Morgunblaðið - 24.12.2000, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 24.12.2000, Qupperneq 36
36 B SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Þeim fer nú fækk- andi, sem geta stát- aðsig af þeirri reynslu, aó hafa ver- ið farandkennarar, i ^ enda þottgamlir | nemendur sumra þeirra séu enn á miðjum aldri. Pjetur i Hafstein Lárusson náöi tali af einum . J þessara gömlu farandkennara, Bergþóri Finnboga- syni, sem stundaði farkennslu fyrir miðja öldina, en starfaði síðan lengst af sem kennari á Selfossi. BERGÞÓR er fæddur vestur í Hítardal árið 1920. Auk kennslustarfa tók hann virkan þátt í stjórnmálum . og félagsmálum kennara. Tíu bræður - ein systir Að gömlum og góðum sið er Bergþór fyrst inntur eftir ætt og uppruna. Hann svarar að bragði, að ' ættfróður sé hann ekki. „En svo mikið veit ég þó,“ bætir hann við og brosir, „að foreldrar mínur voru hjónin Finnbogi Helgason frá Stóra-Fjalli, ættaður af Mýrum, og ! Sigríður Teitsdóttir frá Meiðastöð- um í Garði. Hún var sem sagt af ! Suðurnesjunum. Við vorum ellefu j áystkinin - tíu bræður og ein syst- ir. Hún var svo heppin að vera , yngst, þannig að einhverjir bræðr- : anna voru farnir að heiman, þegar | hún óslst upp. Það voru því margir j munnar að metta, en við byrjuðum snemma að vinna fyrir okkur. Og einn okkar bræðra, Teitur, ólst að j miklu leyti upp hjá móðursystrum okkar í Reykjavík. Hann gekk í Verslunarskólann og varð síðar heildsali. Tveir yngstu bræður mín- ir, Gunnar og Héðinn, brutust til mennta í Menntaskólanum á Ak- ureyri. Elsti bróðir minn, Pétur, hafði verið í menntaskólanum ! þarna fyrir norðan, en fengið berkla og látist úr þeim. Þá var ^hann kominn á Kristneshæli. Hann ftafði fengist nokkuð við kennslu og i einnig smásagnagerð. Nokkrar } sagna hans birtust í blöðum. Ég j þykist vita, að það hafi verið fyrir hvatningu frá Pétri, sem þeir Gunnar og Héðinn gengu mennta- veginn. Héðinn varð lögfræðingur og starfaði í Reykjavík við inn- ! heimtu og annað slíkt. Gunnar fór í j íslenskunám, eða norrænu, eins og 5 það kallaðist þá. Hann kenndi víða, ■ en lengst í Gagnfræðaskóla Austur- • bæjar í Reykjavík. Gunnar sendi frá sér nokkrar ritgerðir, þ.ám. \ eins, sem hann kallaði „Var bróðir f Eysteinn í Þykkvabæ höfundur Lilju?“ Það yrði nú of langt mál, að rekja feril allra okkar systkinana," segir Bergþór. „En systirin var sem sagt yngst. Hún hét Kristín. Á þessum árum var útvarpið virk menntastofnun og hún lærði mikið j af því, ekki síst leiklist, sem hún hafði mikinn áhuga á. Hún fór í Kvennaskólann í Reykjavík og síð- ar var hún einn vetur við nám á Staðarfelli. Á þeim tíma skrifaði hún mikið í blöðin um réttindamál kvenna. Síðar giftist hún Breta og fluttist til Englands. Þar nýttist henni fræðslan úr útvarpinu, því hún tók oft þátt í leiksýningum. ^tíún var gjaman fengin til að leika útlendinga, sem töluðu með útlend- um hreim.“ Hlykkjótt leió til mennta Var ekki nokkuð óvenjulegt, að böm af mannmörgum alþýðuheim- ilum gengu til mennta á þessum ár- um? Bergþór Finnbogason. Morgunbiaðið/Goiii „Jú, kannski," svarar Bergþór, eftir nokkra umhugsun. „En þetta tók að breytast eftir að Framsókn og kratar mynduðu ríkisstjórn árið 1934 og við yngri systkinin nutum þess. Þá var farið að borga hærra kaup í vegagerðinni og með útsjón- arsemi mátti mennta sig eitthvað, fyrir þá peninga, sem þannig feng- ust. Ég var vanur vegavinnu, byrj- aði sem kúskur tíu ára gamall.“ Ekki er spyrill alveg viss um, að allir viti hvað orðið kúskur merkir. En Bergþór útskýrir það að bragði. „Kúskur var sá, sem sá um að flytja möl á hestvagni úr gryfju og út á veg. Gjaman voru kúskarnir með tvo vagnhesta í taumi. Þá var aftari hesturinn bundinn í fremri vagninn. Á veginum var maður til að jafna úr mölinni. Hann kallaðist tippus.“ Én nú víkur Bergþór talinu aftur að systkinahópnum. „Ég átti víst eftir að segja þér,“ segir hann, „að ég átti bræður, sem vom tvíburar; Björn og Helgi hétu þeir. Þeir fóru báðir í Reykjaskóla í Hrútafirði. Bjöm hafði ekki áhuga á búskap, en þeim mun meiri áhuga á bílum, enda varð hann rútubílstjóri og keyrði aðallega til Akureyrar. Þá fóru farþegar, sem ætluðu norður, með Laxfossi, ýmist til Akraness eða Borgarness og þaðan norður með rútu. Helgi hafði hins vegar áhuga fyrir skepnum og varð bóndi. Hann bjó lengi á Gerðu- bergi, sem var ein af Thorsarajörð- unum á Vestur-Snæfellsnesi. Síðar brá hann búi og flutti til Reykjavík- ur en vann lengi við Búrfellsvirkj- um. Já, segir Bergþór, við vorum mörg systkinin, en nú er ég einn eftir á lífi. Svona líður tíminn.“ Nú fýsir spyril að fræðast um skólagöngu Bergþórs. „Jú, við vomm tveir bræðurnir, sem fóram í Héraðsskólann í Reyk- holti, Leifur og ég, þó ekki sam- tímis. Ég var þarna í Reykholti einn vetur; þá kemur herinn, 1940. Það voru auðvitað fjárhagserfið- leikar heima, enda heimilið stórt og því ekki tök á að styrkja okkur systkinin til náms. Við urðum sjálf að kosta það. En nú kom sem sagt herinn og með honum Bretavinnan. Og ég fékk leyfi til þess hjá skóla- stjóra, að fara í Bretavinnu í Borg- arnesi og vera þar fram að áramót- um. Eftir það átti ég að koma aftur í skólann og taka seinni bekkinn. Nei, ég hafði ekki efni á því, að sleppa hernámsvinnunni. Það var ekki hægt á þessum tíma. En svo kom að því, þarna í hernámsvinn- unni, að ég varð fyrir því óhappi að fótbrotna. Það var því sjálfhætt í hernámsvinnunni og ég fór heim til að jafna mig, enda ekki vinnufær, því ég var nokkuð lengi í gipsi. Og það var augljóst, að framvegis yrði ég ekki fær til erfiðisvinnu. Ég fór nú að hugsa mitt ráð. Þá rakst ég í einhverri bókinni eftir Halldór Kilj- an á þá fullyrðingu, að þeir sem ekki geti stundað almenna vinnu, gerist barnakennarar. Og þar með var lífsbraut mín mörkuð," segir Bergþór, léttur í bragði. Farkennarinn Og hvar byrjaðir þú að kenna? „Það var norður í Kirkju- hvammshreppi í Vestur-Húna- vatnssýslu. Ég kenndi þama á nokkmm bæjum á Vatnsnesi og líkaði það bara vel. Nú, nú,“ bætir Bergþór við, eftir örstutta þögn. „En þetta var nú bara byrjunin á farkennslunni. Það var erfitt að fá kennara til vinnu á þessum ámm, því hernámsvinnan gaf miklu meira af sér. Þar af leiðandi varð stór eyða í menntakerfinu, sérstaklega hvað varðaði barnakennslu. Kjör farkennara vom það slök, að í þá vinnu fengust ekki réttindamenn. En sem sagt, nú vissi Helgi Elías- son fræðslumálastjóri af mér. Og hann leitaði til mín í vandræðum sínum og fékk mig til að kenna í Strandasýslu, nánar tiltekið í Kollafirði og Steingrímsfirði. Hálf- an veturinn skyldi ég kenna á hvor- um stað. Og þarna kenndi ég einn vetur og líkaði bara vel. Þó leiddist mér, að ekkert útvarp var þar sem ég kenndi. Ég varð því að láta mig hverfa einu sinni í viku, til að geta hlustað á Helga Hjörvar lesa sög- una um Bör Börson. Seinna, þegar ég var í Noregi, reyndi ég að lesa þá bók, en gafst upp. Hún var svo ómerkileg. En lestur Helga var

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.