Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2000 27 Komdu í reynsluakstur Grand Vitara er þekktur sem aflmikill, sterkbyggður jeppi, byggður á grind og með hátt og lágt drif. I nýjum Grand Vitara eru m.a. ABS-hemlar með EBD-hemlajöfhun, aukið farþegarými, umhverfis' vænni vél og fleiri spennandi nýjungar. Líttu við og reynsluaktu liprum og spameytnum alvöru jeppa. 3-dyra: frá 1.840.000,- 5-dyra: frá 2.190.000,- 5-dyra: 23.510,- á mánuði Dæmi um meðalafborgun miðað við 1.100.000 kr. útborgun (t.d. bíll tekinn upp 0.100 mánuði. $ SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, simi 431 28 00. Akureyri: BSA hf„ Laufásgötu 9, slmi 462 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. Hvammstangi: Blla- og búvélasalan, Melavegi 17, slmi 451 22 30. Isafjörður: Bilagarður ehf., Grænagarði, sími 456 30 95. Keflavfk: BG bllakringlan, Gróflnni 8, slmi 421 12 00. SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is ríkjamönnum hefur gengið erfiðlega að hreinsa vötnin, þrátt fyrir ná- kvæmt eftirlit með fyrirtækjum, sé þessi tegund mengunar.“ Glæsileg löggjöf er ekki nóg Hvemig hefur það reynst að beita þessari víðtæku löggjöf til varnar umhverfinu? „Möguleikar til þess eru betri í Bandaríkjunum en víðast annars staðar í heiminum,“ segir Katrín. „Hér er réttarverndin markvissari þar eð almenningi og náttúmvernd- arsamtökum er gert auðveldara að koma að ákvörðunartökunni. Á fs- landi hefur ekki verið hægt að vé- fengja réttmæti ákvarðana á sviði virkjana, vegalagningar eða annarra mannvirkja úti í náttúmnni nema eiga persónulegra hagsmuna að gæta, helst að eiga landið. í Banda- ríkjunum hafa dómstólar túlkað hagsmunina svo að það sé nægjan- legt að einstaklingurinn hafi almenn afnot af landsvæðinu, komi þangað reglulega, stundi fuglaskoðun, svo dæmi séu tekin, til að teljast eiga hagsmuni. Það hefði verið auðvelt fyrir einstaklinga og áhugafélög að krefjast umhverfismats áður en ákvörðun um Eyjabakkavirkjun var tekin hefðu sömu reglur gilt hér.“ Öflug náttúruverndarsamtök Katrín er spurð að því hvernig það sé fyrir hinn almenna borgara að framfylgja þessum rétti sínum þar eð lögfræðikostnaður er mjög hár í Bandaríkjunum? „Rétt er að það er dýrt að nýta sér lögfræðiþjónustu í Bandaríkjunum enda eru það sjaldnast einstaklingar sem fara í mál heldur leita þeir til ýmissa náttúruverndarsamtaka eins og til dæmis Sierra Club sem voru stofnuð um 1880 og hafa alla tíð verið mjög öflug samtök. Þau eru með sér- stakan sjóð sem er notaður til mála- reksturs og er nógu öflugur til að standa straum af málaferlum og láta reyna á ýmis atriði varðandi rétt al- mennings eins og til dæmis aðildina að dómsmáli. í fyrra gerðu þeir til að mynda út nokkra einstaklinga sem voru látnir sigla eftir á nokkurri, sem sögð var í einkaeign, til að láta reyna á almannaréttinn. Þeim sem voru í þessari för var stefnt af „eigendun- um“ en Sierra Club stóð straum af málskostnaði. Nánast ekkert undanskilið þeg- ar umhverfisáhrifin eru metin I Bandaríkjunum verða umhverf- isstofnanimar að framfylgja um- hverfisstefnu stjómvalda en þar er að finna ákvæði um umhverfismat. Lögin eru frá 1969 og hafa verið að þróast hjá dómstólum síðan. Matið nær til umhverfis og alls þess sem getur haft áhrif á almenn lífsgæði fólks. í nýlegum dómum hefur komið fram að það er nánast ekkert undan- skilið þegar áhrifin era metin. Rösk- un á vistkerfum og náttúraauðlind- um hafa komið til mats svo og þættir sem geta haft áhrif á heilsu fólks, sálfræðilega vellíðan þess og félags- lega stöðu. Þá hafa efnahagslegir þættir einnig komið til álita og rösk- un á menningarsögulegum verðmæt- um. Ef framkvæmd er líkleg til að leiða til ágreinings þá hafa dómstólar kveðið á um að fara skuli fram um- hverfismat á öllum stigum verkefnis- ins. Það er því ankannalegt að fylgj- ast með tregðu íslenskra stjómvalda við að láta fara fram umhverfismat þegar þess er gætt að það þykir orð- ið sjálfsagt alls staðar í kringum okk- ur. Hin síðustu ár hefur Alþjóða- bankinn gert að skilyrði fyrir lánveitingu að verkefni sem hann lánar til hafi fengið grænt Ijós að undangengnu umhverfismati. Vönd- uð rannsókn á hugsanlegum áhrifum umfangsmikilla framkvæmda áður en ráðist er í þær getur komið í veg fyrir alvarleg umhverfistjón. Ég tel til að mynda að það hafi verið mistök að skipta hálendinu upp á milli sveit- arfélaganna áður en ákvörðun hefur verið tekin um nýtingu þess eða varðveislu. Við eigum að flýta okkur hægt, ekki að taka ákvarðanir um nýtingu fyrr en rannsóknir liggja fyrir um afleiðingamar. Það er mun erfiðara að tryggja heildstætt skipu- lag þegar gerendur era orðnir eins margir og raun ber vitni. Ég fæ ekki séð að svæðisnefndin svokallaða hafi vald til að tryggja samræmi í skipu- lagsmálum á miðhálendinu, a.m.k. ekki í andstöðu við einstakt sveitar- félag sem fer með aðalskipulagsvald. í Bandaríkjunum er hægt að krefj- ast umhverfismats á hugsanlegum áhrifum laga og reglna." Umhverfismat fyrirbyggjandi Það kemur skýrt fram í máli Katr- ínar að henni finnst að íslenskir borgarar ættu að hafa mun meira um umhverfismál að segja en nú er. „Nútímaviðhorf um lýðræði bygg- ist á þeirri hugsun að stjómvöld skuli bera sumar ákvarðanir undir þjóðina. Umhverfismál skipta ein- staklinginn miklu. Ég hygg að í framtíðinni verði áherslan í umhverf- isrétti fremur lögð á fyrirbyggjandi aðgerðir sem snúa að einstaklingn- um og lifnaðarháttum hans. Þetta viðhorf er greinilega að verða ofan á í Evrópusambandinu þar sem byggt er á þeirri hugsun að virkt aðhald al- mennings sé fyrirbyggjandi. Reglur um umhverfismat era dæmi um fyr- irbyggjandi starfsemi." Sjálfbær lífsstíll eru kenniorðin Katrín segir að fram til þessa hafi umhverfisréttarlöggjöfin lagt mesta áherslu á mengunarvarnir fyiir- tækja og bótaábyrgð á umhverfi- stjóni en það sé að breytast og nú séu verndarsjónarmiðin að verða ofan á.„I Bandaríkjunum hefur til dæmis 99% Ijármuna verið varið til meng- unarvama og hreinsunar meðan að- eins 1% er varið til fyrirbyggjandi aðgerða. Þetta á öragglega eftir að breytast í náinni framtíð,“ segir hún. „Menn era farnir að horfa meira til fyrirbyggjandi þátta í lifnaðarhátt- um fólks, skynsamlegra neyslu- mynsturs, minnkun úrgangs til dæmis með fjölnotkun eða notkun varanlegri efna. Stjómvöld þurfa að ýta undir þessa þróun og hvetja til notkunar umhverfisvænni vara og minni orkuneyslu svo eitthvað sé nefnt, annað hvort með skattaíviln- unum eða með öðram hætti. Ég skil ekki af hverju fólki í Reykjavík er ekki gert kleift að flokka rasl heima hjá sér. Það felst engin hvatning í því að þurfa að aka langar leiðir með úr- ganginn. Hvað með þá sem eiga ekki bíl, til dæmis af umhverfisástæðum? Sjálfbær lífstíll sem miðar að því að fullnægja þörfum núverandi kynslóðar án þess að stefna í hættu möguleika komandi kynslóða á að geta fullnægt þörfum sínum, er það sem stefnt er að. Aukinn aðgangur almennings að ákvarðana- tökum í umhverfismálum Borgararéttindi, mannréttindi og almannaréttur eru réttindi sem hafa verið í sífelldri mótun bæði í Banda- rfkjunum og Evrópu. Við eigum að huga meira að réttindum einstakl- ingsins í okkar unga íslenska borgar- samfélagi í allri pólitískri umræðu og leita í sjóði annarra vestrænna sam- félaga að þekkingu og reynslu. Evrópusambandið lögfesti árið 1986 regluna um rétt einstaklingsins til að krefjast mats á umhverfisáhrif- um tilteldnna framkvæmda, hvort heldur þær eru á vegum hins opin- bera eða einstaklinga. Gildir þessi regla í aðildarlöndunum þannig að einstaklingamir geta beitt þessum rétti þótt ríkið hafi ekki lögfest reglurnar. Þá var nýlega samþykktur mjög merkilegur samningur sem kenndur era við Árhús í Danmörku, þar sem aðildarlöndin skuldbinda sig til að tryggja almenningi aukinn rétt að upplýsingum og greiðari aðgang að dómstólum varðandi ákvarðanir í umhverfismálum. Mér er ókunnugt um afstöðu íslands til þessa sam- komulags. Nú hafa tíu Evrópulönd samþykkt samninginn. í samþykktum Samein- uðu þjóðanna er réttur einstaklings- ins til að krefjast mats á áhrifum framkvæmda á umhverfi sitt samof- inn mannréttindum, til dæmis réttin- um til heilsusamlegs umhverfis."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.