Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 4
1 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ |Koir0anii>IaÍ>ií> VIKAN 29/10-4/11 ► HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi 46 ára Hollending í 9 ára fangelsi fyrir smygl á 14.292 e-töflum og 22,49 g af e-töflumulningi. Þetta er einn þyngsti dómur sem fallið hefur í fíkniefnamáli hér á landi. ► SIGURJÓN Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi og Gísli Pálmason athafna- maður hafa lýst yfir áhuga á að festa kaup á eignum Eiðastaðar á Héraði. Þeir hafa uppi áform um að byggja upp alþjóðlegt menningarsetur á Eiðum. ► LEIT hófst að 27 ára manni, Einari Erni Birgis- syni, sem ekki hafði spurst til síðan á miðvikudags- morgun. Fjölskylda hans og vinir aðstoða við leitina. ► GEIR H. Haarde fjár- málaráðherra tilkynnti að ríkissjóður myndi fjár- magna afborganir af er- lendum lánum á næsta ári með lántökum erlendis. ► SIGLINGALEIÐIR olíu- skipa eru á mikilvægri hrygningarslóð fiski- stofna. Davíð Egilsson, forstöðumaður mengunar- varnarsviðs Hollustu- verndar rfkisins, vill að ol- íuskipum verði gert að sigla fjær landi en þau gera nú. ► KONA á fimmtugsaldri lést á gjörgæsludeild Landspítala - háskóla- sjúkrahúss við Hringbraut vegna mistaka sem urðu við lyfjagjöf. Henni var gefið verkjalyf sem skráð var í sjúkraskrá og lyfja- fyrirmælum að hún væri með ofnæmi fyrir. Framhaldsskóla- kennarar í verkfall VERKFALL í framhaldsskólum lands- ins hófst á þriðjudag eftir árangurs- lausar samningaviðræður. Framhalds- skólakennarar töldu of litlar hækkanir felast í tillögum samninganefndar ríkis- ins um nýtt launakerfi. Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Félags fram- haldsskólakennai'a, sagði ríkið hafa boðið kennurum lítið annað en þær lágmarkshækkanii' sem samið var um á almennum vinnumarkaði í vor og að það væri ekki nóg. Geir H. Haarde fjái'- málai'áðherra sagði að kennarar væru að fara fram á 32-34% upphafshækkun og síðan tvívegis 15% hækkim. Samtals væri því um að ræða um 70% hækkun á samningstímanum. „Það sjá allir að það er ekki hægt að ganga að þessu,“ sagði Geir. Verkfallið nær til um 1.300 kennara og um 19.000 nemenda, þar af eru um 2.400 í öldungadeild og 800 í fjamámi. Þrátt fyrir að skólahús stæðu nemend- um opin til notkunar eftir að verkfall skall á voru fáir sem nýttu sér lesstofur og bókasöfn fyrstu daga verkfallsins. Þing Norðurlandaráðs haldið í Reykjavík FIMMTUGASTA og annað þing Norð- urlandaráðs var sett í Reykjavík á þriðjudag. Finnar taka við formennsku í byrjun næsta árs og sagði Paavo Lipponen, forsætisráðherra Finnlands, að meðal lykilatriða sem Finnar myndu beita sér fyrir á næsta ári væru Norð- urlöndin og Evrópusambandið, líf al- mennings, aðgerðir varðandi norræna vídd í ESB og grannsvæðasamstarfið. Fulltniar hægri flokkanna á þinginu lögðu fram tillögu um að Eystrasalts- löndunum, Eistlandi, Lettlandi og Lit- háen, yrði boðin aðild að Norðurland- aráði en tillagan var felld. Aftur á móti var samþykkt tillaga meirihluta for- sætisnefndar ráðsins um að ráðið styrkti samstarf sitt við Eystrasalts- löndin. Óvissa um úrslit í forsetakjöri FORSETAKOSNINGAR voru í Bandaríkjunum þriðjudaginn 7. nóv- ember og varð kosninganóttin afar söguleg. Fram eftir nóttu þótti tvísýnt hvor fengi fleiri kjörmenn en undir morgun að íslenskum tíma var almennt álitið víst að Bush hefði sigrað. Gore hringdi í keppinautinn til að viður- kenna ósigur en dró ummælin til baka skömmu síðar er ljóst var að atkvæða- munurinn væri svo lítill í Flórída að of snemmt væri að fullyrða um niður- stöðuna. Repúblikaníu- virtust ætla að halda naumum meirihluta í báðum þing- deildum þótt demókratar bættu stöðu sína nokkuð. Eiginkona Bills Clintons forseta, Hillary Rodham Clinton, var kjörin öldungadeildarþingmaður í New York-ríki. Um 100 milljónir manna neyttu kosningaréttar síns í forsetakjörinu og fékk Gore ívið fleiri atkvæði á lands- vísu en Bush en munurinn vai' minni en nokkru sinni frá 1960. Þess ber að geta að enn er eftir að telja mikið af utan- kjörstaðaratkvæðum. Bush fékk nokkur hundruð atkvæði fram yfir Gore í Flórída og ef niður- staðan verður staðfest hreppir hann forsetastólinn. Bróðir Bush er ríkis- stjóri í Flórída og bentu sumir and- stæðingar repúblikana á þessi tengsl til að ala á grunsemdum um að svik væru í tafli. Krafist var endurtalningar í nokkrum sýslum í Flórída vegna þess hve litlu munaði eftir fyrstu talningu. Einnig kom í ljós að kjörseðlar í einni sýslunni voru með villandi uppsetningu og sagt að margir kjósendur hefðu af misgáningi greitt öðrum frambjóðanda en Gore, Pat Buehanan, atkvæði sitt. Undir vikulok var talið að endanleg úrslit í Flórída og jafnvel fleiri ríkjum yrðu vart ljós fyrr en eftir helgina og spáð var langvarandi málaferlum vegna deilna um framkvæmd kosning- anna. ► EHUD Barak, for- sætisráðherra Israels, sagðist á miðvikudag geta fallist á að Palestínumenn stofnuðu eigið ríki. Skil- yrðið væri að þeir reyndu ekki að þvinga fram sjálf- stæði með einhliða ákvörð- unum og ofbeldi. Mannfall varð á ný í átökum á sjálf- stjórnarsvæðunum á fimmtudag. ► MIKIÐ rok og rigningar hafa geisað á Bret- landseyjum og víðar í Vest- ur-Evrópu undanfarna daga og vikur. Dauðaslys urðu er tré féllu á bfla og einnig fórst fólk í Frakk- landi og á Italíu í aurskrið- um á mánudag. Samgöng- ur fóru úr skorðum í Irlandi og mikil flóð ógn- uðu borginni Jórvík í Bret- landi. ► ÞINGKOSNINGAR voru í Aserbaídsjan sunnudag- inn 5. nóvember og hrósaði stjómarflokkur Gaidars Alíevs forseta sigri. Sögðu talsmenn hans að flokkur- inn hefði fengið meira en 70% atkvæða. Eftirlits- menn frá alþjóðlegum stofnunum sögðu að kosn- ingarnar hefðu einkennst af ólýðræðislegum vinnu- brögðum og talningin víða farið í handaskolum. ► INGIRÍÐUR drottning- armóðir í Danmörku Iést á þriðjudag, níræð að aldri. Hún var móðir Margrétar drottningar og var eigin- kona Friðriks niunda. Ingi- ríður var sænsk að ætt og naut mikillar virðingar og vinsælda f Danmörku. FRÉTTIR Dagvinnulaun á 2. ársfj. 2000, skv. Kjararannsóknanefnd Höfuðborgarsvæðið og utan þess Konur og karlar - um landið allt Jjk Höfuð- \ r i borgar- svæði Dagv.laun Starfsstétt á mánuði, kr. Utan höfuðb.- svæðis Dagv.iaun á mánuði, kr. Hlutf.- legur munur, m. v. h.b.sv., % TÉ!Éff Karlar H Dagv.laun Starfsstétt á mánuði, kr. Konur Dagv.laun á mánuði, kr. Hlutf.- legur munur, m. v. karla, % Almennt verkafóik 116.300 102.800 -11,4% Almennt verkafólk 113.800 101.200 -11,1% Véla- og vélagæslufólk 128.200 124.200 -3,1% Véla- og vélagæslufólk 131.800 100.800 -23,5% Sérhæft verkafólk 118.100 111.700 -5,4% Sérhæft verkafólk 117.900 108.000 -8,4% Iðnaðarmenn 184.000 171.700 6,7% Iðnaðarmenn 178.500 - Þjón.-, sölu- og afgr.fólk 140.600 101.600 -27,7% Þjón.-, sölu- og afgr.fólk 162.600 103.500 -36,1% Skrifstofufólk 133.700 121.300 -9,3% Skrifstofufólk 150.800 126.000 -16,4% Tæknar og sérm. starfsf. 210.100 192.100 -8,6% Tæknar og sérm. starfsf. 237.400 168.800 -28,9% Sérfræðingar 309.300 328.300 +6,1% Sérfræðingar 337.300 263.300 -21,9% Kaupmáttur launa jókst um 1,8% milli ára DAGVINNULAUN hækkuðu að meðaltali um 7,6% frá 2. ársfjórðungi 1999 til 2. ársfjórðungs 2000 sam- kvæmt útreikningum Kjararann- sóknarnefndar. A sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs um 5,7%. Samkvæmt því jókst kaupmáttur dagvinnulauna um 1,8%. Launahækkun stai'fsstétta var á bilinu 5,7% til 10,3% að meðal- tali. Laun kvenna hækkuðu um 8,2% en karla um 7,2%. Laun á höfuðborg- arsvæði hækkuðu u.m 8,6% en laun utan höfuðborgarsvæðis um 6,4%. Kjarasamningar flestra launa- manna á almennum vinnumarkaði runnu út í febrúar sl., en allnokkur fjöldi kjarasamninga gildir fram á síðasta fjórðung ársins. Nýir kjara- samningar hafa tekið gildi frá 1. febrúar og fram til þessa tíma. Mis- munandi gildistaka samninga, og þ.a.l. mismunandi tímasetningar launahækkana, skekkir samanburð milli starfsstétta og einstakra starfsgreiná á 2. ársfjórðungi og gildir það raunar um allt árið 2000. Almenn launahækkun þeÚTa kjarasamninga sem gerðir hafa verið á árinu var 3,9%, en sérstök hækkun varð á lægstu launum. Þeir kjara- samningar sem renna út á síðasta fjórðungi ársins fólu í sér 3,0%- 3,25% hækkun launa um sl. áramót. Kjararannsóknarnefnd mælir launabrpytingar fyrir 5.485 einstakl- inga sem voru í úrtaki nefndarinnar bæði á 2. ársfjórðungi 1999 og 2. árs- fjórðungi 2000 (s.k. parað úrtak). Sendiráðið í London fiytur í nýtt húsnæði HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra vígði ný húsakynni ís- lenska sendiráðsins í London í gær. Nýja sendiráðið er innan veggja danska sendiráðsins við Sloan Street í Knightsbridge. Við opnun sendiráðsins sagði Þorsteinn Páls- son sendiherra að íslendingar hefðu flutt fulltrúa sína úr danska sendiráðinu fyrir sextíu árum til að stofna eigið sendiráð og að nú væru íslendingar komnir aftur, en von- andi með öðrum skilmálum. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra talaði um mikilvægi ís- lenska sendiráðsins í London, en það hefði verið stofnað árið 1940. Umsvif sendiráðsins í London eru stöðugt að aukast, á síðasta ári voru sautján hundruð íslendingar búsettir á Bretlandi, auk þess scm sendiráðið þjónaði einnig Irlandi, Nígeríu, Nepal, Iiollandi, Indlandi og Maldíveyjum í Indlandshafi. Danski utanríkisráðherrann Nils Hedvig Pedersen hélt einnig stutta tölu, þar sem hann sagði að það væri þjóðráð að sameina sendiráðin Reuters Nils Hedvig Pedersen, utanríkisráðherra Danmerkur, Ilalldór Ás- grímsson utanríkisráðherra, Sigurjóna Sigurðardóttir og Þorsteinn Pálsson sendiherra, við opnun nýja sendiráðsins í London. undir eittþak. Þá afhenti hann Halldóri Asgrímssyni veggskjöld frá 1919 til minningar um sameig- inlega fortíð ríkjanna. Halldór fól Þorsteini Pálssyni umsjá með skild- inum og bað hann að finna honum góðan stað í hinum nýju húsakynn- UTGAFUTONLEIKAR Söngdansar Jóns Múla Óskar Guðjónsson og hljómsveitin Delerað leika lög af diskinum í Tjarnarbíói sunnudaginn 12. nóvember kl. 16.00. Aðgangseyrír 1.000 kr. Mál og menning malogmenning.is Laugavegi 18 • Simi 515 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500 Sjö mánuð- ir fyrir lík- amsárás RÚMLEGA tvítugur karlmaður var á föstudag dæmdur í sjö mánaða fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás í héraðsdómi Suðurlands. Maðurinn stakk fósturföður sinn með hnífi þegar til átaka kom á heimili fjöl- skyldunnar í Vestmannaeyjum. Maðurinn var ákærður fyrir til- raun til manndráps en héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að ósann- að væri að það hefði vakað fyrir hin- um ákærða að ráða fósturföður sín- um bana. Honum hljóti hins vegar að hafa verið ljóst hve alvarlegir áverk- ar gætu hlotist af því að beita jafn hættulegu vopni. Auk fangelsisdóms var manninum gert að greiða sakar- kostnað. Dóminn kváðu upp Ingveld- ur Einarsdóttir, Jón Finnbjömsson og Sigurður Tómas Magnússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.