Morgunblaðið - 23.12.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.12.2000, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ 5 UMRÆÐAN Island, eitt eilífðar smáblóm? LÍFIÐ er ævintýri, ferðalag milli lífs og dauða og hvert augnablik er dýrmætara en orð fá lýst. Þetta augnablik, þetta andartak milli hugsunar, ákvörðunar og fram- kvæmdar er það eina sem skiptir máli. Á hverju augnabliki byggjum við upp líf okkar. Hvert augnablik fyllir okkur af lífi. Það verður aldrei hægt að verðleggja mikilvægi þess. ^Það kemur aldrei aftur og áhrif þess að vanda sig „núna" verða allt í einu öllum ljós. En sú mælistika sem við notum við ákvörðunartöku virðist liggja í innantómu tilgangsleysi „dótasafn- arans" við óttumst að staldra við og taka ákvörðun út frá innsæi okkar. Óttumst að nota dómgreind hjart- ans. Gleymum að lífið á sér stað „núna". Við keppumst við gemsa- kaup, sjónvarps- og tölvusöfnun og að eiga sem flesta vannýtta, glæsi- lega og lítt notaða fermetra. Sláum met eftir met og berj- um okkur svo á brjóst! Sjáið litla ísland, sjáið hvað við getum! Sjálfs- virðing heillar þjóðar virðist liggja í að slá met í tækjaeign og safna erlendum skuld- um. Og allt á að gerast „núna" ganga hratt fyrir sig, annars miss- um við af lífinu og lán- unum. En gleymum að lífið er á fullu, við sjáum það bara ekki. Og lánin eru of oft ávísuð á framtíðina. Percy B. Gerir það mig ham- Stefánsson ingjusamari að geta hlustað á fréttir á klukkustundar fresti í gemsanum? Gemsanum sem sér svo um bankaviðskipti mín ef heimabankinn klikkar. I tölvunni versla ég svo flest allt sem hugur minn girnist! Föt, mat, vín, bækur, íbúðir, allt er til sölu og líka fólk! Vændi er orðið tölvu- vætt! Allt fæst sent heim! Loksins þarf ég ekki að fara út. Gleymi hvað það var oft gam- an í biðröðinni í bank- anum. Stofna til gervi- sambanda við aðra einstaklinga og lifi svo hamingjusömu öruggu „sækjum/sendum heim" lífi. Laus við óþægilega nálægð annarra einstaklinga. Er þetta að eiga bjarta framtíð? Eða dregur lífsgæðakapphlaupið okkur frá líf- inu og einangrar? Við sýnum eldri borgurum þessa lands, öryrkjum, náttúru, og eigin skynsemi lítilsvirðingu. Við skipt- > ISLENSKT MAL NÚ hljóp heldur en ekki á snærið hjá umsjónarmanni í sambandi við snæljósið: Mér sýnist málið vera leyst. Asgrím- ur Gunnarsson í Reykjavík sendir þessa greinargóðu lýs- ingu sem ég er mjög þakklátur fyrir: „Hr. Gísli Jónsson, umsjónar- maður þáttarins íslenskt mál. Fyrir nokkru greip ég niður í þátt, þar sem þú segist hafa spurst fyrir um orðið snæljós, en lítil viðbrögð fengið. Því mið- ur sá ég ekki þann hátt, þar sem fyrirspurnin var fyrst borin upp, en ég vil nú reyna að lýsa þessu eins og það kom mér fyrir sjónir. Ég hef líklegast verið 9 eða 10 ára, og átti heima við innan- verðan Breiðafjörð, á bænum Kletti í Geiradalshreppi, sem nú er hluti Reykhólahrepps. Ég var útivið, síðla dags í kyrru veðri og var snjór yfír öllu. Ekki man ég hvort það var mikið frost. Eg var nokkurn spöl frá bænum og sneri í átt til fjalls þegar leiftri brá fyrir. Ég sá einhvern ljósgjafa þeytast hjá á miklum hraða milli mín og fjallsins. Þótt hraðinn væri mik- ill sá ég að ljósgjafinn var kúlu- laga og hann hreyfðist lárétt. Ekki gat ég greint hvort hann eyddist og hætti að bera birtu, eða hvort hann hvarf mér sjón- um bak við næsta leiti. Þessu fylgdi ekki hið minnsta hljóð, enginn þytur eða slíkt. Hefði ég snúið í aðra átt, hefði ég að öll- um líkindum aðeins orðið var við glampa eða leiftur, án þess að greina ákveðinn ljósgjafa. Þegar heim kom sagði ég föð- ur mínum frá þessu. „Þetta hef- ur verið snæljós," sagði hann og virtist ekM verða hissa. Það að faðir minn varð ekki meira undrandi, taldi ég merki þess að hér væri um að ræða eitthvert tiltölulega algengt fyrirbæri, en skemmst er frá því að segja að síðan þá hef ég hvorki heyrt eða séð minnst á fyrirbærið, þangað til ég rakst á fyrirspurn þína. Til gamans læt ég fylgja hér með, að í landi Kletts eru ör- nefnin Gunnbjarnartættur og Ilgrutjörn, og sagan sem fylgir þeim er sú sama og fylgir sam- svarandi örnefnum allt frá Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1089.þáttur Snæfellsjökli austur í Þingeyj- arsýslur. Axlarbjörn hefur víða skotið rótum. Með kveðju. • I Islenskri samheitaorðabók, ritstj. Svavar Sigmundsson, segir svo um orðið áminning: „lexía, tiltal, umvöndun, vand- læting, sbr. aðfinnsla, aðvörun, fortölur". Dómhildi Sigurðardóttur í Mosfellsbæ þykir því of kald- ranalegur blær á orðinu áminn- ing, þegar það er haft í bréfum frá Búnaðarbankanum, ef fólki hefur af einhverjum ástæðum láðst að greiða, þegar afborgun er komin fram yfir eindaga. Henni þætti betur fara, að þarna stæði til dæmis: „Vin- samlegast athugið". Þetta mál þarfnast ekki frek- ari skýringa, eftir tilvitnunina í Samheitaorðabókina. En skylt er að geta þess, að í Orðabók I láskólans stendur að áminning merki líka: „það að minna(st) Þjóstólfur þaðan kvað: Jakobína sem kölluð var Kobbý kynntist við margs konar lobbý; húnsatþarápúðum fyrirSvíumogJúðum og sagði öllum: „Þetta er mitt hobbý". • Hér kemur áramótabréf sem mér þótti betur fengið en ófeng- ið, frá manni sem er mjög næm- ur á móðurmálið og lætur sér stórum mislíka, þegar hann heyrir og sér til glapyrðinga og taðjarpa: „Til Gísla Jónssonar íslenzku- frömuðar. Ég hef undrast um stund hvar „skilríkir menn" halda sig. Þeir urpu alltaf skemmtilegum blæ á þætti þína góðu í Morg- unblaðinu. Ég er hjartanlega sammála „skilríkum mönnuin" um tví- tekninguna - tautologiu - sem veður uppi nú um stundir. T.d. á Stöð 2 um daginn - farþega- rúta. Rúta, eða rútubíll, ekur farþegum, svo ekki þarf að taka það sérstaklega fram. Ég skora á „skilríka menn" að halda áfram að senda þér efni og á þig að hvetja þá til dáða. Með kveðjum og árnaðarósk- um. Sigurður Eggert Davíðsson kennari." Umsjónarmaður tekur heils hugar undir áskorun Sigurðar og þakkar árnaðaróskir hans. • Hallgrímur Helgason í Reykjavík skrifar mér notalegt bréf, en þar er hann einkum að fjalla um hvort nota eigi nefni- fall eða staðarþágufall í veður- fréttum útvarpsins, þegar veð- urlýsingar eru lesnar. Dæmi: Skjaldþingsstaðir eða Skjald- þingsstöðum. Oft heyrist eng- inn munur, orðin eru þá eins í nefnifalli og þágufalli, svo sem Bolungarvík. Hallgrímur minnir á að Páll Bergþórsson hafi látið lesa staðina í þágufalli og halda svo við hinu gamla og skemmtilega staðarþágufalli, eins og þegar við skrifum utan á bréf. Dæmi: Hr. Jón Jónsson Brekku eða Dúki, fremur en Hr. Jón Jóns- son Brekka eða Dúkur. Ég fellst á það með bréfritara, að mér þykir þágufallið viðfelldn- ara og bera með sér meiri rækt- arsemi við þjóðararfinn. Ekki vill umsjónarmaður gera þetta að kappsmáli, en hann þakkar Hallgrími bréfið og tekur í streng með honum, enda víst jafnan með sams kon- ar málsmekk og Páll Bergþórs- son. • Þjóðólfur þaðan kvað: Þung verða Þangbrandi sporin, þaðeraðsegjaávorin, effrosterogvindur, svo farast sauðkindur, og hrafnarnir hakka í sig gorinn. Þá dreymir þau Jesúbarnið blítt með bros hjá móðurvanga, en María vaggar milt og þýtt þeim mjúka reifastranga; á Betlehems grænu völlum vítt þá vænar hjarðir ganga. (Nicolai F.S. Grundtvig; Sverrir Páls- son.) Umsjónarmaður óskar „gjör- vallri mannkind" gleðÚegra jóla. Þjóðfélag Það er sorglegt að upplifa, segir Percy B. Stefánsson, hvernig við sóum tækifærum okkar til að byggja upp réttlátt og kær- leiksríkt samfélag. um gæðum þessa lands eftir reglum sem enginn virðist vilja taka ábyrgð á. Það gildir hér sem annarstaðar að þeir ríku verða ríkari og þeir sem lítið eiga mega eiga sig. Hvað- an koma þessir kvótakóngar? Hvaðan kemur þessi fákeppni sem er að tröllríða samfélaginu? Hvað- an kemur þessi dýri matur, háu vextir, rofabörð og miklu skuldir nema frá þeim sem stjórna þessu landi. Og hvaðan koma þeir? Jú, frá okkur! Við kusum þá til ábyrgðar og hljótum þessvegna að bera ábyrgð! Og hvað gerum við? Bölv- um í hljóði! Förum í biðröð, kaup- um tæki, fáum lyf til að sofna - og vakna af og segjum í hálfkæringi „æ það reddast"! Flýjum ábyrgðina og færum skuldina yfir á framtíð- ina. Þjóðarátak er í gangi sem heit- ir „veruleikaflótti". Átak sem rík- isstjórnin er meistari í. Við erum þögul og sterk þjóð sem lætur sig hafa það! Verst að verðbréfin skyldu falla í verði. Njótum augna- bliksins og rennum okkur af stað á kortinu! Hvað með uppreisn, gott fólk? Hvað með ábyrgð á eigin lífi? Krefj- ast þess að gæðum landsins sé rétt- látt skipt. Að náttúran sé virt, að það sé af einhverri alvöru rætt um mengunar- og endurvinnslumál. Mega skólarnir ekki fá óskipt fjár- framlag og bera ábyrgð á hvernig þeir skipta þessu innan hvers skóla. Við eigum meir en nóg af öllu. Greiðum öldruðum það sem þeim ber! Þau reistu grunninn sem við byggjum á! Stjórnmálamenn virðist skorta kjark til að í alvöru setjast niður og leysa vandann. Það þarf al- gjöra grundvallar hugarfarsbreyt- ingu í íslensk stjórnmál. Fólk sem þorir að leggja til hliðar hagsmuni þeirra útvöldu fyrir það sem er best fyrir heildina. Þorir að takast á við þessa nýju tísku „auðvaldssöfnun" og segja nei! Brjóta upp fákeppni og stöðva samráð um verð sem er í gangi og öllu venjulegu fólki er ljóst. Þorir að segja „það má leigja íbúð" og gera þetta val mögulegt. Það vantar hugsjónir og að fylgja þeim eftir. Fyrir utan hvað þetta miðjumoð í stjórnmálum er leiðin- legt. Það er sorglegt að upplifa hvern- ig við sóum tækifærum okkar til að byggja upp réttlátt og kærleiksríkt samfélag. Er ekki hægt að setjast niður og skoða sameiginlega af raunsæi þau félagslegu gildi sem eðlilegt er að hafa í heiðri í nútíma samfélagi og finna lausn á því? Byggja UPP nýjan grunn verlferð- arríkisins. Það er réttur hvers og eins að finna fyrir öryggi, að hann sem ein- staklingur skipti máli og að borin sé virðing fyrir honum. Það er ekki þannig í dag þrátt fyrir að landið fljóti í velmegun. Við gleymum í hita leiksins að augnablikin verða ekki tekin aftur og að manngildi hvers og eins verður aldrei metið nema út frá honum sjálfum. Höfundur er ráðgjafi. Lög eða pólitík HÆSTIRETTUR hefur kveðið upp þann dóm að skerðingar- ákvæði tekjutenging- ar öryrkja vegna tekna maka samræm- ist ekki jafnræðis- reglu stjórnarskrár- innar. Forsætisráð- herra er ekki sáttur við þennan dóm og telur hann frekar til- vísun í pólitískar hug- myndir en lögfræðileg rök. Ég er hissa á þessari afstöðu for- sætisráðherra en tel Sæmundur að hana megi að Guðvinsson nokkru skýra með því að hann hefur lagt meiri stund á pólitík en lögfræði. Mönnum hættir til að horfa á málin út frá eigin sjónarhorni og þar er ekki alltaf víðsýni fyrir að fara. Áður fyrr lá Hæstiréttur undir því ámæli, með réttu eða röngu, að draga jafnan taum ríkisvaldsins í dómum sínum. Slíkar ásakanir heyrast vart leng- ur. Hins vegar er greinilegt að handhafar ríkisvaldsins kunna því misvel ef dómar ganga gegn lögum og reglum sem þeir hafa sett. Þá er látið að því liggja að dómarar í Hæstarétti láti pólitískar skoðanir sínar hafa áhrif á uppkvaðningu dómál Hér er langt seilst svo ekki sé meira sagt. Það er nefnilega ekki alltaf svo að lög frá Alþingi séu hafin yfír gagnrýni. Ekki fyrir alls löngu birti Morg- unblaðið upplýsingar um að tugir milljarða króna hefðu verið fluttir úr landi á erlenda bankareikninga og litlir sem engir skattar greiddir af þessum fjármunum. Skattayfir- völdum hér á landi var gefið langt nef. Lög sem kváðu á um frestun á greiðslu skatta af hagnaði af sölu hlutabréfa reyndust ekki halda í tilvikum sem þessum. Fjármála- ráðherra brá við hart og lét sam- þykkja breytingu á lögunum sem setur undir þennan leka, að minnsta kosti að hluta. Á sama tíma og þessar breytingar voru samþykktar á Al- þingi upplýstu tals- menn hjálparsamtaka, að neyð fátækra hér á Iandi færí enn vax- andi. Hennar gætti mest meðal öryrkja, einstæðra mæðra og eldra fólks. Stærsti hópur nauðþurftar- fólks lifir í ríkisskip- aðri örbirgð. Hæsti- réttur telur stjórnar- skrána ekki heimila ríkinu að setja suma þegna sína út á Guð og gaddinn með hvaða ráðum sem er. Ekki fer Dómur Stærsti hópur nauðþurftarfólks, segir Sæmundur Guðvinsson, lifír í ríkisskipaðri örbirgð. milli mála að almenningur fagnar þessum dómi. Eg hef aldrei stundað lögfræði eða pólitík. Stundum virðist mér skilin þarna á milli vera óljós. Ef launþegi gefur út innistæðulausar ávísanir fyrir háum fjárhæðum má hann búast við þungum kárínum og jafnvel vist á Hrauninu. Þetta eru lög. Ef einstök ráðuneyti eða Al- þingi spreða tugi eða hundruð milljóna umfram allar heimildir vegna Þjóðmenningarhúss og í nýj- ar skrifstofur þingmanna er enginn ábyrgur og því engin krafa gerð um refsingu. Þetta er pólitík. Höfundur er blaðamaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.