Morgunblaðið - 23.12.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.12.2000, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Fagurt fyrir austan Séð yfír Lagarfljót, tignarlegt, vetrarbúið Snæfell í íjarska, en hið gamla fljótshús Egilsstaðabænda í forgrunni. Morgunblaðið/Guðrún G. Bergmann Dansað í kringum jólatréð í Lýsuhólsskóla. Litlu jólin með Jóhannesi úr Kötlum Hellnum - Skólastarfi þetta árið í Lýsuhólsskóla lauk 20. desember með litlu jólum nemenda. Þeir höfðu sett saman veglega dagskrá til að skemmta sér og foreldrum sínum, en þeim er alltaf boðið til skemmtunarinnar. í upphafi flutti séra Guðjón Skarphéðinsson jólahugvekju og nemendur skólans sem eru í Lúðra- sveitinni Snæ fluttu nokkur lög. Aðaldagskráin var tileinkuð Jó- hannesi úr Kötlum og hófst á kynn- ingu elstu nemenda á skáldinu. I framhaldi af því leiklásu nemendur, allt frá yngstu og upp í efstu bekki, Ijóðin um jólasveinana, grýlukvæði, jólaköttinn og jólabarnið og allir tóku undir þegar sungið var Jólin koma. Boðið var upp á veglegt kaffihlaðborð sem foreldrar nem- enda Iögðu fram og á eftir var sungið og dansað í kringum jóla- tréð. Morgunblaðið/HalldórGunnarsson Björn Eiríksson talaði fyrir hönd systkinanna við afhendingu á bifreiðinni. Samgöngusafninu í Skógum færð dýrmæt gjöf Holti - BÖRN Eiríks Björnssonar frá Svínadal í Skaftártungu færðu Samgöngusafni íslands f Skógum að gjöf bifreið hans Dodge Weapon, Z-2, árgerð 1942,5. desember sl., á 100 ára afmælisdegi hans en hann andaðist 18. september 1998. Eirík- ur var einn af bestu völundar- smiðum landsins, sjálflærður og náttúruhagur sem m.a. smiðaði 51 rafmagnstúrbínu til nota víðsvegar um landið. Bömin hans þrjú, Sigurdís Erla, Bjöm og Ágúst og barnaböm vildu minnast hans á afmælisdegi hans með þessari gjöf sem var staðfest með gjafabréfi. I gjafabréfinu segir: „Hann notaði bifreiðina til flutninga á efni og túrbínum, í Qallaferðir, til fjöruferða, í sjúkraflutninga og til heimilisnota. Ámoksturstæki smíð- aði hann á bifreiðina og notaði tals- vert, þar til dráttarvélar tóku við því hlutverki. Hann notaði bifreið- ina fram á síðasta æviár. Að end- ingu var bifreiðin notuð til að flylja eiganda sinn hinstu ferðina í Graf- arkirkju." Þórður Tómasson, safnvörður í Skógum, þakkaði fyrir gjöfina og hversu dýrmæt hún væri fyrir sam- göngusafnið, sem væri nú verið að hefja byggingu fyrir. Bifreiðin myndi minna á ferðir Eiríks, störf hans og ótrúleg smíðaafrek. Safnið myndi einnig verða tækjaminjasafn og ætti safnið þegar eina völundar- smíð Eiríks, rafmagnstúrbínu, frá Hvanneyri, og vænti hann þess að safnið myndi eignast fleiri muni úr smiðju hans. Sigþór Sigurðsson í Litla- Hvammi, stjórnarmaður safnsins, þakkaði einnig fyrir gjöfina og rifj- aði upp ógleymanlegt persónulegt atvik frá því fyrir nokkrum árum þar sem nútfma dráttarvél með ámokstursgræjum bilaði þannig að Gjafabréfið undirritað. fíngerður spíss gaf sig og það virtist eitt til ráða að fá nýjan hlut sendan utanlands frá eða fá aðra vél til verksins. I stað þess var leitað til Eirfks í Svínadal sem gerði við spfss- inn á örskammri stundu og starfið hélt áfram með vinnuflokknum. Sverrir Magnússon í Skógnm, framkvæmdasfjóri safnsins, þakk- aði einnig gjöfina og sagði bifreið- ina ómetanlegan feng fyrir sam- göngusafnið, bifreið sem væri enn í notkun á númerum með sfna sér- stæðu sögu, hlyti að vera einsdæmi og verðugt verkefni að gæta og halda utan um, því þessi tegund bif- reiða hefði reynst einna best í ferð- um um óbrúuð vatnsföll og í torfær- um á fyrri árum. í lokin var gestum boðið til kaffi- drykkju þar sem rætt var um ótrú- leg smíðaafrek Eiríks og hversu frumstæðar aðstæður hann bjó við að steypa málma, renna í bekk og smíða stóra sem smáa hluti til hvers verks sem hann vann. Þá var minnst á sfðasta viðfangsefnið sem hann vann við en náði ekki að ljúka, gerð sérstakrar vindmyllu sem var hönn- uð af honum, miðuð við íslenskar aðstæður og bíður þess að unnið sé áfram við. Morgunblaðið/Finnur Skólahljómsveit Tónlistarskólans lék fyrirstarfsfólk og viðskiptavini Islandspósts á Tálknafirði. Tónleikar á Tálknafírði Tálknafirái - Eyrir skörofhu hélt Tónskólinn á Tálknafirði jólatónleika í íþrótta- og félagsheimilinu. Tónleik- amir voru vel sóttir og boðið var upp á fjölbreytta dagskrá. Þó voru jóla- lögin áberandi á efnisskránni, sem skiljanlegt er. í framhaldi af tónleik- unum hefur skólahljómsveitin farið í nokkur fyrirtæki á staðnum og leikið fyrir starfsfólk, en það er liður í fjár- öflun fyrir hljóðfærasjóð skólans. Einnig var farið á Patreksfjörð og leikið fyrir eldra fólk á sjúkrahúsinu. Þeir tónleikar voru í boði Verkalýðs- og sjómannafélags Tálknaíjarðar. Tónlistarskóli Tálknafjarðar var endurvakinn í haust, þegar Helga Þórdís Guðmundsdóttir hóf störf sem skólastjóri. Aðsókn að skólanum hefur verið mjög góð og eru nemend- ur 33, í forskóla og almennu hljóð- færanámi. í ráði er að Marion Gizella Worthman hefji störf við skólann á næsta ári, til þess að ekki þurfi að takmarka aðgang nemenda að skól- anum. Gömlu kirkj- unni í Stykk- ishólmi gefín skírnarskál Stykkishólmi - Messað var í gömlu kirkjunni í Stykkishólmi sunnu- daginn þriðja í aðventu. Við það tækifæri var kirkjunni gefin skírn- arskál. Gjöfin var frá börnum Lár- usar Elíassonar og Ástu Þ. Páls- dóttur til minningar um foreldra þeirra. Ásta og Lárus bjuggu í Stykkishólmi alla sína tíð. Lárus dó 1971, þá 78 ára að aldri, og Ásta dó árið 1989, þá 89 ára göm- ul. Ásta hefði orðið 100 ára á þessu ári ef hún hefði lifað. Skírnarskálina gerði glerlista- konan Ebba Júlíana Lárusdóttir, dóttir þeirra hjóna. Skálin er mjög falleg og hafði höfundur í huga bláa hvelfingu kirkjunnar og gylltu stjörnurnar í lofti hennar. Séra Gunnar Eiríkur Hauksson þakkaði Svanlaugi Lárussyni fyrir gjöfina, en hann er eitt systkynanna og býr í Stykishólmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.