Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 18
ERLENT 18 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Bandarikjamenn togast á um nágrannann f Karíbahafí Reuters Barátta fólks af kúbverskum uppruna fyrir því, að drengurinn Elian Gonzalez yrði um kyrrt í Bandaríkjunum, sýndi hvað það er öflugur þrýstihópur. Áhrif þess fara þó þverrandi. Opnað fyrir takmörk- uð viðskipti við Kúbu Bandaríkjaþing hefur samþykkt viðskipta- lög sem heimila sölu landbúnaðarafurða til Kúbu, en viðskiptabann við landið, sem hef- ur hefur verið í gildi í nær fjóra áratugi, er enn við lýði. Margrét Björgiilfsdottir kynnti sér viðhorf stjórnvalda og líkurnar á því að næsta forseta takist að knýja fram breytingar á samskiptum landanna. HANDABAND Bills Clint- ons Bandaríkjaforseta og Fidels Castros forseta Kúbu á þúsaldarfundi Sameinuðu þjóðanna í New York í september komst á forsíður heims- pressunnar, þetta var jú í fyrsta sinn sem Castro á sinni 40 ára valdatíð hefur komst í slíkt návígi við leiðtoga Bandaríkjanna. Fréttaskýrendur voru tilbúnir að túlka atvikið sem tímamót í samskiptum ríkjanna en báðir aðilar gerðu mun minna úr þessu og sögðu að tilviljun og sjálf- sögð kurteisi hefði ráðið ríkjum. Stjóm Clintons hefur leitað eftir leiðum, hefðbundnum sem óhefð- bundnum, til að opna fyrir frekari samskipti milli landanna. En Kúba hefur verið þyrnir í augum Banda- líkjanna allt frá því að Fidel Castro komst til valda árið 1959. Banda- ríkjamenn af kúbverskum uppruna hafa löngum staðið á móti auknum samskiptum við kúbversk yfírvöld og flestum er sjálfsagt í fersku minni hin hatramma barátta um forræðið yfir litla drengnum Elian Gonzalez. Mál Elians og nokkur önnur atvik á síðustu árum hafa þannig att saman þeim, sem greinir á um stefnuna gagnvart Kúbu, og gert umbótasinn- um erfiðara fyrir. Caryn Hollis, sérfræðingur Ör- yggisráðs Hvíta hússins í málefnum Kúbu, útskýrir stefnu stjórnvalda gagnvart Kúbu á þann veg að „það sé stöðugt áhyggjuefni að landið sé eina ólýðræðislega ríkið í heimsálfunni og mannréttindi séu þar fótum troðin daglega. í öðru lagi er Kúba ekki nema 90 mílur frá ströndum Miami í Flórída og það sem gerist þar skipti því miklu máli. Bandaríkjamenn vilja gjarnan að Kúba öðlist sinn sess meðal ríkjanna og stefna stjórnvalda er fyrst og fremst að aðstoða Kúbverja við að koma á friðsamleg- um umbótum og lýðræði í landinu". Það getur þó verið erfitt fyrir ut- anaðkomandi að átta sig á því með hvaða hætti áratuga gamalt við- skiptabann, sem hefur alltaf verið stutt af bæði demókrötum og repúblikönum, muni leiða til lýðræð- islegra umbóta. Og þó svo að Castro sé kominn á áttræðisaldur, heldur hann enn fast í völdin. Til að flækja málin frekar, líta flestir Bandaríkja- menn ekki á Kúbu sem utanríkismál, heldur sem miklu nærtækara mál- efni. Stefna löggjafans og fram- kvæmdavaldsins er því rekin áfram af innanríkishagsmunum, sem til að mynda endurspeglast í nýju við- skiptalögunum. Nýju lögin opna sumar dyr og loka öðrum Lögin sem þingið samþykkti ný- lega munu ekki bara leyfa takmörk- uð viðskipti með landbúnaðarafurðir og lyf yið Kúbu, heldur einnig við Lýbíu, íran, Norður-Kóreu og Súd- an, lönd sem Bandaríkjamenn hafa oft kallað öllum illum nöfnum og bendlað við skipulögð hryðjuverk. Bandarískir bændur sjá þama framtíðarmarkaði fyrir framleiðslu sína og lögin voru því samþykkt með miklum meirihluta, enda kosningar í nánd. Þrátt fyrir breytingar á frum- varpinu sem takmarka enn frekari samskipti við Kúbu, átti Clinton heldur ekki um annan kost að velja en að skrifa undir lögin, sem í heild sinni beina nær 80 milljörðum dala til bænda, þar af 3,5 milljörðum í neyðaraðstoð þegar í stað til þurf- andi bænda. Clinton sagði við undirskriftina, að „að nafni til virðast lögin leyfa út- flutning bandarískrar framleiðslu til Kúbu en gera það hér um bil ómögu- legt fyrir fjölskyldubúin að fjár- magna slíka sölu“. Bandaríkjaforseti benti einnig á að lögin „takmarka ferðalög Banda- ríkjamanna til eyjunnar og hindra þar með tilraunir til að koma á sam- skiptum fólks í báðum löndunum, sem miðast við að koma á lýðræðis- legum umbótum á Kúbu“. Það er kaflinn um Kúbu sem hefur fengið mesta athygli í lagasetning- unni. Þegar upp var staðið var búið að útvatna lögin þannig að afnám við- skiptabannsins á matvöru er fyrst og fremst táknrænt. Tveir þingmenn repúblikana frá Flórída, þau Lincoln Díaz-Balart og Ileana Ros-Lethien, hrósuðu sigri yfir breytingunum á fnimvarpinu, sem miðast við að tak- marka ferðalög til Kúbu og fjár- mögnun á fyrirhuguðum útflutningi. Þessi ákvæði eiga ekki við um hin fjögur löndin. Háttsettur embættis- maður ríkisstjórnarinnar sagði í samtali við Morgunblaðið, að með þvi að fara fram á fjármögnun þriðja að- ila (bandarískar fjármálastofnanir mega ekki koma nærri sölunni) væri smærri bændum gert illmögulegt að selja afurðir sínar til Kúbu. Aðeins landbúnaðarrisar með lánstraust og sambönd erlendis geta fjármagnað sölu á slíkan hátt. Yfirvöld á Kúbu hafa líka brugðist illa við, þar er ekki til reiðufé til að greiða fyrir vöruna, og Castro segir sjálfur að þessi skil- yrði séu móðgun og engin matvæli verði keypt. Baráttumenn gegn auknum sam- skiptum við Kúbu fögnuðu líka breytingunni á lögunum sem tak- markar ferðalög til Kúbu enn frekar og héðan í frá er stjómvöldum settur miklu strangari rammi til að veita sérstök ferðaleyfi til landsins. í raun má segja að þessi breyting nái því fram að loka fyrir göt í hinum svo kölluðu Helms-Burton-Iögum frá 1996, nefnd eftir þingmönnunum sem lögðu þau fram á þinginu. En hingað til hafa stjórnvöld getað farið í kringum lögin og leyft ýmsum hóp- um að ferðast til Kúbu með það í huga að bæta ímynd Bandaríkjanna og opna fyrir vináttusambönd. Skellt í lás með Libertad Helms-Burton-lögin, oft kölluð Libertad-lögin, voru sett á árið 1996, eftir að kúbverski flugherinn skaut niður tvær litlar bandarískar einka- ílugvélar sem flugu inn í lofthelgi Kúbu. Fjórir menn voru um borð og fórust allir. Tilgangurinn með Libertad-lögunum var og er enn að þrýsta á Castro og koma á lýðræðis- legum umbótum. En þau voru sett í hita leiksins og lögfestu viðskipta- bannið, sem fyrir vikið er mun erfið- ara að breyta heldur en tilskipun. Hollis bendir á að þó svo að við- skiptabannið hafi alltaf fengið mesta athygli, þá miðist stefna stjórnvalda gagnvart Kúbu ekki síður að því að ná til fólksins. En það er hætt við að slík samskipti verði erfiðari eftii- lagasetninguna vegna strangaii takmarkana á ferðalögum. Áður en harmleikurinn gerðist fyrir fjórum og hálfu ári var Banda- ríkjastjóm byrjuð að kanna, bak við tjöldin, hvort gmndvöllur væri fyrir því að bæta samskiptin við Kúbu. I nýútkominni ævisögu sinni segir Carlos Salinas, fyrrverandi forseti Mexíkó, frá því að haustið 1994 hafi Clinton komið að máli við sig og beðið sig um að vera milliliður og tala við Castro um að taka á vandamáli auk- ins straums bátafólks frá Kúbu til Flórída. Salinas var í hlutverki sendi- boðans og bar skilaboð á milli með mikilli leynd, fundum milli háttsettra embættismanna var síðan komið á og þótt innflytjendamál væru þau einu á dagskrá að sinni, lá það í loftinu að önnur mál yrðu rædd síðar. Ósigur demókrata í þingkosningunum í nóv- ember árið 1994 veiktu stöðu Clint- ons heimafyrir og torvelduðu áfram- haldandi samskipti og fyrrnefndur atburður í byrjun árs 1996 batt síðan enda á frekari viðræður. Bókin fer nokkuð nákvæmlega með gang mála og óhjákvæmilega spyr lesandinn sjálfan sig hvað hefði getað orðið. Bandarískir embættis- menn fara heldur ekki í grafgötur með vilja forsetans til að ná fram breytingum gagnvart Kúbu, en við- urkenna að atburðarásin hafi síðan kollvarpað öllum slíkum áætlunum. Bandaríkjamenn af kúbverskum uppruna eru ekki stór en afar áhrifa- mikill þrýstihópur og sérstaklega í Flórídaríki. Flestir þeirra sameinast um að vera ákafir hatursmenn Castr- os og stjórnar hans og eru þar af leið- andi alfarið á móti auknum samskipt- um við Kúbu. Frænka Díaz-Ballart, þingmannsins frá Miami, var til að mynda fyrsta eiginkona Castros og andúð hans á Kúbúforseta er pers- ónuleg. Áhrifamáttur þessa hóps kom vel í ljós í forræðisdeilunni um Elian Gonzalez og þótt drengnum hafi loks verið skilað til föður síns tók það marga mánuði, málið fór fyrir æðstu dómstóla og var í kastljósi all- ra fjölmiðla vikum saman. Það er athyglisvert að A1 Gore varaforseti og forsetaefni Demó- krataflokksins vék frá stefnu stjórn- arinnar og studdi baráttu banda- rískra ættingja Elians fyrir dómstólum. Gore hefur nær ávallt stutt og varið Clinton og stjórn hans, en í þessu máli má reikna með að ráð- gjafar hans hafi áttað sig á að Flórída yrði ekki unnið nema með stuðningi Kúbverja. Jeb Bush, fylkisstjórinn í Fórída og bróðir George W. Bush, forsetaefnis repúblikana, setti sig líka upp á móti alríkisstjórninni að því leyti að hann neitaði að aðstoða yfirvöld. George W. Bush hefur sannarlega biðlað til þessa hóps með dyggum stuðningi frá litla bróður, en þegar aðeins vika er til kosninga sýna skoðanakannanir hins vegar að jafnt er með frambjóðendunum tveimur í þessu mikilvæga ríki sem báðir aðilar telja sig þurfa að vinna til þess að sigra á landsvísu. Mál Elians markar ef til vill þátta- skil á annan máta. Embættismenn benda á að lætin yfir drengnum hafi kannski opnað augu bandarísks almennings fyrir stefnu stjórnvalda gagnvart Kúbu. Mörgum fannst til að mynda nóg um og þegar farið er að skoða viðskipta- bannið sjálft í víðara samhengi er ekki ólíklegt að fólki finnist það úrelt og byggt á gamaldags hugmynda- fræði sem stríðir gegn frjálsri versl- un og bandarískum hugsunarhætti. Er tími breytinga í vændum? Margir trúa því að viðskiptabannið muni líða undir lok og tími breytinga sé í vændum. Máli sínu til stuðnings benda fylgismenn aukinna samskipta á að ný kynslóð sé að vaxa úr grasi í Flórída, þar sem tilfinningahitinn gagnvart Kúbu sé ekki lengur eins mikill og menn því tilbúnir að meta hlutina á breiðari grundvelli. Það má líka leiða líkur að því að viðskiptabannið hafi gert Castro kleift að halda landinu í járngreip sinni í öll þessi ár, hann hefur sam- einað landa sína gegn nágrannanum í vestri og getað málað skrattann á vegginn að vild. Þótt hann sé orðinn 74 ára gefur hann ekkert eftii' og eft- ir farsælan endi á Elian málinu, kennir hann nú Bandaríkjunum um viðvarandi skort á lyfjum. í kjölfar heimsóknar Madeleine Albright, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna til Norður-Kóreu, velti hátt- settur embættismaður því fyrir sér í samtali að ef stjórnmálasamband væri að komast á við Norður-Kóreu og Clinton væri hugsanlega að fara þangað, því þá ekki til Kúbu. Það væri í raun bara eðlilegt framhald af þróuninni í samskiptum við Norður- Kóreu, sem hefur verið á svörtum lista sem óvinaland, að almenningur velti því fyrir sér af hverju Kúba væri öðruvísi og fengi ekki sömu meðferð. Hvort heldur það verður Bush eða Gore sem fer með sigur af hólmi 7. nóvember, mun næsti forseti þurfa að kljást við nýju lögin og þær takmarkanir sem þau setja á allan út- flutning og ferðalög til Kúbu. Til þess að breyta þeim verður hann að vinna náið með þinginu og þar virðast menn vera að mýkjast í andstöðu sinni við Kúbu ef marka má Roger Noriega, sérfræðing öldungadeildar- þingmannsins Jessie Helms, í mál- efnum Suður-Ameríku. Noriega sagði nýlega á fundi með blaðamönn- um að það væri ekki spurning um hvort, heldur hvenær viðskiptabann- inu yrði aflétt. Þetta eru stór orð frá herbúðum harðlínumannsins Helms, sem óneitanlega vekja spurningar um breytta framtíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.