Morgunblaðið - 24.12.2000, Page 4

Morgunblaðið - 24.12.2000, Page 4
T 4 B SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Hvert fór guð? Við viljum leyfa börnum okkar að vera börn eins lengi og kostur er vegna þess að við þekkjum í sjálf- um okkur þann söknuð sem fylgir okkur alla tíð eftir að við segjum skilið við bernskuna, skrífar Sveinbjörn I. Baldvinsson, þar sem við erum um leið að hlífa okkur sjálfum við þeim paradísar- missi sem við höfum öll upplifað með einhverjum hætti við það að fullorðnast. AÐ ER ekki ýkja langt síðan ungur drengur sem ég þekki var að ræða við foreldra sína um það hvaða önnur lífvera hann vildi helst vera. Drengurinn fór vítt og breitt yfir sviðið, lét ljón og tígrisdýr lönd og leið, sem og sætar kisur og krúttlega hvolpa, en staðnæmdist við fuglana. Hann sagðist sem sagt helst vilja vera fugl svo að hann gæti flogið upp í himininn til guðs og hitt ömmu sína og afa, langömmu og langafa. Foreldrarnir urðu væmnir í framan og mjúkir að innan yfir einlægninni, höfðu ekki mikið til málanna að leggja en kinkuðu kolli ótt og títt og lýstu þannig skilningi á þessari niðurstöðu. Nokkru síðar hugleiddi ég hvers vegna við bregðumst þannig við. Hvers vegna leiðum við ekki börnin í allan sannleika um flug- hæðir, ískristalla, súrefni og lofthjúp jarðar þegar tækifæri gefst, miðlum vísindunum sem efla alla dáð? Er það af umhyggju fyrir börnunum? Svarið við þeirri spumingu er líklega bæði já og nei. Við viljum leyfa bömum okkar að vera börn eins lengi og kostur er, vegna þess að við þekkjum í sjálfum okkur þann söknuð sem fylgir okkur alla tíð eftir að við segjum skilið við bemskuna. Við erum sem sagt um leið að hlífa okkur sjálfum við þeim paradísarmissi sem við höfum öll upplifað með einhverjum hætti við það að fullorðnast. En hvert fór guð? Hvert fór hann þegar hann hætti að vera handan við skýin og blámann með dána fólkinu í hvítu engla- sloppunum? Einfaldast er kannski að segja sem svo að guð sé ekki til og láta hann hafa fyrir því að sanna sig og upprana sinn eins og hvern annan ferðalang, en það er satt að segja ekki í fullu samræmi við ýmislegt sem maður hugsar stundum. tundum vill maður nefnilega gjaman trúa því að guð sé til og geti gert eitt- hvað í málunum, helst þegar maður er sjálfur úrræðalaus, svo sem á ferðalagi í flugvél í þramuveðri. Þá reynir maður kannski að höfða til velvildar hans með þögl- um og hógværam loforðum um að reyna að vera skikkanleg manneskja, góður við börn sín og maka og að leitast þannig %dð að gera heiminn ekki verri með tilvist sinni, sem nú sé sem sagt hætta búin. Halló! HUGSAÐ UPPHÁTT Frá upphafi hefur maðurinn tignað þann mátt sem virðist meiri en hans eigin. I forn- um átrúnaði er máttur þessi bæði sýnilegur og áþreifanlegur. Sól, veður, haf, veiðidýr og svo framvegis. I þessum átrúnaði era skiln- ingarvit hvers manns þau vísindatæki sem þarf til að sanna tilvist guðs eða guða. Við þurfum ekki að leita langt. Norræn goð eru mörg hver manngerðir fulltrúar náttúruaflanna. í gömlum bænum úr keltneskri kristni, sem væntan- lega er sú kristni sem hér festi fyrst rætur með kristnum landnámsmönnum og kelt- neskum þrælum, er guð yfir og allt um kring í vindi, á landi og sæ. Allt stendur þetta okk- ur nærri. Með stofnun kirkjunnar sem valdatækis og arftaka rómverska keisaradæmisins breyttist þetta með þátt skilningarvita hvers og eins í því að skilja guð. Guð varð fjar- lægur, tjáði sig ekki við neinn nema preláta og þá örugglega á latínu. Prelátamir sögðu svo alþýðu manna hvað guð vildi, hvers hann krafðist af þeim og hvað hann bannaði þeim jafnvel að hugsa, hvað þá gera. Það segir svo sína sögu um þrjósku Islendinga og traust á eigin skynjunum að enn telur þjóðin land okkar fullt af dularfullu lífi og afli inni í klett- um, hólum og steinum, þrátt fyrir 1000 ár með kristinni kirkju sem hafnar öllu slíku. Eins er því varið með guð okkar flestra á þessum tímum tækni og upplýsinga. Hann er þarna enn, þótt við teljum ekki endilega rökrétt að mæla okkur reglulega mót við hann í þar til gerðum byggingum. Við merkjum tilyera hans af fegurð him- insins sem jafnvel í'skammvinnri birtu jóla- daganna Ijær hvössum og fjarlægum fjalls- eggjum ójarðneskan blæ og breytir dumbshafinu í bláan sálm. ess konar nánd guðs er allt sem við þurfum til að rifja upp að hvað sem líður staðreyndum um flughæðir, ís- kristalla, súrefni og lofthjúp gætum við líka, ef við hefðum vængi, flogið til móts við horfna ástvini okkar. Jðlabatl Siglfirðingafélagsins verður haldið 27. desember kl. 17.00 í sal FÍH í Rauðagerði 27. Nefndin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.