Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR12. NÓVEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Frumvarp til laga naifunp —ymmw" 5fG/1 u I\Jo Já, en Villi minn, ef klukkan er ekki eitt þegar hún er eitt, klukkan hvað á þá Drífa að grilla lambið handa Isólfí litla? Rafræn innkaup ríkis- stofnana á næsta ári F JÁRMÁLARÁÐHE RRA hefur ákveðið að leita eftir samstarfsaðila við þróun og rekstur á rafrænu markaðstorgi fyrir ríkisstofnanir (RMR) að því er segir í fréttatil- kynningu. Utboð á vegum Ríkis- kaupa verður auglýst í dag. Með raf- rænum innkaupum gerir ríkið ráð fyrir að nýta kosti magninnkaupa og minnka umsýslukostnað. Ramma- samningar Ríkiskaupa verða lagðir til grundvallar vöruúrvali. „Með uppbyggingu á ramma- samningskerfínu á undanfömum ár- um hefur tekist að ná fram hag- kvæmari innkaupum en áður þekktist í krafti magninnkaupa og aukningu á notkun útboða“, segir í fréttatilkynningunni. Velta ramma- samningskerfisins er nú um 1 millj- arður króna og er áætlað að veltan geti þrefaldast á um þremur árum. Aætlað er að þorri innkaupa hins op- inbera á vöru og þjónustu, sam- kvæmt rammasamningum, eigi í framtíðinni að geta farið fram með rafrænum hætti. Samstarf við einkaaðila um rekstur og þróun Með útboðinu er mörkuð stefna ríkisins hvað varðar rafræn viðskipti í innkaupum. Farin verður sú leið að leita samstarfs við einkaaðila um rekstur og þróun kerfisins og verður sá aðili valinn með útboði. „Með þessu gefur ríkið kost á því að sú þekking og reynsla sem skapast með verkefninu nýtist í framþróun raf- rænna viðskipta almennt“, segir í til- kynningunni. Einkaaðilum er falið að leiða verkefnið en stefnumótun og innleiðing gagnvart ríkisstofnunum verður í höndum ríkisins. Jafnframt mótar ríkið með útboðinu kröfur varðandi öryggi i viðskiptum, notk- un staðla og framsetningu gagna og gagnavinnslu. Undirbúningur og stefnumótun vegna verkefnisins hef- ur verið í nánu samráði við fulltrúa atvinnulífsins sem átt hafa sæti í stýrihópi fjármálaráðuneytisins um rafræn innkaup. Sveigjanleiki í innkaupum og minni kostnaður Markmið með uppsetningu RMR er að auka sveigjanleika við innkaup og draga úr kostnaði við innkaup á vörum og þjónustu þar sem ramma- samningar Ríkiskaupa eru notaðir. Hagræðing með samræmdum inn- kaupum, nýting á hagkvæmni magn- innkaupa og minni umsýslukostnað- ur er sagður eiga þannig að skila sér í sparnaði fyrir ríkisstofnanir. Fjármálaráðuneytið hefur sett þau markmið að öll innkaup ríkisins í tilteknum vöruflokkum verði raf- ræn innan tveggja ára. Má þar nefna almennar skrifstofuvörur, rekstrar- vörur, hugbúnað, bækur, matvörur, bíla, flutningastarfsemi, húsgögn og innréttingar og blöð og tímarit. Unnið verður að því samhliða auk- inni áherslu á rafræn viðskipti að skipuleggja rammasamningskerfi Ríkiskaupa með tillíti til þessara þarfa. Gert er ráð fyrir því að tilboð verði opnuð 11. janúar 2001 og samningur við rekstraraðila undir- ritaður eigi síðar en 9. febrúar. Fyrsti áfangi kerfisins á að vera til- búinn til notkunar í byrjun maí þeg- ar reynsluverkefni með þátttöku Landspítala og annarra heilbrigðis- stofnana verður sett af stað. Rykbomba Réttsýnar ryksugur á rosalega fínu* verði R Æ O U R N I R mmm RöaQBfiuST www.ormsson.i3 Oshlsgðtu 14 •SÍml 482 1300 CE 220,0 • 1500w • 350 sogwött • Stiglaus styrkstillir • Fimmfatt filterkerfi • Breytilegur soghaus • Fjórir fylgihlutir CE 275,0 • 1500w • 350 sogwött • Stiglaus styrkstillir • Lengjanlegt sogrör • Fimmfalt filterkerfi • Breytilegur soghaus • Fjórir fylgihlutir * Það aö ryksuga sé réttsýn veröur ekki útskýrt hér og kannski aldrei, en maöur hefur þaö á tilfinningunni aö þaö hljóti kannski að geta skipt máli Barnaland.is U pplýsingavef- ur fyrir foreldra Sigríður Guðmundsdóttir VERIÐ er að koma á laggimar upplýs- ingavef lyrir for- eldra, Barnaland.is. Sig- ríður Guðmundsdóttir hefur unnið í rúmlega ár við gerð þessa vefjar. Hún var spurð hvaða upplýs- ingar þarna væri að fá fyr- ir íslenska foreldra? „Þarna verða ýmsar hagnýtar upplýsingar um allt milli himins og jarðar sem snertir börn og for- eldra þeirra. Markmiðið er að safna saman á einn stað upplýsingum um þjónustu sem er í boði fyrir foreldra og gefa foreldrum tæki- færi til að hittast á sameig- inlegum vettvangi." - Hvers vegna var faríð út ígerðþessa vefjar? „Aðalástæðan er sú að mér fannst vanta upplýsingabrunn fyrir foreldra, t.d. um þjónustu og læknisaðstoð fyrir böm. Þessi hugmynd kom fram hjá mér þeg- ar ég sjálf var orðin móðir og þurfti að leita margvíslegra upp- lýsinga hvað bamið mitt varðar. Eg á þriggja ára son og hef þurft að leita nokkurum sinnum með hann á sjúkrahús. Eg hefði gjarn- an viljað geta leitað upplýsinga í þeim tilvikum. Þegar drengurinn var fæddur vildum við foreldram- ir auðvitað gefa honum nafn. Þá fann ég til þess að ég hefði viljað geta leitað upplýsinga um hvernig slíkt fer fram. Hvað þarf að gera? Þarf að leigja kirkju til þess ama? Hvað eiga skírnarvottar að gera? Hvar fær maður skírnarkjól? o.s.frv.“ -Á svona vefur fordæmi er- lendis? „Já, ég kynnti mér m.a. danska og bandaríska vefi og fékk hug- myndir þaðan við gerð þessa ís- lenska vefjar. Á mínum vef er fjallað um meðgönguna stig af stigi, öll þau vandamál sem þá geta komið upp og hvað er til ráða. Þá er sagt frá ýmsum möguleik- um tengdum fæðingarhjálp, svo sem að konur geti fætt heima, geti fætt í vatni, geti verið á sjúkrahúsi og svo framvegis. Ég sá á erlendu vefjunum að svona upplýsingar vom þar inni og ég leitaði upp- lýsinga um þá þjónustu og mögu- leika sem fyrir hendi em hér á landi í þessum efnum.“ -Hvað ertu komin langt með vefínn? „Hann fer í loftið mjög fljótlega, kannski í næstu viku.“ - Hvað áttu eftír að gera áður en þú lætur efnið laust? „Það er að fínpússa texta og fara vandlega yfir og samræma upplýsingar." - Eru svokallaðar „praktískar“ upplýsingar þarna inni varðandi kaup og sölu á ýmsum hlutum ? „Já, vefurinn er þannig hugsað- ur að foreldrar geti m.a. komið inn á hann og auglýst eftir notuðum barnavömm og bamfóstrum sér að kostnaðarlausu." - Er engin hætta á misnotkun á vefnum? „Ég á ekki von á öðru en að foreldrar noti þau tækifæri sem þarna bjóðast til að afla sér upplýsinga og sé ekki að neinn hafi hag af því að misnota svona vef á einn eða annan hátt. Það er aldrei hægt að tryggja að fólk sé ekki að fíflast en sá möguleiki er líka fýrir hendi t.d. í smáauglýsingum blaða o.s.frv." - Hvaða upplýsingar heldur þú aðgagnist fólki mest á vefnum? „Upplýsingar um þjónustu sem ► Sigríður Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 2. aprfl 1973. Hún lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum við Sund og BA-prófi í sálfræði frá Háskóla íslands í febrúar 1998. Hún hefur starfað sem upplýsingafulltrúi hjá Miðgarði, fjölskylduþjónust- unni í Grafarvogi en er nú flug- freyja, auk þess hefur hún starf- að sjálfstætt að tölvuverkefnum. Sigríður er gift Þór Sigurðssyni sem starfar hjá Intersport og eiga þau einn son. er í boði á höfuðborgarsvæðinu, t.d. þjónustu Foreldrahússins, bamalæknaþjónustu, námskeið fyrir verðandi foreldra, námskeið í ungbarnasundi, líkamsræktar- námskeið fyrir verðandi og nýbakaðar mæður, upplýsingar um leikskóla og dagmæður. Einn- ig eram við með ráð í sambandi við val á barnfóstram. Við eram með auglýsingakerfi á vefnum og á honum getur fólk auglýst eftir barnfóstru og bamfóstrar geta auglýst þjónustu sína líka. Margir grípa til þess ráðs að hengja upp miða, t.d. í verslunum, þar sem upplýsingar eru gefnar um barn- fóstraþjónustu eða beðið er um barnfóstrar og gefin upp síma- númer. Þetta er miklu ómarkviss- ara en að auglýsa á vef, þar er hægt að koma fyrir meiri upplýs- ingum og þar er markhópurinn sem leitað er eftir.“ -Hefur þú veríð ein við þetta starf? „Við hjónin höfum hjálpast mik- ið að frá upphafi en einnig hef ég fengið góða hjálp frá skólasystur minni úr sálfræðideild Háskóla ís- lands sem einnig er ung móðir.“ -Er ekki mikið verk að afla allraþessara upplýsinga? „Jú, það er gífurlega mikið verk og öll kvöld og allar helgar hafa farið í þetta verkefni undanfarna mánuði. Fyrst að afla upplýsing- ana, fá leyfi fyrir þeim og setja þær svo upp á skipulegan hátt.“ -Flokkar þú upplýsingamar mikið? „Vefurinn inniheldur fimm meginsíður og þær nefnast: 1. Meðganga. 2. Bamið. 3. Þjónusta í boði. 4. Foreldrafélög. 5. Dagvistun. Hver meginsíða inniheldur fjölda undirsíðna." - Getur fólk sjálft komið upplýsingum inn ívefínn? „Já, foreldrar eru hvattir til að skrá sig og netfang sitt og ef þeir gera það fá þeir aðgang inn í smá- auglýsingarnar og inn í umræðu- horn þar sem þeir geta skipst á skoðunum. Það er von okkar að foreldrar nýti sér þennan vef.“ Foreldrar eru hvattir til að skrá sig og netfang sitt hjá Barna- land.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.