Morgunblaðið - 23.12.2000, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 23.12.2000, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ 60 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 i$þj ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra sviðið kl. 20.00: ANTÍGÓNA eftir Sófókies Frumsýning annan í jólum 26/12 uppselt, 2. sýn. mið. 27/12 örfá sæti laus, 3. sýn. fim. 28/12 örfá sæti laus, 4. sýn. fim. 4/1 örfá sæti laus, 5. sýn. fös. 5/1 örfá sæti laus, 6. sýn. lau. 13/1 nokkur sæti laus, 7. sýn. / sun. 14/1 nokkur sæti laus. HORFÐU REIÐUR UM ÖXL eftir John Osborne Fös. 29/12, nokkur sæti laus, lau. 6/1, sun. 7/1, fös. 12/1. Smíðaverkstæðið kl. 20.00: MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI eftir Marie Jones Frumsýning lau. 30/12 kl. 16.00. uppselt, mið. 3/1, fös. 5/1, lau. 13/1, sun. 14/1. ÁSTKONUR PICASSOS - Brian McAvera Fim. 11/1 og fös. 12/1. GJAFAKORT I ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ - GJÖFiN SEM LIFNAR Wfl/ www.leikhusid.is midasala@leikhusid.is Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Miðasalan er opin mán.—þri. kl. 13—18, mið.—sun. kl. 13—20. - ; Ath! Opið til kl. 20 í dag, Þorláksmessu. Lokað á aðfangadag. C leðigjafarnir eftir Neil Simon Leikstjóri Saga Jónsdóttir Sýn. fös. 29. des kl. 20. sýn. lau. 30. des kl. 20. Barnaleikritið Tveir misjafnlega vitlausir eftir Aðalstein Bergdal. sýn mið. 27.12 kl. 15. Miðasala opin alla virka daga kl. 13—17 og fram að sýningu sýningardaga. Sími 462 1400. www.leikfelag.is Leikfélag íslands Gjafakort í Leikhúsið - skemmtileg jólagjöf sem lifir lengí 552 3000 Á SAMA TÍMA SÍÐAR kl. 20 Forsýn. mið 27/12 UPPSELT Frumsýn. fim 28/12 UPPSELT fös 29/12. A kort gilda ðrfá sæti laus lau 30/12. B kort gilda ðrfá sæti laus fös 5/1 kl. 20 C&D kort gilda ðrfá sæti fim 11/1 UPPSELT lau 13/1, E&F kon gilda ðrfá sæti fös 19/1, G&H kort gilda ðrfá sæti SJEIKSPÍR EING 0G HANN LEGGUR SIG lau 6/1 kl. 13 ðrfá sæti laus fös 12/1 kl. 20 lau 20/1 kl. 20 - J 530 3O3O SÝND VEIÐI fös 29/12 kl. 20 ðrfá sæti laus :r\.lA lau 6/1 kl. 20 ðrfá sæti laus i^rio,es.12/1 u- 2° TRUDLEIKUR fös 5/1 kl. 20 fim 11/1 kl. 20 Miðasalan er opin kl. 12-18 virka daga, kl. 14-18 um helgar og fram sýningu alla sýningardaga. Hópasala fyrir leikhús og/eða vehingahús er í síma 530 3042, opið kl. 10-16 virka daga. Ekki er hleypt inn f salinn eftir að sýning hefst. midasa!a@leik.is — www.leik.is BORGARLEIKHÚSIÐ Leikfélag Reykjavfkur Næstu sýningar MÓGLÍ e. Rudyard Kipling Þri 26. des kl. 14 FRUMS. - UPPSELT! Lau 30. des kl. 14 -ÖRFÁ SÆTI LAUS Sun 7. jan kl. 14 Leiksljóri: Bergur Þór Ingólfsson. Tónlistarstjóri: Óskar Elnarsson. Leikarar: Priðrik Friðriksson, Ellert A. InRi- mundarson, TbedórJúlíusson.Jóhann G. Jóhannsson, Gunnar Hansson, Halldór Gylfason, Katla Margrét Þoreeirsdóttir, Jóhanna Vigdís Amardóttir og Edda Björc Eyjólfsdóttir. Lýsing: ögmundur Þórjónannesson. Hljóð:Jakob Tryggvason. Búningar: Linda Björic Amadóttir. Leikmynd: Stígur Steinþórsson. Leikgervi: Sóley Björt Guðmundsdóttir. FALLEG GJAFAKORT Á MÓGLÍ, ÁSAMT VÖNDUÐUM STUTTERMABOL, ERU TILVALIN (JÓLAPAKKA YNGSTU FJÖLSKYLDUMEÐLIMANNA! Litla svið ABIGAIL HELDUR PARTÍ e. Mike Leigh Fös 29. des kl. 20 Lau 30. des kl. 20 Stóra svið SKÁLDANÓTT e. Hallgrfm Helgason Fös 29. des kl. 20 Lau 30. des kl. 20 IJEILL HEIMUR IEINU UMSLAGI! NY OG FALLEG GJAFAKORT Á LEIK- SYNINGAR BORGARLEIKHÚSSINS ERU GLÆSILEG JÓLAGJÖF. HRINGDU I MIÐA- SÖLUNA OG V© SENDUM ÞER JÓLA- GJAFIRNAR UM HÆL! HÁTÍÐARTILBOÐ Starfsfólk Borgarleikhússins óskar leikhusgestum gleóilegra jóla og farsældar á Komandi ári. Vió þökkum ánægjulegar samverustundir á árinu sem er aó íiða og hlökkum til að sjá þig á næsta ári! Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-16 og fram a6 sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 midasala@borgarleikhus.is www.borgarleikhus.is Missa Solemnis eftir Kristiinu Hurmerinta Einleikari: Jórunn Sigurðardóttir Sýning í kvöld á Þorláksmessu kl. 24.00 Sýning á aðfangadagskvöld kl. 24.00 „Jórunn Sigurðardóttir flutti einleikinn frábærlega...einstök helgistund í Kaffiteik- húsinu...hér er sýning sem óhætt er að mæla með á aðventunni..." SAB, Mbl. Sýningar á Evu, Háalofti og Stormi og Ormi verða teknar upp aftur á nýju ári. ■AllMIJiJimiiM Veður og færð á Netinu DBAUMASMIÐJAN GÓMR HÆ.S.MR eftlr Auði Haralds Aukasýning fös 29/12 kl. 20 Sýnt í Tjarnarbíói Sýningin er á leMstartiátíðinni Á mörkunum Hidapantanir í Iðnó i síma: 5 30 30 30 FÓLK í FRÉTTUM Ceres fjórir sendir frá sér Kaldastríðsbörn Fórnarlamb kalda stríðsins Ceres fjórir er ungur --7--------------------- Islendingur sem telur sig vera fórnarlamb kalda stríðsins. Hann hefur nú gefíð út geisla- plötuna Kaldastríðs- börn, þar sem hann hellir úr skáldabrunni sínum í fyrsta sinn opinberlega. Ásgeir Ingvarssyni spurði hann út í viðfangsefnið og hvers vegna ljóð- skáld gefur út plötu. Morgunblaðið/Ásdís Ceres fjórir við Höfða, þar sem upphafið að enda kalda stríðsins var sumpartinn markað. „CERES er lína á skákborði og svo var mér oft ruglað saman við und- irfataverslunina í Kópavoginum, svo til að gera skírskotunina við skák- ina skýrari bætti ég fjórum fyrir aftan,“ segir Ceres fjórir höfundur þulu-geisladisksins Kaldastríðs- börn. „Þetta er mín fyrsta opinberun. Það hefur náttúrulega verið áhuga- mál mitt lengi að sitja við skriftir en þetta er það fyrsta sem ég gef eitthvað frá mér opinberlega," segir Ceres, „og vonandi ekki það síð- asta.“ En hvað kom til að opnaðist fyrir skáldaflauminn ? „Ég er náttúrulega kaldastríðs- barn, og fæddur í miðju köldu stríði. Þetta var gríðarlega áhrifa- mikið tímabil í popptónlist, kvik- myndun og öllu sem átti sér stað á öldinni, og eins og allir aðrir varð ég auðvitað fyrireinhvers konar áhrifum. Með þessum geisladisk má segja að ég sé að gera upp þessa árganga af Þjóðvilja og Morgnn- blaði og fréttatímum Ríkisútvarps- og sjónvarps sem sitja í mér.“ Á diskinum fer Ceres fjórir, að eigin sögn, um víðan völl í efnisvali: „Eg kýs að kalla þau scape-ljóð, og þá er ég að vísa í verk Érrós. Það úir og grúir af allskyns verum og fólki í hans myndum. Hann teiknar til dæmis mynd eins og „Hitlers- cape“ og þá er Hitler, bókstaflega, tekinn í nefið. Þá er Hitler teikn- aður í 100-200 útgáfum í þessari einu mynd. í „Foodscape“ eru kannski 300 vörumerki af einhverj- um fæðuflokkum og umbúðum utan af mat á einu málverki. Svo það má segja að [geisladiskurinn] sé „Kaldastríðs-scape“ mynd af ís- landi. Eða víðáttumynd eins og list- fræðingamir hafa þýtt það á ís- lensku," segir Ceres og virkar örlítið banginn um að hljóma of djúphygginn. Platan er aðgengilegra form Það þykir óvenjuiegt að frum- burður skálds skuli vera geislaplata en ekki bók. „Þetta er bara aðgengilegra form, í fyrsta lagi. Ég er líka að hugsa til þess að ég veit varla til þess að nokkuð af því fólki sem stendur mér næst lesi ljóð. Það er náttúrulega fullt af ljóðaunnendum en ég held það séu miklu fleiri til- búnir að stinga plötu í tæki og láta hana rúlla í 30-40 mínútur heldur en að gefa sér tíma til að lesa.“ Næst á döfmni hjá Ceres er hugsanleg útgáfa á enskri tungu af efni geislaplötunnar „svo hægt sé að breiða út boðskap hans til fleiri en þeirra sem búa á íslandi, enda er þetta mál sem snertir alla heims- byggðina". Að auki vakir fyrir Cer- es að stefna stórveldunum fyrir þann skaða sem kalda stríðið olli heiminum, „fyrir að valda þessum ótta og kvíða hjá fólki“, eins og skáldið orðar það, „yfír því að fá kannski ekki að sjá morgundaginn, nema kannski blossann af sprengj- unni.“ Ceres fjórir nýtur á diskinum að- stoðar Dj Channel sem skapar áhrifahljóð fyrir ljóðaflutninginn. Geisladiskurinn er gefinn út af Eyranu ehf. (www.jon.is), nýfæddu útgáfufyrirtæki undir stjóm Jóns Ólafssonar tónlistarmanns. Hægt er að kaupa diskinn á heimasíðunni www.jon.is. Sagna- þulur sam- tímans TðNLIST Geislaplata KALDASTRÍÐSBÖRN Kcildastríðsböm - þulur úr köldu stríði, geisladiskur með ljóðskáld- inu Ceres 4. Hann les eigin kveð- skap sein skreyttur er áhrifa- hljóðum og tónlist DJ Channel. Halldór Gylfason leikstýrði og Jón Ólafsson hljóðritaði. Unnið í Eyr- anu í ágústmánuði árið 2000. ÞULAN er kveðskaparform skemmtilegt og virðist eilíflega vera vinsælt hjá þeim sem standa í geisla- diskaútgáfu og tónlistarbrölti ýmiss konar. Hver man t.d. ekki eftir hinu vinsæla dægurlagi við þuluna „Tunglið, tunglið, taktu mig“? Fyrir tveimur ámm gaf svo Bubbi Morthens út plötuna Arfur þar sem hann gerði þulunni góð skil. Á Kaldas tríðsbörn um er að finna fjórtán kviður hins dularfulla Ceres- ar sem gætu, með opnum huga, kall- ast þulur. Með opnum huga, segi ég, því ólíklegt er að ljóðlistarspekingar myndu skrifa undir þá fullyrðingu að hér væri um þulur að ræða. í fyrsta lagi fer Ceres það frjálslega með stuðla og höfuðstafi að mörgum menningarvitanum þætti sennilega nóg um. Stuðlasetningar eru reynd- ar á köflum með ágætum en höfuð- staf er oft ábótavant. Ég læt mér nú slíkar tæknilegar ambögur í léttu rúmi liggja en verð þó að viðurkenna pirring minn á vondu rími sem stöku sinnum má finna í kveðskap Ceres- ar: ,Albert Guðmundsson á þessum árum/í stað bolta, var með litla manninn á tánum“ (Vinir í stríði). Að brokkgengri bragfræði slepptri er kveðskapur Ceresar með því besta sem ég hef heyrt af ís- lenskum alþýðukveðskap um langt skeið. Ceres er vel að sérí sögunni og fer kíminn um víðan völl í frá- sögnum sínum af mönnum og mál- efnum kaldastríðsáranna. Stíllinn er hárbeittur og þótt Ceres sé fyrst og síðast fyndinn leynist nokkur ádeilu- broddur í kveðskapnum þar sem háðið er einatt vopnið. Áðurnefndur Bubbi Morthens fær t.d. skot í „Kaldastríðs- landinu Is- landi“: „Berj- ið ekki konur, leitið að betri lausnum/segir Bubbi og gengur með Mike Tyson húfu á hausn- um.“ Þessi til- vitnun, sem og fleiri, eiga að vísu við tímabilið eftir fall Berlínar- múrsins en meginþemað er þó engu að síður kalda stríðið. Þrátt fyrir kynngimagn- að innihald kveðskapar- ins er flutningur Ceresar enn magn- aðri. Hann virkar á mig svipað og gamlar fréttakvikmyndir frá ræðum Hitlers, ósvikin innlifun og svo geig- vænlegur sannfæringarkraftur að maður hættir næstum því að hlæja. Kannski fer Ceres að gera út af örk- inni með Hjalta Rögnvaldssyni? Áhrifshljóð og tónlist DJ Channels, s.s. Jón Ólafsson, eru haglega sam- settur fíflagangur og gott ef ekki má greina í tónsköpuninni háð í garð hinnar fyrstu kynslóðar manna sem geta kallað sig tónlistarmenn fyrir það eitt að kunna á tölvu. Kaldastríðsbörn er með skemmti- legri geislaplötum sem ég hef heyrt f\TÍr þessi jól. Leiftrandi kímni og háð með ótal skemmtilegum tilvís- unum í sögu seinni hluta tuttugustu aldarinnar. Góða skemmtun. Orri Harðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.