Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur12.nóvember Styr um stóriðjumál Tekist á um framkvæmdaröðina. Þarf að forgangsraða verkefnum? Hvað segir Norsk Hydro um áformin á Grundartanga? Hvílir siðferðileg kvöð á stjórnvöldum að leyfa stækk- un Norðuráls? Þriðjudagur 14. nóvember Orku- og umhverfismál Stærsta umhverfismat sem ráðist hefur verið í hér á landi? Hvaða virkj- anir koma til greina á Suöurlandi? Hvernig verður eignarhaldi Kára- hnjúkavirkjunar háttað? Hvað með Kyoto-bókunina um losun gróður- húsalofttegunda í andrúmsloftið? Efnahagsmái Miðvikudagur 15. nóvember Q Fimmtudagurl6. nóvember Vinnumarkaðsmál Hætta á ofþenslu á vinnumarkaði. Byggingariðnaðurinn er mjög sveigj- anlegur. Taka verður erlent vinnuafl með í reikninginn. Útlit fyrir verkefna- skort strax næsta haust. Báðarframkvæmdirmyndu þýða tvöföldun útflutningstekna af áliðn- aði. Verður að áfangaskiþta verkefn- um? Hvað segja aöilar markaðarins? Hvað hefur stóriðjan gert fyrir þjóðar- búið? Föstudagur 17. nóvember : Samhengi og stjórnmál * Alltlagtundiríbyggðamálunum? j Varaáætlun gagnvart stóriðjumálum á Austurlandi? Áhrif kjördæmabreyt- ingar og baksvið stjórnmálanna. Er samstaða um frekari uppbyggingu stóriöju? ISLAND OG ALIÐ Áhöld eru um hvort stóriðjustefna stjórnvalda sé í upp- námi með því að forsvarsmenn Norðuráls hafa óskað eftirfimmföldun á núverandi framleiðslugetu álversins á Grundartanga. Eftir stendur að hálft annað ár er þar til hópur íslenskra fjárfesta og Norsk Hydro munu ákveöa hvort ráðist verður í Reyðarálsverkefnið, sem felur í sér risavaxið álver á Austurlandi og virkjun viö Kárahnjúka. í fyrstu grein Björns Inga Hrafnssonar af fimm um stór- iöju á íslandi kemur fram að ágreiningur er uppi um for- gangsröðun í virkjana- og orkusölumálum. OHÆTT er að fullyrða að frétt Morgunblaðsins 12. október sl. um stækkun álversins á Grundar- tanga upp í allt að 300 þúsund tonna framleiðslugetu á ári hafi vakið mikla athygM. Vitað var að stækkun álversins úr 60 þúsund tonnum í 90 þúsund tonn gekk vel og var á áætl- un, en starfsleyfi álversins og umhverfismat hljóðar upp á allt að 180 þúsund tonna fram- leiðslu á ári og því komu fréttir um enn frekari stækkunaráform mjög á óvart. Ekki síst þar sem athygU manna hefúr einkum beinst að s.k. Reyðarálsverkefni austur á fjörðum síðustu misserin, þ.e. álveri í Reyðarfirði með tilheyr- andi virkjunarframkvæmdum á Austurlandi og lagningu raflína frá Fljótsdal til Reyðarfjarðar. Uppnám stjómvalda er ekki síst tilkomið vegna þess að erfitt getur reynst að útvega nægilega raforku til stækkunarinnar, sérstak- lega innan þeirra tímamarka sem forsvarsmenn Norðuráls hafa sett sér, þ.e. 2004. Á sama tíma er nefnilega unnið samkvæmt samkomulagi að undirbúningi risavirkjunar og stóriðju á Austur- landi og ennfremur athugun á orkufrekri vetnis- framleiðslu. Vinnustaður á sjötta hundrað manns í stuttu máU er staða mála á Grundartanga þannig nú að framkvæmdir standa yfir við stækkun álverksmiðjunnar og verður fram- leiðslugeta hennar 90 þúsund tonn á ári eftir breytinguna, en gert er ráð fyrir að starfsemi í stækkuðu álveri geti hafist af fullum krafti næsta vor. Byggingaframkvæmdum vegna stækkunarinnar lýkur væntanlega um næstu áramót, en gert er ráð fyrir að um 50 starfsmenn verði ráðnir til álversins vegna breytinganna. Fyrir starfa um 170 starfsmenn í álverinu á Grundartanga. Áhugi forsvarsmanna Norðuráls á umtals- verðri stækkun álversins hefúr legið íyrir í nokkum tíma og í febrúarmánuði 1996 sam- þykkti Skipulagsstjóri ríkisins mat á umhverfis- áhrifum 180 þúsund tonna álsvers. Forsvars- menn Norðuráls áforma nú hins vegar að ráðast strax í byggingu 150 þúsund tonna stækkunar, þannig að heildarstærð álversins verði 240 þús- und tonn. Með nýrri tækni, þar á meðal betri nýtingu á kemm, eru síðan áform uppi um að ná framleiðsluaukningu til viðbótar upp á 60 þús- und tonn, svo heildarframleiðslugetan verði 300 þúsund tonn. Forráðamenn Norðuráls hafa metið það svo að byggingartími þessa þriðja áfanga álversins gæti verið 20-24 mánuðir. Segja þeir að gera megi ráð fyrir því að hið minnsta 500 manns fái störf við byggingarframkvæmdimar, en fyrir starfa þar nú um eitt hundrað iðnaðarmenn. Aukinheldur hafa Norðurálsmenn sagt að margfalda þurfi starfsmannafjölda álverksmiðj- unnar til lengri tíma Mtið. 250 til 350 ný störf myndu þannig bætast við og alls myndu því vel á sjötta hundrað manns vinna í verksmiðjunni þegar upp væri staðið. Eitt þúsund ný störf á Austurlandi Til samanburðar er gert ráð fyrir að þörf fyrir vinnuafl vegna framkvæmda við virkjun og ál- ver, sem og við framleiðslu áls í Reyðarfirði, muni nema að jafnaði 0,9% fólks á vinnumarkaði hér á landi, en sýnu mest þó árið 2005, eða allt að 1,5% alls vinnuafls í landinu. Það þýðir um 2.300 ársverk. AUs myndu um eitt þúsund ný störf verða til á svæðinu í álverinu og í tengslum við starfsemi þess. Vegna svo mikils fjölda nýrra starfa er gert ráð fyrir nokkurri fólksfjölgun, að íbúum mið-Austurlands fjölgi um allt að 2.000-2.500 manns og íbúar gætu því orðið á biMnu níu til tiu þúsund á svæðinu öllu eftir tíu ár, eða 2010. Til samanburðar hafa líkur verið leiddar að því að á milU sjö og átta þúsund mannsmyndu byggja sama svæði án álvers eða annarrar upp- byggingar á atvinnustarfsemi. Ánægja með áformin á Vesturiandi Úttekt Morgunblaðsins leiðir í ljós að þing- menn og sveitarstjómarmenn á Vesturiandi leggja þunga áherslu á að reynt verði að ná samningum við Norðurál um stækkunina. Rauði þráðurinn í málflutningi þessara aðila er að rangt sé að stilla stækkun Grundartangaverksmiðjunnar upp gegn áfor- munum á Austurlandi og segja þessir aðilar að Vesturlandi veiti ekkert af fjölgun starfa, auk þess sem Norðurál hafi staðið sig vel í rekstri ál- versins, sé vel metið af sínu starfsfólki og nán- asta umhverfi og eigi því skiMð að fá tækifæri til að ná fram aukinni framleiðni og þar með meiri hagkvæmni í rekstrinum. Austfirðingar taka fréttunum af Grundar- tanga hins vegar með nokkrum fyrirvara. Þar á bæ hafa menn árum saman fylgst með „sorgar- sögu í stóriðjumálunum", eins og einn þingmað- ur fjórðungsins orðar það og frestanir fram- kvæmda eru orðnar fleiri en Austfirðingar kæra sig um að telja. Margir telja þó að áætlanir Norðuráls þurfi ekki að raska á neinn hátt fyrir- ætlunum Norsk Hydro og íslenskra fjárfesta Álverið í Straumsvík íslenska álfélagið (ísal) Framíeiðslugeta á ári . 168 þús. tonn Christian Roth, formaður Wolfgang Stiller _____ Kurt Wolfensberger _____ Ólafur B. Thors Páll Kr. Pálsson Gunnar j. Birgisson Amar Bjarnason Álverið á Grundartanga__ Eigandi: ____________ Columbia Ventures (100%) Norðurál hf. Jlm Hensel, fórmaður Kenneth Petersson Richard Roman David Brewer
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.