Morgunblaðið - 23.12.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.12.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 23 Laugavesi 63, Vitastígimegin. Sími 551 2040 ERLENT Yahoo krefst þess að úrskurður fransks dómstðls verði felldur úr gildi Mikilvægt prófmál varðandi netnotkun San Josc. AFP. BANDARÍSKA netfyrirtækið Yahoo hefur farið fram á að dómstóll í Kaliforníu ógildi úrskurð franskra dómara um að loka verði vefsíðum, þar sem nasista-munir eru auglýstir, fyrir frönskum notendum. Litið er á dómsmálið sem mikilvægan próf- stein á gildi laga einstakra ríkja í hinu alþjóðlega umhverfi Netsins. Afrýjunardómstóll í París stað- festi í nóvember úrskurð undirréttar um að Yahoo-netfyrirtækinu bæri að Joseph Estrada Sagður hafa notað reikninga undir fölsku nafni Manila. AP, Reuters, AFP. ÓVÆNTUR vitnisburður háttsetts bankamanns á Filippseyjum olli miklu uppnámi í gær í öldungadeild þingsins sem fjallai- nú um ákærur á hendur Joseph Estrada forseta til embættismissis. Bankamaðurinn sagði að Estrada hefði undirritað bankaskjöl undir fölsku nafni og not- að leynilega reikninga til að fjárfesta fyrir andvii’ði 850 milljónir króna. Vitnisburðurinn þykir mjög skað- legur fyrir Estrada og saksóknarar sögðu hann sanna að forsetinn hefði brotið lög sem sett voru til að upp- ræta spillingu. Lögin kveða á um að embættismenn geri grein fyrir öllum eignum sínum og Estrada hafði lýst því yfir að eignir hans næmu andvirði 60 milljóna króna. Notaði nafnið Jose Velarde Clarissa Ocampo, aðstoðarbanka- stjóri Equitabli PCI Bank, sagðist hafa séð Estrada skrifa nafnið „Jose Velarde" undir skjöl þar sem óskað hefði verið eftir því að bankinn ann- aðist fjárfestingamar og notaði til þess fé úr reikningum hans. Ocampo kvaðst hafa farið með skjölin á skrif- stofu forsetans 4. febrúar á síðasta ári og nefndi nokkra menn sem hefðu einnig séð hann undirrita skjölin. Saksóknaramir í réttarhöldunum fyiir öldungadeildinni lögðu fram tugi skjala sem þeir sögðu staðfesta að Estrada hefði brotið lög með því að gera ekki grein fyrir öllum eignum sínum og nota falskt nafn. Estrada hefur verið ákærður fyrir mútuþægni, spillingu, svik við þjóðina og brot á stjómarskránni. Forsetinn verður sviptur embættinu ef tveir þriðju þingmanna öldungadeildarinn- ar dæma hann sekan. Réttarhöldin hafa staðið í tólf daga og saksóknaramir hafa reynt að sanna að Estrada hafi lagt mútufé inn á leynilega reikninga, aðallega í Equitable PCI Bank. Estrada hefur neitað að hann hafi átt reikninga sem skráðir voru undir nafninu Jose Vel- arde. Forsetinn neitaði að ræða málið í gær þegar fréttamenn spurðu hann hvort vitnisburðurinn væri réttur. Aður hafði bankastjóri Equitable PCI Bank, George Go, náinn vinur Estrada, sagt af sér. Ocampo sagði að bankastjórinn hefði fyrirskipað henni að samþykkja fjárfestingamar innan tveggja daga. Verjendur Estrada höfðu reynt að koma í veg fyrir að Ocampo fengi að bera vitni en öldungadeildin ákvað að heimila vitnisburðinn. Nafni vitnisins var haldið leyndu þar til það kom fyrir réttinn þar sem saksóknaramir töldu að stuðningsmenn Estrada kynnu að reyna að ráða Ocampo af dögum. setja upp svokallaðar síur, til að koma í veg fyrir að franskir notend- ur gætu komist inn á síður á upp- boðsvef fyrirtækisins, þar sem mun- ir sem tengjast nasistum em auglýstir. Byggist úrskurðurinn á því að Yahoo brjóti í bága við frönsk lög, sem leggja bann við því að hvatt sé til kynþáttahyggju, en á uppboðs- síðum fyrirtækisins auglýsa nokkrir bandarískir aðilar muni á borð við hakakrossa og tóm hylki undir Zykl- on B-gas, sem nasistar notuðu til að deyða gyðinga í útrýmingarbúðum. Dómstólinn veitti Yahoo þrjá mánuði til að koma upp tilskildum síum, en greiða að öðrum kosti 100 þúsund franka (um 1,2 milljónir króna) í dag- sektir. Segir málið snúast um tjáningarfrelsi á Netinu Forsvarsmenn Yahoo segja þetta óframkvæmanlegt og krefjast þess að úrskurður franska dómstólsins verði felldur úr gildi, enda myndi hann hafa „verulega neikvæð áhrif á tjáningarfrelsi notenda Netsins", eins og segii’ í beiðni til réttarins í Kalifomíu um að taka málið fyrir. Einn lögmanna Yahoo, Greg Wrenn, segir málið ekki snúast um við- skiptaleg sjónarmið, heldur um tján- ingarfrelsi á Netinu. „Frakkar ættu að velta því fyrir sér hvort Kínverjar eða aðrar þjóðir ættu að hafa rétt til að meina þeim að vista síður þar sem lýst er stuðningi við sjálfstæðisbar- áttu Tíbeta,“ sagði Wrenn við AFP- fréttastofuna. Lögmenn netfyrirtækisins telja að dómstóllinn í Santa Clara-sýslu í Kaliforníu hafi lögsögu í málinu, enda þurfi notendur Yahoo að gang- ast undir sérstaka notendaskilmála, sem kveði meðal annars á um að öll kærumál skuli lögð fram í sýslunni, en þar eru höfuðstöðvar fyrirtækis- ins. Þeir benda jafnframt á að færi Yahoo að úrskurði franska dómstóls- ins myndi það einnig skerða tjáning- arfrelsi bandarískra netnotenda, þar sem ógerlegt væri að koma aðeins upp síum fyrir franska notendur. alltat í bléma tífiins 1 ið óskum Kópavogsbúum og öðrum landsmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Við þökkum jafnframt viðskiptin á árinu sem er að líða. Að þessu sinni höfum við ákveðið að senda ekki út jóiakort til viðskiptavina okkar, eins og venja hefur verið, en látum þess fstað andvirðið renna til Mæðrastyrksnefndar. A. «spk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.