Árný - 01.01.1901, Side 101
101
»í>jóðvinafjelagið«, það ætti að gjöra þessa al-
þýðufræðslu að aðaltakmarki sínu, ætti að fá menn
til að halda fyrirlestrana og prenta þá, er álitust
bestir; það ætti að geta komið í stað ársrita þess.
En ekki væri fjelagið einhlítt. Það þyrfti að hafa
kennsluráð í Reykjavík, er hefði yfirumsjón með
allri fræðslunni og heimtaði tryggíngu fyrir því, að
úr henni yrði einginn hjegómi, og best væri að hafa
fyrirlestrana færri, en vera vandari í vali sínu á
ræðumönnum. Jeg trúi ekki, að þessi allsherjarfræðsla,
er Guðm. læknir gerir sjer von um, geti ekki þrifist
á Islandi eins og annars staðar. Pað þarf valda menn.
Annars skal jeg ekki frekar fjölyrða um þetta
mál. Jeg álít að stúdentafjelögin eigi að gera fyrstu
gángskör að, að hrinda hreifíngunni á stað og koma
henni vel fyrir, en þá má nákvæmar ræða hin ein-
stöku atriði í fyrirkomulagi hennar. Hinn nafnkunni
landi vor, Eiríkur meistari Magnússon, hefur sent oss
brjef og bæklíng máli þessu viðvíkjandi. Hefði mjer
þótt tilhlýðilegt að birta brjefið hjer með því öðru, er
fram hefur komið í málinu, en vegna rúmleysis er það
ekki hægt. Að lokum vil jeg geta þess, að jeg sakir
prófanna minna nú hef að mestu verið málpípa ann-
ara, en dregið það saman á einn stað, er jeg álít,
að gæti orðið málinu að gagni.
Ágúst Bjarnason