Árný - 01.01.1901, Page 52
52
norræns máls, hafa stöðugt orðið breytíngar á því;
bæði á þann hátt, að það mál, sem sameigið var
hinni norðrænu þjóðætt, hefur smám og smám breytst
og klofist, svo að úr því eru nú orðin þau 3 aðal-
mál, danska, sænska og norskar mállýskur (sem vel
má hjer slengia saman í eina heild sjer), og svo
hafa þessi einstöku mál tekið stakkaskiftum hvert út
af fyrir sig, og halda því áfram framvegis. Islenskan
er óbreyttust, og hefur hún þó eingan veginn farið
varhluta af breytíngum á sinn hátt og eftir sínu eðli.
I norræna frummálinu komu orðstofnar nafnorða
berlega í ljós. Flestir eða allir vita, að ö í völlr
(seinna völlur) og e í gestr (seinna gestur) er ekki
upprunahljóð í orðum þessum; þau eru hljóðvörp,
sem kallað er, ö breytt úr a, e sömuleiðis; þessar
breytíngar hafa sínar orsakir. Stafirnir hafa oft merki-
lega tilhneigíngu til þess að hafa áhrif hver á annan.
Einn laðar annan, nábúa sinn, til þess að gerast fje-
lagi sinn, gerast sjer líkur, og svo fer að hver »dregur
dám af sínum sessunaut«. I orðinu körlum er það
u, sem hefur fengið a i fyrri samstöfunni (karl-) til
þess að líkjast sjer; ö er líkara u en a. Petta ráðríka
u (það getur líka verið i, sem breytir a í e) er oft
horfið úr orðinu samkvæmt þeim breytíngum, sem
það hefur tekið. I orðinu völlr er það horfið (það
er ekki að marka, þótt vjer segjum nú völlur, því