Morgunblaðið - 24.12.2000, Page 22

Morgunblaðið - 24.12.2000, Page 22
22 É SUNNUDAGUR 24. DÉSEMBER 2000 m’orgXjnb'ladid íslendingar hafa löngum bundið sterkar tilfinningarvið rjúpuna, þennan einkenn- isfugl vetrarins ogtákn um sakleysi - ritað um hana, ort Ijóð, teiknað og málað. En landsmenn hafajafnframtígegnum tíðina nýtt sér fuglinn til matar og sem veðurspámann. Og slíkt hafa aðrar þjóðir á norðurhveli einnig gert. Sigurður Ægisson kynnti sér nánar þá hluti og ýmislegt fleira sem þjóðtrúin hefur um þennan merkilega fugl að segja. ENGINN fugl er jafn eftirsóttur meðal veiðimanna hér á landi og rjúpan og eflaust hefur svo verið allt frá upphafi byggðar. Elstu rituðu heimildir um slíkar veiðar á íslandi eru frásagnir af Droplaugarsonum á Amheiðarstöðum í Fljótsdal, Helga og Grími, sem „höfðu það jafnan til skemmtanar að fara að rjúpum“. Áður fyrr voru rjúpnaveiðar tölu- vert stundaðar í atvinnuskyni og er talið að öldum saman hafi landsmenn veitt á bilinu 150-300 þúsund rjúpur á ári, allt eftir því hvað stofninn var stór, og var talsvert flutt út af þeim. Ekki mun það vera gamall siður að borða rjúpur á jólum hér, en hann virðist elstur á Austurlandi. Hefur Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi leitt að því getum, að rjúpur hafi íyrrum aðallega verið jólamatur fá- tæklinga, sem ekki höfðu ráð á að slátra til jólanna. En nú á tímum er málum öðruvísi háttað, því áætlað er að um 10 þúsund íslendingar haldi til fjalla í upphafi vetrar ár hvert, til að reyna að næla sér í þá villibráð á há- tíðarborðið. Árið 1998 voru skotnar um 110 þúsund rjúpur, sem er um 10% af stofninum. Er litið á rjúpna- veiðar fremur sem tómstundagaman og hafa fáir af þeim miklar tekjur. Á seinni árum hafa miklar deiiur staðið um réttmæti þessara veiða og hafa menn skipst þar í tvær fylkingar. Hánorrænn fugl Rjúpan er hánorrænn fugl, aðlag- aður lífi í vetrarhörkum. Heimkynn- in eru í löndunum allt í kringum norðurpólinn en einangraðir ijúpna- stofnar finnast auk þess í háfjöllum suður um Evrópu, t.d. í Ölpunum og Pýreneafjöllum, og líka í fjallgörðum Síberíu að Altaífjöllum í Mongólíu, í hæstu fjöllum í Mið-Honshu í Japan, í Skotlandi og á Nýfundnalandi. ís- lenska rjúpan er skyldust norður- amerískum ijúpum og hefur sam- kvæmt því numið land hér úr vest- urátt einhvem tímann á jökul- tímanum, hefur líklega notfært sér ísalög til að komast yfir Grænlands- sund til Vestfjarða. Og enn gerist það að ijúpur frá Norðaustur-Græn- landi flækjast hingað á vetrum, ann- að slagið. íslenska fuglsheitið ijúpa er æði gamalt í málinu, kemur þegar fyrir á 13. öld, í Snorra-Eddu. En önnur heiti þessarar tegundar eru m,a. fjall (a)ijúpa, háfjallaijúpa, heiðaijúpa og snærjúpa. Á meðal ijúpnaskyttna er stundum notað orðið hvítlóa. Karl- fuglinn er að auki nefndur hróker(r)i, karri, ker(r)i, ijúp(u)karri, ijúp(u) ker(r)i og ropkarri. Islenska þjóðtrúin íslensk þjóðtrú hefur ýmislegt af ijúpunni að segja. Eðlilegast er að geta í fyrstu kynna hennar og al- mættisins, en þau áttu eftir að verða afdrifarík. í þjóðsagnasafni Sigfúsar Sigfússonar er eftirfarandi sögu um það að finna: „Rjúpan, sem er systir fálkans, er snotur fúgl og hraðfleygur. Það er vöm hennar móti bróður sínum, fálk- anum, að hún verður samlit snjónum á vetrin, en jörðinni á sumrin, og gengur honum því illa að sjá hana. Það er gömul sögn, að Guð bauð Sankti Maríu að kalla saman alla fugla og prófa hlýðni þeirra við sig, með því að leggja fyrir þá ýmsar þrautir. María bauð þeim að vaða logandi bál. Hlýddu þeir allir, nema rjúpan. Hún bar það fyrir sig, að hún sviði fiðrið af fótum sér. „Sértu þá héðan frá loðin um fætuma,11 sagði María. „En af því að þú óhlýðnaðist boðinu, þá skal bróðir þinn sitja um líf þitt og drepa þig sér til matar, og þó sér óvitandi, en kenna ætíð, þá kemur að hjartanu." Þetta varð.“ Útgáfa Jóns Ámasonar þjóð- sagnasafnara er svona, í ritverkinu íslenzkar þjóðsögur og ævintýri: „Einu sinni boðaði María mey alla fuglana á fund sinn. Þegar þeir komu þangað skipaði hún þeim að vaða bál. Fuglamir vissu að hún var himna drottning og mikils megandi. Þeir þorðu því ekki annað en hlýða boði hennar og banni og stukku þegar all- ir út í eldinn og í gegnum hann nema ijúpan. En er þeir komu í gegnum eldinn vom allir fæturnir á þeim fið- urlausir og sviðnir inn að skinni og svo hafa þeir verið síðan allt til þessa dags og hlutu þeir það af því að vaða bálið fyrir Maríu. En ekki fór betur fyrir rjúpunni sem var sú eina fuglategund sem þrjóskaðist við að vaða eldinn, því María reiddist henni og lagði það á hana að hún skyldi verða allra fugla meinlausust og vamarlausust, en undireins svo ofsótt að hún ætti sér ávallt ótta vonir nema á hvítasunnu, og skyldi fálkinn sem fyrir öndverðu átti að hafa verið bróðir hennar æv- inlega ofsækja hana og drepa og lifa af holdi hennar. En þó lagði María mey rjúpunni þá líkn að hún skyldi mega skipta lit- um eftir árstímunum og verða alhvít á vetrum, en mógrá á sumram, svo fálkinn gæti því síður deilt hana frá snjónum á vetuma og frá lyngmóun- um á sumrum." Aðrir segja frá viðskiptum Maríu og rjúpunnar á þessa leið: „Einhverju sinni áttu allir fuglar að vaða yfir eld og þá brann loðið eða fiðurhýjungurinn af fótum þeirra því þeir vora áður allir loðfættir sem enn nú er rjúpan. En það var henni til liðs og líknar að hún fór til Maríu meyjar og bað hana ásjár og kvaðst ei mega missa fótadúnsins þegar hún þyrfti að ganga úti í öllum mestu vetrar- hörkum. María bað hana að setja fót sinn í lófa sér; síðan fór hún fingrum um fætur henni og kvað hana nú ei Þessi mynd er úr „Vogelbuch" frá árinu 1598, sem var rituð af svissneska náttúrusagnfræðingnum Conrad Gesner. Hún á að sýna ijúpur, leitandi skjóls í fönn, eins og þær raunar gera í miklum kuldum og óveðrum. Veiðimenn þekktu að sjálfsögðu hvernig ijúpan bar sig að, en sjaldnast var á þá hlustað, enda taldir ómennt- aður lýður. Fyrir vikið báru túlkanir hinna drátthögu listamanna sannleikann gjarnan ofurliði, eins og hér sóst. Helstu óvinir rjúpunnar eru fálkar, hrafnar og refir, en auk þess leggja margar aðrar tegundir villtra fugla sér ijúpu til munns. Þá er ótalin mannskepnan, sem veldur henni líklega drýgstum skaðanum. Rjúpna- veiðar hafa eflaust verið stundaðar hér frá upphafi byggðar; Iengi framan af með snörum, en þegar á leið með skotvopnum. A tímabili var mikið flutt af ijúpu til útlanda, árið 1927 t.d. um 270 þúsund fuglar. 01- íumálverk eftir listakonuna Ríkey; Fálkar, ijúpur og veiðimenn. saka mundi. Og svo vóð rjúpan eld- inn sem aðrir fuglar og sakaði ekki og því er hún ein fugla loðfættust.“ Vor og sumar Næst er að athuga það sem tengist vori og sumri. „Þegar maður finnur fyrst á vorin ijúpuhreiður skal ekki taka eggin undan henni heldur láta hana verpa við,“ skrifar Jón Árnason. „En það má með því móti, að maður setji lít- inn staur upp á endann niður, sumir segja í mitt hreiðrið milli eggjanna en aðrir utan við hreiðrið og hinir þriðju segja að það nægi að leggja tréspæni í hreiðrið svo hærra beri á þeim en eggjunum. Þegar búið er að þessu og maðurinn er genginn burtu sest rjúpan á eggin og verpir við þangað til hún hefur orpið svo mörg- um eggjum að staurinn fer í kaf eða að eggjahrúgan taki jafn hátt hon- um, sé hann settur fýrir utan hreiðr- ið, og þaðan er orðskviðurinn að „rembast eins og ijúpan við staur- inn“ dreginn. Sagt er að rjúpan haldi áfram að verpa þangað til hún hefur orpið 19 eggjum en deyi af hinu 20. Skal því hafa gætur á að taka burt staurinn og eggin úr hreiðrinu þegar 19 era komin því níðingsverk þykir það að pynta fyrst rjúpuna með þessu til að verpa og láta hana síðan bíða dauða af því.“ Hér má nefna, að áþekk sögn, er- lend, er til um æðarfuglinn. Hitt er svo annað, að fleiri skýr- ingar eru til á upprana orðtaksins sem Jón nefnir. Ein er sú, að það komi frá þeim tíma er menn veiddu ijúpur með því að leggja snörur í bit- hagana. Gekk þessi veiðiaðferð út á, að snörumar lentu um háls fuglanna og kæfðu þá misfljótt; ef fuglarnir rembdust við að losna, gekk þetta hraðar fyrir sig. Og þriðja skýringin er rakin til þess, að menn tjóðraðu gjaman rjúpur við staura og notuðu sem agn við fálkaveiðar á öldum áð- ur. Var þá spotti bundinn í annan fót þeirra, nógu langur til að þær gætu flögrað örlítið um og vakið þannig at- hygli ránfuglanna. Sagt er að fjöldi eggja í rjúpu- hreiðri endi alltaf á oddatölu, og eins hitt að ef fyrstu eggin sem maður finnur á ævinni era í rjúpuhreiðri eigi hann að eignast jafnmörg börn og þar era. Aðrir segja að einu gildi hvaða hreiður maður rambi fyrst á, bamatalan fari eins eftir eggjafjöld- anum fyrir það. Taki maður eggin verður að fara gætilega, því jafn- mörg börn manns koma til með að deyja og eggin era sem brotna. Og sé um einhver fúlegg að ræða, á maður að eignast jafnmörg lausaleiksbörn. í bók Ingólfs Jónssonar frá Prestsbakka, Þjóðlegar sagnir og ævintýri, er saga þessu tengd, höfð eftir öldraðum Áustfirðingi. Hún fjallar um Pál nokkum og kynni hans af rjúpuhreiðri, en orð lá á, segir þar, að Páll vissi meira en aðrir menn. Frásögnin, sem er í dæmisögustíl, er annars á þessa leið: „Eitt vorið, þegar óvenju hart var í ári, gekk Páll út á heiðina til að huga að eggjum. Fann hann þá rjúpu- hreiður með tólf eggjum. Rjúpan barði vængjum og bar sig illa. Fannst Páli hann skynja hugsanir hennar eins og töluð orð, en þær vora: „Þú, Páll, átt böm og getur því skilið mig. Lofaðu mér að halda sem flestum mínum.“ Páli fannst þetta sanngjamt og tók aðeins fjögur egg. Hélt hann svo brátt heim og leið þetta atvik senn úr huga. Seint á túnslætti vaknaði Páll einn morgun við vængjablak á glugga yfir rúmi sínu. Klæddi hann sig og fór út. Var þá komin rjúpan, sem hann hafði hitt á liðnu vori, með unga sína átta talsins. Gerði hún Páli skiljanlegt, að hún vildi fá hann með sér niður túnhallann. Lét Páll það eftir henni, en neðan við túnið rann á. Var þar stundum veiðivon, en stopul mjög. Rjúpan stefndi að ánni og stað- næmdist með ungahóp sinn við dálít- inn hyl. Áin var vatnslítil eftir lang- varandi þurrka og hylurinn nánast sem pollur. Páll ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum, þegar hann sá átta væna laxa liggja i hylboranni, jafnmarga og böm rjúpunnar, þau er hann hlífði fyrr. Hann lét ekki langan tíma fara til ónýtis, heldur óð út í hyl- inn og hafði innan skamms náð öllum löxunum með beram höndum og komið þeim á þurrt land. Eftir að hafa þrætt laxana á snæri, sem hann tók úr vasa sínum, fór hann að huga að rjúpunni. Hún var farin sína leið með fjölskyldu sína. Páll kom þennan morgun færandi hendi heim í bæinn sinn og varð þar hin bezta laxaveizla eins og nærri má geta. Um veturinn, þegar jarðbönn urðu á heiðinni, kom rjúpan, vinfugl Páls, með unga sína stóra og fullfleyga. Páll miðlaði þeim moði úr fjárhúsi sínu og hélzt vinátta þeirra um hríð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.