Morgunblaðið - 23.12.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.12.2000, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forsætisráðherra skipar starfshóp til að bregðast við dómi Hæstaréttar Nýtt lagafrumvarp verði tilbúið flj ótlega RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á aukafundi í gær- morgun tillögu Ingibjargar Pálmadóttur heil- brigðisráðherra um að skipa sérstakan starfshóp til að greina hvaða leiðir eru færar til að bregðast við nýföllnum dómi Hæstaréttar, um að skerðing- arákvæði tekjutengingar maka samræmist ekki jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Jafnframt er starfshópnum falið að undirbúa nauðsynlega lagasetningu vegna dómsins. Starfshópnum er ætlað að vinna hratt að málinu og svo getur farið að þing verði kallað fyrr saman en ráð var fyrir gert, til að afgreiða væntanlegt lagafrumvarp. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra sagði ríkisstjórnina hafa brugðist skjótt við þess- um tímamótadómi en hins vegar væru ekki öll kurl komin til grafar varðandi ýmsa þætti í dómi Hæstaréttar. „Og þessi nefnd ríkisstjórnarinnar mun fara of- an í alla þá þætti, því það kann að vera að þetta hafi víðtækari áhrif en augljóst er í dag.“ Heilbrigðisráðherra sagðist vilja minna á að tekjutengingar hefðu verið við lýði í 60 ár og að einu breytingarnar hefðu báðar verið gerðar fyrir stuttu, sú fyrri árið 1998 og sú seinni árið 2000. „Þannig að við höfum viðurkennt að þessar tekjutengingar hafi verið allt of miklar og þær til- lögur sem ég hef komið með inn í ríkisstjóm til að minnka tekjutengingamar hafa verið samþykkt- ar. Og það er mjög mikilvægt að þetta komi fram, vegna þess að ég hef heyrt það undanfarna daga að þetta sé eitthvað nýtt. Það eina sem er nýtt er að við höfum verið að minnka tekjutengingarnar.“ Ingibjörg sagði að vinna starfshópsins við að undirbúa lagabreytingar ætti að ganga hratt fyrir Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra svarar fyrirspumum fréttamanna eftir rík- isstjórnarfund í gærmorgun. sig. „Og það kann að vera að við þurfum að kalla saman þing fyrr en áætlað var.“ Að sögn heilbrigðisráðherra er þessi lagasetn- ing nauðsynleg, samkvæmt mati þeirra sem best þekkja til, en hins vegar sé ekki ljóst enn þá hvað muni felast í þessu nýja frumvarpi. Þá sé enn óljóst hvað þessar breytingar muni kosta rík- issjóð. „En ég hef alltaf sagt að þessar tengingar séu of miklar og við þurfum að minnka þær. Eg hef sagt að ég vilji ganga lengra og það verður gengið enn þá lengra núna til að minnka tengingamar. En ég vil líka segja, að það verður samt ekki þannig að allar tengingar í almannakerfinu verði afskrifaðar, þvi þá erum við ekki að jafna kjör fólks í þessu landi." Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfundinn í gærmorgun að ákveðið hefði verið að setja niður hóp fræðimanna á þessu sviði til þess að fara yfir málið endanlega og út- búa löggjöf til þess að fylgja eftir þeim dómi sem upp hefur verið kveðinn. Hann sagðist ekki úti- loka að þing yrði kallað fyrr saman en samkvæmt áætlun hefjast þingstörf eftir jólafrí 23. janúar nk. „Það er mál manna, sem fjalla um þetta fyrir okkur, að dómurinn sé æði óskýi- og óglöggur. Menn þurfi að fara mjög vel yfir hann og und- irbúa sig vel þannig að allt framhald verði með sem skipulegustum hætti.“ í starfshópinn hefur forsætisráðherra skipað þá Jón Steinar Gunnlaugsson hrl., sem jafnframt er formaður, Jón Sveinsson hrl. samkvæmt til- nefningu utanríkisráðherra, Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóra samkvæmt tilnefningu fjármála- ráðherra og Þóri Haraldsson, aðstoðarmann ráð- herra, samkvæmt tilnefningu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Útflutningi á lamba- kjöti til Færeyja settar skorður ÚTFLUTNINGUR á íslenska hestinum til Færeyja mun leggjast af og ekki verður hægt að flytja út lambakjöt til landsins eftir 1. febrúar næst- komandi nema frá sláturhúsum sem eru viðurkennd af Evrópu- sambandinu. Þau eru aðeins tvö á landinu. Einnig verður bannað að fiytja út egg til Færeyja. Ástæður þessa eru nýr samningur Færeyinga við Evr- ópusambandið sem felur í sér að nýjar reglur taka gildi um innflutning á landbúnaðaraf- urðum. Útflutningur á íslenskum eggjum til Færeyja er umtals- verður og markaðshluti þeirra stór, að því er fram kemur í Útheija, fréttabréfi Útflutn- ingsráðs íslands. Ekki verður hægt að flytja út íslenska hesta til Færeyja nema með því að flytja þá fyrst til Danmerkur þar sem úttektarstöð fyrir lif- andi dýr frá þriðja landi er ekki í Færeyjum. Útflutningur á öðrum sauðfjárafurðum til Færeyja mun að öllum líkind- um alveg leggjast af, þ.m.t. svið, saltkjöt og innmatur. Eldur hjá Alpan á Eyrar- bakka Selfossi - Eldur kom upp í loftræst- ingu yfir málningarvél í verksmiðj- unni Alpan á Eyrarbakka um klukkan 13.30 í dag. Mikill reykur gaus upp og sjónarvottar sáu eld koma út úr loftræstiháf hússins. Engan sakaði við brunann en einn starfsmaður var þó fluttur á sjúkra- hús vegna gruns um reykeitrun. Slökkvilið kom á brunastað frá Eyrarbakka, Selfossi og frá Þor- lákshöfn og Hveragerði og gekk vel að slökkva eldinn sem var mestur í loftstokkunum og þaki hússins. Slökkviliðsmenn rufu þak hússins i kringum loftræstiháfinn til að kom- ast að eldinum. Starfsmaður sem vann við máln- ingarvélina sagði að hann og annar starfsmaður hefðu orðið varir við cld í loftræstistokknum. Einar Þór Einarsson, fram- kvæmdastjóri Alpan, sagði óvíst um skemmdir en í kringum fram- leiðslutækin er viðkvæmur búnað- ur sem getur skemmst af völdum vatns og reyks. Um 25 manns voru við vinnu í verksmiðjunni þegar eldurinn kom upp. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Mikinn reyk lagði frá norðurenda verksmiðjuhússins. Lést í bílslysi KONAN, sem lést á fimmtudag í til heimilis að Grundargili í árekstri á vestanverðri Fljóts- Reykjadal. Hún lætur eftir sig heiði í Reykjadalshreppi, hét eiginmann og fjóra uppkomna Eva Jónsdóttir. Hún var 49 ára, syni. Minnkandi aflaverðmæti frystitogara Arnar og Bald- vin með mesta verðmætið FRYSTITOGARARNIR Arnar HU og Baldvin Þorsteinsson EA eru með hæsta aflaverðmæti fiskiskipa, líkt og á síðasta ári, en verðmætið hefur þó lítillega dregist saman frá því í fyrra. Aflaverðmæti frystitogarans Höfrungs III frá Akranesi hefur aft- ur á móti aukist um fjórðung. Amar HU var væntanlegur til heimahafnar á Skagaströnd í gær- kvöldi en skipið var með mesta afla- verðmæti fiskiskipa á síðasta ári, yfir einn milljarð króna. Gylfi Guðjóns- son, útgerðarstjóri Skagstrendings hf., vildi ekki gefa upp nákvæmt afla- verðmæti Arnars að svo stöddu en sagði það á bilinu 950 til 1.000 millj- ónir. Hann sagði að þótt aflaverð- mætið væri nokkuð minna en á síð- asta ári væri árangurinn sérlega góður og ánægjulegur. ,Arnar veiddi minni þorsk en við ætluðum á árinu. Eins má segja að tíðarfarið hafi gert okkur erfitt fyrir en það hafa verið leiðinleg veður á árinu, sérstaklega á Vestfjarðamiðum. Þá hafa tíðar svæðalokanir vegna smá- fisks gert sóknina erfiðari,“ sagði Gylfi. Skipstjóri á Arnari HU er Árni Sigurðsson. Baldvin Þorsteinsson EA, frysti- togari Samherja hf. á Akureyri, er væntanlegur til hafnar í dag. Krist- ján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja, sagðist ekki geta áætlað heildaraflaverð- mæti skipsins á þessu árí en það væri lítillega minna en í fyrra, vænt- anlega á bilinu 950 til 1.000 milljónir króna. Skipstjóri er Guðmundur Þ. Jónsson. Afiaverðmæti frystiskips Haralds Böðvarssonar hf. á Akranesi, Höfr- ungs III AK, var á árinu um 920 milljónir króna. Það er nærri 200 milljónum króna meira verðmæti en á síðasta ári. Þessi góði árangur er sérstaklega áhugaverður í ljósi þess að Höfrungur III hefur ekki yfir jafnmiklum þorskveiðiheimildum að ráða og Ai-nar HU og Baldvin Þor- steinsson EA. 40SJí»j;í ¥ ¥/ LIjoDI>i\ ÁLAUGARDÖGUM osmiiíi ívar Hauksson golfkennari heimsóttur til Spánar / B2 Tryggvi að öllum líkindum kyrr hjá Tromsö / B1 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.