Morgunblaðið - 23.12.2000, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 21
EES reglur um fjárfestingar í fiármálastofnunum
Eignarhald raski ekki
KVÖLD
stj órnunarháttum
I 40. grein EES-samningsins og í til-
skipun Ráðsins (nr. 88/361/EBE) frá
24. júní 1988 er kveðið á um frelsi í
fjármagnsflutningum. Hallgrímur
Asgeirsson, lögfræðingur, sem fer
með mál er varða fjármálaþjónustu
hjá Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, í
Brussel, segir að þessar reglur nái
meðal annars til fjárfestinga í bönk-
um og lánastofnunum. Hömlur á slík-
um fjárfestingum séu þó hugsanleg-
ar í landsrétti á grundvelli sérstakra
og hlutlægra réttlætingarástæðna.
Vegna almenns frelsis til fjárfestinga
í lánastofnunum og þess hve mikil-
vægu hlutverki lánastofnanir gegni í
efnahagskerfi ríkja hafi á hinn bóg-
inn verið talið nauðsynlegt að setja
reglur sem hafi það að markmiði að
tryggja að eignarhald í lánastofnun-
um raski ekki skynsamlegum og
traustum stjómunarháttum í þeim.
Slíkar reglur sé að finna í annarri
Bankasameining
í Lettlandi
Rietumu sá
fjórði
stærsti
ÍSLANDSBANKI-FBA tilkynnti í
byrjun þessa mánaðar að hann
áformaði að kaupa 56,2% hlut í Riet-
umu-banka í Lettlandi. í sömu til-
kynningu kom fram að Rietumu-
bankinn hefði gert samning um kaup
á öðrum lettneskum banka. Sam-
kvæmt nýrri fréttatilkynningu frá
Íslandsbanka-FBA hefur Seðla-
banki Lettlands nú samþykkt kaupin
og þau ganga því í gegn. Um er að
ræða kaup Rietumu á 100% hlut í
Saules-banka og er ætlun Rietumu
að sameina bankana tvo.
í tilkynningunni kemur fram að
með sameiningunni verði til stærsti
banki á sviði fyrirtækjaviðskipta og
einkabankaþjónustu á Eystrasalts-
svæðinu, með eignir að andvirði um
40 milljarða íslenskra króna. Hinn
nýi banki muni veita fyrirtækjum og
einstaklingum þjónustu á sviði
greiðslumiðlunar, útlána, verðbréfa-
miðlunar, gjaldeyrisviðskipta.
Samkvæmt sömu heimild verður
nýi bankinn fjórði stærsti banki
Lettlands þegar miðað er við eignir.
Þú ert ó réttri leið
með þessari gjöf!
<2*
itrex
bankatilskipun Ráðsins (nr. 89/646/
EBE) frá 15. desember 1989.
EES reglur um öryggi og hæfni í
stjóm lánastofnana
Að sögn Hallgríms er m.a. kveðið á
um það í 11. grein bankatilskipunar-
innar að EES ríki skuli setja reglur
um að einstaklingum og lögper-
sónum sem hyggjast öðlast virka
eignarhlutdeild, þ.e. 10%, 20%, 33%
og 50%, í lánastofnunum sé skylt að
tilkynna það fyrst lögbærum yfir-
völdum í ríkjunum. Jafnframt kveði
11. greinin á um að rétt og skyldu yf-
irvalda í ríkjunum til að meta hvort
væntanleg eignarhlutdeild sé líkleg
til að hafa slæm áhrif á öryggi og
hæfni í stjórn viðkomandi lánastofn-
unar. í slíkum tilvikum beri yfirvöld-
unum að grípa til viðeigandi ráðstaf-
ana til að binda endi á slíkt ástand.
Slíkar ráðstafanir gætu t.d. verið lög-
bann, refsiaðgerðir gagnvart stjórn-
endum og forstöðumönnum eða
svipting atkvæðisréttar sem fylgir
hlutabréfum hluthafa og aðila sem
um ræðir.
Formleg málsmedferð ESA
vegna norskra reglna
ESA sendi norskum stjórnvöldum
í vikunni formlega tilkynningu vegna
reglna í landsrétti um eignarhald í
norskum fjármálastofnunum. í
fréttatilkynningu frá ESA kemur
fram það mat stofnunarinnar að
norsk lög samræmist ekki 11. grein
bankatilskipunarinnar og áðumefnd-
um EES reglum um írelsi í fjár-
magnsflutningum.
„Norsk lög setja almennar hömlur
á eignarhlutdeild í fjármálastofnun-
um með því að kveða á um að enginn
megi eiga meira en 10% hlut í slíkum
stofnunum," segir Hallgrímur.
„Þetta er meginregla og í ákveðnum
tilvikum geta fjármálastofnanir átt
20% til 100% hlut í öðrum fjármála-
stofnunum. Þá er að finna í lögunum
ákvæði sem heimilar undanþágur frá
þessum reglum í sérstökum en ótil-
greindum tilvikum. Það er þannig vel
hugsanlegt að eignarhlutdeild í
norskum fjármálastofnunum fari yfir
<? Samsonite
Fyrsta Samsonite verslunin
álslandi hefur opnað f
Skeifunni 7 undir sama þaki
og Metró.
Bjóðum allar gerðir af
Samsonite töskum, harðar og
mjúkar, stuttar og langar,
stórar og smáar.
10% mörkin. Hins vegar er almenna
takmörkunarreglan skýr. Ekki er að
finna í norskum rétti sérstakar regl-
m- sambærilegar þeim sem 11. grein
bankatilskipunarinnar kveður á um.
ESA hefur metið það svo að norsk
stjómvöld telji að ekki sé þörf á sér-
stakri lögfestingu á 11. grein banka-
tilskipunarinnar þar sem ákvæðið
um 10% hámarkseignarhlutdeild
tryggi þá hagsmuni sem liggi 11.
greininni til grundvallar. Stofnunin
lítur hins vegar svo á að norsk stjóm-
völd hafi ekki fært fram fullnægjandi
rök er réttlæti nauðsyn 10% reglunn-
ar. Að teknu tilliti til þessa telur
stofnunin því að 10% reglan brjóti
gegn EES reglum um frelsi í fjár-
magnsflutningum og að hún geti þar
með ekki komið í stað lögfestingar á
11. grein bankatilskipunarinnar.“
Að sögn Hallgríms er bréfið sem
ESA sendi norskum stjómvöldum
fyrsta skrefið í formlegri málsmeð-
ferð stofnunarinnar. Þar er verið að
kynna mat stofnunarinnar á meintu
ósamræmi milli EES reglna og
norskra laga á þessu sviði. Jafnframt
sé í bréfinu óskað eftir því að norsk
stjómvöld tjái sig um málið áður en
stofnunin tekur ákvörðun um hvort
senda skuli rökstutt álit í málinu.
Aðspurður vildi Hallgrímur ekki
tjá sig um áhrif umræddra EES
reglna á hugsanleg lög hér á landi um
dreifða eignarhlutdeild í bönkum.
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaíi
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
ÍÆÍS PPi
Wtri)
Kr. 17.500 stgr.
ká
METRO
SKÓ- OG TÖSKUVIÐGERÐIR
Skeifan 7 • Sími 525 0800
UmboÖsmenn um allt land
- Fóst i helstu útivistarverslunum
Skemmtileg stemmning í Kringlunni
í dag og langt fram á kvöld
með lifandi tónlist, söng og gleði.
íslistamenn sýna listir sínar
frá kl. 15:00 fram á kvöld.
Jólasveinar verða á ferðinni.
(co\
Þ H R S E M#H J H R T fl fl S L ÍR
Opið lil
kl. 23:00 í kvöld