Morgunblaðið - 23.12.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.12.2000, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ „Antik bútasaumur“ LEIKLIST llafnarborg SÍGILDUR BÚTASAUMUR SAFN MARTI OG DICH MICHELL Opið alla daga frá 12-18. Lokað þriðjudaga. Aðangur 400 krónur í allt húsið. Til 3. janúar. AÐALSALIR Hafnarborgar bjóða upp á sérkennilegan framning yfir há- tíðirnar, sem er sýning á Antík búta- saumi úr safni þeirra hjóna Marti og Dich Michell, en safn þeirra mun vera stærsta einkasafn af þessum toga í Bandarílq'unum. Kannski full mikið að nota skilgreininguna, antik, á þessa hluti eins og svo margt annað í hönnun og listiðnaði sem er viðlíka nálægt okkur í tíma og rúmi. Hug- takið ber í sér miklar tímalengdir og fjarlægðir, sennilega réttara að nota hér skilgreininguna sígilt, og vissu- lega eru þessi sérstöku vinnubrögð sem viðhöfð eru í bútasaumi, ættuð frá Ameríku, klassík í sjálfu sér. En hve langt mun vera síðan konur/karl- ar tóku að skeyta saman búta í ábreið- ur og teppi er hins vegar ekki gott að segja, hefur verið gert um aldir og mun upprunann að finna frá frum- stæðum þjóðflokkum, og þá væri auð- vitað borðleggjandi að fara að tala um foma hluti og antík. Annað mál er að þessi sérstaka ameríska útgáfa er af- ar merkilegt fyrirbæri og fyrsta end- urminning margra úr frumbemsku vestan hafs, tengist einhveijum Ijós- um eða óljósum kringumstæðum þai- sem bútasaumsteppi koma við sögu, meðal annars heimsþekktra mynd- listarmanna líkt og Georgiu ÓKeeffe. Bútasaumsteppi vora og era til margra hluta nytsamleg, aðallega sem ábreiður á rúm og undirlag, einn- ig úti í guðs grænni náttúranni, svo sem fram kom í Ijósu minni áður- nefndrar listakonu. Teppin voru af öllum stærðum, jafnt á fyrirferða- mestu rúm sem minnstu vöggur og bára iðulega rík einkenni þess hve mikil alúð og ást fólst í gerð þeirra, svona líkt og margt íslenzkt prjónles- ið sem mikið var borið í. Líkt og það fyrrum var mikil íþrótt að prjóna og sauma fallegar flíkur hér á landi sem víðar, er bútasaumur heillandi við- fangsefni í sjálfu sér, möguleikamir ótæmandi og sum teppin geta verið íðilfögur, milljón, eins og það er orðað og haldist í eigu sömu aðila svo kyn- slóðum skiptir. Samnefnari fyrir þá upphöfnu feg- urð gæti litla bjarta, Nine Pacht, bamateppið frá 1890 verið, sbr. mynd sem fylgir þessu skrifi. Á miða til hlið- ar útskýrt sem teppi sem öllum þyki fallegt, en þó ekki skilgreint af hverju. Ásamt teppi við hliðina er það nokkuð sér á báti á sýningunni, helst fyrir ein- faldleika sem varðar við naumhyggju borið saman við mörg önnur sem öllu meira er lagt í af stásslegu og form- rænu skreyti. Skýringin er trúlega sú að handverkið er mettað þokka sem ekki verður með öllu skilgreindur og ber svo mikið í sér af jarðtengdum náttúrulögmálum og ást sem allir geta skilið og meðtekið. Um leið svo mikla gnótt hlýju og innri útgeislan, skoðandinn fer strax að hugsa um móðurástina, og lítil bamshjörtu sem einhvem tíma hafa slegið undir því, upphaflega fyrir meira en heilli öld. Gerir tímann með ólíkindum afstæð- an, en um leið að áþreifanlegi nálægð. Óskandi hefði verið að öll sýningin hefði verið í stíl við þetta litla teppi og hitt við hliðina, sem bæði njóta sín til fulls í staðsetningunni. En hið sama verður ekki sagt um mörg hinna og yfir uppsetningunni er einhver furðu- legur verslunarbragur sem á síður heima í listamiðstöð, í öllu falli hefði þurft að vanda betur til verka. Draga fram hin sérstöku eigindi hvers fyrir sig á sama hátt og þeirra fyrmefndu, en á því er nokkur misbrestur, þannig viðvarandi að eitt teppi grípi í annað, þrengi að sjónskynjun skoðandans svo úr verður ósamstæð heild. Þó lík- ast síður verið að bijóta heilann um slíkt, öllu fremur markaðsgildið, enda vefnaðarvöraverslun að auglýsa hér upprana og eðli söluvöra sinnar. Það er í sjálfu sér gott og gilt en hér hefði mátt biðja um markaðri ramma, skil- virkari vinnubrögð og upplýsingar. Hið eina sem gesturinn fær milli handanna er einblöðungur og hann ekki burðugur, sá sem vill kynna sér sögu bútasaums og ameríska hefð á sviðinu litlu nær. Skýringar sem get- ur að lesa á miðum við hlið teppana bæta þetta að vísu nokkuð upp en langtífrá að fullu. Framlegt að á ein- blöðunginum eru þó skilaboð um fyr- irlestra um antík- bútasaum og sýni- kennslu og aðgangseyri á þá framnínga. Burtséð frá þessum annmörkum er margt fallegt og mikilsháttar teppið á sýningunni og hafði ég dijúga ánægju af skoðun hennar, en í heild grípur hún ekki í þeim mæli sem innan hand- ar hefði verið ef hún hefði verið betur undirbyggð og faglegar staðið að verld. Sýningin dregur um sumt dám af prjónlesmarkaði Kaffe Fasset á sama stað, en munurinn er að sá hressilegi og athafnasami náungi kann vel til verka, allt í senn hvað uppsetningu, kynningu og markaðssetningu snert- ir... Bragi Ásgeirsson Amazon.com ★★★★1/2 „Ef The Diary of Bridget Jones ... er stelpubók áratugarins ... þá er Fótboltafár strákabókin." „Lesandinn grenjar af hlátri á fimm síðna fresti." - Stefán Hrafn Hagalín, Strik.is „Allir sem hafa áhuga á fót- bolta þurfa að lesa þessa bók ... hún er reyndar iíka fyrir alla hina. Ég mæli svo sannarlega með þessari bók!" - Þór Bæring Ólafsson, FM 95,7 „Stórbrotin skemmtun." Inga Elín Islensk leirlist ARTCALLERY Rauðarárstíg 14 - 16, sími 551 0400 Kringlunni, sími 568 0400 fold@artgalIeryfold.com, www.myndlist.is Rauðarárstíg 14 - 16, sími 551 0400 Kringlunni, sími 568 0400 fold@artgalleryfold.com, www.myndlist.is Sköpunarsagan í Grafarvogi MYJVDLIST Grafarvogskirkja BLÖNDUÐ TÆKNI LILJA KARLSDÓTTIR Til áramóta. Opið á opnunartíma kirkjunnar. LILJA Karlsdóttir sýndi skipan sína, sem nú er til sýnis hægra megin í Grafarvogskirkju, fyrst á út- skriftarsýningunni í Listahá- skóla íslands í vor. Voldugur trékross hangir framan við röð af renningum - reflum - úr tvöföldum Kínapappír sem á era prentaðir textar úr Sköpunarsögunni. Rómversk tákn vikudaganna sjö prýða efri hluta hvers refils en krossmark er á neðri hluta þeirra. Listakonan orðar það svo að hlutverk trékrossins sé að varpa skugga á reflana og umfaðma þá. Ekki er að efa að Lilja sé einlæg í túlkun sinni á text- unum úr Sköpunarsögunni enda er verk hennar einfalt og klárt með skýrri nálægð þar sem það hangir neðan úr lofti kirkjunnar. Vandi hennar er miklu fremur sá og hinn sami sem eltir flesta kirkjuskreyti- meistara nútímans. Kalla mætti það skort á hógværð fremur en einlægni, því ekk- ert bendir til annars en Lilja sé full- komlega ærleg og jafnvel trúuð í þokkabót. Þessi skortur á hógværð er reynd- ar engin nýlunda. Oft er barokköldin - frá sautjándu öld vel fram á þá átj- ándu - tekin sem erkidæmi um skort á lítillæti. Þó frýjar enginn þeim bar- okkmeisturam viðhlítandi trúarfuna. Vandi þeirra var bara sá að skilja ekki andlegt gildi hógværðarinnar. Þannig gat Loðvík XIV Frakkakonungur ekki sætt sig við það síðar margróm- aða lítillæti Rembrandts að „draga frelsarann og fæðingu hans niður á fjósaplanið," eins og sólkonungurinn orðaði hneykslaður þörf málarans fyrir að úthýsa öllum mikilfenglegum veraldarmunaði úr myndum sínum. Besta íslenska dæmið um slíkan skort á hógværð er Hallgrímskirkja okkar ágæta Guðjóns Samúelssonar. Dregur þó enginn óvitlaus einlægni hans í efa. Babelsstærð guðshússins og stílræn tilgerð er samt sem áður í svo hróplegu ósamræmi við lítillæti og látleysi sálmaskáldsins ágæta að líkja má við súrrealíska þverstæðu á borð við Kristslíkneski með einglymi og pípuhatt í stað þyrnikórónu og síðusárs. Sköpunarsaga Lilju er glæsilegt verk út af fyrir sig og hugvitssamlega úr garði gert en sem trúarlist skortir útfærslu þess þó tilhlýðilega innlifun, innileik og hófsemd. Halldór Björn Runólfsson Morgunblaðið/Halldór B Runólfs Dagbók - Sköpunarsaga eftir Lilju Karlsdóttur er sýnd í Grafarvogskirkju fram til áramóta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.