Árný - 01.01.1901, Side 11
11
19. öldinni. Það var Jón Sigurðsson. Fá íslend-
íngar seint fullþakkað honum allt hans starf, og á
þessum tímum fá þeir eigi gert það á annan hátt
betur, en að lesa vel og rækilega hinar ágætu rit-
gjörðir hans um málefni Islands, ekki síst um stjórnar-
skipunarmálið, í Nýjum Fjelagsritum og Andvara, og
reyna að efla hag landsins og frelsi sem best. I jafn-
stuttri ritgjörð, sem þessi er, er ómögulegt að lýsa
sem skyldi starfi hans og hluttöku í stjórnfrelsisbar-
áttu Islands, en þess skal þegar getið, að hann tók
snemma að rannsaka sögu Islands af miklu kappi og
hjelt þeim rannsóknum áfram á meðan honum entist
aldur til. Einginn maður hefur rannsakað jafnmikið
og hann skjalasöfn stjórnarinnar frá eldri og ýngri
tímum, og einginn hefur heldur aflað sjer svo djúprar
og víðtækrar þekkíngar á málefnum Islands sem hann.
Og þekkíng hans varð Islandi að meira gagni en
þekkíng annara manna, af því að hugur hans var svo
hreinn, að hann hjelt ávallt því einu fram, sem hann
vissi sannast og rjettast, og hann ætlaði farsælast
fyrir fósturland sitt, en leit aldrei á hitt — eins og
mörgum er títt — hvað best mundi borga sig fyrir
sjálfan hann. Ekkert fjekk freistað hans. Hugur hans
var líka svo styrkur og prúður, að hann þorði ávallt
að taka til máls og tala máli sannleikans og rjett-
lætisins, eins og hann best kunni. Fyrir því varð