Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2000
DAGBOK
MORGUNBLAUIÐ
í dag er sunnudagur 12. nóvember,
317. dagur ársins 2000. Orð dagsins:
Prédika þú orðið, gef þig að því í
tíma og ótíma. Vanda um, ávíta,
áminn með öllu langlyndi og
fræðslu.
(2.Tím.4)
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Snorri Slurluson og
Svanur koma í dag.
HafnarfjarOarhöfn:
Venus og Selfoss koma á
morgun.________________
Mannamót
Aflagrandi 40. Á morg-
un kl. 8 bað, kl. 9 vinnu-
stofa, kl. 10 boccia, kl. 13
vinnustofa, kl. 14 félags-
vist, kl. 15 kaffi. Leikfimi
fellur niður á morgun,
mánudag, og hefst aftur
á miðvikudag kl. 8.45.
Árskógar 4. Á morgun
kl. 9 pennasaumur og
harðangur, kl. 10.15 leik-
fimi, kl. 11 boccia, kl.
13.30 félagsvist, kl. 13
opin smíðastofan, ki. 16
myndlist, kl. 9 hár- og
fótsnyrtistofur opnar.
íólstaðarhlíð 43. Á
norgun kl. 9-16 handa-
v'inna, kl. 9-12 búta-
saumur, kl. 10 sam-
verustund, kl. 13
bútasaumur.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist í
Gullsmára 13 á mánud.
kl. 20.30. Fótaaðgerða-
stofan opin frá kl. 10.
Skrifstofan Gullsmára 9
er opin á morgun kl.
16.30-18 s. 554-1226.
Félagsstarf aldraðra
Lönguhlíð 3. Á morgun
kl. 8 böðun, kl. 9 fótaað-
gerð og myndlist, kl. 10
verslunin opin, kl. 11.20
leikfimi, kl. 13 handa-
vinna og fóndur, ki. 13.30
enska - framhald.
Félagsstarf eldri borg-
ara í Mosfellsbæ, á Kjal-
amesi og í Kjós stendur
íyrir ferð í Listasafn Is-
lands, miðvikudaginn 15.
nóv. Lagt verður af stað
frá Dvalarheimilinu
Hlaðhömrum kl. 13.
Þátttaka tilk. í síma
586-8014 e.h. virka daga.
Félagsstarf aldraðra
Dalbraut 18-20. Á morg-
un kl. 9.45 leikfimi, kl. 10
fótaaðgerðastofan opin,
kl. 13 spilað (bridge).
Félagsstarf aldraðra í
Garðabæ. Ferð í Þjóð-
leikhúsið að sjá Kirsu-
berjagarðinn 18. nóv-
ember, pantið miða í
Kirkjulundi í síma 565-
6622. Spilað í Kirkju-
lundi 14. nóvember kl.
13.30.
Spilakvöld verður 16. nó-
vember kl. 19.30 í boði
UMF Stjömunnar í
Stjömuheimilinu. Rútu-
ferðir samkvæmt áætl- -
un.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Púttæfing í Bæjar-
útgerðinni í fyrramálið
kl. 10-12. Tréútskurður í
Flensborg kl. 13. Félags-
vist kl. 13.30.
Félag eldri borgara í
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan er
opin virka daga frá kl.
10-13. Matur í hádeginu.
Sunnudagur: Félagsvist
kl. 13.30. Dansleikur í
kvöld kl. 20, Caprí-tríó
leikur fyrir dansi. Mánu-
dagur: Brids kl. 13.
Danskennsla Sigvalda
feilur niður. Söngvaka
kl. 20.30 í umsjón Sigur-
bjargar Hólmgrímsdótt-
ur, stjórnandi Edith
Nicolaidóttir. Síðasti
fræðslufundurinn á
haustönn undir yfir-
skriftinni „Heilsa og
hamingja á efri árum“
verður laugardaginn 18.
nóvember kl. 13.30.
Fræðslufundirnir verða
haldnir í Ásgarði Glæsi-
bæ, félagsheimili Félags
eldri borgara. Allir vel-
komnir. Silfurlínan opin
á mánudögum og mið-
vikudögum frá kl. 10-12.
Ath. Opnunartími skrif-
stofu FEB er frá kl. 10-
16. Upplýsingar í síma
588-2111.
Gerðuberg, félagsstarf.
Á morgun kl. 9-16.30
vinnustofur opnar, m.a.
fjölbreytt handavinna,
kl. 9.25 sund og leikfimi-
æfingar í Breiðholtslaug,
spilasalur opinn frá há-
degi, kl. 14 kóræfing,
danskennsla fellur niður.
Allar veitingar í kaffi-
stofu Gerðubergs. Vetr-
ardagskráin liggur
frammi. Allar upp-
lýsingar um starfsemina
á staðnum og í síma 575-
7720.
GuIIsmári, Gullsmára
13. Opið kl. 9-17. Matar-
þjónusta er á þriðju- og
fóstudögum, panta þarf
íyrir kl. 10 sömu daga.
Fótaaðgerðastofan er
opin kl. 10-16, miðviku-,
fimmtu- og föstudaga. Á
vegum bridsdeildar
FEBK spila eldri borg-
arar brids mánudaga og
fimmtudaga. Skráning
kl. 12.45. Spil hefjast
stundvíslega kl. 13. Leik-
fimi á mánudögum kl. 9
og 10, vefnaður kl. 9.
Gjábakki, Fannborg 8. Á
morgun handa-
vinnustofan opin, leið-
beinandi á staðnum frá
kl. 9-17, kl. 9.30
keramik, kl. 13.30 og 15
enska, kl. 13.30 lomber
og skák.
Hraunbær 105. Á morg-
un kl. 9 postulínsmálun,
perlusaumur og kortii-
gerð, kl. 10.30 bæna-
stund, kl. 13 hárgreiðsla,
kl. 14 sögustund og
spjall.
Hvassaleiti 56-58. Á
morgun kl. 9 böðun, fóta-
aðgerðir, keramik, tau-
og silkimálun og klippi-
myndir, kl. 10 boccia, kl.
13 spilað.
Hæðargarður 31. Á
morgun kl. 9-16.30 opin
vinnustofa, handavinna
og föndur, kl. 9 hár-
greiðsla, kl 14 félags-
vist.
Norðurbrún 1. Á morg-
un er bókasafnið opið frá
kl. 12-15, kl. 10 ganga,
fótaaðgerðastofan opin
frá kl. 9.
Vesturgata 7. Á morg-
un, kl. 9 fótaaðgerðir og
hárgreiðsla, kl. 9.15
handavinna, kl. 10
boccia, ld. 13 kóræfing.
Vitatorg. Á morgun kl. 9
smiðjan, kl. 9.30 bók-
band, bútasaumur og
morgunstund, kl. 13
handmennt, kl. 13 leik-
fimi, kl. 13 spilað.
Háteigskirkja. Á morg-
un er morgunstund með
Þórdísi kl. 10-12. Gengið
inn Viðeyjarmegin.
GA-fundir spilafíkla eru
kl. 18.15 á mánudögum í
Seltjarnarneskirkju
(kjallara), kl. 20.30 á
fimmtudögum í fræðslu-
deild SÁÁ Síðumúla 3-5
og í Kirkju Oháða safn-
aðarins við Háteigsveg á
laugardögum ld. 10.30.
Kvenfélag Kópavogs.
Vinnukvöld vegna bas-
ars mánudag kl. 20 í
Hamraborg 10.
Kirkjustarf aldraðra
Digraneskirkju. Opið
hús á þriðjudögum frá
kl. 11, leikfimi, helgi-
stund og fleira.
Kvenfélag Bústaða-
sóknar heldur fund
mánudaginn 13. nóvem-
ber kl. 20 á Hótel Sögu í
Skála á annarri hæð,
inngangur norðanmegin
á móti Þjóðarbókhlöðu.
Einsöngur: Signý Sæ-
mundsdóttir og Guð-
finna Ragnarsdóttir
spjallar um ættfræði.
Kaffiveitingar.
Kvenfélagið Hrönn
heldur jólapakkafund
mánudaginn 13. nóv. í
Húnabúð, Skeifunni 11,
kl. 20. Eakkað verður inn
gjöfum til sjómanna sem
verða að heiman um jól-
in.
Kvenfélag Grensás-
sóknar heldur fund á
morgun, 13. nóvember,
kl. 20 í safnaðarheimil-
inu. Gestir koma í heim-
sókn.
Slysavarnardeild
kvenna á Seltjarnarnesi.
F élagsfundur verður
mánudaginn 13. nóvem-
ber kl. 20 í félagsaðstöðu
slysavamardeildarinnar
við Bakkavör. Gestur
fundarins er Halldór
Sigurðsson konditori-
meistari og mun hann
kenna konfektgerð. Fé-
lagskonur, fjölmennið og
takið með ykkur gesti.
Kvenfélag Breiðholts.
Fundur verður þriðju-
daginn 14. nóvember kl.
20. Almenn fundarefni,
kaffi, bingó. Gestirvel-
komnir.
Félag áhugafólks um
íþróttir aldraðra heldur
sitt árlega haustmót í
„boccia“ þriðjudaginn
14. nóvember í Bláa
salnum í Laugardalshöll
og hefst það kl. 8.30.
ITC-deildin Harpa held-
ur fund þriðjudaginn 14.
nóvember kl. 20 í Sóltúni
20. Allir velkomnir. Upp-
lýsingar gefur Guðrún í
síma 553 9004.
Sjálfsbjörg, félag fatl-
aðra á höfuðborgarsvæð-
inu, Hátúni 12. Á morg-
un kl. 19 brids.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1166,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 668 1811, gjaldkeri 569 1116. NETFANG:
RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 1.900 kr. á mánuði innaníands. í lausasölu 150 kr. eintakið.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Sæludagar a
Langanesi
NÚ í skammdeginu rifjast
upp gleðistundirnar sem ég
og mínir áttu sl. sumar. Það
sem stendur uppúr i minn-
ingunni, að öðru ólöstuðu,
er ferðalag sem við tókum
okkur á hendur austur á
Langanes og nágrenni.
Ferðinni var heitið að Far-
fuglaheimilinu Ytra-Lóni
sem stendur skammt utan
Þórshafnar.
Hafði ég (veiðimaðurinn)
uppgötvað þennan stað fyr-
ir tilviljun árinu áður, er við
áttum leið þar framhjá, og
nú skyldi fara til veiða og
útivistar.
Það er skemmst frá því
að segja að allir fundu eitt-
hvað við sitt hæfi. Eg
stundaði veiðar af kappi,
sex ára dóttir mín fann sér
leikfélaga á sama reki
(heimasæturnar tvær) og
stundaði búskap af miklum
móð með heimalningnum á
bænum, og foreldrar mínir
báðir veiddu, og fóru í út-
sýnisferð um Langanesið.
Ekki spillti fyrir að það var
yfir 20 stiga hiti þann tíma
sem við vorum þarna, og
fuglalífið hreint ótrúlegt.
Það eru engar ýkjur að
staðurinn býður upp á ótrú-
lega útivistarmöguleika
fyrir alla aldurshópa, og
ekki skemmdi fyrir að gest-
gjafarnirf að Ytra-Lóni,
þau Mirjam og Sverrir, eru
einstaklega gestrisin og
viðræðugóð.
Ekki lét ég þar við sitja,
heldur skrapp ég yfir helgi
til þeirra nú í haust (1300
km rúntur) til að ná í skott-
ið á veiðitímabilinu, og varð
ekki fyrir vonbrigðum með
veður og veiði.
Eg rita þessar Iínur fyrir
mig og mína til að þakka
fyrir frábæra gistingu og
gestrisni og bíð spenntur
eftir næsta sumri með blóm
í haga og fisk í hyl.
Óskar Pálsson,
Hagaflöt 2, Garðabæ.
Tapad/fundid
Kvenmannsúr
fannst
KVENMANNSÚR fannst
á Skúlagötu, á bílastæði á
móts við söluturninn Turn-
inn, föstudaginn 10. nóvem-
ber sl. Upplýsingar í síma
563-2508.
Dýrahald
Mjallhvít
er týnd
KISAN okkar, hún Mjall-
hvit, er týnd. Hún er hvít
og grá, ljós á lit. Hún var
með rauðköflótta ól og
rautt merki, með öllum
upplýsingum. Hún er líka
eyrnamerkt. Hún hvarf frá
heimili sínu Álfholti í Hafn-
arfirði um mánaðarmótinn
sept-okt. Hennar er sárt
saknað. Ef einhver skyldi
hafa orðið hennar var eða
hefur einhverjar upplýs-
ingar um ferðir hennar eru
þær vel þegnar. Upplýsing-
ar í síma 565-5805 eða 899-
8761.
Mía er týnd
SVÖRT og hvít læða, sem
gegnir nafninu Mía, fór að
heiman frá sér að Geithálsi
í ágúst sl. Þeir sem geta
gefið einhverjar upplýsing-
ar um ferðir hennar, eru
vinsamlegast beðnir að
hafa samband í síma 561-
4418.
Fress í óskilum
BRÖNDÓTTUR fress
fannst við Skúlagötu,
fimmtudaginn 9. nóvember
sl. Hann er mjög gæfur.
Hann er ómerktur. Upplýs-
ingar í síma 561-4682.
Læða týndist í
Laugardal
MJÖG smávaxin læða
hvarf frá sumarbústaða-
hverfi í Laugardal í landi
Grafar, um mánðamótin
ágúst-september. Hún er
svört, hvít á bringu og lopp-
um. Hún er eyrnamerkt.
Hún sækir væntanlega út á
Laugarvatn og er fólk beð-
ið um að hafa augun hjá
sér. Upplýsingar í síma
551-1462 og 896-8885.
fWflypwMitó>Í$»
Krossgáta
LÁRÉTT:
1 gjörvileg, 8 andar, 9
snaginn, lOslyng, 11 fisk-
ur, 13 nálægt, 15 káta, 18
vísa, 21 lengdareining, 22
fæða handa skepnum, 23
kyns, 24 skreiðar.
LÓÐRÉTT:
2 kjökrar, 3 nirfill, 4 ás-
ynja, 5 reiður, 6 spilum, 7
vendi, 12 tímabil, 14 í
uppnámi, 15 rola, 16 gera
auðugan, 17 ákveð, 18
herði, 19 þverneita, 20
siga.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 málug, 4 skjól, 7 neita, 8 úlfur, 9 fár, 11 traf, 13
maur, 14 lokka, 15 skrá, 17 logn, 20 hné, 22 mokar, 23
takið, 24 asann, 25 mænið.
Lóðrétt: 1 mennt, 2 leika, 3 graf, 4 skúr, 5 jafna, 6 lúrir,
10 álkan, 12 flá, 13 mal, 15 summa, 16 rukka, 18 orkan,
19 níðið, 20 hrín, 21 étum.
Vfkverji skrifar...
YÍKVERJI er mikill aðdáandi
enska knattspyrnuliðsins Ars-
enal. Hann nýtti því tækifærið þeg-
ar hann var í Lundúnum á dögun-
um og brá sér ásamt sonum sínum,
vaskri sveit, á viðureign Arsenal og
Coventry City á Highbury. Leikur-
inn var hin besta skemmtun og
ekki spillti fyrir að heimamenn
fóru með sigur af hólmi. Á leiðinni
heim þurftu Víkverji og synir hans
að skipta um neðanjarðarlest og
þar sem þeir rölta milli stöðva gef-
ur sig á tal við þá miðaldra maður,
klæddur upp á í tilefni dagsins,
búningi Arsenal, líkt og synir Vík-
verja. Hefur hann greinilega heyrt
feðgana tala tungum og spyr hvað-
an þeir séu. „Við erum frá Jslandi,"
svarar Víkverji. „íslandi,“ segir
maðurinn spenntur. „Eg á góðan
vin þar.“ „Nú, hver er það?“ „Siggi
Jónsson. Hann lék með Arsenal
fyrir um tíu árum og skoraði einu
sinni fyrir okkur í 3-1 sigri á
Queen’s Park Rangers á Highbury.
Gott mark.“
Allt var þetta laukrétt hjá mann-
inum. Sigurður Jónsson var í her-
búðum Arsenal frá 1989-91 - og
skoraði umrætt mark - en lék
minna en til stóð vegna þrálátra
meiðsla. Það gladdi Víkverja því að
Arsenal-menn skyldu enn muna
eftir kappanum - svo um munar.
XXX
Víkverja brá í brún þegar hann
kom í fríhöfnina á neðri hæð
flugstöðvarinnar á Keflavíkurflug-
velli, við komuna til landsins fyrir
skömmu. Búið er að stækka versl-
unina heilmikið, en skipulagið er
með slíkum eindæmum að þegar
margir eru á ferð í einu getur verið
mjög erfitt að komast að af-
greiðslukössunum. Fyrir framan
þá er mikið pláss, ónýtt, í bili að
minnsta kosti, en þröngt innan við
kassana. Við blasir að þetta sé
bráðabirgðaráðstöfun, og vonar
Víkverji að þess verði ekki langt að
bíða að búðinni verði breytt á ný.
XXX
Yíkverji rakst á litla athyglis-
verða frétt í blaðinu Nesfrétt-
um, sem gefið er út á Seltjarnar-
nesi. Þar kom fram að ekki eitt
einasta barn er á biðlista eftir
plássi á leikskóla í bæjarfélaginu.
Óvenjuleg frétt en jákvæð. Skyldi
ástandið víða vera svona gott?
xxx
Víkverji hefur fylgst með skrif-
um á vefsíðu Körfuknattleiks-
sambands íslands síðustu mánuði,
þar sem áhugamenn um íþróttina
hafa hellt úr skálum reiði sinnar
vegna áhugaleysis fjölmiðla, til
dæmis Ríkisútvarpsins, á íþrótt
þeirra.
Von er á bók um sögu körfu-
knattleiksíþróttarinnar á íslandi í
lok janúar á næsta ári, þegar KKÍ
fagnar 40 ára afmæli, og af því tii-
efni er byrjað að kynna bókina með
stuttum köflum á KKÍ-síðunni.
Víkverji gat ekki annað en brosað,
og hugsað með sér að lítið hefði
breyst, þegar hann sá fyrsta kynn-
ingarkaflann. Þar er vitnað í ávarp
Boga Þorsteinssonar, fyrsta for-
manns KKÍ, þegar hann setti ís-
landsmótið 1962:
„Eins og búast má við er við
marga byrjunarerfiðleika að stríða.
Þar er fjárskorturinn erfiðastur,
hann dregur úr eðlilegum vexti og
viðgangi sambandsins. En það er
fleira, sem stendur þróun körfu-
knattleiksins fyrir þrifum. Þar á ég
við erfiðleikana á að koma greinar-
góðum fréttum og lýsingum af mót-
um okkar út til þjóðarinnar. Ríkis-
útvarpið, þessi fréttastofnun
alþjóðar, hefir getað sent frétta-
mann sinn landshornanna á milli til
að útvarpa lýsingum af allskonar
íþróttamótum, og skal það sízt last-
að, en þegar kemur að körfu-
knattleiksmótum, sem haldin eru í
sjálfri höfuðborginni, við bæjardyr
Ríkisútvarpsins, þá virðist auðveld-
ara vera fyrir úlfaldann að skríða
gegnum nálaraugað, heldur en fyr-
ir körfuknattleiksmenn að fá frá-
sagnir af mótum sínum í Utvarpið.
Jafnvel Iandsleikir okkar gleymd-
ust, þegar yfirlit var gefið um
íþróttaviðburði ársins um síðastlið-
in áramót. Körfuknattleikur er nú
orðinn svo snar þáttur í íþróttalífi
íslenzkrar æsku að við þetta varð
ekki lengur unað mótmælalaust, og
því er minnst á þetta hér.“