Árný - 01.01.1901, Page 10
10
nein hentug kosníngarlög um það. Benti því nefndin
á með hógværlegum rökum, að Islandi gæti aðeins
orðið gagn að fulltrúakosníngum, ef samkoman væri
í landinu sjálfu. Friðrik 6. vildi þó eingu breyta, en
hann andaðist3.desbr. 1839. Kom þá til ríkis Kristján
8., og var hann miklu vitrari maður en formaður hans.
Um þessar mundir var orðin mikil breytíng á ís-
lenskum námsmönnum í Kaupmannahöfn. I hóp þeirra
höfðu oft verið ýmsir mjög nýtir menn. í'eir höfðu
fundið til niðurlægíngar þjóðar sinnar, en allt stjórnar-
ástandið lagði svo sterk bönd á menn, að einginn
fjekk hreift sig, og einginn sá nein ráð til þess að
bæta úr ástandinu, sem varla var heldur von, eins
og þá stóð á. Við frelsishreifíngarnar 1830 fóru
menn fyrst að vakna til pólitískrar umhugsunar í
Danmörku, og sá frelsisneisti, sem kviknaði þá í brjóst-
um íslenskra námsmanna, slokknaði ekki aftur, þótt
foríngi þeirra fjelli frá, þar sem Baldvin var. Góðir
nýir menn komu í hópinn heiman frá Islandi, er aðrir
fóru heim. 1835 byrjuðu nokkrir íslenskir námsmenn að
gefa út tímaritið Fjölni til þess að vekja þjóðernistil-
finníngu manna og ættjarðarást og hreinsa túngu vora.
Bá var og sá maður kominn í stúdentahópinn íslenska,
er gerðist foríngi þeirra, þá er fór að dofna yfir Fjölni,
og síðar varð forvígismaður Islendínga í allri frelsis-
■ baráttu þeirra, og ágætastur varð allra Islendínga á