Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 33
32 SUNNUDAGUR12. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
+
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík.
Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson.
Ritstjórar: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
MÁLFARSÁTAK
MJÓLKURSAMSÖLUNNAR
IMORGUNBLAÐINU í gær birtist
viðtal við Guðlaug Björgvinsson,
forstjóra Mjólkursamsölunnar, um
málfarsátak fyrirtækisins, sem hófst á
árinu 1994. Um þetta átak segir for-
stjóri Mjólkursamsölunnar:
„Þegar við ákváðum að fara út í þetta
átak 1994 höfðu mörg stór fyrirtæki
rutt brautina með stuðningi við ýmis
málefni, eins og ungmenna- og íþrótta-
starf, náttúruvernd, skógrækt og margt
fleira. Ekkert þeirra hafði þó valið sér
jafn almennt málefni og okkur datt í hug
- að styðja íslenzka tungu. En það er
auðvitað málefni, sem snertir alla lands-
menn ... Með aukinni alþjóðavæðingu
steðjar að tungunni ákveðin ógn og við
finnum að fólk vill vernda hana. Þetta er
okkar framlag."
Síðan víkur Guðlaugur Björgvinsson
að samningi, sem Mjólkursamsalan
gerði við Islenzka málstöð og segir:
„Fyrirferðarmesti þáttur þessa samn-
ings og sá sem almenningur hefur orðið
mest var við eru málfarsábendingar á
mjólkurumbúðum. Það er mjög viða-
mikið verkefni. Við höfum líka ráðizt í
mörg smærri verkefni eins og stuðning
við Málstöðina. Við keyptum tölvubún-
að fyrir hana og höfum kostað fundi,
ráðstefnur og fleira, sem hefur ekki far-
ið eins hátt. Þá létum við gera
sjónvarpsauglýsingu, þar sem íslenzkan
er lofsungin."
Þetta framtak Mjólkursamsölunnar
er til sérstakrar fyrirmyndar. Engin
spurning er um að það hefur skilað
miklu í varnarbaráttu íslenzkrar tungu
gegn erlendum áhrifum. En jafnframt
hefur það orðið til þess að styrkja mjög
ímynd Mjólkursamsölunnar.
Það er sérstök ástæða til þess að
vekja athygli á framtaki Mjólkursam-
sölunnar nú. Veruleikinn er því miður
sá, að íslenzk tunga á nú mest undir
högg að sækja á vettvangi viðskiptalífs-
ins. Þar virðist nú vera starfandi fólk,
sem er gersamlega metnaðarlaust í
þessum efnum. í hverri einustu viku
verður auglýsingadeild Morgunblaðsins
að gera alvarlegar athugasemdir við
málfar í auglýsingum. Aður var um að
ræða eitt og eitt tilvik. Nú liggur við að
tala megi um flóð af auglýsingum, sem
byggjast á ýmiss konar enskuslettum.
Of oft er efnislegum athugasemdum
mætt með hörðum kröfum auglýs-
andans um að hann fái að birta auglýs-
ingu á einhverju hrognamáli, sem á ekk-
ert skylt við íslenzku.
Þetta vandamál er ekki séríslenzkt.
Fyrir tveimur vikum birtist grein í
Berlingske Tidende, þar sem athygli
var vakin á sama vanda í dönsku við-
skiptalífi.
Það er rík ástæða til að samtök við-
skiptalífsins láti þetta málefni til sín
taka og beiti sér fyrir víðtæku átaki á
meðal starfsmanna í markaðsdeildum
fyrirtækja og að einhverju leyti hjá
auglýsingastofum um að standa vörð um
íslenzka tungu. Það er óhugsandi að það
sé íslenzku fyrirtæki til framdráttar að
birta auglýsingu í íslenzku blaði á
hrognamáli. Um síðustu aldamót þótti
sumum íslendingum fínt að tala dönsku.
Getur verið að hinni vel menntuðu og
upplýstu kynslóð ungra íslendinga, sem
er að komast til áhrifa í viðskiptalífinu,
þyki ófínt að auglýsa á íslenzku?
Hér er verk að vinna fyrir samtök við-
skiptalífsins og þau mættu taka sér
Mjólkursamsöluna til fyrirmyndar í
þessum efnum. Ljóst er að fyrirtækið
ætlar að halda þessu starfi áfram. Þann-
ig segir forstjóri þess í umræddu viðtali
við Morgunblaðið í gær: „Meðan al-
menningur tekur þessum ábendingum
eins vel og raun ber vitni viljum við að
sjálfsögðu halda áfram á sömu braut.
Öllum má vera ljóst að við erum alls
ekki að kenna íslendingum að tala ís-
lenzku. Það er og verður verkefni
kennslustofnana og heimila. Við erum
fyrst og fremst að vekja landsmenn til
umhugsunar um þýðingu tungunnar og
benda á hversu stór hluti hún er af okk-
ar sögu og menningu.“
Forystugreinar Morgunblaðsins
12. nóvember 1985: „Hjör-
leifur Guttormsson, sem
gegndi ráðherraembætti í
ríkisstjórn hér á landi 1978-
1983, ritar þjóðmálagrein í
Morgunblaðið síðastliðinn
föstudag. Grein þessi gæti
vel borið yfirskriftina:
grjótkast úr glerhúsi. Hún
er hugsuð og meint sem
gagnrýni á núverandi ríkis-
stjórn. En hún heggur fyrst
og fremst að ráðherraferli
félaga greinarhöfundar, fé-
laga Svavars og félaga
Ragnars.
Hjörieifur Guttormsson
kemst svo að orði í Morgun-
blaðsgrein sinni:
„Þrátt fyrir gífurlegar fórn-
ir launafólks er verðbólga á
bilinu 30-40% og verðlags-
þróun síðustu mánaða hefur
sprengt allar viðmiðanir
kjarasamninga. Hagvöxtur
fer minnkandi milli ára, við-
skiptahalli er verulegur og
erlend skuldasöfnun hefur
farið vaxandi.“
Meginásakanir Hjörleifs
Guttormssonar, sem talar af
síðum Morgunblaðsins sem
hvítþveginn engill, eru þær,
að verðbólgan sé komin
hvorki meira né minna en
yfir 30%, hagvöxtur minnki
en viðskiptahalli og er-
lendar skuldir vaxi! Hér tal-
ar sá sem er svo að segja
nýstaðinn upp úr fimm ára
reynsluprófi (1978-83) sem
ráðherra, það er for-
sjármaður almennings í
þjóðmálum, ásamt fyrrver-
andi og núverandi formanni
Alþýðubandalags, Ragnari
Arnalds og Svavari Gests-
syni.“
12. nóvember 1980: „í síð-
ustu viku fóru fram viðræð-
ur í Brussel milli íslenskra
embættismanna og fulltrúa
Efnahagsbandalags Evrópu
um fiskveiðimál og er annar
fundur sömu aðila ráðgerð-
ur í næstu viku. Á undan-
förnum vikum hefur miðað
nokkuð í átt til sameigin-
legrar fiskveiðistefnu Efna-
hagsbandalagsins, en deilur
um hana hafa verið mikið
hitamál milli aðildar-
landanna. Er stefnt að end-
anlegu samkomulagi fyrir
áramót. Bandalagið hefur
þann hátt á að ákveða veiði-
kvóta í lögsögu sinni eitt ár
fram í tímann og miðar í því
efni við almanaksárið, þess
vegna mun verða kapp á
það lagt að ná samkomulagi
við okkur fyrir árslok.
Á sínum tíma lögðu íslensku
ráðherrarnir Matthías
Bjarnason og Einar Ágústs-
son fram drög að fiskvernd-
arsamningi milli íslands og
Efnahagsbandalagsins. Mun
af Islands hálfu enn byggt á
þeim drögum en áhugi okk-
ar á veiðiheimildum innan
lögsögu EBE-landanna hef-
ur aukist síðan, við það að £
sumar var lögsagan færð út
við norðurströnd Grænlands
og þangað gengur íslenski
loðnustofninn einhvern tíma
á hverju ári. Viljum við
bæði fá rétt til að veiða
loðnu á þeim slóðum og
koma í veg fyrir ofveiði
bandalagsríkjanna. í sumar
gerðist það í fyrsta sinn, að
dönsk skip komu til loðnu-
veiða á Grænlandsmiðum."
AUKIN alþjóðleg samskipti
hafa kallað á aukin ferðalög
landa í milli. Það á við um
stjómmálamenn og emb-
ættismenn en það á líka við
um forystumenn í atvinnu-
lífi. Þessi samskiptamáti
blasir við öllum almenningi
í daglegum fréttum. Utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna virðist t.d. vera á stöðugum ferðalögum
um heiminn. Þótt vel sé að ráðherranum búið á
slíkum ferðalögum um mörg tímasvæði liggur í
augum uppi að þau hljóta að vera mjög erfið. ís-
lendingar vita, að það getur verið bærilegt að laga
sig að tímamun, þegar flogið er vestur um haf en
það tekur lengri tíma, þegar komið er til baka. Þá
geta menn rétt ímyndað sér hvaða áhrif það hefur
á einstaklinga, sem ferðast fram og til baka
heimsálfa á milli á nokkrum sólarhringum eins og
t.d. utanríkisráðherra Bandaríkjanna gerir mik-
inn hluta ársins. Góður aðbúnaður á slíkum ferða-
lögum kemur ekki í veg fyrir erfiðleika einstakl-
inga við að laga sig að tímamuninum.
Stórauknum ferðalögum fylgir mikill og aukinn
kostnaður. Hjá því verður ekki komizt. Sjálfsagt
eru stjórnmálamenn og embættismenn, sem ferð-
ast á kostnað skattborgaranna, beztu viðskipta-
vinir Flugleiða vegna þess, að þeir borga yfirleitt
hæsta fargjald. Það á líka við um þá, sem eru á
stöðugum ferðalögum í viðskiptaerindum.
Um leið og stórauknar ferðir þessara hópa til
annarra landa efla mjög tengsl okkar við um-
heiminn, sem er okkur lífsnauðsyn, valda þau
margvíslegum vandamálum hjá þeim, sem þurfa
að leggja á sig þetta erfiði. Þeir einstaklingar,
sem gegnt hafa embætti utanríkisráðherra ís-
lands á síðustu tveimur áratugum eða svo hafa
áreiðanlega allir staðið frammi fyrir því, að mikl-
ar fjarverur hafa leitt til vandamála á öðrum svið-
um og þá ekki sízt í kjördæmum þeirra og þeim
stjórnmálaflokkum, sem þeir hafa gjarnan verið í
forystu fyrir. Forystumenn í stjómmálum þurfa
að rækta garðinn sinn ekki síður en aðrir og lang-
ar fjarverur kalla yfir þá margvíslega gagnrýni.
Hann kemur aldrei í kjördæmið, segja kjósendur.
Hann sinnir flokknum ekkert, segja virkir flokks-
menn o.s.frv.
Það er umhugsunarvert, að stóraukin ferðalög
koma til á sama tíma og fjarskiptakerfin verða
stöðugt fullkomnari. Tölvupóstkerfið auðveldar
samskipti landa á milli. Fullkomnari símakerfi
gera það líka. Auk þess sem það verður stöðugt
ódýrara að tala í síma á milli landa er nú hægt að
koma á símafundum og með fjarfundabúnaði,
sem verður stöðugt fullkomnari, er hægt að koma
á fundum á milli manna án þess, að þeir fari á
staðinn. Enn eru þessi kerfi dýr og vel má vera,
að það sé enn ódýrara að ferðast á milli landa
heldur en að taka þátt í slíkum fjarfundum.
Það gildir hins vegar einu hvort um er að ræða
stjórnmálamenn, embættismenn, forystumenn £
viðskiptalífi eða aðra, að langar fjarverur frá
höfuðstöðvum geta valdið miklum innanhúss-
vandamálum. Þeir sem eru mikið frá eiga á hættu
að missa tengslin við hin daglegu störf og verða
þá stundum eins og fiskar á þurru landi. Enginn
er annars bróðir £ leik og margir geta verið tilbún-
ir til að taka að sér þau verkefni, sem lenda £ van-
rækslu vegna stöðugra ferðalaga.
Stóraukin ferðalög hafa kallað á ný vandamál
fyrir fjölmiðla. Óskir um að senda blaðamenn
hingað og þangað um heiminn til þess að fjalla um
verðug verkefni, sem íslendingar eru aðilar að
með einum eða öðrum hætti, hvort sem er á sviði
hins opinbera eða viðskiptalifsins, verða stöðugt
fleiri. Auk þess að valda miklum og siauknum
kostnaði, ef fjölmiðlamir líta svo á, að þeir hljóti
sjálfir að borga, er ekki alltaf auðvelt að missa
starfsmenn dögum saman frá daglegum verkefn-
um í önnur viðfangsefni, þótt mikilvæg séu.
Margt bendir til þess, að mikill ferðafjöldi á öll-
um sviðum sé kominn úr böndum. Það er liðin tið,
að þetta eigi einungis við um æðstu forystumenn í
stjómmálum og æðstu embættismenn. Stöðug
ferðalög starfsmanna á öllum sviðum hins opin-
bera kerfis em orðin mjög áberandi. Það á lika við
í atvinnulífinu. Menn em á stanzlausum þeytingi
landa í milli.
Það er áreiðanlega tímabært að staldra við og
stokka þessi spil upp. Hverju skila þessi stöðugu
ferðalög? Hversu nauðsynleg era þau?
Fyrir nokkram vikum var á það bent hér í
Reykjavíkurbréfi, að það kynni að vera nauðsyn-
legt að tilnefna pólitískan aðstoðarráðherra í ut-
anríkisráðuneytinu. Umsvif þess ráðuneytis hafa
stóraukizt í samræmi við stóraukin alþjóðleg
samskipti. Bæði núverandi og fyrrverandi utan-
ríkisráðherra hafa lagt á sig mikil ferðalög. Það
er orðið til of mikils mælzt að sá einstaklingur,
sem er í þessu ráðherraembætti, leggi á sig slíkan
ferðafjölda. Þess vegna hlýtur að vera orðið tíma-
bært að ræða, hvort pólitískt tilnefndur aðstoðar-
ráðherra geti létt á utanríkisráðherra hverju
sinni í þessum efnum.
Þá er líka tímabært að ræða þá spurningu,
hvort nokkur ástæða sé til að halda í eldgamla siði
þess efnis, að utanríkisráðherra fylgi jafnan for-
seta í opinberar heimsóknir til annama landa.
Nóg er um vinnuferðir ráðherra til annarra landa,
þótt hann þurfi ekki líka að leggja á sig ferðalög
formsins vegna til þess að uppfylla löngu úreltar
siðareglur í samskiptum þjóða. Það getur verið
nauðsynlegt og eðlilegt að utanríkisráðherra fylgi
forseta í opinberar heimsóknir, þar sem mikið er í
húfi fyrir þjóðina en í fæstum tilvikum er það svo.
Hér er um kurteisisheimsóknir að ræða fyrst og
fremst.
■■ í ÞESSU samhengi er
lika tilefni til að íhuga,
< hvort opinberar heim-
sóknir forseta og ráð-
böndum? herra séu komnar úr
böndum. Er einhver sér-
stök þörf á öllum þessum opinbera heimsóknum?
Ráðherrar era í stöðugum vinnuferðum landa í
milli og sækja sérstaka fundi starfsbræðra sinna í
alþjóðlegum samtökum. Er mikil þörf á opinber-
um heimsóknum þar fyrir utan? Vissulega er það
í einstökum tilvikum en of mikið má af öllu gera.
Vafalaust telur almenningur, að opinberar
heimsóknir t.d. þjóðhöfðingja séu þannig til
komnar að boð berist frá öðra landi og sjálfsagt
er það í sumum tilvikum. Opinberar heimsóknir
þjóðhöfðingja geta verið mikilvægar og nauðsyn-
legar. Þær geta verið mikilvægar til þess að
styrkja og efla tengsl, sem varða miklu fyrir þjóð-
ina. Náin og sterk tengsl við Bandaríkin síripta
okkur Islendinga t.d. miklu máli. Hið sama má
segja um samskipti okkar við Þýzkaland. Þau eru
mjög mikilvæg. Formlegar og óformlegar heim-
sóknir þýzkra ráðamanna til Islands og íslenzkra
ráðamanna til Þýzkalands era afai' mikilvægar.
En er t.d. einhver ástæða til að þjóðhöfðingjar
á Norðurlöndum séu að fara í opinberar heim-
sóknir sín í milli með öllu því tilstandi, sem því
fylgir?
Lítil og fámenn ríki telja mikilvægt að fá þjóð-
höfðingja voldugra ríkja í heimsókn en yfirleitt
hafa þjóðhöfðingjar þeirra ríkja ekki tíma til að
sinna heimsóknum til lítilla og fámennra ríkja.
Þótt bandarískir forsetar hafi komið til Islands
hafa þeir ekki komið hingað í opinbera heimsókn.
Staðreyndin er auðvitað sú, að þjóðhöfðingjar
litlu ríkjanna leita eftir því að fá boð um að heim-
sækja stóra ríkin. Þeir senda sendimenn ríkjanna
af stað til þess að biðja um boð. Stundum reyna
stóra ríkin að komast undan því að senda boð og
stundum draga þau það í lengstu lög en láta að
lokum undan. Indverjar frestuðu tvisvar sinnum
opinbeni heimsókn forseta íslands þangað, sem
að lokum varð af fyrir skömmu.
í kjölfarið fylgja svo heimsóknir með viðeig-
andi leiksýningum, rauðum dreglum, heiðurs-
vörðum, fallbyssuskotum o.s.frv.
Heimsóknir af þessu tagi era í litlum takti við
21. öldina. Þetta er samskiptamáti liðins tíma.
Það er óþarfi að vera með þetta tildur og tilstand.
Það er farið að verka hlægilega á hinn almenna
borgara.
Sumir telja, að opinberar heimsóknir hvort
sem er þjóðhöfðingja eða ráðherra séu mikilvæg-
ar fyrir fámenn ríki eins og okkar m.a. vegna
þess, að í þeim sé fólgin mikil landkynning. Það er
fullt tiiefni til að kanna ofan í kjölinn slíkar full-
yrðingar. Er t.d. mikið fjallað um opinberar heim-
sóknir þjóðhöfðingja í fjölmiðlum annarra landa?
Fjölmiðlar hér á Islandi telja sér skylt að fylgja
forseta Islands í opinberar heimsóknir eins og t.d.
til Indlands á dögunum og segja rækilega frá
þeim. En hvað skyldi vera mikil umfjöllun um
slíkar heimsóknir í fjölmiðlum viðkomandi landa?
Það gæti verið ástæða til að gera úttekt á því
vegna þess, að það hlýtur að vera nokkur mæli-
kvarði á það, hveiju þessar heimsóknir skila í
landkynningu. Það hlýtur að vera auðvelt verk
fyrir íslenzka stjórnkei-fið að safna saman upp-
lýsingum um að hve miklu leyti hefur á undan-
förnum áram og áratugum verið sagt frá opinber-
um heimsóknum íslenzkra þjóðhöfðingja til
annarra landa, hvort sem er í dagblöðum, sjón-
varpsstöðvum eða öðram fjölmiðlum.
Fjölmiðlaumfjöllun er einn mælikvarði á það,
hvort það sé peninganna virði að leggja svo mikið í
opinberar heimsóknir til annarra landa eins og nú
er farið að tíðkast. Annar mælikvarði er væntan-
lega sá, hvort heimsóknimar stuðli að auknum við-
skiptum. Því er gjaman haldið fram í kjölfar heim-
sókna að svo sé. En hver er veraleikinn? Hann er
áreiðanlega sá, að þjóðhöfðingjar geta opnað for-
ráðamönnum fyrirtækja dyr eins og mörg dæmi
eru um bæði hjá okkur og öðram þjóðum. En hefur
Opinberar
heimsóknir
+
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2000 33
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 11. nóvember.
i- eft
Morgunblaðið/Ásdts
o f I Æ rd 3 : m
r. jXz - -
wm smm m Xi \.'ý‘ l&íf iíf) ílfiTíi 'i*'1'
Fuglamir á tjörninni.
y
það skilað raunveralegum viðskiptum?
Á undanfömum áram hefur verið nánast stöð-
ugur straumur íslenzkra ráðamanna til Kína og
raunar hefur verið ótrúlega mikið um, _að kín-
verskir áhrifamenn hafi komið hingað til Islands.
Framan af var töluvert mikið fjallað um við-
skiptatækifæri í tengslum við slíkar heimsóknir.
En hver hefur niðurstaðan orðið? Með sama
hætti og ástæða er til að gera úttekt á fjölmiðla-
umfjöllun í tilefni opinberra heimsókna ráða-
manna til annarra landa væri ástæða til að kanna
raunveralegan árangur í viðskiptum.
ÞEIR SEM fylgjast
reglulega með fjöl-
miðlum á Vesturlöndum
hljóta að spyrja hvort
heimsoknum? það geti verið að almennt
hafi dregið mjög úr opin-
beram heimsóknum landa í milli. Ef marka má
efni helztu fjölmiðla í þessum heimshluta era slík-
ar heimsóknir að verða undantekning en ekki
regla. Vel má vera, að fjölmiðlamir gefi ekki rétta
mynd af þessu en þá er ástæðan sú, að þeir fjalla
ekki um slíkar heimsóknir nema í algeram undan-
tekningartilvikum.
Ef fjölmiðlamir gefa að þessu leyti ranga mynd
af þessum samskiptamáta þjóða í milli, ekki hefur
úr þeim dregið en hins vegar ekki um þær fjallað
má spyi-ja hvers vegna ekki sé fjallað um slíkar
heimsóknir.
Ástæðan er auðvitað sú, að í þeim er ekkert efni
nema kurteisistal. Forseti íslands leggur t.a.m.
ekki neinar pólítískar línur. Auðvitað á þetta ekki
við um meiriháttar heimsóknir eins og t.d. ef for-
seti Bandaríkjanna færi i opinbera heimsókn til
Norður-Kóreu, eins og um hefur verið talað, eða
til Rússlands svo að dæmi sé nefnt. En það er afar
ólíklegt að opinber heimsókn forseta Áfríkuríkis
til Frakklands mundi vekja athygli fjölmiðla þar
nema í þeim tilvikum, þar sem um væri að ræða
sérstök tengsl við fyrrverandi nýlendur í Afríku.
Það gæti verið ástæða til fyrir islenzka
utanríkisráðuneytið að kanna, hvort sá sam-
skiptamáti er enn í hávegum hafður að mikið sé
um opinberar heimsóknir þjóðhöfðingja til ann-
arra landa nema sérstakt tilefni sé til. Það er orð-
ið tímabært að um þetta sé rætt og ákvarðanir
teknar á grandvelli fyrirliggjandi upplýsinga.
ÞÓTT hér sé varpað fram
spurningum um það,
hvort tímabært sé að
endurskoða það gamal-
dagsfyrirkomulag, sem opinberar heimsóknir
með því tildri, sem þeim fylgir, era í augum nú-
Samskipti
mikilvæg
Er að draga
úr opinberum
tímamanna er augljóst að samskipti þjóða í milli
era mikilvæg. En það er tímabært að þau fari
fram með eðlilegri hætti.
Utanríkisþjónustur hafa tekið miklum breyt-
ingum á nokkram áratugum. Þeir sem haft hafa
samskipti við erlenda sendiherra á íslandi í ára-
tugi hafa á löngum tíma veitt eftirtekt þeirri
breytingu, sem orðið hefur á framgangsmáta er-
lendra sendiherra, sem hingað koma og starfa.
Þau samskipti era öll orðin óformlegri en áður
var. Fyrr á tíð vora þau bæði stíf og formleg og
klæðaburður í samræmi við það. Þetta hefur gjör-
breytzt og starfsmenn utanríkisþjónusta annarra
ríkja ástunda nú samskipti undir allt öðrum for-
merkjum en áður. Það er ekki fráleitt að ætla að
íslenzka utanríkisþjónustan hafi verið sein að til-
einka sér þessar breytingar en það er engin
spurning um að sú breyting er að verða og jafnvel
orðin að veralegu leyti.
Það er okkur íslendingum að sjálfsögðu
ánægjuefni að fá erlenda gesti £ heimsókn. Af ein-
hverjum ástæðum er Island ofarlega á vinsælda-
listanum um þessar mundir eins og sjá mátti á
stöðugum straumi erlendra gesta hingað sl. sum-
ar. En það er hægt að taka á móti þessum gestum
án þess tilstands, sem þótti viðeigandi fram eftir
öldinni, sem nú er að renna sitt skeið á enda.
Tengsl við erlenda ráðamenn era mikilvæg og
miklu skiptir, að rækt sé lögð við þau tengsl en
það þarf ekki allt að vera fyrir opnum tjöldum.
Sennilega era persónuleg tengsl forsætisráð-
herra Islands við forsætisráðherra flestra ná-
grannaþjóða okkar meiri og nánari en þau hafa
nokkra sinni verið en því hefur ekki verið flíkað.
Lítil og fámenn ríki leggja gjaman meira upp
úr hátíðleika í samskiptum við aðra en hinar
stærri þjóðir. Þetta er partur af öryggisleysi
þessara þjóða og eftirsókn þeirra eftir viðurkenn-
ingu. Á fyrstu áram íslenzka lýðveldisins voru op-
inberar heimsóknir hingað til lands mikið mál í
augum Islendinga. Það átti ekki sízt við um fyrstu
heimsókn dönsku konungshjónanna til íslands
eftir að landið varð lýðveldi.
Síðan hefur mikið vatn til sjávar rannið. Við
aldarlok erum við ein af ríkustu og bezt menntuðu
og upplýstu þjóðum heims. Við þurfum ekki leng-
ur á að halda þeim viðurkenningartáknum, sem
vora okkur mikilvæg fyrr á tíð. Þess vegna er
tímabært að stokka upp samskiptahætti okkar
við aðrar þjóðir og koma þeim í eðlilegan farveg.
Það á að fara sparlega með heimsóknir íslenzkra
þjóðhöfðingja til annarra ríkja en beita þeim, þeg-
ar mikilvægir þjóðarhagsmunir krefjast. Það á að
leggja af gamalt og úrelt fyrirkomulag um að ut-
anrikisráðherra Islands fylgi forseta við hvert
fótmál. Sé talið nauðsynlegt að einstaklingur með
ráðherratitil sé með í för, þegar það á við, hlýtur
það að duga að pólitískt tilnefndur aðstoðarráð-
herra dugi til að uppfylla gamlar siðareglur.
Það á að endurskoða ofan í kjölinn framkvæmd
samskipta okkar við aðrar þjóðir og sjá, hvort
ekki er hægt að nýta í ríkara mæli en gert er nú-
tímalega samskiptahætti. Öllum ber saman um að
Norðurlandaþjóðimar era öðrum þjóðum fremri í
nýtingu hinnar nýju fjarskiptatækni. Það væri
verðugt verkefni fyrir Norðurlandaþjóðirnar að
láta á það reyna, hvort sú tækni geti stuðlað að
breyttum og nútímalegri samskiptaformum en
stöðugum ferðalögum stjómmálamanna og emb-
ættismanna landa í milli. Þær gætu orðið öðram
þjóðum fyrirmynd í þeim efnum, sem mörgum
öðram.
Það er eðlilegt að þessi málefni öll verði rædd
rækilega á Alþingi á grandvelli ítarlegrai' úttekt-
ar á því, hvernig þessi samskipti era nú og hvern-
igþau era hjá nálægum þjóðum. Er t.d. jafn mikið
um opinberar heimsóknir þjóðhöfðingja annarra
Norðurlanda og okkar þjóðhöfðingja svo að dæmi
sé tekið? Hvernigmeta Norðurlandaþjóðimar ár-
angurinn af slíkum formlegum samskiptum?
Samskipti okkar við aðrar þjóðir á öllum svið-
um opinbera geirans era málefni, sem kallai' á
stefnumörkun stjómvalda ekki síður en fjölmörg
önnur mál, sem era á þeirra borði.
Ganga má út frá því sem vísu, að starfsmenn
flestra ef ekki allra íslenzkra fjölmiðla hafi rætt
það, hvort tilefni sé til að leggja jafn mikla
áherzlu á opinberar heimsóknfr í fréttaflutningi
og gert hefur verið. í heimsóknum sem þessum er
ekki mikið raunveralegt efni fyrir fjölmiðlana.
Raunar er álitamál hversu mikinn áhuga íslenzk-
ur almenningur hefur á opinberam heimsóknum
til annarra landa, þegar um er að ræða kurteisis-
heimsóknir, sem þjóna engum sérstökum til-
gangi. Frásagnir af þeim í máli og myndum geta
hins vegar stuðlað að stjömudýrkun, sem er
fjarri hugsunarhætti samtimans. Bandaríkja-
menn og bandarískir fjölmiðlar era enn upptekn-
ir við að búa til stjörnur úr stjómmálamönnum og
þjóðhöfðingjum. Brezkir fjölmiðlar era í vanda
staddir að þessu leyti eftir lát Díönu prinsessu.
Siðir meginlandsþjóðanna í Evrópu era allt aðrir í
þessum efnum. Stjömudýrkun tíðkast þar eins og
annars staðar í íþróttum og poppheiminum en
ekki í veröld stjómmálanna eða æðstu stjómar
ríkjanna. Það er áreiðanlega fai'sælast fyrir okk-
ur Islendinga að laga okkur að starfsháttum meg-
inlandsþjóðanna í þessum efnum. Þótt einhverj-
um kunni að þykja stjörnudýrkun engilsaxnesku
þjóðanna eftirsóknarverð má ekki gleyma því að
stjörnur falla af stalli og það fall getur stundum
verið sársaukafullt.
„Sumir telja, að op-
inberar heimsóknir
hvort sem er þjóð-
höfðingja eða ráð-
herra séu mikilvæg-
ar iyrir fámenn ríki
eins og okkar, m.a.
vegna þess, að í
þeim sé fólgin mikil
landkynning. Það er
fullt tilefni til að
kanna ofan í kjölinn
slíkar fullyrðingar.
Er t.d. mikið íjallað
um opinberar heim-
sóknir þjóðhöfð-
ingja í íjölmiðlum
annarra landa?“