Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 B 31, Salmonellu-sýking getur reynst lífshættuleg Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. NÝ DÖNSK rannsókn hefur leitt í ljós að salmonellusýking getur reynst lífshættuleg jafnvel þótt tekist hafi að lækna þá sem sýkst hafa af henni. Samkvæmt rannsókninni aukast líkurnar á því að fólk látist innan tveggja ára eftir að hafa sýkst af salmonellu umtalsvert. Dönsku sérfræðingarnir sem gerðu rannsóknina hafa ekki viljað segja um hversu mikla aukningu er að ræða fyrr en þeir hafa fengið niðurstöðurnar birtar erlend- is, að því er segir í Politiken. Einkum er um að ræða salmonellu af teg- undinni DT 104 sem hefur fundist í æ rfkari mæli í dönsku svínakjöti. Bakterían er ónæm fyrir að minnsta kosti fimm tegundum sýkla- lyfja en niðurstöður vísindamanna við Dönsku rannsóknarstofnunina í ónæmisfræðum benda til þess að því ónæmari sem salmonellubakt- erían er, því hættulegri sé hún. Augljós munur Sérfræðingarnir hafa fylgst í tvö ár með hópi fólks sem veikst hefur af salmonellu og borið hann saman við úrtak fólks sem ekki hefur fengið salmonellusýkingu. Reyndust dauðsföll mun fleiri í hópnum sem fengið hafði sýkinguna. Sérfræðingarnir hafa sent niðurstöður sínar til New England Journal of Medicine til birt- ingar og viljaekki tjá sig frekar um þær fyrr en þær hafa verið birtar þar. Dönsk landbúnaðaryfirvöld hafa brugðist við með því að herða eftirlit með svínakjöts- framleiðendum þar sem salmonellusýking hef- ur fundist, svo og hert kröfur um eftirlit í sláturhúsum. Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-16 Færeyjar Kosið á ný vegna íslenskr- ar konu Þórshöfn. Morgunblaðið. ÍSLENSK kona, Margrét Jóhanns- dóttir, sem búið hefur í bænum Hov á Suðurey hefur nú orðið þess valdandi að kjósa verður á ný í sveitarfélaginu. í bæjar- og sveitarstjórnarkosn- ingum í síðasta mánði var Margrét í framboði og náði kjöri. Frétt um mál- ið í færeyska sjónvarpinu varð hins vegar til að nefnd, sem hefur eftirlit með kosningum, fór að kanna málið og komst að þeirri niðurstöðu að Margrét væri ekki kjörgeng þar sem hún væri enn íslenskur ríkisborgari. I samtali við færeyska sjónvarpið segir Margrét að hún hafi talið að hún væri kjörgeng í sveitarstjómar- kosningunum þar sem hún hefði kosningarétt í Færeyjum. Hefur hún boðist til að falla frá sæti sínu á listanum og láta aðra manneskju koma í sinn stað. Það mun hins vegar ekki duga til, ef full- nægja á reglum og því verða íbúar Hov að ganga til kosninga á nýjan leik. Ákveðið hefur verið að halda kosn- ingar 6. febrúar á næsta ári og mun einungis þeim er höfðu kosningarétt í kosningunum í nóvember sl. verða leyft að kjósa. Þeir sem flutt hafa til bæjarins í millitíðinni verður ekki leyft að kjósa. ------4-4-*------ Stundarsigur HUGO Banzer, forseti Bólivíu, lýsti í fyrradag yfir sigri í baráttunni við kókaræktendur í landinu og sagði, að búið væri að uppræta kókaakrana að langmestu leyti. Hefðu kókaakrar á 43.000 hekturum lands verið eyði- lagðir á síðustu þremur árum. Sendi Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, honum heillaóskaskeyti í tilefni af sigrinum í baráttunni við kókarækt- endur, eiturlyfjabaróna og annan óþjóðalýð en á sama tíma efndu kókaræktendur til mótmæla í borg- inni Chimore, sem er 580 km suður af höfuðborginni, La Paz. Þar fórn- uðu þeir kókalaufum til að leggja áherslu á, að kókarækt væri eftir sem áður einn af undirstöðuatvinnu- vegum landsins að þeirra mati. Aðsendar greinar á Netinu ^mbl.is -ALL.TAf= en-TH\SA£J A/ÝTT Ætlar þú að gera samning um lífeyrissparnað fyrir úramót? Hjá VIB getur þú valið á milli eftirtalinna ávöxtunarleiða. ALVÍB, séreignarsjóður (aldurstengd verðbréfasöfn) Ævileiðin. Inneign sjóðfélaga færist milli aldurstengdra verðbréfasafna eftir aldri Ævisafn I (hentar fyrir 44 ára og yngri) Ævisafn II (hentar fyrir 45 ára til 64 ára) Ævisafn III (hentar fyrir 65 ára og eldri) Eftirlaunareikningur VÍB Sjóður 1 - innlend markaðsskuldabréf Sjóður 5 - innlend ríkisskuldabréf Sjóður 6 ' innlend hlutabréf Sjóður 10 - úrval innlendra hiumbréfa Astra - Grunnsafnið ALVÍSerfjölmennastiséreignarsjóðurinnmeðrúmlega Astra - Heimssafnið l3-2,5? sjóðféiaga a \/ fn’X A Eftirlaunareikningi getasjóðfélagarbúiðtil CVStra ' VaXtarSatniÖ sinneiginséreignasjóðmedinnlendumog/eðaeriendum Astra -21 öidin verðbréfum, eftír því sem hentar hvetjum og einum. Hiutabréf, einstök félög skráð á aðallista Verðbréfaþings íslands sem hafa verið rafvædd. Hvað á að gera? era samnmq um lífe iyrissparnað þarft þú fy,air 1 Ef þú vilt qera samnínq bara að fylla út eyðubíað sem tyiair með bæklingi um lífeyrissparnað sem þú getur fengið hjá VÍB, eða I næsta útibúi islandsbanka. Þú getur lika sótt samningseyðublaðið á vib.is eðahringt til okkar og við sendum þér það. Svona einfalt er það! • Þú fyllir út samning um lífeyrisspamað og sendir hann til VÍB á Kirkjusandi. • Við sjáum um að tilkynna launagreiðanda um samninginn. • Launagreiðandi greiðir viðbótaríðgjöldin til VÍB. Tækifæri sem enginn má missa afl Q VÍB er hluti af Ísiandsbanka-FBA hf. Kirkjusandi • Simt 560-8900 • www.vih.is • vib@vih.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.