Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1901, Page 34

Skírnir - 01.01.1901, Page 34
34 Búastríðið. enn nokkurt lið norðan úr Óraníu, og fekk Kritzinger tekið á sitt vald þá borg, er Jamestown heitir. Auðvitað varð hann að hörfa úr borginni aftur fám dögum síðar, en áður hafði hann birgt alt sitt lið að vopnum, vistum og klæðum. Þegar er Búar komu suður til Höfðalýðlendu, lýstu Bretar landið alt í hervörzlu og undir herstjðrn. Var þá harðbannað hverjum ensknm þegni að veita Búum nokkurt lið, eða selja þeim vistir, vopn eða klæði, þðtt full borgun væri í boði; talin drottinssvik, ef út af væri brugðið, og skyldi varða lífláti. Búar veittu oft árásir flutnings- lestum Breta og náðu á þann hátt í flestar nauðsynjar sínar; enda virt- ist þeim sjaldan féfátt og gátu venjulega borgað í ensku gulli alt það, er þeir keyptu. Sú saga er sögð um Kritzinger í Jamestown, að hann kom þar í búð nokkura og var kaupmaðurinn enskur þegn af Búakyni. Kritzinger bað hann selja sér mikið af fatnaði handa sér og sínum mönn- um. Kaupmaður kvaðst það eigi geta. Kritzinger sá, að búðin var full af fatnaði og hélt að kaupmaður kynni að vera hræddur um borgunina; kvað hann eigi skyldu það að ðttast: „Því að ég skal alt gjalda i ensku gulli, og skifti hönd hendi". Kaupmaður kvaðst honum gjarna selja vilja, en eigi þora; kvað líf sitt liggja við og benti honum á auglýsingu stjórn- arinnar, er fest var upp á þilið þar, eins og í öllum sölubúðum. Kritz- inger gekk þá út, sðtti nokkra af hermönnum sínum og kvaddi nokkra bæjarmenn til vitnis um að hann rændi búðina; hafði hann þaðan allan þar.a fatnað, er hann þurfti; spurði síðan kaupmann, hve miklu þeir fjár- munir næmi, er hann hafði þá rænt. Kaupmaður sagði til þess. Kritz- inger drð þá upp sjöð mikinn og helti á borðið ensku gulli, jafnmiklu fé sem nam verði þess, er rænt hafði verið. Kaupmaður nefndi sér votta að því, að hann hefði eigi selt Kritzinger varninginn, heldur hefði Kritzinger rænt varningnum og lagt verð á mðti. Með þessu mðti var kaupmanni borgið, svo að Bretar gátu eigi hengt hann fyrir að hafa brotið sölubann- ið. Kritzinger lét svo um mælt, að eigi tæki hann nærri sér að borga, því að gullið væri frá Bretum. í Júní var French hershöfðingi skipaður yfir alt Bretalið í Höfðalýð- lendu. Bltist hann lengi við Búa suður þar, og svarf svo hart að Kritz- inger, að hann varð að hörfa norður yflr Óraníufljót 13. Ágúst, og um sama leyti urðu þeir Búaforingjarnir, Wessels og Malan, einnig hraktir norður yfir fljðtið. Svarf nú enn fastara að uppreistarmönnum, og hertóku Bretar Lotter hershöfðingja 6. Sept.; hann hafði verið við 134. mann;
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.