Skírnir - 01.01.1835, Side 35
35
íngnna 1820; risu útaf [ni frnmrarpi deilur miklar
í málstofunum, en freguin þarum, ogóvissa sú, er
útlendir lánardrottnar voru í um líkligar málalyktir,
leiddi af sér, einsog vandi er til, óvenjuligan ábata
og tjón, er í [iaö heila reiknaÖist til 200 millióna,
og má nærri geta, aö ýmsir muni hafa um sárt
að binda; en í árslokin gekk út boforð það frá
drottníngu, er löggyldti allar ríkiskuldirnar, og
var það fagnaðayfrett þeim er hlut áttu að máli.
Geta má þess ogsvo, að Chólerasóttin gekk mann-
skæð að áliðnu sumri um ríkið, og kom það enn
frara, að almenníngr hélt sóttina komna af manna
völdurn, og leiddi það til hrylliligra ódáða af upp-
vægniu almúga í höfuðborginni. Fór drottníng þá
og dóttur hennar Isabella úr borginni og til lysti-
slots þar nálægt, og hafðist þar við leingi sumars;
lék orð á að tilefnið væri eigi að eingaungu ótti
fyrir Chólerasóttinni, og sannaðist þó eigi síðar;
nú er drottníng hvorfin aptr til höfuðborgarinar,
og er vinsæl af þjóðinni, því sýniligt er það, að
stjórn hennar hefir bætt margt mein og vankvæði,
er áðr dró kjark úr almennri hagsæld og vel-
geingni; þó er svo sagt, að kennilýðr þar amist
heldr við stjórn hennar, er hún eigi heldr fram
réttindura kyrkjunnar, með niðrdrepi annara, en
margt er eptir þar í landi, áðrenn friðr og ró-
semi geti náð staðfestu þar, og nýliga varð upp-
hlaup í höfuðborginni af hersveit einni þar, og
varð drottníng að lofa þeim, er hlut áttu að máli,
friði og griðnm, er hún og stjórnarráð hennar
ugði sér enn meiri ófriðar, ef hardt væri geingið
eptir í straffinu. Carlos hefst enn við í Navarra,
(3*)