Skírnir - 01.01.1837, Page 26
J>ess ekki rá6i5 fyrir keisaranum svo liann var5
að láta ser næí'ja aö hækka tollinn á [>vi. Sagt
er samt að floti hans sfe farinn aÖ fyrnast, og lier-
inn scm hann hefir sendt til aÖ vinna Arabíu liöi
skort, en ekkert sé fyrir í ríkissjóðnum til að bæta
úr þeim vandræðum, og horflr það til báginda fyrir
Ala jarli, en hann er geðstyggur maöur og þolir
illa mótgáng. Ibrahim sonur hans heíir fylgt
föður sins fótsporum í Sirlandi, og stofnað þar
margt þarflegt, þó eigi án ærins harðræðis; samt
var þar allt í friði þegar seinast frfcttist (ltiJúni);
faðir hans hefir beðið keisarann um að riki hans
í Sírlandi mætti gánga í erfðir og boðið mikið fé
til, en keisarinn vill ekki Jeyfa það með neinu
móti, og mun honum þykja nógu mikið ríki þeirra
feðga þó það skiptist eptir daga Ála jarls.
Nú verður að geta í fáin orðum viðskipta
keisarans og annara 'þjóða, og eru það einkum
llússar, Bretar og Frakkar sem liann hefir átt
skipti við svo frásagnar sð verðt:
Siðan friðurinn var saminu i Adrianópel (14
Sept. 1829) hafa ltússar lialdið borgiuni Silistriu,
sem er á vestari Dónárbakka, og haft setulið þar
í kastalauum, því borgiu var veðsett Kússakeisara
þángaðtil borgað væri það sem Soldáu átti að Júka
i hernaðarkostnað, en það var ekki nærri borgað
í vor er var, og hafði þó Nikulás gefið eptir helrn-
íng af því; en nú þótti öðrum, einkum Bretum, að
timi væri tilkomiun að Rússar rýmdu kastalann,
og vildu heldur hlaupa undir bagga með Soldáni
að borga dálítið. Nikulás keisari let enn tilleið-
ast, og gaf upp lielmíuginn af því sem eptir var,