Árný - 01.01.1901, Page 89
89
þessu með því að sækja sumarkennsluna þar. Peir
leiða þá allar þær stöðvar augum, er þessi undra-
verða viska streymir frá, og þar hitta þeir þá líka
mennina, sem þeir brjeflega eru orðnir svo hand-
gengnir. I fyrirlestrunum, sem haldnir eru þá í
sumarleyfinu og þeim er boðið til, hlaðast áhrif að
þeim frá öllum sviðum mannvitsins. Pað gagntekur
oft og einatt hugi þeirra og gjörir þá að betri og
dyggari mönnum, og þegar þeir fara, bera þeir í
djúpri og þakklátri endurminníngu áhrifin út til
þjóðarinnar.
Vjer höfum nú lokið þessu yfirliti yfir háskóla-
útbreiðsluna og vitum nú, í hverju hreifíng þessi er
fólgin, en þá er sú spurníngin eftir, hvort hægt muni
að fleyta henni heim til Islands og í hverri mynd.
Hlýðum þá fyrst á frumkvöðul tillögunnar, Guðm.
lækni Hannesson, og virðum síðan fyrir oss skoðun
hans og tillögur. Aðalkafli brjefs hans hljóðar svo:
Ȓslensk University-Extension.
U. E. hreifíngin erlendis er yður auðvitað flest-
um kunn og vafalaust kemur flestum saman um, að
hún gæti verið öflugt meðal til þess að vekja þjóð-
ina af svefni og fáfræði, til þess að flytja allri alþýðu
fróðleiksforða og menníngarstrauma heim á hlaðið.
Hreifíng þessi hefur þó eigi flutst heim til Islands