Ný félagsrit - 01.01.1864, Blaðsíða 4
4
Vegur Islendínga til sjálfsforræílis.
líklega mest á Latínu. Lýsíng sira Hallgríms þekkjum vér
allir, og samanburb fornaldarinnar vií) hans öld. Páll
Vídalín fer sjaldan út í hól efea mannjöfnub um forn-
öldina, en hann lýsir sinni öld svo, sem öllu sé fremur ab
hnigna, þar sem hann segir:
Listir fækka, letin eykst,
land er fátækt, rúiö,
agann vantar, illskan leikst,
er vib háska búib.
Samt var svo ab rába á ritum Páls, þegar hann orti ekki,
sem hann héldi vibreisn Islands mögulega.
Eggert Olafsson var fyrstur manna til þess, aí) yrkja
einskonar húskarlahvöt til landa vorra. Hann hældi reyndar
fornöldinni í alla staÖi, ogiþaí) er synd ab segja hann
bæri ofhól á sína öld^ sem honum var og vorkun meb,
en hann hélt lengra áfram , og hvatti menn til ab grúfa
ekki lengur sem gyltur, heldur vakna upp til dábar og
dugnabar; hann sýndi þeim, ab landib væri gott, og hefbi
bæbi búsæld og gróba ab bjóba íbúum sínum, ef þeir
kynni ab færa sér þab í nyt. Landsmenn tóku líka þessu
allvel, því þeir voru vanir ab lesa allskonar almennar
ádeilur til sín í kvæbum skáldanna, og þoldu því þessi-
konar ákúrur mæta vel; en þegar Olafur Olafsson kom
meb bók í óbundnum stíl, og fór ab segja þeim nákvæm-
legar til ymsra annmarka á búskap þeirra og heimilis-
háttum, og kenna þeim ab búa til smjör og osta meb
annari betri abferb, en ábur tíbkabist, þá þótti ætla ab
fara skörin upp í bekkinn, ab karlmabur skyldi fara ab
kenna kvennfólkinu ab búverka. þá fóru menn ab láta
fjúka í kveblíngum, og velja þessum ofdirfskufulla höfundi
yms auknefni til smánar; þeir sönnubu þá þab sem gamla
vísan segir: