Morgunblaðið - 23.12.2000, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 23.12.2000, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 6, ■ ■swajjjh.a .sw.iUfaa EINA BÍÓIÐ MEÐ KRINGLUBlAaS mm 990 PUNKTA PERÐUÍBÍÓ Kringlunni 4-6, sími 588 0800 Lokað í dag, Þorláksmessu Opið annan í jólum Kaupið miða í gegnum VITið. Nánari upplýsingar á vit.is ^i vtt MWWH snMmum wNha E FtRIR 990 PUNKTt PERDUÍBÍÓ ri4i< riv^ niniinimitiiiuiiiiiii i' i'itttttti ri imiffJLn Snorrabraut 37, simi 551 1384 '^3 Lokað í dag, Þorláksmessu Opið annan í jólum Kaupið miða í gegnum ViTið. Nánari upplýsingar á vit.is Mfcj mwuBssBBm jm & 1 Lokað í dag, Þorláksmessu Opið annan í jólum LITTLE NICKY frumsýnd annan í jólum í svörtum fötum gefur út eigin lagasmíðar Sungið úti á götu Er hægt að vinna plötu frá grunni og gefa hana út á aðeins tólf dögum? Augsýnilega. SVO spyija strákamir í hljómsveit- inni í svörtum fötum inni í plötukáp- unni á Verkefni 1 sem þeir gáfu út þann 20. desember en tökur á henni hófust í stúdíóinu í glugga Skífunnar á Laugaveginum þann 8. desember sl. „Við vorum að spila á framhalds- skólaballi á Selfossi og lofuðum krökkunum að gefa út disk fyrir jólin og ákváðum að standa við það loforð,“ útskýrir Áki, bassaleikari I svörtum fötum sem best er þekkt fyrir að vera tökulagásveit. En meðlimimir ákváðu að semja öll lögin á upptökutíma- bilinu, fyrir utan eitt; „I feel good“ sem fékk að fljóta með. „Markmiðið var bara að búa til plötu,“ segir Áki. „Pað þýðir ekkert að vera fastur í tökulögunum, og hvorki semja né gefa neitt út, svo við ákváðum að drífa í þessu og við erum bara ánægðir með árangurinn. Annað er ekki hægt. Eins og heyrist þá er hljómurinn hrár, við leyfum mistökum að fljóta með og það er lifandi stemmning yfir plötunni. I seinasta laginu, „I feel good“, stóð Jónsi söngvari úti á miðjum Laugaveginum og söng lagið þar í upptökunni. Við vildum líka vera sýnilegir, það var bæði auglýsinga- brella og hluti af stemmningunni." Morgunblaðið/Árni Sæberg Hrafnkell gítarleikari einbeittur við upptökur í Skífunni. Áki segir plötuna gefa ágætis mynd af sveitinni. ,Auðvitað verður næsta plata unnin á öllu betri tíma en þetta eru samt okkar pælingar, við gerum þetta allt sjálfir þótt við eigum eftir að móta okkar eigin stfl betur.“ í svörtum fótum er nú komin í lang- þráð jólafrí eftir stífar upptökur og dansleikjahald sem endaði með út- gáfutónleikum uppi á Músík & mynd- um í gærkvöldi. „Þetta er búið að vera rosalega gaman, hugmyndin var bara svo biluð enda hafði enginn trú á að okkur myndi takast þetta. Svo þegar við sýndum fólki plötuna að tólf dögum liðnum missti það andlitið," segir Áki kíminn og ætlar að leggja sig. TFA gefur út myndsnælduna Skífuskank#2 Fyrsta sólóplata Jóhanns Ásmundssonar Morgunblaðið/Kristinn Ómar Ómar og Sesar A berjast fyrir hip-hopmenningunni á íslandi. Snúið, þeytt og skankað í ÞESSU litla landi þrífast allnokkrir litlir, en æði virkir, tónlistarkimar. Hip-hopmenningin hefur til að mynda einskorðast við heldur þröngan og lokaðan hóp og verið fremur dulin hinum almenna menningameytanda. Þessu vilja félagamir í TFA (Time For Action) breyta, eins og nafhið gefur til kynna, en fyrir stuttu var opnuð heimasíðan www.tfa.is. Einnig var félagsskapurinn að gefa út 90 mínútna myndband sem hýsir upp- tökur frá plötusnúðakeppninni Skífu- skank#2 sem fram fór þann 10. nóv- ember síðastliðin en hana er hægt að nálgast í gegnum heimasíðu TFA og í verslunum Brim og Þmmunni. Upp- taka frá Skífuskanki#l fylgir svo með á spólunni sem kaupbætir. „Þetta er fjórða plötusnúðakegpnin sem við stöndum fyrir,“ segir Ómar Ómar, talsmaður TFA. Með honum er Sesar A, rímlistamaður með meiru sem sá um framleiðslu myndbands- ins. Sesar bætir því við að hinn marg- verðlaunaði skífuþeytir frá Dan- mörku, DJ Shine, hafi verið á meðal dómara, og leiki hann listir sínar á spólunni. Strákamir segja spóluna vera fyrstu heiniildina um hip-hop menn- inguna á íslandi. „Það er til ákveðið hugtak, „Turntablism" eða plötu- snúðamenning" segir Sesar. „Þar er talað um plötuspilarana sem hljóðfæri en það eru nokkur ár síðan þetta kom til sögunnar. Þá eru menn að taka tvær plötur sem eru með sama takti og búa til eitthvað alveg nýtt, flækja þessu saman. Setja saman setningar úr tveimur plötum o.s.frv." Ómar og Sesar nefna til þá Rob Swift, Kid Koala og Mix Master Mike sem dæmi um listamenn sem hafa barist fyrir viðurkenningu listformsins. Þeim félögum þykir miður hversu mikið hip-hop menningin íslenska er í hvarfi frá sjónum almennings, segja aðgengi hennar að fjölmiðlum lítið. Þeir vonast eftir því að þessi athafna- semi þeirra geti bætt eitthvað úr þessu, m.a. með heimasíðunni nýju og nefna til síður eins og www.dording- ull.com (harðkjamarokk m.a.) og www.breakbeat.is (taktbrotstónlist og skyldar greinar) en þær hafa verið að sinna sínum geirum á viðlíka hátt, jafnt inn á við sem út á við. Draumurinn rætist Morgunblaðið/Kristinn Jóhann Ásmundsson: „...ég trúði því fyrst að þetta gæti orðið að veruleika fyrir um tveimur árum síðan.“ ÚT er kominn hljómdiskur- inn So low sem er fyrsta plata bassaleikarans góðkunna Jó- hanns Ás- mundssonar. Jóhann hefur verið einn fremsti bassa- leikari Íslands í árafjöld og ætti að vera fólki að góðu kunnur fyrir störf sín með Mezzoforte. En með þess- ari skífu hefur langþráður draumur loks orðið að veruleika. „Þessi hugmynd fæddist fyrir margt löngu en ég trúði því fyrst að þetta gæti orðið að veruleika fyrir um tveimur árum síðan," segir Jó- hann og er auðsýnilega ánægður með að þetta er loks komið í höfn. „Þá fór ég loks að þreifa aðeins fyr- ir mér með eigin tónsmíðar. Það er nú orðið þannig að maður getur unnið þetta mikið til heima við og bara allt í einu voru komin þarna nokkur lög. Síðan varð þetta til svona hægt og rólega á þessu tveggja ára tímabili." Jóhann segist svo hafa kýlt á að klára þetta af fyrir svona tveimur til þremur mánuðum síðan. „Ég er svo heppinn að hafa aðgang að mörgum af okkar bestu tónlistar- mönnum, maður þekkir þá nú svo marga eftir öll þessi ár. Við unnum þetta svo í skorpum." Það má gera því skóna að það sé ekki hlaupið að því að sinna eigin efni ef maður er mikið að spila á hljómleikum. „Það dregur svolítið úr manni ef maður er mikið að spila um helgar," samsinnir Jóhann. „En ég tók þá ákvörðun fyrir rúmum tveimur árum síðan að drífa mig í tónlistarskóla. Þar með skuldbatt ég sjálfan mig til að vinna að þessu af einurð.“ Jóhann segir langa skorpuvinnu hafa bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar. „Stundum fmnst manni þetta allt ómögulegt og vill henda þessu í ruslið og gleyma öllum svona pælingum. Svo tók ég bara lokaákvörðun um að klára þetta og þá var þetta eiginlega allt komið, það þurfti bara að setja lokið á kassann og ljúka þessu, ekki vera að hanga yfir þessu lengur. Þegar maður er heima við og er að spá í eigin spilamennsku getur maður farið í þessa þvflíku hringi og þá er þetta bara orðin martröð," segir Jó- hann og hlær að sjálfum sér. Hann segir diskinn vera í nokkuð beinu framhaldi af því sem Mezzo- forte var að gera. „Eftir á að hyggja finnst mér kannski að ég hefði átt að vera öllu djarfari. En þetta er frumraun mín sem laga- smiðs og maður er svona að læra á þetta. Nú er maður í þvi að byggja upp sjálfstraust og trú á sjálfum sér sem slíkum.“ Stutt Mótmælir úr ljónabúri ►ÞÝSKUR Ijónatemjari mun dveljast næturlangt í ljónabúri til að mótmæla brottflutningi sirkussins síns. Belgísk yfir- völd gáfu sirkusnum ströng fyrirmæli í síðustu viku um að yfirgefa það landsvæði sem hann stóð á. Raphacl Marcus Mischler, hinn hugdjarfi ljóna- temjari, sem jafnframt er son- ur stjómanda sirkussins, hyggst vekja athlygi á málstað sirkussins með þessum hætti. Raphael hyggst nota prik til að veijast ljónunum ef þau gerast of ágeng. „Ef ég sofna þegar kvöldi hallar þá get ég ekki fullvissað ykkur um að ég verði hér enn á morgun" sagði Ralph við blaðamenn meðan Ijónin horfðu á hann hungr- uðum augum. Fullkomin eiginkona? ► Það er misjafnt hvaða kosti mönnum finnst kona þurfa að hafa til að bera. Það virðist þó liggja nokkuð Ijóst fyrii- eigend- um pútnahúss í Tókýó. Þar gefst viðskiptavinunum kostur á íbúð sem innréttuð er sem „draumaíbúð" hins japanska karlmanns. Þai’ bíður hans ung og fögur „eiginkona" sem þjón- ar honum eins og hann óskar, horfir á þá sjónvarpsþætti sem hann kýs að horfa á, hlustar á hann fiill aðdáunar á meðan hann gortar af afrekum sínum í vinnunni þann daginn, forðast að íþyngja honum með eigin áhyggjum og vandamálum, eld- ar gimilegan kvöldverð og, að sjálfsögðu, kætir kauða í hjóna- herberginu. - Sannarlega full- komin eiginkona það. Nýtur þess að pirra ► Neal Terry er sestur í helg- an stein en hefur fundið upp á áhugaverðri leið til að stytta sér stundir. Að eigin sögn skemmtir hann sér við að pirra fólk. „Ég hef helgað líf mitt því að fara í taugamar á fólki. Það er náðargjöf mín“ segir hinn 78 ára gamli Dallasbúi „Eins og ég hef sagt sonum mínum: Þér á líklega ekki eftir að lynda við alla sem verða á vegi þfnum um ævina, svo láttu vaða og farðu í taugarnar á þeim!“ 15 ára Hexía? ►Hún Brandi Blackbear hefur farið í mál við skólayfirvöld í Oklahóma eftir að hafa verið vísað úr skóla í tvígang. Það má deila um hvort brottvísanimar vom ástæðulausar en Brandi var send burt eftir að hafa skrif- að skuggalegar athugasemdir í dagbók sína og í annað sinn þeg- ar aðstoðarskólastjórinn taldi víst að galdrakukl stelpunnar hefði gert kennara við skólann veikan. Að sögn hafa engin sönnunargögn enn fundist sem sanna að þessi 15 ára stúlka hafi valdið veikindum hjá fullorðn- um manni með Wicca-göldrum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.