Árný - 01.01.1901, Page 74
74
og þar fram yfir. Nu rifaði háskólinn í Oxford seglin
og ákvað. að ef ekki væri hægt að ná áhuga nógu
margra á þessum einstöku stöðum eða nógu miklum
tækjum til lengri kennslu, þá skyldi kenna á fleiri
stöðum og hafa fræðsluna styttri, svo sem 6 fyrir-
lestra í flokki. Aheyrendurnir voru flestir hverjir
börn að andlegum þroska, svo ekki mátti taka of
djúpt í árinni og ef til vill betra að byrja með smærri
togum. Og það gekk betur, gekk ljómandi vel, svo
nú kom besta skrið á bátinn. Aður hafði Oxford,
nefnilega á deyfðarárunum 1880—85, haft 27 fyrir-
lestrarflokka á 22 stöðum, en 1886—87 voru haldnir
67 flokkar á 50 stöðum með 10 þúsund (eða ná-
kvæmar 9908) áheyrendum. Pessi blásandi byr og
svo fögnuðurinn yfir kappi og lærdómsfýsn nemend-
anna, námsfjöri þeirra og kostgæfni varð til þess að
farið var að fitja upp á nýjum aðferðum. Aheyr-
endurnir vildu nefnilega ekki aðeins læra að hafa
eftir, heldur einnig að hugsa upp á eigin spýtur; og
þeim varð það ekki einhlítt að hlusta á kennarann
og spyrja hann spjörunum úr í viðræðustundunum,
þeir vildu líka fá leiðbeiníngar um bækur, er lutu að
efninu, og helst vildu þeir fá þær heim til sín. Af
þessum ástæðum var umferðabókasöfnum komið á
stofn. Við hvern flokk fyrirlestra var hnýtt svo litlu
bókasafni, 20—50 bindum eftir því, sem við átti, og