Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
SUNNUDAGUR12. NÓVEMBER 2000 43
Foreldrar frædd-
ir um skólastarf
í Hafnarfírði
Ráðstefna um stjórnun
við hugbúnaðargerð
FUNDUR fyrir foreldra/forráða-
menn nemenda í 8., 9. og 10. bekkj-
um í grunnskólum Hafnarfjarðar
verður haldinn mánudaginn 13. nóv-
ember. Fundurinn er haldinn í Engi-
dalsskóla. Hann hefst kl. 20 og
stendur til kl. 22.
Markmið fundarins er að koma á
framfæri ýmsum upplýsingum um
breyttar áherslur í nýrri aðalnám-
skrá. Fulltrúar menntamálaráðu-
neytis, Guðni Olgeirsson og Sesselja
Snævarr, kynna breyttar áherslur í
aðalnámskránni, Sigurgrímur
Skúlason frá RUM ræðir um sam-
ræmd próf og fulltrúar frá Flens-
borgarskólanum og Iðnskóla Hafn-
arfjarðar kynna skólana, segir í
fréttatilkynningu.
-----------------
Námskeið í verð-
bréfaviðskiptum
FÉLAG íslenskra háskólakvenna
heldur námskeið fyrir almenning í
verðbréfaviðskiptum og samsetn-
ingu eignarsafna dagana 14. og 21.
nóvember kl. 17-19 báða dagana í
Þingholti, Hótel Holti.
Leiðbeinandi námskeiðsins er
Steinþór Baldursson, framkvæmda-
stjóri markaðssviðs Frjálsa fjárfest-
ingarbankans.
Innritun er hjá formanni félags-
ins, Geirlaugu Þorvaldsdóttur.
-----------------------
Fuglar á válista
FUGLAVERNDARFÉLAG ís-
lands heldur fræðslufund mánudag-
inn 13. nóvember kl. 20.30 í Lög-
bergi, húsi lagadeiidar Háskóla
íslands. Þar mun Kristinn Haukur
Skarphéðinsson, fuglafræðingur hjá
Náttúrufræðistofnun íslands, segja
frá fuglum á váhsta sem Náttúru-
fræðistofnun gaf út nýlega.
Á válista eru tegundir sem eru í
hættu eða eiga undir högg að sækja
af ýmsum ástæðum, segir í fréttatil-
kynningu. Kristinn Haukur mun
fjalla um helstu ógnir sem að fuglun-
um steðja og benda á hugsanlegar
mótvægisaðgerðir.
------H-*--------
Sjálfstyrking
fyrir unglinga
NÁMSKEIÐIÐ „Sjálfstyrking
unglinga" er að hefjast í Foreldra-
húsinu í Vonarstræti 4b. Það er ætl-
að unglingum á aldrinum 13-15 ára.
Unglingunum er kennt að þekkja
eigin tilfinningar og hvemig hægt er
að ráða bót á neikvæðum tilfinning-
um, segir í fréttatilkynningu.
Umsjónarmaður er Ólöf Ásta Far-
estveit, uppeldis- og afbrotafræðing-
ur. Allar upplýsingar um námskeiðið
fást í Foreldrahúsinu.
------+-+-4------
Rætt um efni í
íslenskum lækn-
ingajurtum
STYRKUR, samtök krabbameins-
sjúklinga og aðstandenda þeirra,
verður með opið hús þriðjudaginn
14. nóvember kl. 20 í Skógarhlíð 8,4.
hæð. Dr. Sigmundur Guðbjamason,
fyrrverandi háskólarektor, ræðir um
efni í íslenskum lækningajurtum
sem em virk gegn krabbameins-
frumum og sýklu.
-----------------
Leiðrétt
í MORGUNBLAÐINU í gær var
rangt farið með er sagt var að konan,
sem lést á Landspítala - háskóla-
sjúkrahúsi eftir að hafa verið gefið
verkjalyf sem hún hafði ofnæmi fyr-
ir, hefði legið á gjörgæsludeild
sjúkrahússins þegar henni var gefið
lyfið. Hið rétta er að hún var flutt á
gjörgæsludeild þegar ofnæmisvið-
brögðin komu fram og lést þar. Beð-
ist er velvirðingar á þessu.
VERKFRÆÐINGAFÉLAG ís-
lands og Tæknifræðingafélag Is-
lands halda hálfs dags ráðstefnu
þriðjudaginn 14. nóvember nk. kl. 13
á Grand Hótel Reykjavík undir yfir-
skriftinni „Aðferðafræði og stjómun
við hugbúnaðargerð".
Á ráðstefnunni verður fjallað um
ýmsar aðferðir og nýjungar sem
tengjast vinnu við hugbúnaðargerð.
Auk þess sem ræddar verða tiltekn-
ar aðferðir og þróunarverkfæri verð-
ur ekki síður lögð áhersla á að greina
frá reynslu af innleiðingu og notkun
þeirra í íslenskri hugbúnaðargerð,
segir í fréttatilkynningu.
Loks verður á ráðstefnunni fjallað
um einstök dæmi úr íslenskri hug-
búnaðargerð þar sem hönnuðir gefa
áheyrendum m.a. innsýn inn í
reynslu sína úr vinnu að hugbúnað-
arverkefnum.
----------------
Guðmundur Daðason
Hundrað ára
afmæli
GUÐMUNDUR Daðason, fyrrver-
andi bóndi á Ósi á Skógarströnd,
heldur upp á hundrað ára afmæli sitt
í dag, sunnudaginn 12. nóvember, í
Þórshöll, Brautarholti 20, kl. 16.
Guðmundur biður þá sem vilja
gleðja hann og heiðra í tiiefni afmæl-
isins að gera það með því að styrkja
nýstofnað Vinafélag Holtabúðar.
VALHDLL
fasteignasala|
Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30, lokað um helgar
Síðumúla 27 - Sími 588 4477 - Fax 588 4479
Opið allan sólarhringinn á www.valholl.is
Opið hús í dag á eftirfarandi stöðum
frá kl. 14-17
Berjarimi 2
Stórglæsil., fullbúin og falleg 95
fm íbúð á 3. hæð ásamt stæði í
vönduðu bílskýli. Glæsilegt eld-
hús og baðherbergi Parket og
flísar á gólfum. Sérþvottahús V.
11,7 m. Áhv. 3,4 m. Eign í sér-
flokki. Huldar Einar og Svandís
Erta taka á móti gestum í dag.
1992
Langamýri 28
Garðabær + bílsk. I einkasölu fal-
leg 85 fm endaíbúð á efri hæð
með sérinngangi ásamt 22 fm
sérstæðum bílskúr. Nýl. bað-
herb., stórt eldhús. Stórar suður-
svalir. Góð staðsetning í enda
götu við óbyggt svæði. V. 13,0 m.
Áhv. 5,4 Byggsj. rik.
Jörgen og Olga taka á móti
gestum í dag. 4203.
Brekkuhjalli 7
Alfreð og Pálína sýna áhugasömum.
Glæsil. sérhæð. I einkasölu ný
stórglæsil. 142 fm neðri sérh. +
29 fm bílsk. á einstökum útsýnis-
stað í suðurhl. Kópav. 4 svefn-
herb., gegnheilt eikarparket,
gæsil. innr. Allt sér, glæsil. bað
o.fl. Hér er um einstaka glæsi-
eign að ræða sem vert er að
skoða. Laus strax. V. 18,9 m.
Áhv. 5,1 m. húsbr. + 15 ára lán
1,6 m.
Til sölu
Suðurhlíðar Kópavogs
Til sölu sérlega vandaö 270 fm einbýli, á tveimur hæöum, með
innbyggðum 27 fm bílskúr, á einstökum staö neðst við útivistar-
svæði. Sérsmíðaðar vandaðar innréttingar, halógen-lýsing. Vel
skipulagt, glæsilega innréttað og gott útsýni. Hiti í stéttum. o.fl.
Eign í sérflokki. V. 28 m. Áhv. 8 m. hagstæð lán. 0006
Óskum eftir
Álfatún - Reynigrund
Óskum eftir 4ra-5 herbergja íbúð eða raðhúsi við Álfatún, Reyni-
grund, Birkigrund og í Laugardal og nágrenni. Óskum eftir 3ja-5
herbergja íbúð/hæð við Rauðalæk, Bugðulæk, Brekkulæk, Sel-
vogsgrunn og nágrenni. Upplýsingar veitir Bárður Tryggvason
sölustjóri í síma 896 5221.
'iTiofirwsnTT*
Ármúla 1, sími 588 2030 - fax 588 2033
KOMIÐ OG SKOÐIÐ NÝJU HEIMASÍÐUNA OKKAR Á
www.borgir.is
Opið hús í dag milli kl. 13 og 17
- Barðastaðir 15 - íbúð 302
*
Opið hús verður í dag hjá Halldóri í
Barðastöðum 15, íbúð 302. íbúðin
er 3ja herbergja, 92 fm, á efstu hæð
með miklu útsýni í lágreistu fjölbýli.
Vandaðar innréttingar úr kirsuberjav-
iði. Þvottaherbergi í íbúðinni. Ákv.
sala. Laus fljótlega. Verð 12,3 millj.
OPIÐ HÚS
frá kl. 14-16 á NJÁLSGÖTU 33b
Mjög snyrtilegt og mikið
endurnýjað ca 70 fm. parhús
á tveimur hæðum í bakhúsi
við Njálsgötu. Tvö svefn-
herb. Ný rafmagnstafla.
Einar býður ykkur velkom-
in milli kl. 14 og 16 í dag,
sunnudag.
Vantar 3-4ra herb. íb. í Engihjalla Kóp. og
3-4ra herb. íb. ásamt bílskúr í Grafarvogi
ASPARFELL - BÍLSKÚR
Góð 2ja herb. íb. á 7. hæð í lyftuhúsi með suðvestursvölum, út-
sýni og innb. bílskúr. Þvottahús á hæðinni. Húsvörður. Verð 7,9
milij. 1215
HRAUNBÆR
Rúmgóð og mikið endurnýjuð 4ra herb. íb. á 1. hæð í nýstand-
settu fjölb. 3 svefnherb. Nýl. eldhúsinnr. Baðherb. nýstandsett.
Parket og flísar. Verð 11,3 millj. 1197
GRANASKJÓL
Mjög góð 3-4ra herb. efri hæð í 3-býli með svölum. 2 saml. stof-
ur og tvö svefnherb. Parket. Stærð 86,5 fm. Hús og lóð í mjög
góðu ástandi. Verð 12,5 millj. Frábær staðsetning. 1231
SUNNUVEGUR - LAUS
Mikið endurnýjuð 110 fm neðri sérhæð (jarðhæð) með sérinn-
gangi og garði í tvíbýlishúsi. (búðin er öll nýstandsett. Rúmg.
stofur. Sérþvottahús. Hús mjög gott, nýtt þak og gler. Frábær
staðsetning. Verð 15,4 millj. LAUS STRAX. 1057
KÓPALIND - BÍLSKÚR - KÓP.
Glæsilega innréttuð 4ra herb. íb. á 3. hæð ásamt innb. bílskúr. 2
svefnherb. 2 stofur. Þvottahús í íbúð. Fallegar innr. Parket og
flísar. Stærð 127 fm + 23 fm bílsk. Allt fullfrágengið. Frábær stað-
setning. Verð 18,7 millj. 1228
REYKJABYGGÐ - MOS.
Mjög gott einbýlishús á einni hæð ásamt tvöf. bílskúr. 4 svefn-
herb. Góðar stofur. Stærð 191 fm. Hiti í stéttum. Góð gróin lóð. Á
Húsið stendur í lokuðum botnlanga. 1163
HESTHÚS
Vorum að fá í sölu 39 fm hesthús við Faxaból, Vatnsveituveg í
Reykjavík, á svæði hestamannafélagsins Fáks. Húsið skiptist (
sex bása, þar innaf er hnakkageymsla, snyrting, kaffistofa og
hlaða. Gott sameiginlegt gerði við húsið. Verð 3,5 millj. 1230
Sími 533 4040 Fax 533 4041
Ármúla 21
DAN V.S. WIIUM, hdl. lögg. fasteignasali.
Skrifstofan er opin í dag frá kl. 12-14
www.wopklvinivbiz.coin