Morgunblaðið - 16.11.2000, Side 28

Morgunblaðið - 16.11.2000, Side 28
28 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Fágun fagmennska Gullsmiðir Barnamyndatökur Svipmyndir Hverfisgötu 18, sími 552 2690 V ....... ■ ÚRVERINU Bjartsýni ríkjandi á sjávarútvegssýningunni í Kína I boði Utflutningsráðs á sjávarútvegssýningunni'. Frá vinstri: Wu Hongbo, aðstoðarforstöðumaður Evrópuskrif- stofu utanríkisráðuneytis Kína. Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs Islands, Ma Canrong, að- stoðarutanríkisráðherra Kína, Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra, Ólafur Egilsson sendiherra og Banda- ríkjamaðurinn Peter Redmayne, forsljóri Sea Fare Expositions, sem skipuleggur sýninguna í Kína. Geðheilbrigðisvika barna 10.-17. nóvember. HádegisfyrirIestrar milli 12:00-13:00 í Iðnó — Veitingahúsi 2. hæð. Fimmtudagur 16. nóvember Ævintýrameðferð - Þegar leikur er meira en skemmtun. SigríðurAsta Eyþórsdóttir, iðjuþjáifi. Súpa dagsins kr. 450-, Tagliettelle með beikon og sveppum kr. 990-. Saman kr. 1.100-. Unnið i samvinnu við Foreldrpfélag geðsjúkra barna og unglinga, Barnaheill, BUGL, Stórstúku Islands, Samfok, Umboðsmann barna og Barnaverndarstofu. www.delta.is og geðsviðs Landspítala Háskólasjúkrahúss Útflutningur hefur MIKIL bjartsýni ríkti á Sjávarút- vegssýningunni í Peking í Kína á dögunum, China Fisheries and Sea- food Expo, en þetta er stærsta sýn- ing sem tengist sjávarútvegi í Asíu. Sýningin fer fram árlega og var þetta í fímmta skipti sem hún fór fram. Þeir sem sækja sýninguna eru ýmist tengdir viðskiptum með sjáv- arafurðir eða framleiðslu sjávar- afurða. Gestir á sýningunni í ár voru um 10.000, en sýnendur voru u.þ.b. 450 frá 29 löndum. Sex fyrirtæki á bás Útflutningsráðs Utflutningsráð Islands hefur skipulagt þátttöku íslenskra fyrir- tækja á sýningunni, en að þessu sinni voru sex íslensk fyrirtæki á bás Útflutningsráðs. Það voru Sæplast, SH í Tókýó, Sameinaðir útflytjend- ur, Islenska útflutningsmiðstöðin, Marel hf. og E. Ólafsson. aukist Ami M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra, flutti ávarp við opnunar- athöfn sýningarinnar, en í tengslum við heimsókn Árna var einnig haldin fjölsótt móttaka á vegum Utflutn- ingsráðs Islands og Sendiráðsins í Peking þar sem um 250 boðsgestir brögðuðu m.a. á íslenskum sjávar- afurðum, en að sögn Vilhjálms Arna- sonar hjá Útflutningsráði er óhætt að segja að hið íslenska sjávarfang hafi mælst vel fyrir. Markaðurinn að opnast Auk þess sem þátttaka íslenskra fyrirtækja hefur verið skipulögð á óhina Fisheries and Seafood Expo hefur Útflutningsráð allt frá árinu 1995 ásamt sendiráði íslands í Pek- ing unnið að ýmsum verkefnum í Kína í þeim tilgangi að auka viðskipti milli landanna. „Meðal annars haldið tvær viðskiptaráðstefnur í Kína, tek- ið á móti viðskiptasendinefndum hingað til lands að ógleymdri útgáfu vöf/ aðeins 1.900 kr. Nýir bolir í MOGGABÚÐINNI f Moggabúðinni eru margar skemmtilegar vörur. Þú getur m.a. keypt boli, töskur, klukkur o.fl. beint af Netinu með öruggum haetti. Þú skoðar vörurnar og pantar á mbl.is og færð þær sendar heim til þín eða á vinnustað. EINFALT OG ÞÆGILEGT! Þú getur líka komið við hjá okkur í Morgunblaðshúsinu, Kringlunni 1, skoðað vörurnar f sýningarglugganum og verslað. héðan mikið á vönduðu kynningarefni á kín- versku," segir Vilhjálmur. Framleiðsla Kínverja á fiskafurð- um er yfir 40 milljónir tonna og er hvergi meiri í heiminum. Auk þess er þar stór markaður fyrir innfluttar sjávarafurðir. Fyrir sjávarútvegs- þjóð eins og ísland hlýtur Kína því að vera nokkuð spennandi viðskipta- land, að sögn Vilhjálms. Hann segir þó að í kjölfar sýningarinnar í fyrra hafi verið uppi ákveðnar efasemda- raddir um framhaldið. Verðlag á af- urðum hafi ekki verið íslensku fyrir- tækjunum hagstætt og einnig hafi tollamál sett strik í reikninginn auk þess sem vöxtur á innflutningi sjáv- arafurða hafi verið fremur hægur. „Á þessari sýningu virtist gæta mun meiri bjartsýni og það ber ekki á öðru en að markaðurinn sé óðum að opnast,“ segir hann. „Eingöngu sú staðreynd að Kínverjar munu verða meðlimir að WTO nægir til að sjá fyrir verulega aukningu á innflutn- ingi til Kína og þá sérstaklega á sjáv- arafurðum til innanlandsneyslu. Yf- irvöld hafa þegar lýst því yfir að samhliða inngöngunni í WTO muni þau lækka tolla á sjávarafurðum verulega, en í samingaviðræðum við APEC, Ásia Pacific Economic Coop- eration, eru sjávarafurðir einn af níu flokkum sem munu strax njóta inn- I göngunnar í WTO.“ Aukinn útflutningur Vilhjálmur segir að tollalækkunin ein muni án efa stuðla að auknum viðskiptum með sjávarafurðir inn í landið, en auk þess megi ætla að ákveðnir erílðleikar Kínverja í tengslum við fiskveiðar og -eldi muni valda því að spurn eftir inníluttum sjávarafurðum muni aukast. Þetta endurspeglist gi-einilega þegar skoð- aðar eru tölur um útflutning til Kína á fyrstu sex mánuðum þessa árs, en þá var búið að flytja út vörur fyrir tæpar 500 milljónir til Kína frá ís- landi, en allt árið í fyrra nam útflutn- ingurinn rúmum 360 milljónum. Sama er upp á teningnum þegar skoðaðar eru samsvarandi tölur frá Bandaríkjunum, en útflutningur jókst þaðan með tilliti til verðmæta um 43% fyrstu fimm mánuði þessa árs, að sögn Vilhjálms.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.