Morgunblaðið - 23.12.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 23.12.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 59 FRETTIR BRIDS Umsjón Uuðmundur Páll Arnarsnn. EDGAR heitinn Kaplan sagði um þá Meckstroth og Rodwell að það skipti engu máli með hverjum þeir væru í sveit - leikirnir réðust alltaf á þeirra borði, þar sem allt væri iðulega í háalofti. Það er nokkuð til í því og mjög oft taka þeir ákvarðanir, sem öðrum toppspilurum eru fram- andi. Hér er skemmtilegt dæmi frá síðasta heims- meistaramóti á Bermuda í janúar sl. Norður gefur; enginn á hættu. Norður A 9542 ♦ 10975 ♦ G A AG96 Vestur Austur aG AÁD1076 VÁ vKD ♦ 106432 V9875 +KD8752 *104 Suður ♦ K83 VG86432 ♦ ÁKD +3 Spilið kom upp í fyrstu lotu úrslitaleiks Banda- ríkjanna og Brasilíu: Vestur Norður Austur Suður Branco Freeman Chagas Nickell - Pass 1 spaði 2 hjörtu Dobl* 4 hjörtu Pass Pass 4grönd Pass 5 tíglar Dobl Pass Pass Pass Vestur Norður Austur Suður Rodwell Campos Meckstroth Villas-Boas - Pass 1 spaði 2 hjörtu Dobl* 4 hjörtu Pass Pass Dobl Pass Pass Pass Sagnir eru samhljóða á báðum borðum fram að lokaákvörðun vesturs. Doblið á tveimur hjörtum er neikvætt, en þarf auð- vitað ekki að sýna svona mikla skiptingu. Því ákveður Branco að segja 4G og biðja makker að velja á milli láglitanna. Það kostaði 500-kall fyrir þrja niður í fimm tíglum. Á stórri landsliðsæfingu í síðustu viku var þetta spO spilað (enginn kannaðist við það) og langflestir gerðu eins og Branco - seildust upp á fimmta þrep yfir fjórum hjörtum. En eins og sést, doblar Rod- well og það sem meira er - kemur út með eina spilið sem hnekkir fjórum hjört- um: spaðagosa. Auðvitað kallast það engin snilld að „hitta á“ að spila út í opnunarlit makk- ers, en með hjartaásinn blankan virðist ekki að- kallandi að trompa spaða. Því kemur a.m.k. vel til álita að spila út laufkóng. En þá stendur spilið. Eftir spaða út, hins vegar, drap Meckstroth með ás og spilaði aftur spaða, sem Rodwell trompaði með ásnum! Þar með fékk vörnin á öll trompin sín þrjú og spilið fór einn nið- ur. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyi-irvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og sima- númer. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1,103 Reykjavík Árnað heilla Q A ÁRA afmæli. í dag, O v/ 23. desember, verður áttræð Guðlaug K. Guð- laugsdóttir frá Búðum í Hlöðuvík. Eiginmaður hennar, Albert J. Kristjáns- son, varð áttræður 3. októ- ber sl. Þau voru búsett í Súðavík og síðar í Hafnar- firði en hún dvelur nú á Sól- vangi í Hafnarfirði. Þau eru að heiman í dag. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. júlí sl. í Sval- barðsstrandarkirkju af sr. Pétri Þórarinssyni Jóna Bergþóra Sigurðardóttir og Olafur Daníel Jónsson. Þau verða búsett í Banda- ríkjunum á næsta ári. GULLBRÚÐKAUP. í dag, 23. des. eiga 50 ára hjúskaparaf- mæli hjónin Guðrún Jónsdóttir og Sigurður Þorsteinsson, Vetleifsholti, Rangárvallasýslu. Þau eru að heiman. SKÁK Umsjón llelgi Áss (irétarsson Staðan kom upp í at- skákeinvígi Alexei Shir- ovs (2746), hvítt, og Bor- isar Gelfands (2683) á heimsmeistaramóti FIDE. Shirov, sem nú tefl- ir undir fána Spánar, sigr- aði fyrir tveim árum Vlad- imir Kramnik í einvígi um réttinn til þess að eiga við Garry Kasparov. Það ein- vígi fór fram á vegum einna fjölmargra samtaka sem Kasparov hefur stofn- að um dagana. Hinsvegar þegar til kastanna kom varð ekkert af heims- meistaraeinvíginu sjálfu og Shirov stóð uppi slypp- ur og snauður. Hann hefur sjálfsagt grátið þurrum tárum þegar Kasparov féll af stalli í einvígi gegn Hvítur á Ieik. Kramnik fyrir skömmu. 24.He8+! Hxe8 Svartur verður mátaður eftir 24...Kg7 25.DÍ8# 25.Dxc7 Hxb5 26.Dxb7 og svartur gafst upp. Skákin í heild tefldist svona: l.e4 c5 2.RÍ3 d6 3.d4 cxd4 4.Rxd4 Rf6 5.Rc3 a6 6.Be3 e5 7.Rb3 Be6 8.Dd2 Rbd7 9.fö Be7 10.g4 0-0 ll.O- 0-0 Dc7 12.Kbl Hfc8 13.g5 Rh5 14.Rd5 Bxd5 15.exd5 Rb6 16.Hgl a5 17.a3 a4 18.Rc5 dxc5 19.d6 Bxd6 20.Dxd6 Rf4 21.Bxf4 exf4 22.Bb5 g6 23.Hgel Ha5. LJOÐABROT BJART ER YFIR BETLEHEM Bjart er yfir Betlehem, blikar j ólastj arna. Stjarnan mín og stjarnan þín, stjarnan allra barna. Var hún áður vitringum vegaljósið skæra. Barn í jötu borið var, barnið ljúfa, kæra. Víða höfðu vitringar vegi kannað hljóðir, fundið sínum ferðum á fjöldamargar þjóðir. Barst þeim allt frá Betlehem birtan undur skæra. Barn í jötu borið var, barnið Ijúfa, kæra. Barni gjafir báru þeir. Blítt þá englar sungu. Lausnaranum lýstu þeir, lofgjörð Drottni sungu. Bjart er yfir Betlehem, blikar jólastjarna. Stjarnan mín og stjarnan þín, stjarnan allra barna. Ingólfur Jónsson. STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake STEINGEIT Afmælisbarn dagsins: Þú ert gæddurgóðum skipu- lagshæfíleikum ogmeð ákveðni og drifkrafti ert þú vel til forystu failinn. Hrútur (21. mars -19. apríl) , Þú þarft að gæta þess að leita stöðugt uppi nýja hluti þvi að stöðnunin á illa við þig og dregur úr þér allan mátt. Vertu því stöðugt á varð- bergi. Naut (20. apríl - 20. maí) Láttu það ekki á þig fá, þótt þér finnist aðrir ekki kunna að meta verk þín að verðleik- um. Þú skilar þínu og menn munu læra að meta framlag þitt. Tvíburar t (21. maí - 20. júní) nrL Hættu að velta hlutunum íyr- ir þér. Taktu ákvörðun um framhaldið og láttu ekkert stöðva þig í að hrinda málun- um í framkvæmd. Byrjaðu strax. Krabbi (21. júní-22. júlí) Misstu ekki móðinn, þótt eitt- hvað fari úrskeiðis. Enginn er fullkominn og þú ekki heldur svo þú skalt bara herða upp hugann og halda áfram. Ljón (23. júlf - 22. ágúst) M Mundu að þú ert ekki einn í heiminum og það á ekki síst við um vinnustað þinn. Vertu samstarfsfús og lipur svo að verk strandi ekki á þér. Mtyja (23. ágúst - 22. sept.) <fi$L Þótt þig langi stundum til þess að fara á svig við regl- urnar skaltu halda þeirri löngun í skefjum þvi hún kall- ar bara á vesen og vandræði. VÖg~ (23. sept. - 22. okt.) Þeir eru margir sem bíða þess að sjá þig láta athafnir fylgja orðum. Taktu þér tak, annars áttu á hættu að verða umsvifalaust dæmdur amlóði. Sporðdreki (23. okt. -21. nóv.) Þú átt ekki að hika við að láta vinnufélaga þína standa við sín orð. Ef þú lætur þá kom- ast upp með annað eru áhrif þín á bak og burt og allt í hættu. Bogmaður m ^ (22. nóv. - 21. des.) SO Þeir eru margir sem gætu hagnast á framtaki þínu. Leyfðu þeim það, því sjálfur muntu bera nóg úr býtum fyrir þig og þína og vel það. Steingeit ^ (22. des. -19. janúar) Þú mátt ekki láta það henda þig að geta ekki lokið við verkefni á tilskildum tíma. Slíkt kemur órorði á þig og þú átt erfitt með að fá verkefni. Vatnsberi (20. jan. -18. febr.) Það er hreint furðulegt hverju maður getur vanist af illri nauðsyn. Þess vegna skaltu ekki snúa upp á þig, þótt þér þyki skúmálarnir skrýtnir. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Kipptu þér ekki upp við það, þótt aðrir vilji kenna þér hóg- værð og umburðarlyndi. Þeim mun glaðari verða þefr, þegar þú sýnir þetta strax. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Ný stjórn íslensk- ameríska félag’sins AÐALFUNDUR íslensk-amer- íska félagsins var haldinn fyrir skömmu. Á fundinum voru reifuð helstu mál félagsins á nýliðnu starfsári. Formaður félagsins flutti skýrslu stjórnar og einnig voru reikningar þess kynntir og samþykktir. Eitt af meginverkefnum Is- lensk-ameríska félagsins er að veita Thor Thors-styrki til náms- manna sem hyggja á nám í bandarískum háskólum. Styrk- þegar að þessu sinni voru 15. Einnig var veittur styrkur úr sama sjóði til Kristínar ísleifs- dóttur listakonu, til að sækja námskeið við listiðnaðarskólann í Haystack í Maine. íslensk-ameríska félagið vinn- ur nú að því að koma upp öflugri heimasíðu. Undanfarin ár hefur félagið unnið að því að koma á og styrkja starfsþjálfunarverkefni á milli Islands og Bandaríkjanna. Það verkefni er nú að festa sig í sessi. Ný stjóm íslensk-ameríska félagsins tók við á aðalfundinum. I henni sitja; Einar Benediktsson sem var endurkjörinn sem for- maður, en aðrir sem að kosnir voru í stjóm em; Þórður S. Ósk- arsson varaformaður, Árni G. Sigurðsson, Gunnar S. Sigurðs- son, Kristín Jónsdóttir, Sigurjón Ásbjörnsson og Skarphéðinn B. Steinarsson. 1928, á horni Laugavegs og Klapparstígs, sími 552 2515. 30-50% afsláttur af öllu jólaskrauti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.