Árný - 01.01.1901, Side 14
14
1843. Þótt það hefði einúngis ráðgjafavald, var það
þó mikil rjettarbót, því nú átti að leggja fyrir það hver
þau lög, er lögleiða skyldi á Islandi, og mátti því
eigi framar setja dönsk lög á Islandi að landsmönn-
um fornspurðum, ef rjett væri að farið.
III.
Arið 1848 gekk sterkari frelsisalda yfir Evrópu en
nokkru sinni fyr eða síðar, og náði ylgjan norður til Is-
lands. Pá varð höfðíngjaskifti í Danmörku og seldi hinn
nýi konúngur Friðriksjöundi einveldið sjer af hendi.
Eá hófst sá ágreiníngur um landsrjettindi Islands og
stjórnarskipulag þess, sem síðan hefur haldist milli
dönsku stjórnarinnar annars vegar og Islendínga hins
vegar. Jón Sigurðsson lýsti 1874 ágreiníngi þessum
í fám orðum þannig: »Danir vilja bjóða tvo kosti,
annaðhvort að Island verði innlimað í Danmörku, eða
að öðrum kosti verði því stjórnað sem nýlendu. Is-
lendingar vilja hvorugan þenna kost, en þeir vilja að
samband Islands við Danmörku sje byggt á jafnrjetti
og frjálsu sjálfsforræði í vorum eigin efnum, á líkan
hátt og skipað er til í Gamla sáttmála, með þeirri
breytíng einni, sem nauðsyn tímans og ásigkomulag
leiðir með sjer. Sá rjettur, byggður á hlutarins eðli,
sem Kristján konúngur hinn áttundi veitti oss í sam-
bandi við aðra þegna sína, þegar hann stofnaði