Morgunblaðið - 23.12.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.12.2000, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Úrskurður um Upphéraðs- og Norðurdalsveg Umhverfisráðherra liafiiar kærum UMHVERFISRÁÐHERRA hefur staðfest úrskurð skipulagsstjóra rík- isins um að fallist sé á fyrirhugaða lagningu Upphéraðs- og Norðurdals- vegar frá Atlavík að Teigsbjargi í Fljótsdalshreppi eins og henni er lýst í frummatsskýrslu Vegagerðarinnar og með mótvægisaðgerðum. Tvær kærur bárust ráðuneytinu í kjölfar úrskurðar skipulagsstjóra og hafnar ráðuneytið kröfum beggja. Vegarkaflinn er 17,2 km langur og fylgja um 15 km að mestu núverandi vegi en reisa á nýja 250 m langa brú yfir Jökulsá í Fljótsdal og nýjar 15-20 m langar brýr á Gilsá, Hengifossá og Bessastaðaá. Mai-kmið framkvæmd- arinnar er að leysa af hólmi burðar- litla vegi vegna umferðar sem fylgja fyrirhuguðum virkjunarframkvæmd- um norðan Vatnajökuls. Kærendur vildu aðra leið Önnur kæran vegna málsins var frá Hjörleifi Guttormssyni og Sigurði Blöndal og hin frá Guðmundi Péturs- syni, Önnu Jónu Ámmarsdóttur, Eyjólfi Ingvasyni og Þórdísi Sveins- dóttur. Var ein aðalkrafa beggja sú að framkvæmdin færi í frekara mat, valin yrði önnur leið en fallist var á í úrskurðinum, m.a. að ný brú yfir Jök- ulsá í Fljótsdal yrði innar í dalnum og að kannaður verði kostur þess að byggja nýja brú yfir Lagarfljót hjá Egilsstöðum sem fullnægja myndi þungaflutningum jafnt fyrir almenna umferð sem og flutninga vegna hugs- anlegra virkjunai'framkvæmda. I umsögn Vegagerðarinnar um kæruatriðið að þungaflutningamir fari fram norðan Lagarfljóts og að byggð verði ný brú yfir fljótið segir að sú leið sé vart raunhæf. Gert sé ráð fyrir að fi-amkvæmdir vegna Kárahnjúkavirkjunar gætu hafist ár- ið 2002 og megi þá strax gera ráð fyr- ir flutningi véla og tækja sem séu þyngri en núverandi brú yfir Laga- fljót getur borið. Kærendur höfðu sagt þessa þungaflutninga ekki hefj- ast fyrr en árið 2005. Þá telur Vegagerðin að besti kost- urinn sé svonefnd leið 1 en á kafl- anum í innanverðum Fljótsdal voru settar fram fjórar mögulegar leiðir. Snúast þær einkum um mismunandi staðsetningu nýrrar brúar yfir Jök- ulsá. Segir Vegagerðin að leið 1 sé besti kosturinn þar sem hringvegur- inn um Fljótsdal styttist um 15 km, leiðin bæti samgöngur innan sveitar- innar verulega og að með mótvæg- isaðgerðum verði reynt að draga úr neikvæðum áhrifum framkvæmdar- innar. Meðal þeirra er hætta á lón- myndun innan við nýtt brúarstæði og flóðahætta á ræktað land í því sam- bandi. Uón yrði bætt Segir Vegagerðin um það atriði að framkvæmdin hafi ekki áhrif á vatns- hæð í meðalrennsli Jökulsár og því ekki áhrif á stöðu grunnvatns á nesj- um ofan bníarinnar. Þá segir að ekki sé ágreiningur um að bændur eigi rétt á bótum ef framkvæmdin valdi tjóni á túnum. Vegagerðin hefur lýst því yfir að hún sé reiðubúin að leggja fram rannsóknaráætlun í samvinnu við Náttúrustofu Austurlands og Búnaðarsamband Austurlands þar sem gerð verði grein fyrir þeim rann- sóknum sem gera þurfi til að hægt verði að meta áhrif vegar og brúar á leið 1 á tún. Niðurstaða umhverfisráðherra er sú að staðfesta úrskurð skipulags- stjóra ríkisins frá 5. júlí 2000. Skreyttur slökkvi- liðsbíll SLÖKKVILIÐSMENN eru komnir í jólaskap. Þeir tóku sig til og skreyttu gamlan dælubfl og hífðu hann á þak slökkviliðsstöðvarinnar við Skógarhlíð í gærmorgun. Bfllinn er af tegundinni Ford árgerð 1946. Hann er í ágætis ásigkomulagi og vel ökufær en langt er þó síðan honum var síðast ekið í brunaútkall. Morgunblaðið/Júlíus Slökkviliðsbfllinn var hífður upp á þak slökkviliðsstöðvarinnar við Skógarhlíð. Forstöðumaður Póst- og fjar- skiptastofnunar um rekstrarleyfi á 900 MHz-tíðnisviði GSM-kerfís Metið hvort Is- landssími þarf allt tíðnisviðið PÓST- og fjar- skiptastofnun mun meta það með for- svarsmönnum Is- landssíma hvort fyr- irtækið hafi þörf fyrir alla þá tíðni sem fylgir rekstrar- leyfi til að starf- rækja farsímanet og -þjónustu sam- kvæmt GSM-staðli í 900 MHz-tíðnisvið- inu, en leyfið var boðið út fyrir skömmu. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Gústav Arnar, forstöðumann Póst- og fjarskiptastofnunar, en hann sagði að ef fyrirtækið hefði ekki þörf fyrir allt tíðni- sviðið yrði því, sem eftir væri, hugsanlega dreift til þeirra fyr- irtækja sem þegar væru á far- símamarkaðnum hérlendis. Eins og kom fram í Morg- unblaðinu á miðvikudaginn telur Póst- og fjarskiptastofnun að tvær umsóknir hafi borist í við- komandi rekstrarleyfi, annars vegar frá Islandssíma og hins vegar frá Tali. Sóttu ekki um rekstrarleyfi Þórólfur Árnason, forstjóri Tals, sagði hins vegar að fyr- irtækið hefði alls ekki sótt um rekstrarleyfi, því það hefði slíkt leyfi. Fyrirtækið hefði sótt um tíðniúthlutun í viðkomandi kerfi, því það teldi að Íslandssími, sem væri með rekstrarleyfi fyrir 1800 MHz-kerfi, hefði ekkert að gera við allt það tíðnisvið sem fylgdi því rekstrarleyfi sem boðið var út fyrir skömmu. Gústav Arnar sagði að það væri nú ekki ástæða til að gera mikið úr þessu máli með umsókn- ina. Póst- og fjar- skiptastofnun hefði tilkynnt Þórólfi að hún liti ekki á bréfið sem löglega um- sókn. „Þar með er málið útrætt af okkar hálfu,“ sagði Gústav. Varðandi þau orð Þórólfs að Islandssími hefði ekkert að gera við allt tíðnisviðið sagði Gústav að það væri hans skoðun. „Þegar kemur að því að gefa út leyfi þá verða viðræður um það hversu hratt og hversu mik- ið viðkomandi aðili þurfi af tíðn- um. Ef hann hefur ekki þörf fyrir tíðnir að því marki sem við höfðum gert ráð fyrir þá nátt- úrlega verða tíðnir afgangs til ráðstöfunar til annarra aðila.“ Tíðnin ekki ofáætluð Gústav sagði að miðað við það að Landssíminn væri með 12 MHz og Tal 7,6 MHz þá væru þau 4,5 MHz, sem nú væru í boði, ekki ofáætluð. „Við getum hins vegar ekkert dæmt um þetta fyrr en það kemur í ljós hvernig uppbygg- ingu þessa nýja leyfishafa verð- ur háttað.“ Gústav Arnar Nýskipaður forstjóri Byggðastofnunar hefur haft áhuga á byggðamálum frá því hann gerðist sveitarstjóri á Bfldudal 22 ára gamall Baráttumál landsbyggðarinn ar alltaf verið mér hugstæð Hann sagði að starf- semi Byggðastofnunar hefði verið öflug á und- anförnum árum. Þar starfaði hæft fólk undir traustri forystu. Hins vegar yrðu gerðar áherslubreytingar á starfseminni í Ijósi breyttra aðstæðna, meðal annars vegna flutnings stofnunarinn- ar til Sauðárkróks. Nýtt skipurit yrði einn- ig unnið fyrir stofn- unina og skipulagið gert þannig úr garði að hún yrði hæfari til þess Theodór Agnar Bjarnason þar með yrði okkur gert kleift að gera hana að sterkari lán- astofnun til atvinnu- lífsins í landinu," sagði Theodór ennfremur. Hann sagði að miklu skipti að standa vörð um og efla þróunarsvið stofnunarinnar. Einn- ig þyrfti að tengja hana betur því sem efst væri á baugi í þessum efnum erlend- is og nýta þá þekkingu og möguleika sem þar væru fyrir hendi, hvort sem um væri að ræða hugmyndir, tækifæri eða aðgang að fjármagni. Theodór Agnar Bjarnason, nýskip- aður forstjóri Byggðastofnunar, segist hafa haft mikinn áhuga á byggðamálum áratugum saman og telur að stofnunin muni hafa miklu hlutverki að gegna hvað snertir byggðaþróun á næstu árum og ára- tugum. Theodór er borinn og bamfæddur Bílddælingur. Hann segir að áhugi sinn á byggðamálum hafi lengi verið fyrir hendi eða allt frá því hann varð sveitarstjóri á Bíldudal árið 1974, aðeins 22 ára að aldri. „Þegar ég vann sem sveitarstjóri og síðar sem oddviti líka var ég í þessum byggðamálum af fullum krafti. Þetta var eiginlega mitt líf að berjast lyrir hagsmunum byggðar- lagsins, en það er auðvitað bara smækkuð mynd af því sem Byggða- stofnun stendur fyrir. Síðan hafa baráttumál landsbyggðarinnar alltaf verið mér hugstæð og ég er virkilega ánægður og þakklátur að vera sýnt þetta traust af hálfu stjórnar Byggðastofnunar. Það felur í sér einstakt tækifæri fyrir mig,“ sagði Theodór í samtali við Morgunblaðið. að taka á vandamálun- um þegar þau væru í uppsiglingu, en það væri afar mikilvægt. „Byggðastofnun er tæki fyrir stjómvöld og þeim mun hæfari sem við getum orðið, þeim mun betur verða stjórnvöld í stakk búin til þess að taka réttar ákvarðanir í byggða- málum. Það er ósk mín að við fáum meira fjármagn inn í stofnunina og að hún verði styrkt í þeim efnum en Þá þyrfti að stórauka upplysmga- starfsemi stofnunarinnar bæði inn á við og út á við. Skapa þarf betri skilyrði Theodór sagðist vera bjartsýnn fyrir hönd hinna dreifðu byggða. Snúa þyrfti þeirri þróun við að fólk flytti af landsbyggðinni. Skapa þyrfti mannlífi þar betri skilyrði hvað atvinnu, félagsmál og menning- arlíf varðaði og fjöldamörg tækifæri væru til þess, til dæmis með hinni nýju fjarskiptatækni. Theodór sagðist telja að það styrkti stofnunina að flytja hana út á land. Þar væri hún í sínu rétta um- hverfi og það myndi ekki há henni neitt þótt flestar valdastofnanir landsins séu í Reykjavík. Theodór er skipaður forstjóri Byggðastofnunar frá áramótum. Það munu þó líða einhverjar vikur af nýju ári áður en hann getur hafið störf af fullum krafti þar sem hann þarf að ganga frá málum varðandi starfið sem hann lætur af hjá Nor- ræna fjárfestingarbankanum, en þar hefur hann verið aðstoðarsvæðis- stjóri fyrir Danmörku. Þar hefur hann búið síðastliðin tíu ár og sagði aðspurður að vissulega yrðu það mikil viðbrigði að flytjast þaðan á Sauðárkrók. „Þetta er ögrandi breyting, en það líkar mér mjög vel. Ég er þannig gerður að það hentar mér vel að taka ákveðin stökk," sagði Theodór að lokum. S A semur við vélstjóra SAMTÖK atvinnulífsins hafa skrifað undir kjarasamning við Vélstjóra- félag íslands vegna vélstjóra í frysti- húsum og verksmiðjum sem gildir til janúarloka 2004. Laun hækka um 5,4% frá og með 1. desember 2000 en engin áfanga- hækkun er 1. janúar 2001. Kveðið er nánar á um tilhögun fyrirtækja- samninga og þar eru svipuðákvæði og í öðrum samningum að komi til þess að nefnd ASÍ og SA, sem fjallar um forsendur kjarasamninga, nái samkomulagi um breytingu á launa- lið eða að þeim verði sagt upp skuli sama gilda um þennan samning. --------------- Maður lést í fangageymslu RÚMLEGA þrítugur karlmaður lést á sjúkrahúsi í Reykjavík hinn 17. desember sl. en hann fannst meðvit- undarlaus í fangaklefa lögreglunnar tveimur dögum áður. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Reykjavík var maðurinn fluttur í fangageymslu fimmtudag- inn 14. desember. Hann mun oft áð- ur hafa gist í fangaklefa lögreglunn- ar, eingöngu vegna áfengisneyslu og ölvunar á almannafæri. Niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir og því er ekki ljóst hvað dró manninn til dauða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.