Morgunblaðið - 23.12.2000, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.12.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 21 EES reglur um fjárfestingar í fiármálastofnunum Eignarhald raski ekki KVÖLD stj órnunarháttum I 40. grein EES-samningsins og í til- skipun Ráðsins (nr. 88/361/EBE) frá 24. júní 1988 er kveðið á um frelsi í fjármagnsflutningum. Hallgrímur Asgeirsson, lögfræðingur, sem fer með mál er varða fjármálaþjónustu hjá Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, í Brussel, segir að þessar reglur nái meðal annars til fjárfestinga í bönk- um og lánastofnunum. Hömlur á slík- um fjárfestingum séu þó hugsanleg- ar í landsrétti á grundvelli sérstakra og hlutlægra réttlætingarástæðna. Vegna almenns frelsis til fjárfestinga í lánastofnunum og þess hve mikil- vægu hlutverki lánastofnanir gegni í efnahagskerfi ríkja hafi á hinn bóg- inn verið talið nauðsynlegt að setja reglur sem hafi það að markmiði að tryggja að eignarhald í lánastofnun- um raski ekki skynsamlegum og traustum stjómunarháttum í þeim. Slíkar reglur sé að finna í annarri Bankasameining í Lettlandi Rietumu sá fjórði stærsti ÍSLANDSBANKI-FBA tilkynnti í byrjun þessa mánaðar að hann áformaði að kaupa 56,2% hlut í Riet- umu-banka í Lettlandi. í sömu til- kynningu kom fram að Rietumu- bankinn hefði gert samning um kaup á öðrum lettneskum banka. Sam- kvæmt nýrri fréttatilkynningu frá Íslandsbanka-FBA hefur Seðla- banki Lettlands nú samþykkt kaupin og þau ganga því í gegn. Um er að ræða kaup Rietumu á 100% hlut í Saules-banka og er ætlun Rietumu að sameina bankana tvo. í tilkynningunni kemur fram að með sameiningunni verði til stærsti banki á sviði fyrirtækjaviðskipta og einkabankaþjónustu á Eystrasalts- svæðinu, með eignir að andvirði um 40 milljarða íslenskra króna. Hinn nýi banki muni veita fyrirtækjum og einstaklingum þjónustu á sviði greiðslumiðlunar, útlána, verðbréfa- miðlunar, gjaldeyrisviðskipta. Samkvæmt sömu heimild verður nýi bankinn fjórði stærsti banki Lettlands þegar miðað er við eignir. Þú ert ó réttri leið með þessari gjöf! <2* itrex bankatilskipun Ráðsins (nr. 89/646/ EBE) frá 15. desember 1989. EES reglur um öryggi og hæfni í stjóm lánastofnana Að sögn Hallgríms er m.a. kveðið á um það í 11. grein bankatilskipunar- innar að EES ríki skuli setja reglur um að einstaklingum og lögper- sónum sem hyggjast öðlast virka eignarhlutdeild, þ.e. 10%, 20%, 33% og 50%, í lánastofnunum sé skylt að tilkynna það fyrst lögbærum yfir- völdum í ríkjunum. Jafnframt kveði 11. greinin á um að rétt og skyldu yf- irvalda í ríkjunum til að meta hvort væntanleg eignarhlutdeild sé líkleg til að hafa slæm áhrif á öryggi og hæfni í stjórn viðkomandi lánastofn- unar. í slíkum tilvikum beri yfirvöld- unum að grípa til viðeigandi ráðstaf- ana til að binda endi á slíkt ástand. Slíkar ráðstafanir gætu t.d. verið lög- bann, refsiaðgerðir gagnvart stjórn- endum og forstöðumönnum eða svipting atkvæðisréttar sem fylgir hlutabréfum hluthafa og aðila sem um ræðir. Formleg málsmedferð ESA vegna norskra reglna ESA sendi norskum stjórnvöldum í vikunni formlega tilkynningu vegna reglna í landsrétti um eignarhald í norskum fjármálastofnunum. í fréttatilkynningu frá ESA kemur fram það mat stofnunarinnar að norsk lög samræmist ekki 11. grein bankatilskipunarinnar og áðumefnd- um EES reglum um írelsi í fjár- magnsflutningum. „Norsk lög setja almennar hömlur á eignarhlutdeild í fjármálastofnun- um með því að kveða á um að enginn megi eiga meira en 10% hlut í slíkum stofnunum," segir Hallgrímur. „Þetta er meginregla og í ákveðnum tilvikum geta fjármálastofnanir átt 20% til 100% hlut í öðrum fjármála- stofnunum. Þá er að finna í lögunum ákvæði sem heimilar undanþágur frá þessum reglum í sérstökum en ótil- greindum tilvikum. Það er þannig vel hugsanlegt að eignarhlutdeild í norskum fjármálastofnunum fari yfir <? Samsonite Fyrsta Samsonite verslunin álslandi hefur opnað f Skeifunni 7 undir sama þaki og Metró. Bjóðum allar gerðir af Samsonite töskum, harðar og mjúkar, stuttar og langar, stórar og smáar. 10% mörkin. Hins vegar er almenna takmörkunarreglan skýr. Ekki er að finna í norskum rétti sérstakar regl- m- sambærilegar þeim sem 11. grein bankatilskipunarinnar kveður á um. ESA hefur metið það svo að norsk stjómvöld telji að ekki sé þörf á sér- stakri lögfestingu á 11. grein banka- tilskipunarinnar þar sem ákvæðið um 10% hámarkseignarhlutdeild tryggi þá hagsmuni sem liggi 11. greininni til grundvallar. Stofnunin lítur hins vegar svo á að norsk stjóm- völd hafi ekki fært fram fullnægjandi rök er réttlæti nauðsyn 10% reglunn- ar. Að teknu tilliti til þessa telur stofnunin því að 10% reglan brjóti gegn EES reglum um frelsi í fjár- magnsflutningum og að hún geti þar með ekki komið í stað lögfestingar á 11. grein bankatilskipunarinnar.“ Að sögn Hallgríms er bréfið sem ESA sendi norskum stjómvöldum fyrsta skrefið í formlegri málsmeð- ferð stofnunarinnar. Þar er verið að kynna mat stofnunarinnar á meintu ósamræmi milli EES reglna og norskra laga á þessu sviði. Jafnframt sé í bréfinu óskað eftir því að norsk stjómvöld tjái sig um málið áður en stofnunin tekur ákvörðun um hvort senda skuli rökstutt álit í málinu. Aðspurður vildi Hallgrímur ekki tjá sig um áhrif umræddra EES reglna á hugsanleg lög hér á landi um dreifða eignarhlutdeild í bönkum. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaíi Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 ÍÆÍS PPi Wtri) Kr. 17.500 stgr. ká METRO SKÓ- OG TÖSKUVIÐGERÐIR Skeifan 7 • Sími 525 0800 UmboÖsmenn um allt land - Fóst i helstu útivistarverslunum Skemmtileg stemmning í Kringlunni í dag og langt fram á kvöld með lifandi tónlist, söng og gleði. íslistamenn sýna listir sínar frá kl. 15:00 fram á kvöld. Jólasveinar verða á ferðinni. (co\ Þ H R S E M#H J H R T fl fl S L ÍR Opið lil kl. 23:00 í kvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.