Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 31
MOFíGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2000 31 Loftmyndir hafa látið taka myndir af megninu af landinu, eins og sést á þessari teikningu. Dreifðu punktarnir á hálendinu og víðar sýna hvað liefur verið myndað í háflugi. Tvær flugvélar voru notaðar til að taka myndir fyrir Loftmyndir ehf. í sumar. Hér eru þær á Egilsstaðaflugvelli. Sú sem er nær á myndinni er dönsk og var notuð til að taka myndir í lágflugi. Hin er norsk og er not- uð til að taka myndir af hálendinu úr 8.500 metra hæð. „Við teljum að fyrir nákvæmnis- vinnu, eins og til dæmis í þéttbýli, sé ekki þörf á hefðbundnu landakorti, heldur dugi myndkort. I gangi eru stór verkefni, meðal annars við að út- búa landupplýsingagögn, þai’ sem aldrei hafa verið notuð venjuleg landakort. Þessi tækni er mun ódýr- ari en hin hefðbundna og getur mun- að allt að 75%,“ segir Örn. Skynsamlegra að nota myndkort Allan þann tíma sem Loftmyndir hafa starfað hefur fyrirtækið verið í ákveðinni samkeppni við ríkið, eins og þeir félagar orða það, eða nánar tiltekið við ríkisstofnunina Landmæl- ingar Islands. Ríkisstofnunin hélt úti loftmyndaflugi fyrstu tvö starfsár Loftmynda ehf. en hætti síðan að fljúga á eigin vegum. Landmælingai' hafa verið undirverktakar í útboðum sem fram hafa farið á þessum tíma og þannig keppt við einkafyrírtækið. I vor buðu Landmælingar síðan út loft- myndaflug fyrir eigin þaitir vegna kortagerðar. Loftmyndir buðu í verk- ið, þó ekki á þeim forsendum sem lagðar voru upp, og fengu því ekki verkið. Varð það til þess að þrjár flug- vélar voru við loftmyndatökur yfir Islandi í sumar, tvær á vegum Loft- mynd ehf. og ein á vegum ríkisstofn- unarinnar. „Við teljum skynsamlegi-a að vinna myndkort sem grunn við kortaútgáfu og höfum boðið Landmælingum að kaupa afnotarétt af okkar myndkort- um. Eftir þeim gætu þeir unnið hefð- bundin landakort, til dæmis í mæli- kvarðanum einn á móti fimmtíu þúsund,“ segir Jóhannes. „í tilboði okkar frá því í vor fólst frávik frá því sem þeir voru að bjóða út, við buðum þeim að nýta okkar kort í stað þess að taka aftur myndir af þeim svæðum sem við áttum til. Það hefur greini- lega ekki þótt hagstætt boð því Land- mælingar ákváðu að halda sinni línu, láta taka svart-hvítar loftmyndir af svæðum sem við áttum í lit, en svart- hvítar myndir þjóna kröfum þess lik- lega betur. Ríkið ætlar að eyða 400- 500 milljónum á næstu árum í það að gera landakort af öllu landinu í mæl- ikvarðanum einn á móti fimmtíu þús- und. Það á að gera með því að hressa upp á gömul kort frá Bandaríkja- mönnum. Við teljum okkur aftur á móti geta látið í té nýjar upplýsing- ar,“ segir Jóhannes. Örn bætir því við að grunnurinn sem Landmælingar íslands nota sé unninn af Bandaríkjamönnum á síð- ustu áratugum og þar áður af Dönun. „Það er einkennilegt að ekki skuli vera hægt að samnýta þessa vinnu en það er eins og enginn hafi trúað því að einkafyrirtæki tækist að gera fyrsta íslenska kortagrunninn,“ segir Óm. Verslun og stækkun mynda I janúar opnuðu Loftmyndir ehf. verslun við Skólavörðustíg. „Við vild- um gera þetta myndasafn okkar að- gengilegt fyrir almenning en það var áðui' lokað inni í skápum,“ segir Jó- hannes. Þar geta viðskiptavinir fyrir- tækisins, einstaklingar, fyrirtæki og opinberar stofnanir, pantað og keypt þær loftmyndir og myndkort sem þeir þurfa. Til þess að getað þjónað viðskipta- vinum sínum vel þurftu þeh að kaupa dýran búnað, meðal annars myndprentvél. Hún býr til stækkanir á pappír eða filmu. „Til þess að réttlæta þessa fjárfestingu urðum við að fara út í frekari myndvinnslu. Fagmenn í jjós- myndun komust strax á bragðið enda sjá þeir að hér er hægt að fá stækkað- ar myndir með jafn miklum gæðum og fæst með hefðbundinni stækkun í höndunum," segir Öm um þennan nýja þátt í starfseminni. Mikil fjárfesting Eins og fram hefur komið eru Loft- myndir ehf. búnar að taka ljósmyndir af 85% landsins og þegar er búið að vinna myndkort úr 20% þess. Nú era stjórnendur fyrirtækisins að endur- skoða framtíðarsýn. Jóhannes segir að á næstu tveimur til þremur árum verði lokið loftmyndatökum af öllu landinu. Þá sé stefnt að því að Ijúka gerð myndkorta af öllu landinu á fimm árum. Eftir því sem vinnunni miðar verð- ur smám saman til grunnui' að nýju íslandskorti. Ekki eru Öm og Jó- hannes búnir að gera það upp við sig hvort þeir fara út í samkeppni við rík- ið um útgáfu hefðbundinna korta, segjast ekki vera búnir að gefa upp alla von um að leiða mönnum það fyr- ir sjónir að betra sé og hagkvæmara fyrir ríkið að taka upp samstarf um notkun þeirra gagna sem Loftmyndir hafa aflað. Segjast þeir raunar vera reiðubúnir að gera tÚboð í allan pakk- ann fyrir Landmælingar Islands enda séu það úrelt vinnubrögð að vera með fjölda ríkisstarfsmanna í handverki þegar almenna stefnan hjá ríkinu sé að bjóða út sem flest verk. Loftmyndh- hafa lagt mikla fjár- muni í uppbyggingu loftmyndasafns síns og myndkortagrunn. Þeir félagar segja að allir peningar fyrirtækisins til þessa hafi farið í þetta verkefni. „En við höfum líka verið heppnir, á þessum tíma hafa verið miklar fram- kvæmdir í landinu. Við höfum eignast marga fasta viðskiptavini, svo sem RARIK, Landssímann, Hitaveitu Suðurnesja og tugi sveitarfélaga og lánastofnana," segir Öm Ingólfsson. RPFRPEN SKRÁNING HLLITPBRÉFP Þann 11. desember 2000 verða hlutabréf Tryggingamiðstöðvarinnar hf. tekin til rafrænnar skráningar hjá Verðbréfaskráningu íslands hf. Þar af leiðandi verða engin viðskipti með hlutabréf félagsins þann dag. Frá þeim tíma ógildast hlutabréf félagsins sem eru útgefin á pappírsformi í samræmi við heimild í ákvæði til bráðabirgðarlaga nr. II í lögum nr. 131/1997, um rafræna eignarskráningu verðbréfa, sbr. 6. gr. laga nr. 32/2000, um breytingar á ýmsum lögum vegna tilkomu rafrænnar eignar- skráningar á verðbréfum, og reglugerð nr. 397/ 2000, um rafræna eignarskráningu verðbréfa í verðbréfamiðstöð. Skorað er á eigendur ofangreindra hlutabréfa, sem telja nokkurn vafa leika á því að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Tryggingamiðstöðvarinnar hf., að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til skrifstofu Tryggingamiðstöðvarinnar hf. í Aðalstræti 6-8, 101 Reykjavík fyrir nefndan dag. Ennfremur er skorað á þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun (viðskiptabanka, sparisjóð eða verðbréfafyrirtæki). Að lokinni rafrænni skráningu geta hluthafar falið reikningsstofnun, sem hefur gert aðildar- samning við Verðbréfaskráningu íslands hf., að hafa umsjón með eignarhlut sínum í félaginu. Hluthöfum félagsins verður nánar kynnt þetta bréfleiðis. Stjóm Tryggingamiðstöðvarinnar hf. TRYGGINGAMIÐSTOÐIN HF - þegar mest á reynir! Aðalstræti 6-8 • 101 Reykjavík • Sími 515 2000 • www.tmhf.is 0 m Microsoft Office 2001 Stafabrengl heyrir fortíðinni til þegar tveir heimar mætast Nú er hann kominn Office 2001 pakkinn frá Microsoft. Eitthvað sem allir Macintosh notendur verða að eignast. Verðlaunaður pakki með nýju notandaviðmóti f sönnum Apple stfl. Inniheldun Excel, Word, Power Point og nýtt tölvupóst- og skipulagsforrit, Microsoft Entourage. aco hugsaðu I skapaðu I upplrfðu Skaftahlíð 24 • Sfml 530 1800 • Fax 530 1801 • www.apple.is/offica
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.