Morgunblaðið - 24.12.2000, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 24.12.2000, Qupperneq 18
18 B SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís Strákarnir í Álftamýrarskóla voru í banastuði, dönsuðu eins og sannir herramenn og tóku vel undir mcð jólasveinunum og kennurunum þegar jólalögin voru sungin. JÓLIN eru nú gengin í garð. Þau eru forn hátíð og kennd við ýmislegt, hátíð Ijóss og friðar, fæðingu frelsarans og hin seinni ár ekki síð- ur hátíð kaupmanna og neyslu- samfélagsins. Allir eiga að fá gjafir og eta sig metta. Allir að vera glað- ir, stroknir, kátir og sælir. Það er þó ekki raunin eins og kunnugt er. Umfram allt eru jólin þó hátíð larnanna og margt er það í aðdrag- anda jólanna og síðan helgihaldinu ijálfu sem endurspeglar það. Óhætt er að segja að börnin taki jólunum fagnandi og það er um- fram allt barnsleg upplifun þeirra á jólunum sem viðheldur dulúð þeirra. Þau halda t.d. lífinu í jólasveinatrúnni og það er barnanna vegna að þeir rumska í {jöllunum og fara að tínast til byggða þrettán dögum fyrir jól. Börnin eru ekkert að láta það rugla sig í riminu þó að sveinamir séu ýmist íklæddir gömlum þjóðlegum lörfum eða snyrtilegum vestrænum rauðurn jakkafötum. Þau láta það enn síður rugla sig í ríminu á hvem hátt þessi ofurmenni koma því um kring að setja í skó allra þægra barna í landinu og gefa sér samt tr'ma til þess að mæta á jólatrés- skemmtanir og standa þar vaktina sem hrókar alls fagnaðar. Börnin hafa svör við öllu. Þar sem ekki eru strompar eða gluggar með opn- anlcgum fögum skríða þeir inn um póstlúgur. Engu skiptir þótt stöku barn bresti í grát við að sjá jóla- svein í fyrsta skipti. Svona háværir skeggjaðir gaurar verða ekki á vegi manna á hveijum degi. En börnin em fljót að jafna sig. Án jólasveina stæðu jólin varla undir nafni. Þó að þeir fullorðnu geri allt vitlaust og kyndi undir neysluþjóð- félaginu sem aldrei fyrr einmitt á jólunum em það bömin sem standa vörð um hin gömlu, góðu og réttu gildi jólanna. Ljósmyndarar Morg- unblaðsins voru á ferðinni síðustu daganna fyrir hátíðimar og festu á filmu jólaskemmtanir barnanna á nokkrum völdum stöðum. Þar sveif hinn sanni andi jólanna yfír vötn- um. Morgunblaðið/Ásdís Dansinn dunaði í jólastemmningunni á Barnaspítala Hringsins. Börn og fullorðnir, sjúklingar og starfsfólk tóku þátt í jólagleðinni af innlifun. Morgunblaðið/Kristinn Jólasvcinninn sem kom á jólaball Morgunblaðsins var fagmannlegur. Morgunblaðið/Ásdís Grýla kom við í Sólhlíð á dögunum. Ekki hefur hún fríkkað, blessunin, en af svip barnanna má þó merkja að hún hefur látið af barnaáti. Morgunbiaðið/Ásdís Jólasveiflan var Iétt hjá þessum krökkum á Barnaspitala Hringsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.