Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2000 23
LISTIR
Morgunblaðið/Golli
Þau leika Bach í Bústaðakirkju: Elín Guðmundsdóttir, Gunnar Kvaran,
Sigrún Eðvaldsdóttir og Martial Nardeau.
Bach-kvöld
í Bústaðakirkju
ÞRIÐJU tónleikar Kammermúsík-
klúbbsins á þessum vetri verða
lialdnir í Bústaðakirkju f kvöld,
sunnudag, kl. 20. Flutt verða fjögur
verk eftir Johann Sebastian Bach í
tilefni af 250 ára ártíð hans á þessu
ári. Verkin eru Svíta fyrir selló nr.
5 í c-moll, Partíta fyrir fiðlu nr. 2 í
d-moll, Partíta fyrir flautu í a-moll
og Tríósónata fyrir flautu, fiðlu,
selló og sembal í c-moll úr Tóna-
fórninni. „Almennt er litið svo á að
hinir óumdeildu snillingar (séní)
vestrænnar tónlistarsögu hafi verið
Mozart og Bach. Tónlistar-Bach
kemur fyrst fram á 16. öld, og þeg-
ar hinn siðasti féll frá 1846 hafði
fjölskyldan átt a.m.k. 75 tónlistar-
menn - þar af sex ágæt tónskáld
auk Johanns Sebastians sjálfs. En
einmitt um það bil sem ættin var öll
uppgötvuðu Mendelssohn og Schu-
mann hinn mesta Bach allra ti'ma,
og síðan hafa frægð hans og vin-
sældir farið sífellt vaxandi, þannig
að nú, 250 árum eftir dauða hans,
er vegur Johanns Sebastians Bach
meiri en nokkru sinni fyrr,“ segir í
efnisskrá.
Flytjendur verða Gunnar Kvaran
sellóleikari, Sigrún Eðvaldsdóttir
fiðluleikari, Martial Nardeau
flautuleikari og Elín Guðmunds-
dóttir semballeikari.
Italskur kammer-
hópur í Salnum
KAMMERTÓNLEIKAR í 3. hluta
tónleikaraðar Tónskáldafélagsins
verða í Salnum í kvöld, sunnudags-
kvöld, kl. 20.
Tónleikaröðin hefur hlotið heitið:
íslensk tónlist á 20. öld. Tónlist frá
lokum aldarinnar. Þessi tónleikaröð
Tónskáldafélags íslands er í sam-
vinnu við Reykjavík - menningar-
borg Evrópu árið 2000.
Það er ítalski kammerhópurinn
MusicAttuale sem flytur verk eftir
La Licata, Sciarrino, Cappelli, Rom-
itelli, Atla Ingólfsson, Þuríði Jóns-
dóttur (frumfl.) og Jón Nordal.
Stjómandi er Francesco La Licata
en tónleikarnir eru á vegum Tón-
skáldafélags ís-
lands og M-2000.
Spilarar eru:
Stefano Malferr-
ari, píanó, Nunzio
Dicorato, slag-
verk, Þuríður
Jónsdóttir, flauta,
Federico Paci,
klarínett, Anton-
ella Guasti, fiðla,
Valentino Corvino, víóla, Nicola Bar-
oni, selló, og Cristiana Passerini,
harpa. Stjómandi er Francesco La
Licata. Um helgar er miðasalan opn-
uð klukkustund fyrir tónleika og
síminn er 570 0400.
Erich Piasetzki leikur verk eftir Bach á orgeltónleikum í dag.
Orgeltónleikar
í Skálholtsdómkirkju
ÞYSKI orgelleikarinn Erich Pias-
etzki heldur tónleika í Skálholts-
dómkirkju í dag, sunnudag, kl. 17.
Hann mun leika verk eftir Johann
Sebastian Bach fyrir hin ýmsu
tímabil kirkjuársins.
Piasetzki leikur á hið nýupp-
gerða og stækkaða orgel Skál-
holtsdómkirkju en organisti
kirkjunnar, Hilmar Örn Agnars-
son, stundaði framhaldsnám hjá
Piasetzki. Það gerði einnig Guðni
Guðmundsson, organisti Bústaða-
kirkju, sem lést nýverið og lék
Piasetzki á minningartónleikum
um hann í Bústaðakirkju sl.
fimmtudag.
Piasetzki hefur verið organleik-
ari við Opinberunarkirkjuna í
Berlín, auk þess sem hann hefur
verið virkur sem einleikari og
haldið tónleika víða um heim.
Tónleikarnir í Skálholti eru öll-
um opnir og aðgangur ókeypis.
Svlss:
Boðið verður upp á 5 brottfarir tii hins fjölbreytta
09 skemmtilega skíðasvæðis í Crans Montana.
2 stjörnu hótel m/morgunv. 4 stjörnu hótel m/morgunv. og kvöldv.
8 daga ferðir
4.og 11. febrúar 74.100 kr. 98.600 kr.
14 daga ferð
4.-18. febrúar
93.400 kr.
142.360 kr.
Páskaferð 7.-16. apríl 99.900 kr.
Innifalið í verði: Flug um Kaupmannahöfn tii og frá Zurich,
flugvallaskattar, akstur milli flugvallar og Crans-Montana, gisting
í tveggja manna herbergi og íslensk fararstjórn.
Páskaferð 11.-16. apríl 56.585 kr.
Innifalið í verði: Flug um Kaupmannahöfn til og frá Zurich,
flugvallaskattar, akstur milli flugvallar og Crans-Montana,
gisting í tveggja manna herbergi og íslensk fararstjórn.
Vail í Colorado:
Eitt stórkostlegasta skíðasvæði Klettafjallanna er
Tveggja vikna ferð þann 16. febrúar.
Leltlð nánari upplýsinga hjá
_ m m.m,
Ferdaskrifstofa
GUDMUNDAR JÓNASSONAR EHF
BORGARTÚNI 34, SÍMI 51 T 1515.
ESTEE LAUDER
Full taska af förðunarvörum fyrir aðeins 6.420 kr.
Verðmæti um 27.000 kr.
Fullkomið litasett með
4 Re-Nutriv varalitir
3 varablýantar
Augnblýantur
Maskari
nýjustu litunum
12 augnskuggar
2 kinnalitir
3 naglalökk
4 förðunarburstar
Allt þetta í fallegri svartri ferðasnyrtitösku.
Tilboðið gildir meðan birgðir endast.
Sendum í póstkröfu.
Lyfja Lágmúla, sími 533 2300
Lyfja Laugavegi.sími 552 4045
Lyfja Hamraborg, sími 554 0102
Lyfja Setbergi, sími 555 2306
&ÉM
LYFJA
Fyrir útlitið