Morgunblaðið - 24.12.2000, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 B 45
Harmonikusafnið í ágúst sl. Síðan hafa bæst harmonikur í safnið.
Morgunblaðið/Halldór Sveinsbjömsson
Frændurnir Haukur Daníelsson og Jónatan Sveinbjörnsson lærðu að
spila á tvöfaldar harmonikur af feðrum sínum. Þarna hefur norska
hefðin frá hvaiveiðistöðvunum haldist. Haukur er nú látinn.
og einföld harmonika.
Sú einfalda (t.h.) kom frá Ak-
ureyri og er um 80 ára gömul.
Harmonikur af þessari gerð
voru vinsælar meðal norskra
hvalveiðimanna sem fluttu þær
hingað til lands um aldamótin
siðustu.
meðan hún var þarna. Svo er önnur
hérna þessi svarta, Aivari. Hún kem-
ur frá svona litlu byggðarlagi líka,
það er að segja úr minni heimasveit
og hana gaf mér Ásgeir Torfason, á
Halldórsstöðum í Laxárdal. Hann
eignaðist hana þegar hann var á
Búnaðarskólanum á Hvanneyri, ég
held 1948, en þá var það þannig að
það vantaði dansmúsík á skólaböllin
á Búnaðarskólanum og skólapiltarn-
ir skutu saman í harmoniku. Það var
svo ákveðið að sá eignaðist hana síð-
an sem bestum tökum næði á að spila
á hana og það varð þessi frændi
minn, Asgeir Torfason. Svo kom
hann með hana norður í Laxárdal og
hún gegndi svipuðu hlutverki þar og
hin fyrri á Ingjaldssandi að minnsta
kosti frá 1948 og fram yfir 1960.“
Það er nokkuð merkilegt, að lung-
inn af þessu safni er þannig ekki
keypt dýrum dómum heldur eru
menn að gefa hingað harmonikur til
að þær varðveitist hér á safninu, eða
hvað?
„Já, og gott dæmi um það er til
dæmis þessi Paolo Soprani-hannon-
ika sem ég fékk frá Askeli
Benediktssyni á Hnitbjörgum á
Ströndum. Þetta er harmonika sem
kemur þangað fyrir 1950. Það var
vitað hverjir áttu hana. Þessi
harmonika er geysimikið spiluð, eins
og má sjá á henni og hún hefur verið
danshljóðfæri þama á Ströndum
bara alveg framundir síðustu ár. As-
kell ákvað það eftir umhugsun að
gefa hana á þetta safn heldur en gefa
hana á byggðasafn."
Meðal harmonikusmiða
í Castelfidardo
Við verðum bara að vona að þessi
kynning skili fleirum slíkum, svo
safnið megi vaxa og dafna. En hef-
urðu séð einhverja fyrirmynd að
safni eins og þessu?
„Ég hef nú bara séð eitt
harmonikusafn, það er í Castel-
fidardo á Ítalíu. Við hjónin vorum í
sumarleyfi á Rimini fyrir tveimur ár-
um og ákváðum að fara til Castelfid-
ardo, sem má telja Mekka harmonik-
unnar. Þetta er smábær með
10-15.000 íbúa, rúmlega tveggja
klukkustunda akstur frá Rimini. Þar
eru flestar þekktustu harmoniku-
verksmiðjur Ítalíu og
þar með í heiminum, því
ítalskar harmonikur eru
heimsþekktar.
Við heimsóttum Zero
Sette verksmiðjuna og feng-
um stórkostlegar móttökur
og leiðsögn um verksmiðjuna.
Allir virtust leggja sig fram
um að sýna okkur hina ýmsu
þætti framleiðslunnar. Það var nokk-
uð sérstakt að sölustjórinn, Alessio
Gerundini sagði okkur að sænski
harmonikuleikarinn Jörgen Sund-
quist ætti að spila á íslandi eftir tvo
daga. Ég veit ekki hvort þeir fylgjast
svona vel með öllum sem spila á
harmonikur frá þeim, en Sundquist
spilar á Petosa-harmoniku.
Það var stórkostleg upplifun að sjá
harmonikusafnið hjá þeim; þetta er
stór og virðuleg bygging, minnis-
merki um Paolo Soprani úti fyrir en
innan dyra harmonikur af öllum
gerðum, en flestallar, ef ekki allar
ítalskar. Ég verð þó að játa að ég hélt
að safnið væri stærra miðað við það
hvað húsið er stórt en þetta hafði
mikil áhrif á okkur.
Ég vil hiklaust hvetja alla áhuga-
menn um harmonikur sem þess eiga
kost að fara pílagrímsför til þessarar
litlu borgar þar sem bókstaflega allt
snýst um harmonikur."
Ég tek fyllilega undir það og set
þetta á framtíðarplanið. En svo við
víkjum að öðru. Af hverju ætti svona
safn að vera hjá Harmonikufélagi
Vestfjarða fremur en annars staðar?
Eru einhver sérstök rök fyrir því?
Norska hefðin á Vestfjörðum
„Ég held að harmonikan hafi hald-
ið nokkuð vel velli hér á þessu svæði,
og betur en víða annars staðar. Hér
er harmonikutónlist í hávegum höfð
og hefur verið um langan tíma og það
eru mjög margir nemendur í
harmonikuleik í byggðunum hér á
norðanverðum Vestfjörðum. Ég veit
að harmonikan var mikið notuð hér á
tímum norsku hvalveiðimannanna
upp úr 1880 og fram yfir aldamót.
Margir spilarar við Djúp hafa ein-
mitt haldið þessum gömlu norsku
lögum sem forfeður þeh-ra lærðu,
sem leikin voru á einfaldar og tvö-
faldar harmonikur. Mér finnst margt
mæla með því að hér um slóðir verði
stofnað veglegt harmonikusafn og ég
er að vona að þetta geti orðið vísir að
slíku safrii. Annars þarf engin sér-
stök rök fyrir einni staðsetningu
frekar en annarri. Aðalatriðið er að
einhver taki sér fyrir hendur að
stofna til safns af þessu tagi og varð-
veita það. Undirtektir manna við
þessu brölti mínu eru það góðar að
ég er viss um að það á eftir að eflast
verulega. Ég sé ekki betur en menn
treysti mér vel fyrir þessum gömlu
dýrgripum sínum og mér er það mik-
ils virði.“
Nú er ekki búið að opna þetta safn
en þú hefur samt fengið fyrstu heim-
sóknina eða fyrsta hópinn til að
skoða hef ég heyrt. Hvemig voru
undirtektir?
Ásgeir, greinarhöfundur og Gunnar Hólm trommuleikari spila hér í af-
mælisveislu. Félagar í Harmonikufélagi Vestfjarða eru frægir fyrir al-
vörugefni við störf sín eins og myndin sýnir.
hve margar hafa
farið þangað og
ekki verið bjarg-
að. Reyndar fór
þetta safn mjög
hægt af stað,
það er einkum á
síðustu tveimur
árum sem mér hafa
verið að berast harm-
onikur í safnið.“
Ef innstreymið helst
svipað næsta áratug-
inn þá verður safnið
mikið að vöxtum og
fjölbreytni. Fyrstu
harmonikurnar hér á
landi, - ekki voru þær
svona?
„Nei, þær voru litlar
hnappaharmonikur, svokallaðar dia-
toniskar harmonikur. Norðmenn
kalla þær durspel. Það er annað hljóð
í sömu nótu þegar belgurinn er dreg-
inn út heldur en þegar honum er
þrýst saman og auk þess vantar
nokkuð af hálftónum í tónskalann.
Þær henta til dæmis ekki til að spila
tónlist í moll. Þessar gömlu harmon-
ikur eru orðnar afar fágætar og ég
var búinn að leita töluvert mikið,
þegar ég var svo heppinn að komast
yfir harmoniku núna
í vor hjá manni á Ak-
ureyri. Ég fékk frá
honum fjarskalega
fallega áttatíu ára
gamla harmon-
iku, einfalda,
mjög skemmtileg-
an grip, sérstak-
Iega fyrir það hvað
hún er ve) með farin,
enda hefur hún bara
verið í eigu tveggja
manna frá upphafi."
Eru fleiri harmon-
'ikur sem eiga sér
skemmtilega sögu?
„Já, það er nú
hægt að segja það.
Ég er hérna með tvær harmonikur,
báðar frá litlum byggðarlögum; hér
er til dæmis harmonika sem Ásvald-
ur Guðmundsson, frá Ástúni á
Ingjaldssandi gaf mér, það er Strad-
ella. Ásvaldur er nú ekki alveg viss
um hvenær hann eignaðist hana, en
það hefur verið einhvem tíma fyrir
1950 og þá var hún keypt notuð.
Þessi harmonika hélt uppi öllum böll-
um á Ingjaldssandi frá þeim tíma og
fram undir 1980, svo segja má að hún
hefur gegnt veigamiklu hlutverki
Hauga-Lauga hefur gert
það gott á strætum og
gatnamótum ísafjarö-
arbæjar. Hún kom á
safnið af ruslahaug-
unum.
„Já, skólastjórar tónlistarskóla á
landinu héldu sitt ársþing hér í ágúst
og meðan þeir þinguðu skoðuðu
makamir ýmislegt hér. Meðal ann-
ars var óskað eftir því að þeir fengju
að skoða þetta safn og mér fannst
það afar ánægjulegt að þeir skyldu í
raun vera fyrstu gestirnir að skoða r
safnið. Þeir sýndu þessu mikinn
áhuga og voru góðir gestir hér.“
Hvenær er svo hugmyndin að
opna safnið formlega?
„Mig langar mikið til að opna safn-
ið formlega þegar landsmót
Harmonikufélaga verður hér 2002.
Þá vona ég að ég verði búinn að fá
meira af harmonikum og setja þetta
betur upp. Mér finnst svolítið erfitt
að gera mér grein fyrir því hvenær
er þetta orðið nægilega fjölbreytt og
nógu mikið magn til þess að maður
geti í raun farið að kalla þetta safn.
Hvað snertir landsmótið 2002 sem «
ég gat um þá er þetta heilmikill við-
burður og setur vafalaust svip á bæj-
arlífið þá daga sem það stendur. Mið-
að við þátttöku eins hún hefur verið í
undanförnum landsmótum þá má
reikna með að minnsta kosti 800 til
1.000 manns og þannig verður mótið
með stærstu viðburðum sem hér ger-
ast. Það eru þegar komnar margar
fyrirspumir um þetta mót og und-
irtektir hér í bænum hafa verið mjög
góðar. Það virðist góð stemning fyrir
því að gera þetta þannig úr garði að
það geti orðið okkur Vestfirðingum
til sóma.“
Harmonikuviðgerðir
Mér skilst að flestar harmonikur ^
sem bila hjá félögum þínum í
Harmonikufélagi Vestfjarða lendi
hjá þér og fæstar þeirra þurfi að
senda áfram. Er þetta rétt?
„Þetta er nú vafalaust mjög orðum
aukið. Ég hef aðallega verið að reyna
að gera við eða Jappa upp á þessa
safngripi mína. Ég kann ekkert til
viðgerða en hef verið að þreifa mig
áfram og laga svona einföldustu bil-
anir en þekkingu hef ég alls ekki
næga til þess. Ég lít því hreint ekki á
mig sem harmonikuviðgerðamann
heldur sem harmonikusafnara.“
Nú hefúr þú lifað og hrærst í ís-
lenska harmonikuheiminum undan-
farna áratug og þið hjón bæði. Sérðu
fyrir þér einhverjar breytingar á
næstunni í málefnum harmoniku-
tónlistarinnar hér á landi?
„Því er erfitt að svara, en ég held
að töluverðar breytingar séu fram-
undan. Hnappaharmonikur með
melodybassa munu koma í auknum
mæli hingað, sérstaklega þar sem er-
lendir harmonikukennarar eru starf-
andi. Þó held ég ekki að þær nái yf-
irhöndinni yfir píanóharmonikunum,
a.m.k. ekki á næstunni.
Ég held líka að smekkur fólks hér
á landi varðandi harmonikutónlist
eigi eftir að breytast mjög mikið á
allra næstu árum. Klassísk tónlist á
eftir að verða æ vinsælli sem heppi-
leg viðfangsefni fyrir harmonikuleik-
ara. Þetta er þróunin víðast hvar og
það mun einnig gerast hér. Harm-
onikan mun eftir sem áður halda sess
sínum sem gömludansahljóðfæri.“
Hvað um harmonikufélögin eftir
20 ár? Munu þau standast tímans
tönn?
„Ég óttast að þau eigi erfitt upp-
dráttar og ef til vill á þeim eftir að
fækka. Félagsmenn þeirra eru núna
flestir um og yfir miðjan aldur, þó á
því séu nokkrar undantekningar þar
sem ungt fólk hefur komið til liðs við
félögin. Þau félög sem ekki endur-
nýjast hljóta að lognast út af. Það
verður því að vera keppikefli þeirra
sem ferðinni ráða í félögunum að laða
að þeim unga fólkið sem er við harm-
onikunám og gefa þeim tækifæri á að
koma fram á vegum félaganna."
Heimsókninni á Urðarveginn er að
ljúka. Við rennum úr síðasta teboll-
anum í bili, lítum aftur yfir harmon-
ikusafnið hans Ásgeirs og kveðjum
þessi áhugasömu hjón, sem hafa unn-
ið tónlistarlífi ísfirðinga af alhug og
komið verulega við sögu harmonik-
unnar á landsvísu. Harmonikusafnið
er komið til að vera og vonandi verð-
ur umfjöllun í þessari grein til þess _
að einhveijir gamlir gripir sem
tengjast harmonikusögu okkar verði
sendir þangað til varðveislu í stað
þess að lenda á haugunum eða háa-
loftinu. Það er trú mín að við form-
lega opnun safnsins á landsmótinu á
ísafirði árið 2002 þá verði það orðið
veglegt og stofnanda sínum til mikils
sóma. *