Straumsvík kemur nú um langa sjóleið frá Ástralfu og ekki er ólíklegt að breyting gæti orðið á því fyrirkomu- lagi, að sögn Einars, svo sigla þurfi styttri leið. Að sögn Einars hefur tals- verð framleiðniaukning náðst f álverinu á undan- fömum árum með endur- skipulagningu og endur- nýjun tækjabúnaðar. Framleiðslan hafi þannig aukist um fimm þúsund tonn á þremur árum og stefnt sé að því að á næstu tveimur ár- um aukist hún um önnur fimm þúsund tonn og fari þannig á fimm árum upp í ríflega 172 þúsund tonn á ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.