Morgunblaðið - 23.12.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.12.2000, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU Vélstjórar fordæma frumvarp um fækkun stöðugilda Þriðjungur vélstjóra þarf að fara í land VÉLSTJÓRAR fordæma þau vinnu- brögð samgönguráðherra að taka óbreyttar upp tillögur Landssam- bands íslenskra útvegsmanna um stórfellda fækkun vélstjóra í ís- lenska fiskiskipaflotanum og leggja þær fram á Alþingi í frumvarps- formi. Þetta kemur fram í yfirlýs- ingu félagsfundar Vélstjórafélags Is- lands sem haldinn var á Akureyri í vikunni. Vélstjórarnir fordæma þau vinnu- brögð samgönguráðherra að virða alfarið að vettugi allar röksemdir Vélstjórafélags Islands og skóla- meistara Vélskóla íslands um afleið- ingar slíkrar löggjafar. Öryggi sjó- manna sé stefnt í voða fyrir stundarhagsmuni útvegsmanna. Að sögn Helga Laxdal, formanns Vélstjórafélags íslands, gerir frum- varp það sem samgönguráðherra hefur nú lagt fram á Alþingi, ráð fyr- ir mikilli fækkun vélstjóra. Þar sé gengið mun lengra varðandi manna- fjölda í vélarrúmi en gert sé til dæm- is í Færeyjum. „Nái frumvarpið fram að ganga þurfa á bilinu 350 til 400 vélstjórar af 1160 stöðugildum að fara í land. Þama er verið að taka beint upp röklausar tillögur LÍÚ. Verði þessi leið farin teljum við að þeir vélstjórar sem eftir verða muni einfaldlega ekki ráða við starfið. Þannig er verið að ógna öryggi sjó- manna.“ Mest áhrif á vertíðar- bátaflotann Frumvarpið nær fyrst og fremst til skipa með minni aðalvél en 750 kílóvött eða þeirra skipa sem til- heyra hinum hefðbundna vertíðar- bátaflota. Helgi segir að frumvarpið geri ráð fyrir að í þeim bátum verði aðeins einn vélstjóri í stað tveggja áður. Því muni um 300 vélstjórar missa vinnuna. „Ekki aðeins mun frumvarpið draga stórkostlega úr öryggi sjómanna, heldur gera vél- stjórastarfið bæði erfitt og óaðlað- andi. Því má búast við að færri vilji leggja íyrir sig vélstjómarnám og vera til sjós. Nógu er nú erfitt að manna þessar stöður í dag.“ Vélstjórar telja vinnubrögð sam- gönguráðhen-a sérstaklega furðuleg í ljósi þess að kjarasamningar milli sjómanna og útvegsmanna séu nú lausir og langt virðist í land í kjara- deilu þeirra. Helgi segir fmmvarpið munu tvímælalaust hafa óbein áhrif í kjaraviðræðum. Fiskimjölsmálið hjá Evrópusambandinu dregur dilk á effcir sér Alvarlegt mál fyrir landbúnaðinn ARI Teitsson, formaður Bændasam- taka Islands, segir að ákvarðanir Evrópusambandsins varðandi tak- markanir á fiskimjöli í dýrafóður og eftirlit með því dragi dilk á eftir sér. „Þetta er alvarlegt mál fyrir íslensk- an landbúnað," segir hann. Ari segir að samþykkt Evrópu- sambandsins frá 4. desember um að banna allt dýramjöl í fóður naut- gripa, kinda og geita en heimila áfram notkun fiskimjöls í fóður fyrir öll önnur dýr en jórturdýr valdi verulegum erfiðleikum í íslenskri bændastétt. í raun þýði þetta að breyta verði fóðri nautgripa alger- lega, því nánast allt nautgripafóður sem framleitt sé hér á landi sé blanda af fiskimjöli og innfluttum kolvetnum. Aukinn kostnaður og áhætta Ari segir að kostnaður aukist hjá bændum samfara ákvörðununum því verð á fiskimjöli hafi verið hagstætt miðað við innflutt prótein. I öðru lagi bjóðist lakara fóður fyrir jórturdýr og auk þess skapist ákveðið óöryggi vegna hugsanlegs smits, en verði reglugerðinni framfylgt af hörku yrði það væntanlega ekki stór áhættuþáttur þegar til lengri tíma væri litið. Hins vegar séu litlar líkur á smiti úr korninu. Að sögn Ara hefur oft verið sýnt fram á með rannsóknum að fiski- mjölið sé besti próteingjafinn. „Það hefur komið í ljós að fiskimjölið er ennþá brýnna núna en áður vegna þess að jurtapróteinið er yfirleitt auðleystara og eftir að farið var að gefa eins mikið vothey í gegnum rúll- urnar þarf meira af torleystara pró- teini að halda,“ segii' Ari. „Fiskimjölið er gjarnan j 0 til 20% og það er besti próteingjafi sem hægt er að fá fyrir jórturdýr þannig að raunverulega má gera ráð fyrir að innlend fóðurblöndun fyrir jórturdýr leggist af. Það gefur þá augaleið að þar með eykst hættan á því að við fáum óæskileg efni inn í landið, en mesta hættan á að fá kúariðu inn í landið er í gegnum mengað fóður.“ Ari segir undarlegt hvemig staðið var að umræddum takmörkunum hjá ESB. „Þetta hefur lítið með vís- indi að gera heldur er um að ræða múgsefjun í Evrópu. Það er von til að svona múgsefjun gangi til baka en framvinda málsins er sérkennileg. Ráðherraráðið ákveður þetta og síð- an er vísindamönnunum falið að framkvæma það sem ráðherraráðið hefur ákveðið. Hreinlegra hefði ver- ið í svona fagefni að vísindaráðið hefði komið með tillögur til ráð- herraráðsins. Þetta hefur alltof lítið með þekkingu og vísindi að gera en er til komið vegna ótta í Evrópu sem er svo sem skiljanlegur í ljósi stöð- unnar. En það er mjög alvarlegt þeg- ar múgsefjun og ótti ráða ferðinni en vísindin lögð til hliðar." I máli Ara kemur fram að eftir því sem kostnaður er meiri við íslenskan landbúnað þeim mun erfiðara á hann í samkeppni, bæði við innfluttar vörur og aðrar matvörur. ,Aht sem kostar og þrengir að veikir landbún- aðinn,“ segir Ari. Netverk selur Mar- Star til S-Kóreu NETVERK hefur gert sölusamn- ing við suður-kóreska skipaflutn- ingafyrirtækið Hyundai Merchant Marine (HMM) sem felur í sér að HMM tekur í notkun nýjustu út- gáfu MarStar hugbúnaðar Net- verks í skipum fyrirtækisins. Með þessum samningi er skipafélagið orðið stærsti notandi MarStar í heiminum. Fulltrúar HMM telja að fjar- skiptin milli skipa og lands muni batna mjög þegar nýja útgáfan verður tekin í notkun. Gögn tapast síður þótt samband rofni tímabund- ið auk þess sem kostnaður minnkar verulega. „Sérhæfing Netverks í betri nýtingu á bandbreiddinni ásamt þeim tæknilausnum þeirra sem auka gæði gervihnattasend- inga er því hagkvæmur kostur," segir Yong-Woon Kim, fram- kvæmdástjóri upplýsingatækni- sviðs HMM. Með MarStar búnaðinum getur skip verið í beinu gervihnattasam- bandi við land með hámarks band- breidd og flutningsgetu. HMM fyr- irtækið hefur notað tæknilausnir frá Netverki undanfarin íjögur ár. HMM var stofnað árið 1976 og er nú eitt af stærstu skipaflutninga- félögum heims með 122 skip í för- um. Flotinn samanstendur af gáma- flutningaskipum, olíuflutninga- skipum og skemmtiferðaskipum, svo eitthvað sé nefnt. Starfsmenn eni tæplega 6000. „Netverk er fyrsta og eina fyr- irtækið sem býður lausnir sem draga úr töfum á sendingum um þráðlaus kerfi, GSM, GPRS, 3G og gervihnetti. Lausnir Netverks stytta send- ingartíma með betri nýtingu á bandbreiddinni auk þess sem áreið- anleiki gagnasendinga eykst, þar sem gagnaflutningur heldur áfram þar sem frá var horfið ef sending hefur rofnað,“ segir í frétt frá Net- verki. ERLENT Viswanathan Anand og Alexei Shirov við upphaf annarrar skákarinnar í Teheran á fimmtudag. Heimsmeistaraeinvígi FIDE í Teheran Anand með yfirhöndina Teheran. AP, AFP. INDVERSKI stórmeistarinn Visw- anathan Anand vann í gær þriðju skákina í einvígi sínu við Alexei Shirov um heimsmeistaratitil Al- þjóðaskáksambandsins, FIDE, er hófst á miðvikudag. Gafst Shirov upp í 41. leik en hann var með hvítt. Einvígið fer fram í Teheran, höfuðborg írans. Fyrsta skákin endaði með jafntefli en Anand vann síðan aðra skákina í 64 leikj- um. Anand notfærði sér veilur í byrj- unarleikjum Shirovs í gær en hinn fyrrnefndi beitti svonefndu Tajm- anov-afbrigði af Sikileyjarvörn. „Ég held að hann eigi eftir að bíta frá sér á ný en vinningurinn er kærkominn,“ sagði Anand. And- stæðingur hans vann peð í 16. leik en fórnaði síðan skiptamun, lét hrók fyrir riddara til að fá sókn- artækifæri. Taldi Anand að upp- skiptin hefðu verið mistök af hálfu Shirovs. Shirov lenti einnig í miklu tíma- hraki í annarri skákinni og hafði aðeins tvær mínútur til að leika 35. til 40. leik en skákmennirnir þurfa að ljúka 40 leikjum innan ákveðins frests. Anand sagðist eftir skákina hafa gert mistök í 44, leik og þann- ig dregið skákina á langinn. En svo fór að Anand var með tvö peð frarrj yfir andstæðinginn í endatafli og dugðu þau til sigurs. Anand reynslumeiri en Shirov Shirov er 28 ára gamall, hann er spænskur ríkisborgari en fæddur í Lettlandi og rússneskur að upp- runa. Anand er 31 árs og hefur mun meiri reynslu en andstæðing- urinn. Hann tefldi árið 1995 við Garrí Kasparov um heimsmeistara- titilinn en tapaði. Eftir að Kasp- arov sleit sambandi við FIDE 1993 hafa verið tveir heimsmeistarar í skák en Kasparov tapaði í nóv- ember titli sínum í hendur Rúss- anum Vladímír Kramník. Fyrir tveim árum munaði minnstu að Anand sigraði Anatolí Karpov í keppni um heimsmeist- aratitil FIDE. Bandaríski stór- meistarinn Larry Christiansen segir um Anand að hann hafi allt til að bera sem skákmaður. „Hann hefur brætt saman mann og vél í hinn fullkomna skákmann." Um Shirov segir Christiansen að hann sé afburða skemmtilegur skákmað- ur sem hafi fyrst og fremst yndi af því að gera árás. „Hann er snill- ingur en getur gert gróf mistök." Einvigi milli Kramníks og heimsmeistara FIDE hugsanlegt Forseti FIDE, Kirsan Ilyumzh- inov, er jafnframt forseti í Kalm- ykíu sem er eitt af lýðveldunum í rússneska sambandsríkinu. Hann er auðkýfingur og afar umdeildur. Ilyumshinov sagði í vikunni að vel kæmi til greina að haldið yrði ein- vígi milli Kramníks og heimsmeist- ara FIDE, hver sem hann yrði. Hann sagði að FIDE gæti aflað fjár til að halda einvígið og stakk hann upp á að það yrði í júlí 2001. Þeir Shirov og Anand unnu sér rétt til að tefla sex skáka einvígi um FIDE-titilinn með því að sigra nokkra af sterkustu skákmönnum heims í einvigjum er fóru fram í Nýju Delhí. lranar hafa ekki fyrr verið gestgjafar jafn mikils við- burðar í skáklífinu. Leiðtogi is- lömsku byltingarinnar fyrir rúm- um tveim áratugum, ajatollah Ruholla Khomeini, var andvígur skák, sagði að íþróttin væri „hættuleg" og iðkendur hennar „illmenni". Var skák bönnuð í íran um nokkurra ára skeið en leyfð á ný. 20% launahækkun til sænskra kennara Kaupmannahöfn. Morgunbladið. Sænsk sveitarfélög hafa náð sam- komulagi við kennara um launa- samning til næstu fimm ára og á það að tryggja kennurum að jafn- aði um 20% hækkun. Samkomu- lagið gekk ekki átakalaust fyrir sig því samningaumleitanir hafa staðið í heilt ár. Um 200.000 kennarar eiga aðild að samningnum en hann er eink- um talinn munu gagnast kennur- um í borgunum. Fyrsta árið fá kennarar 4% launahækkun og 2% árið eftir. Engar tryggingar eru fyrir hækk- unum eftir það, þær ráðast af ár- angri nemenda í prófum. Talið er að þetta fyrirkomulag muni eink- um koma kennurum í borgunum til góða og hætta sé á að kennarar á landsbyggðinni sitji eftir. Meðaltekjur sænskra kennara eru á bilinu 155.000-195.000 ísl. kr. á mánuði. þakgluggar-reyklosunarlúgur > SINDRI W Borgartúni 31 • s. 575 0000 • www.sindri.is A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.