Morgunblaðið - 23.12.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.12.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 25 Niðurstaðan ráðin en framtíðin ekki Kona gengur hjá veggspjöldum frambjóðenda í kosningunum til serbneska þingsins. Reuters Kosningabandalaginu sem kom Kostunica til valda í haust er spáð stórsigri í þingkosning- unum sem fram fara í Serbíu í dag. Þar með kemst til valda maður sem á sér níu líf, Zoran Djindjic, umdeildur stjórnmálamaður með vafasama fortíð skrifar Urður Gunnarsdóttir. Verkefnin sem bíða eru risavaxin eftir tíu ára einangrun og óstjórn Slobodans Milosevic. NIÐURSTAÐA þingkosn- inganna sem fram fara í Serbíu í dag er svo til ráð- in. Enginn virðist velkjast í vafa um að Lýðræðis-andstaða Serbíu, DOS, sem er bandalag 18 stjórnarandstöðullokka, muni hljóta um 2J% atkvæðanna. Kosningabarátt- an hefur verið kraftlaus og h'tt áber- andi, svo sigurvisst er bandalagið, og helstu andstæðingamir í Sósíalista- flokknum hafa álitið vissara að halda sigtilhlés. Það eina sem virðist geta komið í veg fyrir algeran stórsigur er að kjós- endur telji það ekki ómaksins vert að fara á kjörstað Athygli velqa þó vegg- spjöld stúdentasamtakanna Otpor; mynd af jarðýtu og yfirskriftinni: „Við fylgjumst með ykkur. Lítill vafi leikur á því orðunum er einkum beint til mannsins sem talið er fullvíst að setjist á stól forsætisráðherra eftir kosningar, Zoran Djindjic. Mannsins sem hefur verið kallaður tækisfæris- inni og „ofvirkur lítill Slobo. Stöðnun frá byltingunni Litlaus kosningabaráttan er til marks um hve tímabærar breyting- amar í byrjun október vom. Þúsund- um saman snemst Serbar á sveif með lýðræðissinnunum í DOS og vinsæld- ir bandalagsins og leiðtoga þess, Vojslav Kostunica hafa aukist dag írá degi. Frá því að DOS sigraði í júgó- slavnesku forsetakosningunum og Vojslav Kostunica tók við embætti forseta sambandsríkisins hefur hins vegar lítið gerst í serbneskum stjóm- málum. Þær hreinsanir sem búist var við að myndu fylgja í kjölfar valda- skiptanna em takmarkaðar enda hafa sósíahstar ráðið lögum og lofum á serbneska þinginu. I raun hefur ríkt stöðnun á meðan serbnesku þingkosninganna hefur verið beðið. Enginn hefur velkst í vafa um að DOS muni bera sigur úr býtum en sósíalistum hefur tekist að halda völdum í þinginu þrátt fyrir að þeir hafi orðið að deila völdum með DOS. Niðurstaðan hefur orðið pattstaða þar sem hvorir um sig hafa komið í veg fyrir að mál nái fram að ganga. Með sigri í kosningunum ætti DOS loks að takast ætlunarverk sitt, að ná stjórn á lögreglunni og mörgum helstu embættum og stofnunum Ser- bíu og koma þar með í veg fyrir end- urkomu Milosevic. Fáeinir embættis- og valdamenn hafa séð sitt óvænna og flúið og þá gjarnan með stórar fúlgur fjár en flestir undirsátar Milosevic eru hins vegar enn við völd. Verkefnin sem við blasa eru risa- vaxin og kosningaloforðin snúast í stuttu máli að koma efnahagnum í lag. DOS hefur einnig nefnt umbætur í heilbrigðismálum og dómskerfi og menntakerfið þarfnast algerrar end- urskoðunar. Auka þarf atvinnutæki- færi í landi þar sem atvinnuleysi er geysilegt, líklega um 50%, og um 40% landsmanna draga fram lífið á um 15 Bandaríkjadölum á mánuði. DOS spáð 60-80% atkvæða Kosið verður um 250 þingsæti og er landið allt eitt kjördæmi. Um 6,5 milljónir manna eru á kjörskrá í Ser- bíu og Kosovo en Serbar þar fullyrða að þeir hyggist ganga að kjörborði þótt fulltrúar Sameinuðu þjóðanna, sem fara með stjórn héraðsins, kann- ist ekki við neitt. Samkvæmt skoðanakönnunum mun DOS fá að minnsta kosti 60% atkvæða, sumar spár benda jafnvel til 8Ó%. Sósí- alistaflokki Slobodans Milosevic, fyrr- verandi forseta, er spáð fiá 8-15% og Róttæka flokkinum, sem þjóðemis- öfgamaðurinn Vojslav Sjesjelj fer fyr- ir, um 6%. Ekki er talið að aðrir flokkar muni komast yfir 5% markið sem þarf til að ná sæti á þingi. Það útilokar JUL, kommúnistaflokk Miru Markovic, eig- inkonu Milosevic, og Endumýjur- hreyfingu Vuk Draskovic. í lok nóvember féllust flokkamir átján sem standa að DOS á skiptingu þingsæta eftir kosningar. Stærstu flokkamir em Lýðræðisflokkur Djindjic og Lýðræðisflokkur Serbíu, sem Kostunica stofnaði fyrir átta ár- um er hann klauf sig út úr þeim fyrr- nefnda. Fái DOS helming greiddra atkvæða fá þessir flokkar jafnmörg atkvæði en vinni DOS stórsigur hagn- ast Djincjjic á því. Hljóti DOS til dæmis 79% stuðning í kosningum, fær bandalagið í heild 187 þingsæti. Þar af fengi flokkur Djindjic 49 þing- sæti, flokkur Kostunica 46. Sundrungarmerkin sjást þegar Þrátt fýrir að flokkamir sem standa að DOS bjóði fram saman era sundrangarmerkin löngu farin að sjást. Deilur milli flokka og einstak- Sigg>a &Tiwo G U L L S M i Ð I STKANDGATA 19 S.Ml 56S 4B54 linga hófust svo að segja daginn sem Kostunica tók við embætti og snerust einkum um misjafnar skoðanir hans og Djindjic á því hversu vasklega skyldi fram gengið í að ná völdum. Djindjic er talsmaður hraðra um- skipta og hefui- margoft verið líkt við jarðýtu. Kostunica hafði sitt þó fram enda nýtur Djindjic takmarkaðs trausts á meðal serbneskra kjósenda þótt staða hans sé sterk innan DOS. Stjómmálaskýrendur hafa spáð því að DOS muni líklegast klofna eftir kosningar. Ekki er þó víst að stjóm bandalagsins myndi falla þar sem ein- stakir flokkar innan bandalagsins gætu haldið stjómartaumunum, lík- lega undir stjóm Djindjic. Fylgið við DOS hefur aukist um- talsvert frá því í forsetakosningunum í september. Enginn velkist í vafa að sá gríðarlegi stuðningur sem DOS nýtur er fyrst og fremst Kostunica að þakka en samkvæmt skoðanakönnun- um eru 78% Serba jákvæðir í garð hans en aðeins 10% neikvæðir. Hins vegar líta aðeins 32% Serba Djindjic jákvæðum augum en yfir 40% era honum andsnúnir. Ofvirkur lítill Slobo Djindjic er maður sem náð hefur að skapa sér óvinsældir fyrir ótrúleg- ustu hluti. Elda fólki finnst hann of mikill menntamaður, unga fólkið seg- ir hann spilltan tækifærissinna. Þjóð- emissinnar telja hann of hallan undir Vesturlönd en fijálslyndir hafa hom í síðu Djindjc vegna náinna tengsla hans við stríðsglæpamennina Radov- an Karadzic og Arkan. Það verður þó ekki af Djincljic tekið að fáir hafa jafngóðan skilning á inn- viðum serbneskra stjómmála og því hvemig hefja á umbætur með hraði. Krafturinn er einmitt eitt aðalsmerki 2 ooo linuu ísland verður byggilegt. „Skemmtileea oe fjörleea skrifúð“. Jón Þ. Þór/MbL Djindjic, útgefandinn Alexander Tij- anic kallaði hann fyrir skemmstu „of- virkan lítinn Slobo og vísar þar til ná- inna tengsla Djindjc við ýmsar valdaklíkur. Djindjie er fæddur í Bosníu árið 1952 og segist hafa lært virðingu fyrir öðram þjóðum og trúarbrögðum í bamæsku. Ymsir hafa þó orðið til að bera brigður á það, einkum eftir að uppvíst var um vinskap hans við Rad- ovan Karadzic, leiðtoga Bosníu-Serba í Bosníustríðinu, og stríðsglæpa- manninn Arkan. Djindjic var uppreisnargjam, 18 ára mótmælti hann því að Josip Broz Tito skyldi útnefndur forseti ævilangt og 22 ára gömlum var honum stungið í fangelsi fyrir að stofna ólögleg námsmannasamtök. Að afplánun lok- inni hélt hann til Þýskalands þar sem hann lagði stund á heimspeki. Hann sneri aftur til Júgóslavíu og hóf íljót- lega afskipti af stjómmálum. í lok átt- unda áratugsins stofnaði hann Lýð- ræðisflokkinn ásamt Kostunica en flokkstarfið einkenndist af innbyrðis átökum um stefnu og einstaklinga. Djindjic var ásamt Vuk Draskovic í forystu er Serbar gengu fylktu liði veturinn 1996-1997 um borgir Serbíu tii að mótmæla kosningasvindli Mil- osevic. Niðurstaðan varð málamiðlun sem fleytti Djindjic í embætti borg- arstjóra Belgrad. Viðkoma hans þar varð stutt og átök hans og Draskovic urðu til þess að sjá síðamefndi klauf sigútúr DOS. Er Milosevic hóf sóknina gegn Kosovo-Albönum fyrir alvöra, gagn- rýndi Djindjic hann harðlega og lét ekki af henni þrátt fyrir loftárásir NATO á Júgóslavíu. Gagnrýnin féll ekki í góðan jarðveg og óttaðist Djindjic svo um líf sitt að hann flýði til Svartfjallalands. Eftir að stríðinu lauk sneri hann aftur til Serbíu og tók hann þráðinn upp í DOS en ljóst var að ætti banda- lagið að eiga sér einhverja von um sig- ur í kosningunum til forseta Júgóslav- íu, yrði að finna annan frambjóðanda en Djindjic. Hann hefur hins vegar ráðið lögum og lofum á bak við tjöldin og hefur ítrekað kastast í kekki milli hans og Kostunica, sem hefur hingað til haft betur. Nú virðist tækifæri þess síðarnefnda hins vegar vera að renna upp. Milosevic fyrir rétt og endalok Júgóslavíu? Enn er fjölda spuminga ósvarað; hvað verður um MÚosevic, hvað verð- ur um Svartfjallaland og Kosovo og hver er framtíð Kostunica? Þær raddir gerast æ háværari í Serbíu sem krefjast þess að Milosevic verði færður fyrir rétt í Serbíu, þar sem hann verði látinn svara til saka fyrir glæpi gegn serbnesku þjóðinni. Utanríkisráðherra Júgóslavíu Goran Svilanovic, lýsti þessu yfir fyrr í vik- unni. Nær alger andstaða virðist hins vegar vera við að framselja hann til stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag. Flest bendir til þess að Milosevic, sem var endurkjörinn formaður flokks síns verði kjörinn á þing og muni njóta þinghelgi. Henni er þó hægt að aflétta en tíminn leiðir í Ijós hve mikill þrýstingur verður á stjóm- völd að draga Milosevic til ábyrgðar. Svartfellingar hafa reynst Serbum erfiður ljár í þúfú og hafa hafnað sam- starfi við þá. Láti þeir verða af hótunum sínum um að efna til þjóðaratkvæðis um sjálfstæði á fyrrihluta næsta árs er ekki búist við að Serbar muni grípa til vopna til að viðhalda sambandsríkinu. Serbar telja að um eina og sömu þjóð sé að ræða en era orðnir langþreyttir á því að vera í gíslingu litla bróðurs. Klofhi Júgóslavía, kann það að ýta undir kröfur um sjálfstæði Kosovo, sem myndi að nýju raska stöðugleik- anum á Balkan. Djiindjic hefur verið ómyrkur í máli þegar Kosovo er ann- ars vegar og krafist þess að aukinni hörku verði beitt gagnvart Kosovo- Albönu í Suður-Serbíu og einnig tæpt á máli sem án efa á eftir að verða við- kvæmt, framtíðarstöðu héraðsins. Hann hefur hins vegar gefið til kynna að hann sé reiðbúinn að reyna að ná samkomulagi um aukið sjálfstæði við Djukanovic, forseta Svartfjallalands, til að viðhalda sambandsríkinu. Takist það ekki, stendur Kostunica, vinsælasti stjómmálamaður Serbíu, og maðurinn sem sigraði Milosevic, uppi forseti ríkis sem ekki er til nema á pappímum. Lausnin á því kann þó að vera innan seilingar, forsetakosn- ingar era fyrirhugaðar í Serbíu á næsta ári og nú þegar era famir að sjást á götum Belgrad barmmerki þar sem lagt er að Kostunica að bjóða sig fram. Jólatilboð |[J Mikið úrvai af smáfræsurum og fylgihlutum til módel- og föndurvinnu. axicraft TLaugavegi 29, sími 552 4320
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.