Árný - 01.01.1901, Side 97
97
hugsanir sínar og annara, jeg tala nú ekki um, ef
það, eins og oft mundi verða, væri efni úr eigin
námi; vjer mundum vinna það eitt á því að kunna
einmitt það efni best til prófsins. Og fer þá sumar-
vistin heima í annað þarfara, en þó henni sje eytt
til svo góðs að glæða einhverja týru í hugskoti ein-
hvers alþýðumannsins? Pað er aðeins einn annmarki
á því, að stúdentar hjeðan, eins og nú er ástatt, geti
haldið fyrirlestra í sumarvist sinni heima, og það eru
þau fyrirmæli, að þeir skuli helst fara heim á öðru
sumri eftir stúdentspróf, því þá eru flestir enn svo
úngir og innantómir, að þeim er naumast ætlandi að
geta samið góðan og gagnlegan fyrirlestur, hinn and-
iegi forði þeirra er þá varla orðinn svo stór, að þeir
geti miðlað öðrum. Pessu ákvæði um heimferð stú-
denta þarf því að fá breytt, eigi það ekki að verða
þrándur í götu fyrir hluttöku vorri í þessu máli. En
setjum svo, að það sje fengið, hvernig á þá að örva
lyst hinna eldri stúdenta til þess að halda í leiðáng-
urinn? Pví er nú svo varið, að fár eða einginn
sækist eftir því, sem öllum er velkomið, en sje til
einhvers að vinna, eru vanalega fleiri en einn í boði.
Pað þyrfti því að gefa einhverja þóknun fyrir að halda
þessa fyrirlestra. Jeg tek til dæmis uppgjöf á far-
gjaldi og jeg tala nú ekki um, ef unnt væri að auk
að greiða svolitla upphæð upp í annan ferðakostnað.