Fjölnir - 01.01.1843, Page 3

Fjölnir - 01.01.1843, Page 3
manna var hann eínlægastur og ástúðlegastur vinum sínuin. Svona var hann skapi farinn, jiegar hann fór úr skóla, og breíttist fiað ekkji síðan að öðru leíti enn því, sem visindi og reínsla þokuðu óðum Iífsstefnu hans að því verkjinu, sem fegurst er af verkum mannanna, að ebla framfÖr og farsæld heíllar þjóðar, sinnar þjóðar og þjóðar fcðra sinna. Vilji hans breítti sjer ekkji, því hann var frá upphafi — alla þá stund, sem vinir hans hafa þekkt hann — samur og jafn, hreínn og ákafur og eínbeíttur, og þessi stirkleíkji vilja hans var studdur kristilegu trúartrausti, fölskvalausri guð- hræðslu og ljósri sannfæríngu heíinspekjilegrar íhugunar, og þessi stirkleíkji gjörði sjera Tómas að slíkum manni sem hann var; því þótt hann væri maður vel gáfaður og gjæddur miklum skjilníngi, átti hann sjer þó í því tilliti nokkura jafníngja, enn nú standa allir á bakji lians. Hann var útskrifaður úr skóla vorið 1827 og fór samsumars til háskólans i Kaupmannahöfn ; gjekk hann þá um haustið undir hið firsta lærdómspróf með lofi (laudabilis) og ári seinna leísti hann af hendi með sama vitnisburöi hið annaö lærdómspróf, sem almennt er kallað hið heímspekjilega. íjþeír sem um þessar mundir þekktu hann í Kaupmanna- höfn eður hafa skrifast á við hann, vita vel með hvílíkum fögnuði hann settist að brunni vísindanna og safnaöi sjer á stuttum tíma auðlegð nitsamrar þekkjíngar, og eínkum svo ljósu ifirliti ifir samband hinna margbrcíttu vísinda sin í milli, að hann frá þessu tímabili haföi fillilega áttað sig í hinu ósínilega ríkji skjinseminnar. Um vorið 1829 kom hann aptur að vitja fósturjarðar sinnar snöggva ferð. Bar þá svo við, að nokkur kritur kom meðal hans og eínhvurs af Reíkjavíkur kaupmönnum; mun það vera nærri sanni, að það hafi í firstu risið af orðkjeppni um verzlunina. jóetla olli því, að Tómas varð áskjinja um, að skjipráð- endur í Reíkjavík heföi tekjið sig saman um að sinja honum fars til Danmcrkur. jþá snjeri hann við, og fór norður um land og tók sjer far á Akureíri, og var kominn 1*

x

Fjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölnir
https://timarit.is/publication/61

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.