Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Dramatísk átakasaga SKALDSAGAN Ljósið í vatninu eftir Birgi Sig- urðsson kom út hjá For- laginu í gær, þriðjudag. Ljósið í vatninu er önnur skáldsaga Birgis en fyrsta skáldsaga hans, Hengiftugið kom út 1993. Eru þá ótalin ann- ars konar ritverk, leik- rit, ljóð og fræðirit auk þýðinga, sem Birgir hef- ur sent frá sér síðast- liðna rúma þijá áratugi. Birgir hefúr unnið að Ljósinu í vatninu síðast- liðin fimm ár með hléum Birgir og lýsir sögu sinni sem Sigurðsson dramatiskri átakasögu, sem jafnframt hefur sterka skírskot- un til náttúrunnar. „Aðalpersóna bókarinnar, Amar hefur mjög sterka náttúruskyi\jun og það hefur djúp áhrif á hann eftir að hann hefur veikst af alvarlegum sjúkdómi," seg- ir Birgir. „Þessi saga er líka ástar- saga og það eru nokkrar persónur í sögunni sem eiga í miklum til- finningalegum átökum, bæði innra með sér og við annað fólk,“ bætir hann við. Arnar er í ströngu eftirliti vegna krabbameins. Sjúkdómurinn og óvæntir atburðir leiða hann til endurmats á lífí sínu. Eftir- tektarvert er hversu læknis- meðferðinni og heilsugæsluum- hverfinu er lýst nákvæmlega og liggur því beinast við að spyrja Birgi hvort hann byggi þennan hluta sögunnar á persónulegri reynslu. „Arnar lend- ir í því, eins og svo margir aðrir, að fá krabbamein,“ segir hann. „Krabbamein er þess eðlis að það kemur oftast nær eins og þruma úr heiðskíru lofti og heilbrigðasta fólk getur orðið fórnar- lömb þess, eins og raunin varð með mig þegar ég fékk krabbamein árið 1983. Þótt hugar- ástand okkar Am- ars sé ólíkt, við séum ólíkir menn og viðbrögð okkar við þessu áfalli engan veginn þau sömu, þá er allt ferlið í kringum sjúkdóminn hið sama og ég byggi lýsingaraar á minni eigin reynslu. Að öðru leyti er líf hans gjörólíkt mínu.“ Fleiri persónur em leiddar fram á sjónar- sviðið, persónur sem tengjast inn- byrðis og virðast eiga það sam- merkt að vera látnar ganga í gegnum einhverskonar prófraun. Ertu sammála því? „Það má vel vera. Sagan er í ekki ósvipuð leik- riti að því leyti að persónurnar eru leiddar fram á þeirri stundu þegar mikið er að gerast í lífi þeirra. Það er komið að örlagastund í lífi sums þessa fólks f margs konar skiln- ingi.“ segir Birgir. Hann var fastur í seigfljótandi neti lengst úti í myrkum geimnum. Hann reyndi að losa sig en möskvar myrkursins lögð- ust þéttar að honum. Skyndilega greindi hann ofurskært Ijós í fjarska. Einhver snerti mjúklega við honum og hann fann hönd í lófa sér. Hann greip helj- artaki í hana og sveif í áttina til ljóss- ins. Hamingja flæddi um hann. Þá fann hann að þetta var höndin á Laufeyju. Hamingjan hvarf. Ljósið hvarf. Hann reyndi að losa handtak- ið en hafði ekki afl til þess. Hann horfði á höndina í návígi. Á baug- fingri var hvít rönd eftir giftingar- hring. Hann starði á þessa hvítu rönd og kom meira til sjálfs sín. Um leið tókst honum að draga höndina til sín. Laufey leit yfir hann og sagði: „Viltu að ég fari, Ai’nar minn?“ Hann ætlaði að segja vinsamlega: Neinei eða eitthvað í þá veru en tungan var föst. Hann lokaði augunum. Hún stóð upp. Hann heyrði hvísl hennar og einhverrar konu og skynjaði að það var hjúkrunarkona. Viltu rétta mér bjölluhnappinn, hugsaði hann og hlaut líka að hafa sagt það því bjölluhnappur var lagður í lófann á honum. Hann greip fast utan um hann. Hjúkrunarkonan sagði: „Hann finnur til óöryggis. Þú ættir að sitja lengur hjá honum.“ Laufey settist aftur við rúmið og tók um höndina á honum. Nei, hugsaði hann. Hún stóð upp og þær byijuðu aft- ur að hvísla. Svo fór hún. UrLjósinu í vatninu Astir stöðumælavarða SJOIVVARP L e i k r i t VIKTOR Handrit; Árni Ibsen og Vilhjálmur Ragnarsson. Leiksljóri Vilhjálmur Ragnarsson. Tónlist Vilhjálmur Goði Friðriksson. Kvikmyndataka: Robert, Sciretta. Klipping: Vil- hjálmur Ragnarsson. Utlit: Guðrún Þorvarðardóttir. Leikarar: Baldur Trausti Hreinsson, Halldóra Geir- harðsdóttir, Stefán Jónsson, Jó- hann Siguröarson, Sigurður Sigur- jónsson, Pálmi Gestsson, Steinn Armann Magnússon, Hjalti Rögn- valdsson, Lilja Þórisdóttir o.fl. ÞAÐ sannast enn einu sinni að ekki þurfa sögur að vera miklar eða dramatískar til að halda athygli áhorfandans. Stundum nægir að byggja upp forvitni áhorfandans um persónu, gæða hana nægu innra lífi til að löngun kvikni til að vita meira og átta sig á því hvers vegna hún hagar sér eins og hún gerir, hvað fær hana til að „fúnka" í þeim aðstæðum sem sýndar eru. Saga um stöðumælavörð í Reykjavík er ekki líkleg til að vekja brennandi áhuga svona fyrirfram en þegar nánar er að gætt er líf stöðu- mælavarðar hlaðið uppákomum; endalausir árekstrar við borgarana sem ekki vilja bekenna neitt ólöglegt og alls ekki borga sektimar. Heiðar- legur stöðumælavörður er enn leiðin- legra fyrirbæri, ekki einu sinni hægt að múta honum til að horfa í hina átt- ina, fleygja kvittuninni og stinga sekt- arfénu í vasann án frekari málaleng- inga. Spillingin getur víða þrifist. Og síðan ástir stöðumælavarðar, þær eru alls ekki eitthvað sem hvarflar að manni dags daglega; spurt er hvort stöðumælaverðir stundi kynlíf og því er svarað í myndinni um Viktor stöðu- mælavörð með afgerandi hætti. En reyndar fer hann ekki út fyrir fagið og stundar kynlífið með öðrum stöðu- mælaverði og á milli þeirra kviknar einlæg og heit ást. Baldur Trausti Hreinsson og Hall- dóra Geirharðsdóttir eru hinir elsk- andi stöðumælaverðir, Viktor og Her- dís, og tekst mætavel að tjá vaxandi ást þeirra án þess að þurfa mörg orð um hlutina. Leikur þeirra er áreynslulaus og blátt áfram. Per- sónumar em trúverðugar, einlægar og yfir þeim er sakleysislegur blær sem Ijær frásögninni kómískt yfir- bragð, myndin verður ekki eins vem- leikabundin og ætla mætti fyrir vikið. Sagan sem þama er sögð er lítil og nett, Viktor er grandvar og heiðarleg- ur við stöðumælavörsluna og gerir sér ekki mannamun því eitt skal yfir alla ganga. Hann stenst þó ekki mátið þegar draumadísin, fögur fyrirsæta, (Þómnn Lámsdóttir) er við það að fá sekt hjá honum, hann hættir við á síð- ustu stundu. En það sést til hans og hann er kærður til yfirmannsins. Þeim Herdísi tekst að leysa úr þess- um vanda og koma í leiðinni upp um krónumanninn ógurlega, einn heljar- svikara í þeirra eigin röðum sem stundað hefur að setja gamlar krónur í stöðumælana og hirða sjálfur hundr- aðkallana. Honum er vikið úr stöðu- mælavörslunni með skömm og fer samstundis í framboð. Herdís og Viktor hrósa sigri og allt bendii’ til þess að hamingjan bíði þeirra. Hvaða lærdóm á svo að draga af þessu. Engan líklega. Þetta er vel unnin mynd eftir snotm og vel hugs- uðu handriti sem hæfir sjónvarpi ágætlega. Efnið er tekið ágætum tök- um og aðall myndarinnar er skemmti- legar persónusmámyndir sem leikar- amir vinna ágætlega úr hver fyrir sig. Ur hefur orðið skemmtileg stutt- mynd, sjónvarpsleikrit, sem uppfyllir væntingar um skemmtun en er um leið skondinn spegill á það fjölbreytta mannlíf sem þrífst í borginni á vomm dögum. Hávar Sigurjónsson Samarin gegn brjóstsviða! Samarin kemur maganum í lag og losar þig við brjóstsviða! Þessar verslanir selja Samarin: Nóatún, Bónus, Hagkaup, Nýkaup, Fjarðarkaup, KÁ verslun, Samkaup og öll apótek. Fjöl- þjóða listí Köln VERKINU „Fleurs a l’Arc - en Ciel“ eftir franska lista- manninn Robert Delaunay er hér komið fyrir á 34. sölusýningu nú- timalistar i Köln i Þýskalandi. Verk Delaunay er metið á 870.000 dollara, eða einar 74 mil- ljónir króna. Sölusýningin stendur til 12. nóv- ember og sýna að þessu sinni 276 gallerí frá 21 landi listaverk í sinni eigu. Islensk orðabók í tölvuútgafu UT ER komin Islensk orðabók á geisladiski. Útgefandi er Edda - út- gáfa og miðlun hf. Þetta er fyrsta tölvuútgáfa ís- lensk-íslenskrar orðabókar en jafn- framt 3. endurbætt útgáfa þessa verks. Bókin er unnin hjá Máli og menn- ingu í samvinnu við Orðabók Háskól- ans. Ritstjóri 3. útgáfu er Mörður Árnason. Sérfræðingur af hálfu Orðabókar Háskólans er Kristín Bjarnadóttir. Aðrir starfsmenn við ritstjórn em þær Þórdís Úlfarsdótt- ir, Halldóra Jónsdóttir, og Laufey Leifsdóttir. Marinó Njálsson hefur annast tölvuvinnslu á síðari vinnslu- stigum. I kynningu útgefanda segir að ís- lensk orðabók hafi upphaflega komið út árið 1963 hjá Bókaútgáfu Menn- ingarsjóðs í ritstjórn Áma Böðvars- sonar, og aftur aukin og bætt árið 1983. Hún var á sínum tíma einkar kærkomin vegna þess að ekki var til íslensk-íslensk orðabók og verk Árna og samstarfsmanna hans hefur síðan farið víðar um íslensk heimili, skóla og vinnustaði en nokkur önnur orðabók. „Tölvuútgáfan margfaldar notk- unarsvið íslenskrar orðabókar. Með hinni nýju tækni fæst skýr og einföld framsetning, margvíslegir leitar- kostir gefast og hægt er að hafa orðabókina opna á skjánum við alls kyns ritvinnslu. í bókinni em um 85 þúsund flettur og innan þeirra má finna 100 þúsund uppflettiorð. Auk þeirra breytinga sem felast í því að færa bókina í tölvubúning hefur texti bókarinnar verið endurbættur með margvíslegum hætti.Við hefur bæst fjöldi orða úr daglegu máli, skýring- ar hafa víða verið lagfærðar og end- umýjaðar og dæmum fjölgað. Eink- um hefur verið hugað að sagnorðum, lýsingu þeirra, notkun og framsetn- ingu. Þá hefur verið farið skipulega yfir ýmsa efnisflokka sem brýnast þótti að endurnýja. Þar á meðal er orðfæri um tölvur og tónlist, orð á sviði grasafræði, líffræði og skyldra greina, orð úr viðskiptum og hag- fræði, heimspeki- og málfræðiorð, orðfæri um hannyrðir og föt, um mat og ýmsa húsmuni. Meðal samverka- manna á sérfræðisviðum eru þau Atli Ingólfsson tónskáld, Ágúst H. Bjarnason grasafræðingur, Ágúst Einarsson prófessor í viðskipta- fræði, Elsa E. Guðjónssson textíl- og búningafræðingur, Erlendur Jóns- son prófessor í heimspeki og Snorri Sigfús Birgisson tónskáld. Notandaforrit tölvuútgáfunnar er „Tölvuorðabókin“ frá Alneti (Matt- híasi Magnússyni). sem áður hefur verið nýtt við útgáfu íslensk-ensk-ís- lenskrar, dansk-íslenskrar og fransk-íslenskrar orðabókar. Við framsetningu textans er nýtt HTML-tæknin sem menn þekkja af Netinu. í tengslum við tölvuútgáfu ís- lenskrar orðabókar verður ýtt úr vör vefsetrinu „ord.is" sem er upplýs- ingamiðstöð fyrir notendur orðabók- arinnar og áhugamenn um hana. Tölvuútgáfa Islenskrar orðabókar kostar 7.990 krónur. Hún fæst einnig fyrir vinnustaði, skóla og stofnanir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.