Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 36
i6 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2000 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ HIN ÍSLENSKA VARÚÐAR- REGLA OG MEGINREGLAN UM SJÁLFBÆRA RÖSKUN ÞAÐ ER óhætt að segja að blað hafi verið brotið í íslenskum um- hverfisrétti með úrskurði umhverf- isráðherra hinn 1. nóvember sl., en til úrskurðar var kærður úrskurð- ur Skipulagsstofnunar um kísil- gúrvinnslu úr Mývatni frá 7. júlí sl. Ekki aðeins telur ráðherra að byggt sé á varúðarreglunni í úr- skurðinum frá 7. júlí sl., hann telur greinilega einungis eina varúðar- reglu vera til og vísar til reglu 15 í Ríó-yfirlýsingunni frá 1992. Sú til- vísun er í sjálfu sér afar jákvæð og ber að fagna því að íslensk um- hverfisyfirvöld telji sig vera laga- lega bundin af reglu 15. En því miður er tilvísun til þessarar reglu byggð á nokkrum misskilningi um innihald og lagalegt gildi og lýsir djúpstæðri vanþekkingu í um- hverfisrétti. Staðan er ekki svona einföld. Áður en lengra er haldið er einnig rétt að geta þess að ís- lenska þýðingin á reglu 15 er göll- uð. í upphafi íslensku útgáfunnar er vísað til varúðarreglunnar en á að vera tilvísun til varúðarnálgun- ar (precautionary approach) sem er mun víðtækari en beiting varúð- arreglu eða varúðarreglna. Jafn- framt tek ég fram að ég mun hér síðar einkum fjalla um námusvæði 2 þar sem ekki var fallist á kísil- gúrvinnslu á svæði 1. Almennt um varúðarreglur I alþjóðlegum umhverfisrétti hafa komið fram nokkrar varúðar- reglur, m.a. sú sem kemur fram í reglu 15 í Ríó-yfirlýsingunni frá 1992. Þessar reglur eiga það sam- eiginlegt, í fyrsta lagi, að vera yf- irleitt ekki í þjóðréttarlegum samningstextum, þ.e. í einsökum ákvæðum slíkra samninga, og eru yfirleitt birtar í svokölluðum „soft law“-textum (e.t.v. mætti kalla slíka texta löglíki, sbr. smjörlíki), t.d. yfirlýsingum ríkja og ráð- stefna, o.þ.h., en óljóst er hver réttaráhrif þessara yfirlýsinga eru og sennilega eru þau mismunandi. Hins vegar er oft vísað til varúðar- reglu eða varúðarnálgunar í aðfar: arorðum þjóðréttarsamninga. f öðru lagi er ekki samkomulag um hvaða útfærsla á varúðarreglu á að ráða, einkum m.t.t. sönnunarbyrði; eða hvort þær geti verið margar. I þriðja lagi er talið að ekki hafi enn myndast ótvíræð réttarvenja í þjóðarétti um beitingu varúðar- reglu við tiltekin skilyrði, m.a. vegna þess að innihald hennar er einfaldlega óljóst og óvist er hvort ríki, almennt séð, telji sig lagalega bundin af slíkri reglu og, ef svo er, við hvaða aðstæður. Hins vegar er nokkuð almenn samstaða um að varúðarregla (ein eða fleiri) sé í örri þróun og geti orðið að þjóð- réttarvenju með tímanum. Varúðarregla eins og hún er sett fram í reglu 15 í Ríó-yfirlýsingunni er einkum pólitísk yfirlýsing um að beita tiltekinni lagalegri nálgun við ákveðin skilyrði, ef ríki telja sig hafa getu til. Svo að hægt sé að beita reglu 15 í lagakerfi tiltekins ríkis þarf að útfæra hana og að sjálfsögðu að lögfesta útfærsluna, eina eða fleiri. Einnig er rétt að nefna að afar fá ríki hafa raun- verulega unnið þá undirbúnings- vinnu, t.d. tekið afstöðu til laga- breytinga, sem nauðsynlegar eru til þess að geta beitt raunverulegri varúðarreglu. Telji hins vegar um- hverfisyfirvöld á íslandi sig vera lagalega bund- in af varúðarreglu og tilbúin til þess að beita slíkri reglu er ekkert nema allt gott um það að segja og ekkert eftir nema undirbúa nauð- synlegar lagabreyting- ar. Fyrirmynd megin- máls EES-samningsins hvað varðar umhverfis- mál er að mestu leyti viðeigandi ákvæði Róm- arsamningsins eins og hann var 1987. Þá var varúðarreglu ekki getið í honum þannig að hennar er ekki getið í meginmáli EES-samningsins. Þrátt fyrir þetta er byggt á reglunni, eða þeirri hugsun sem hún er talin innihalda, í mörgum EB-gerðum sem nú eru hluti af EES. í flestum tilfellum eru þær útfærslur í reglugerðum og hafa veika eða oft enga lagastoð. Það sem veikir lagalegt gildi varúðarreglu í EB- rétti er að hún er óskilgreind í Rómarsamningnum, þótt hún sé nú hluti af honum (frá 1994), og óvíst er hvort einstök ríki ESB fylgi varúðarreglu raunverulega innan sinna landamæra. Hins veg- ar hefur ESB sem slíkt byggt á varúðarreglu í þjóðréttarlegum ágreiningi og viðurkennt tilvist hennar. í framkvæmd, t.d. í EB-rétti, má finna nokkur dæmi um út- færslu á varúðarreglu. Þá hefur sönnunarbyrðinni verið snúið við í einstökum tilvikum, t.d. þannig að leyfisumsækjandi þarf að sanna fyrirfram að leyfisskyld starfsemi sem hann sækir um leyfi fyrir hafi ekki í för með sér óæskileg um- hverfisáhrif. Það verður því ekki leyfisveitanda að sýna fram á að tiltekin starfsemi, eins og leyfis- umsækjandi hyggst reka hana, muni hafa umtalsverð umhverfis- áhrif. Hins vegar er í EB-rétti oft mjótt á mununum hvort um er að ræða varúðarreglu eða reglu um fyrirbyggjandi aðgerðir (prevent- ive rule) sem er rótgróin megin- regla í umhverfisrétti. Varúðarreglur eru upphaflega sniðnar að athöfnum sem valda mengun og óæskilegum áhrifum í umhverfinu. Flestar útgáfur, þar á meðal sú sem kemur fram í reglu 15 í Ríó-yfirlýsingunni, eiga best við þegar hægt er að koma við tæknilegum mótvægisaðgerðum, t.d. tilteknum mengunarvarnar- búnaði, sem draga úr eða stöðva neikvæð áhrif á umhverfi áður en þau koma fram. Fyrirliggjandi reglur eiga síður við þegar um nýtingu einstakra þátta líffræði- legs fjölbreytileika er að ræða eða nýtingu sein- eða óendurnýjan- legra náttúruauðlinda, ekki síst vegna þess að endurnýjunartími þeirra kann að vera óhemjulangur og er þá oft ógerningur að koma við nokkrum öðrum mótvægisað- gerðum en að draga verulega úr nýtingu eða hreinlega stöðva hana fyrir fullt og allt. Mat á umhverfísáhrifum er mik- ilvægt hjálpartæki, eitt af nokkr- um, sem er notað til þess að leiða í ljós á hlutlægan hátt hver áhrif til- tekinnar starfsemi, framkvæmdar eða nýtingar kunna að verða á um- hverfið og er slíkt mat talið mikil- vægur hluti af var- úðarreglu þegar hún á við. Jafnframt á varúðarregla að endurspeglast í málsmeðferð þegar mat á umhverfis- áhrifum er yfirfarið og þegar loka- ákvörðun um að veita leyfi til fram- kvæmdar eða nýt- ingar er tekin. En vert er að muna eft- ir því að sú aðferð að gera formlegt og opinbert mat á um- hverfisáhrifum er ekki gallalaus þótt kostir hennar séu miklir. Það gæt- ir tilhneigingar hjá framkvæmdar- aðilum almennt séð að halda því fram að viðkomandi framkvæmdir hafi ekki umtalsverð umhverfis- I varúðarreglu um- hverfísráðherra þarf því fulla sönnun á orsaka- tengslum, segír Aðal- heiður Jóhannsdóttir, og vafí, ef einhver er, kemur framkvæmdar- aðila til góða. áhrif. Þetta helgast að sjálfsögðu af því að framkvæmdaraðili vilji hafa jákvæð áhrif á leyfisveitendur og almenning og reyni einnig að firra sig hugsanlegri skaðabóta- ábyrgð. Þetta liggur í hlutarins eðli. Til þess að málsmeðferð geti orðið sannfærandi og lögleg þarf að aðlaga íslenska löggjöf, einkum umhverfislöggjöf, að nýrri hugsun, varúðarhugsun. Varúðarregla er einkum sönnun- arregla, sumir segja: „In dubio pro natura." Kjarni hennar er talinn ganga út á það að létta sönnunar- byrði þess sem heldur því fram að tilteknar framkvæmdir hafi nei- kvæð eða óæskileg áhrif á um- hverfið, eða öfug sönnunarbyrði er lögð á „leyfisumsækjanda" og hon- um gert að sýna fram á skaðleysi fyrirhugaðra athafna, við ákveðnar aðstæður. Þessar aðstæður eru einkum þær þegar óljóst og óvíst er, t.d. vegna skorts á upplýsing- um, eða öflun þeirra er ómöguleg, eða þegar vísindaleg ósamstaða er um túlkun fyrirliggjandi upplýs- inga, hvort tilteknar framkvæmdir eða nýting á náttúruauðlindum hafi neikvæð eða óafturkræf áhrif á umhverfið og einstaka hluta þess eða ekki liggur fyrir óyggjandi skýring á orsakatengslum fram- kvæmdar eða nýtingarinnar og áhrifa sem koma fram eða álitið er að koma muni fram í umhverfinu á einhverjum tilteknum tíma. I sum- um útgáfum reglunnar er gert ráð fyrir mati á kostnaðarhagkvæmni mótvægisaðgerða en í öðum ekki. Hin íslenska varúðarregla Nú að hinni íslensku varúðar- reglu. I úrskurði umhverfisráð- herra frá 1. nóvember sl., kafla 6, segir að varúðarreglunni hafi verið fylgt í úrskurði skipulagsstjóra frá 7. júlí sl. Hvernig birtist varúðar- reglan í úrskurðinum frá 7. júlí? í stuttu máli felst hún í því að langflestir þættir mats á umhverf- isáhrifum eru afgreiddir með orða- lagi eins og „. . . eigi ekki að þurfa að hafa í för með sér umtalsverð áhrif . . .“, bls. 30, „. . . ekki . . . þurfi að hafa umtalsverð áhrif . . .“, bls. 31, „. . . eigi ekki að hafa umtalsverð áhrif . . .“, bls. 32. Margsinnis kemur fram í úrskurð- inum að ekki liggja fyrir nægar upplýsingar til þess að taka endan- lega ákvörðun um einstaka þætti sem kísilgúrvinnsla á námusvæði 2 getur haft áhrif á, t.d. á bls. 30 og 31, eða að útreikningar eru ein- faldaðir, t.d. á bls. 32. Loks segir í úrskurðinum: „. . . að fyrirhuguð kísilgúrvinnsla á námusvæði 2, . . . þurfi ekki að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, að því tilskyldu (sic) að unnt sé að af- marka ásættanlegt áhrifasvæði hennar með viðeigandi fram- kvæmdatilhögun, vöktun og mót- vægisaðgerðum" (bls. 35). Það sem þó vekur mesta athygli í úr- skurðinum er að í honum er notað annað orðalag en vanalega birtist í úrskurðum Skipulagsstofnunar. í úrskurðinum frá 7. júlí sl. segir að efnistaka á svæði „. . . þurfi ekki að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif .. .“ en vanalegasta orðalagið hefur verið til þessa: „. . . muni ekki hafa í för með sér um- talsverð áhrif á umhverfi, náttúru- auðlindir . . .“ eða „. . . muni ekki hafa í för með sér umtalsverð um- hverfisáhrif . . .“ eða framkvæmdir eru „. . . ekki taldar hafa um- talsverð áhrif . . .“ Síðan segir í úrskurðinum: „Skipulagsstjóri ríkisins minnir á að Mývatn er sérstætt vistkerfi í náttúru Islands og einnig á al- þjóðlegan mælikvarða. Því ber leyfisveitendum, framkvæmdarað- ila og eftirlitsaðilum að taka mið af varúðarreglu verði ekki unnt að sýna fram á með framkvæmda- og vöktunaráætlun að unnt sé að koma í veg fyrir óæskileg áhrif námuvinnslu á lífríki vatnsins“ (bls. 38). Ekki er nánar vísað til efnis varúðarreglunnar sem taka á mið af en á einum stað í úrskurðin- um (bls. 35) segir: „íslendingar hafa með alþjóðlegum samningum skuldbundið sig til að hafa svokalh aða varúðarreglu að leiðarljósi. I henni felst að ekki megi nota vís- indalega óvissu til að heimila fram- kvæmdir, náttúran eigi að „njóta vafans“.“ Eg fæ ekki betur séð en að Skipulagsstofnun hafi komist að þeirri niðurstöðu að kísilgúrnám á námusvæði 2 muni valda umtals- verðum umhverfisáhrifum á lífríki Mývatns, samt sem áður er fallist á efnistökuna og því vísað til ann- arra yfirvalda að meta endanlega hvort á seinni stigum þurfi að taka mið af varúðarreglu. Hvaða varúð- arreglu? Eg tel að í úrskurðinum hafi ekki verið fylgt neinni varúðar- reglu. Framkvæmdaraðili naut alls vafa sem kom fram í mati á um- hverfísáhrifum, öðrum gögnum og flestum umsögnum, og í úrskurð- inum sjálfum, þrátt fyrir að ekki leiki nokkur vafi á, að það ríkir vísindaleg óvissa um það hvort og hvernig áhrif kísilgúrnám hefur á lífríki Mývatns. Þetta má einfald- lega lesa út úr óendursögðum og óstyttum gögnum málsins og fylg- iskjölum og kemur þar að auki Aðalheiður Jóhannsdóttir fram í úrskurðinum sjálfum og niðurstöðu hans. Er þetta hin íslenska varúðar- regla? Varúðarregla umhverfisráðherra Aftur að varúðarreglu umhverf- isráðherra. Eins og fyrr sagði tel- ur ráðherra að varúðarreglunni hafi verið fylgt í úrskurðinum frá 7. júlí sl. Sérstaklega er vísað til þess að skipulagsstjóri hafi ekki tekið tillit til þess hvort mótvægis- aðgerðirnar væru kostnaðarhag- kvæmar (bls. 41) og væntanlega er þessi tilvísun sett inn til þess að telja einhverjum trú um að ekki aðeins hafi varúðarreglu verið beitt, hún var þar að auki ströng! Skoðum þetta nánar. Kostnaðar- hagkvæmar - en - miðað við hvað? I úrskurðinum frá 7. júlí sl. er ein- faldlega ekki fjallað um fjárhags- legar forsendur rekstrar Kísilið- junnar eða gerð grein fyrir hlutfalli vegna kostnaðar við mót- vægisaðgerðir. Sennilegasta skýr- ingin á þessari vöntun er væntan- lega sú að Skipulagsstofnun taldi sig ekki vera að fylgja reglu 15 í Ríó-yfirlýsingunni. Síðan segir í úrskurði ráðherra: „Ráðuneytið telur ekki ástæðu til að taka undir þá málsástæðu kær- enda að röskun á lífríki Mývatns sé ekki sjálfbær, líklega óaftur- kræf og að ekki sé hægt að snúa við neikvæðu ferli sem leitt gæti af námuvinnslunni . . .“ (bls. 56). Hvað er sjálfbær röskun? Loks segir í úrskurði ráðherra: „Ráðuneytið telur að ekki sé unnt að tengja sveiflurnar í lífríki Mý- vatns kísilgúrnáminu svo ótvírætt sé. Þannig sé ekki líklegt að sjá megi bein orsakatengsl milli auk- innar næringarefnaákomu og að vatnablómi hafi brugðist" (bls. 56). Með öðrum orðum telur ráð- herra að fulla sönnun þurfi. I skorti á vísindalegri fullvissu, sbr. reglu 15 í Ríó-yfirlýsingunni, felst að sjálfsögðu sá efnisþáttur að full sönnun, m.a. á orsakatengslum, getur ekki legið fyrir! Þetta kemur einnig fram í öðrum útgáfum af varúðarregluni sem greinilega hafa ekki verið skoðaðar. I varúðarreglu umhverfisráð- herra þarf því fulla sönnun á or- sakatengslum og vafi, ef einhver er, kemur framkvæmdaraðila til góða. Byggt er á meginreglunni um sjálfbæra röskun. Lokaorð Ég hef hér í stuttu máli fjallað um varúðarreglur og úrskurði um mat á umhverfisáhrifum vegna kís- ilgúrvinnslu úr Mývatni. Ég tel að í úrskurðinum frá 7. júlí sl. hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að kísilgúrvinnsla á námusvæði 2 hafi í för með sér umtalsverð um- hverfisáhrif og að ekki hafi verið beitt varúðarreglu í úrskurðinum og því síður í úrskurði umhverfis- ráðherra frá 1. nóvember sl. Jafn- framt tel ég að hin íslenska varúð- arrregla umhverfisráðherra sé ekki í neinu samræmi við reglu 15 í Ríó-yfirlýsingunni né nokkra aðra varúðarreglu. Mývatn og Laxá í Suður-Þing- eyjarsýslu njóta sérstakrar vernd- ar í samræmi við lög nr. 36/1974. Jafnframt njóta Mývatn og Laxá alþjóðlegrar verndar og viður- kenningar samkvæmt svokölluðum Ramsar-samningi (Samþykkt um votlendi sem hafa alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf). Það hefur ekki vafist fyrir uinhverfisráð- herra að viðurkenna að ótækt væri að taka óþarfa áhættu þegar lífríki Mývatns og Laxár á í hlut, sbr. dóm Hæstaréttar frá 2. október 1997 (1997:2488). En þetta var áð- ur en ráðherra tók að beita varúð- arreglu og meginreglunni um sjálfbæra röskun. Ég fagnaði því í upphafi grein- arinnar að íslensk umhverfisyfir- völd telja sig vera lagalega bundin af reglu 15 í Ríó-yfirlýsingunni og ítreka það. Höfundur er lögfræðingur og stund- ar doktorsnám í umhverfísrétti við Uppsalaháskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.