Árný - 01.01.1901, Page 92
92
fjöldi embættismanna út um land allt, sem eflaust
mundi styðja málið og styrkja eftir mætti, að minnsta
kosti margir þeirra. Petta eru þeir menn, sem vjer
höfum á að skipa; þó það sjeu ekki háskólakennarar
og þó margir sjeu sjálfsagt ekki sterkir á svellinu,
þá þykja mjer þeir líklegri til að geta unnið margt
og mikið, ef þeir leggjast á eitt.
Kostnaður
við það að fá opinbera fyrirlestra um land allt þyrfti
ekki að vera mikill, ef áhuginn og framkvæmdar-
viljinn væri nokkur. Eins og áður er getið, dreifist
fjöldi lærðra manna út um land allt á ári hverju hvort
sem er. Fengjust þeir til að halda fyrirlestra einn
eða fleiri hver í sínu nágrenni eða þar sem hann færi
um, fengist strax fjöldi af fyrirlestrum. Til þess að
hlaða í eyðurnar mætti hafa embættismenn, sem eru
hvervetna um landið og velja úr þeim.
F ramkvæm d
þessi er því skilyrði bundin að fast fyrirkomulag
komist á í þessa átt. Mjer virðast stúdentafjelögin
í Höfn og Reykjavík líklegust til þessa. Eldri menn-
irnir eru of framkvæmdarlausir og fjörlausir til þess
flestallir, svo að öllu samanlögðu held jeg að einginn
gjöri það ef ekki s'túdentafjelögin.
Mjer hefur komið til hugar, að fjelögin gætu
gjört þetta á þann hátt, að hvort fjelag kysi þrjá