Morgunblaðið - 23.12.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 23.12.2000, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens EG ER SMEYKUR m AÐ LENbA A SÖMU FÓÐURSKÁL OG HÚN! 02000 Tribune Media Servlces, Inc. All Rights Reserved. Ljóska Ferdinand m ■■■ Smáfólk ■ LOOK, KID, POSl'T BLAME ME... BlAME THE 5CH00L 0OARP! e NO, UJE'RE NOT 60IN6 TO MAVE A CHRISTMA5 PLAV... Sjáðu til, ekki kenna mér um... Kenndu frekar skólanefhdinni um! Núna verður ekkert jólaleikrit... NO, VOU RE N0T60IN6T0 BE 6ABRIEL OR 6ERONIMO OR ANVBOPY! Y00 MAP ALL Y0URLINE5 MEMORIZEP? Nei, þú átt ekki að leika Gabríel eða Gerónímó eða einhvem! Varstu búinn að laera allar setningamar þínar? UJELL, F0R6ET EM..RUB AN ERA5ER ON YOUR MEAPÍ Jæja, gleymdu þeim.. Nuddaðu strokleðri við hausinn á þér! BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Hann orti um fallega hluti, það er hlálegt Frá Jakobi Viðari Guðmimdssyni: AÐ UNDANFÖRNU hefur nokkuð borið á því að nokkrir sjálfskipaðir verndarar íslenskrar tungu hafi tek- ið sér penna í hönd og mótmælt verðlaunaafhendingu kenndri við Jónas Hallgrímsson, á degi ís- lenskrar tungu, en þau hlaut Megas að þessu sinni eins og flestum er kunnugt. Margt kúnstugt kemur fram í þessum greinum en eitt eiga þær þó sameiginlegt, það skín í gegn um þær allar að íslenskuelskend- urnir hafa hvorki lesið né hlustað á Megas. Verndararnir finna Megasi flest til foráttu og þó helst það að hafa nítt Jónas Hallgrímsson ást- mög þjóðarinnar og ætti hann (Meg- as) því síst verðlaunin skilin. Megas yrkir: „Sauðdrukkinn úti í hrauni lá Hallgrímsson Jónas“ o.s.frv. Ja, mikill er glæpur Megasar þegar það liggur fyrir að Jónas Hallgrímsson var ekki bindindismaður á vín og ekki hófdrykkjumaður heldur. Pað er öllum ljóst sem hafa kynnt sér skáldskap Megasar að hann stingur oft á kýlum og yrkir um mein í þjóð- félaginu sem hamingjusamasta þjóð í heimi vill ekki vita af og því síður viðurkenna að séu til. Það er lítið um Fanna skauta faldi háum í holræs- unum. Annað dæmi nefna móður- málsmærarar. Framburður Megas- ar og flutningur er svo óskýr að ekki er nokkur leið að skilja hann. Svo... Ykkur sem hafið verið að gagnrýna þessa verðlaunaafhendingu skal bent á ef svo ólíklega myndi vilja til að þið hlustuðuð einhvern tíma á Megas, að með næstum öllum hans diskum fylgja textarnir svo það ættu að vera hæg heimatökin að lesa þá. Annað, um óskýran framburð Megasar þá hefur hann kosið að flytja þá svona og þessi gagnrýni er álíka og þegar menn voru að agnú- ast út í stafsetninguna hjá Halldóri Laxness á sínum tíma. Um áhrif Megasar íslenska textagerð þarf ekki að fara mörgum orðum, hann er einfaldlega bestur og flestir þeir sem reynt hafa að gera texta eða ljóð sem eru á hærra plani en „ég var hjá þér, þú varst hjá mér“ hafa einhvern tíma tyllt sér við fótskör hans. Og ef saga síðustu 20-25 ára er skoðuð má sjá áhrif Megasar út um allt bæði í rit- og talmáli. Þeir sem örvænta um framtíð íslenskunar þurfa engu að kvíða, því „á sér- hverju götuhorni og húsasundi má hitta á aðra sem greiðlega leggja ykkur lið“, þökk sé m.a. Megasi. JAKOB VIÐAR GUÐMUNDSSON, j akar @ vortex.is, Engihjalla 15, Kópavogi. Sorpa - umhverfissóði númer eitt Frá Emilíu S. Emilsdóttur: ÉG VERÐ að tjá mig í framhaldi af frétt í fjölmiðlum nú á dögunum af ósómanum hjá Sorpu. Mjög alvarlegur hlutur er það, þegar svona óþverri eins og í frétt í MBL var rætt um, að Sorpa henti al- versta og hættulegasta úrgangi á haugana í Alfsnesi og léti það danka þar dögum saman án þess að urða það. Þetta er í nálægð við kjúklinga- og svínabú og getur hver sem er sagt sér framhaldið á þessum sóðaskap þegar fuglinn t.d. kemst í þetta. Síðan eru þessir bændur rústaðir ef bakteríur koma upp í afurðum þeirra. En það sem mér hefur lengi legið á brjósti er losun á pappír (mjólk- urfernum, dagblöðum, tímaritum o.fl.) í gáma bæjarins. Ég hef núna til nokkurra ára farið með allar mjólkurfernur og annan pappír samviskusamlega í gámana sem eru úti um allan bæ, þrátt fyrir háðsglósur míns heimilisfólks fyrir þessa iðju mína, hvort ég viti ekki það sem allir aðrir vita að þessu er öllu hent í einn haug í Álfsnesi, engin endurvinnsla eigi sér stað á þessu! Þessu hef ég neitað að trúa. Ég hef varist þessu með þrjósk- unni einni saman og hrósað sjálfri mér fyrir að vera „ekki umhverfis- sóði“ og áfram hef ég haldið og litið framhjá vorkunnaraugum heimilis- fólksins. Oft hef ég verið komin á fremsta hlunn með að hringja í Sorpu og spyrjast fyrir um þetta, hvort það sé virkilega satt að þessu sé svona farið. En vegna þess að ég hef ekki treyst því að fá heiðarleg svör, hef ég látið það vera og haldið áfram í þeirri trú að ekki sé verið að hafa fólk að fífl- um. En nú er þetta komið fram. Þetta eru allt tómar lygar og svik. Ögmundur Einarsson forstjóri Sorpu kemur fram í fjölmiðlum más- andi og blásandi og belgir sig út um sorpirðuna að betur megi ef duga skuli, en heimilin standi sig þó mun betur í flokkun sorps en fyrirtækin. Sennilega tími fyrirtækin þessu ekki, þetta kosti peninga og um þessi mál þurfi skýr ákvæði hvemig haga skuli og er hann þá örugglega að vonast til að fá meiri peninga í hítina, því dýr er Sorpa. En nú hef ég misst alla tiltrú á Sorpu og mun leggja þessa iðju mína niður. Við þig, Ögmundur, vil ég segja láttu okkur skattborgarana í friði og farðu að stunda vinnuna þína. EMILÍA S. EMILSDÓTTIR, Fannafold 1,112 Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunbiaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.