Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 261. TBL. 88. ÁRG. SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS * • • Ovíst um orsakir lestarslyssins við Kitzsteinhorn-fjall í austurrísku Olpunum Eldur varð 170 manns Nýja-Mexíkó Bush með 17 atkvæða að bana í jarðgöngum Bj örg’unar s veit- um tókst ekki að komast að lestar- vagninum um neyðargöng Vín. AP, AFP. ELDSVOÐI varð um 170 manns að bana í austurrískri toglest með skíðamenn á leið í bækistöð í hlíðum Kitzsteinhorn-fjalls i Ölpunum, um 80 kílómetra sunnan við Salzburg, í gær. Landstjórinn í Salzburg, Franz Schausberger, sagði að 'aðeins átta af alls um 180 farþegum hefðu komist af. Ekki var skýrt frá þjóðerni skíða- fólksins en að sögn talsmanna ís- lenskra ferðaskrifstofa í gær var ekki vitað til þess að íslenskir ferða- menn væru á svæðinu. í austurrískum fjölmiðlum kemur fram að þetta var fyrsti dagur aust- urrísku skíðavertíðarinnar og mikið af ungu skíðafólki var á leið til skíða- svæða. Lestin var í jarðgöngum er eldur- inn kom upp og björgunarmenn með súrefnisgrímur áttu mjög erfitt með að athafna sig vegna reyksins sem fyllti göngin. Reyndu þeir að komast inn um báða munnana og einnig, að sögn fréttavefjar BBC, inn um neyð- argöng sem liggja inn í aðalgöngin um miðbik þeirra. Lestin var komin um 600 metra inn í fjallið þegar slys- ið varð, um klukkan 9.30 fyrir hádegi að staðartíma. Þegar í stað var kall- aður á vettvang fjöldi björgunar- manna og 13 þyrlur voru sendar til aðstoðar. Einnig héldu þyrlur með sérþjálfaða slökkviliðsmenn af stað frá Bæjaralandi í sunnanverðu Þýskalandi til hjálpar. Að sögn aust- urrísku sjónvarpsstöðvarinnar ORF var fjöldi lækna sem sóttu ráðstefnu í Salzburg sendur á staðinn. Taldir hafa Iátist nær samstundis Norbert Karlsböck, bæjarstjóri í Kaprun, bæ í grennd við slysstaðinn, sagði að eldurinn hefði logað í þrjár stundir og þykkir reykjarbólstrar hefðu komið út um munna jarðgang- anna sem er í um 600 m fjarlægð frá þeim stað þaðan sem lestin lagði af stað og í um 2.400 metra hæð yfir sjávarmáli. „Við höfum ekki hug- mynd um orsökina, vitum aðeins að AP Björgunarsveitir í bænum Kaprun í grennd við slysstaðinn í Austurríki á laugardag, þyrlur sveima yfir staðn- um. Sérþjálfaðir slökkviliðsmenn frá Bæjaralandi voru sendir á vettvang en björgunarmönnum tókst ekki að komast inn í göngin í tæka tíð vegna reykjarkófsins. eldur kviknaði í lestarvagninum," sagði Karlsböck. Gerhard Huber, framkvæmda- stjóri austurríska Rauða krossins, sagði í samtali við Sky-sjónvarps- stöðina að ekkert hefði verið hægt að gera til þess að bjarga fólki í lestinni. Hún hefði brunnið til kaldra kola og farþegarnir látist nær samstundis. Talið er að þeim sem komust lífs af hafi tekist að komast út um glugga í afturhluta lestarinnar. Öflugir stálkaplar með drifbúnað utan ganganna draga lestina neðan- jarðar megnið af rúmlega 3.200 metra langri leiðinni upp fjallið. Rík- issjónvarpið í Austurríki sagði að svo virtist sem kaplarnir hefðu brostið skömmu áður en eldurinn kviknaði. Lestin var tekin í notkun árið 1974. Þetta er mesta slys sinnar tegundar en árið 1976 fórust 42 farþegar á leið til ítalska skíðabæjarins Cavalese þegar togvír lestarinnar slitnaði. lestarvagninum í göngunum. ÍSLANDOGÁLIÐ Ekkert jS góða sati lagsþjónus meirihluta Washington, West Palm Beach. AP, AFP. KJÖRMÖNNUM George Bush fjölgaði um fimm á kostnað A1 Gore í gær eftir endurtalningu í sambands- ríkinu Nýju-Mexíkó sem Gore hafði hreppt eftir upphaflega talningu. Endurtalning gaf Bush aftur á móti 17 atkvæða meirihluta í ríkinu. Enn er hart deilt um framkvæmd kosninganna í Flórída. Endurtalning gaf Bush rúmlega 300 atkvæði fram yfir Gore í ríkinu en beðið er eftir því að öll utankjörstaðaatkvæði skili sér áður en hægt er að úrskurða endan- lega hver hafi sigrað þar. Verður það ekki gert fyrr en í lok næstu viku. Að sögn Miami Herald er búist við að um 7.000 atkvæði eigi eftir að berast frá fólki sem býr utan Bandaríkj- anna. Ennfremur kemur til greina að málaferli vegna meintra mistaka við framkvæmdina í Flórída geti orð- ið til þess að þæfa málið vikum sam- an og tefja fyrir forsetaskiptum. A hinn bóginn gáfu sumir talsmenn demókrata í skyn í gær að ekki væri víst að látið yrði reyna á vafaatriði fyrir dómstólum vegna ófyrirsjáan- legra afleiðinga sem slík mál gætu haft á stjórnmálalíf landsins. Kjörmannaatkvæðin 25 í Flórída eru talin ráða niðurstöðunni, fram- bjóðandinn sem fær þau hefur tryggt sér nauðsynlegan meirihluta, 270 kjörmenn. ---------------- Evrópulönd Aukinn ótti við kúariðu París. AP. ÓTTINN við kúaiiðu fer vaxandi víða í Evrópulöndum og hafa Frakk- ar nú ákveðið að banna í eitt ár sölu á vinsælu lostæti, hóstarkirtlum úr kálfum, til þess að draga úr hættunni á að fólk sýkist af heilarýrnunarsjúk- dómnum Creutzfeldt-Jakob sem tal- inn er geta stafað af kúariðusmiti. Rétturinn heitir á frönsku „ris de veau“ og er á boðstólum á mörgum veitingastöðum. Svissneski Rauði krossinn hyggst banna fólki sem dvaldist í meira en sex mánuði í Bretlandi á árunum 1980 til 1995 að gefa blóð en kúariða varð faraldur í Bretlandi á þessum árum. David Byrne, sem fer með heil- brigðis- og neytendamál í fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins, gerði fyrr í vikunni lítið úr hættunni en sneri við blaðinu á föstudag og hvatti stjórnh- aðildarríkjanna til að ganga lengra en krafist væri í reglu- gerðum. „Þetta er brýnt að verði gert til þess að auka traust almenn- ings á að varnarráðstafanirnar nægi til að vernda fólk fyrir sjúkdómn- um,“ sagði Byrne. MORGUNBLAÐIÐ 12. NÓVEMBER 2000 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.