Tímarit - 01.01.1871, Qupperneq 25
25
rétt sinn, svo verður og sá, er fullnægir skuldbindingu
þeirri, er á honum liggur, að geta fært næga sönnun
fyrir því, að hann hafi henni fullnægju veitt, með því
hann að öðrum kosti getur orðið fyrir eptirkröfum.
Hvað sönnun þessa snertir, ber einkum þessi tvö at-
riði að atbuga, sem sé, hvaða sönnun geti álitizt nægi-
leg gegn rétthafanda sjálfum og hans erfingjum, og
hvers skuldunautur þurfl að gæta, svo að hann verði
laus fyrir eptirkröfum af þriðja manns hendi.
Gegn rétthafanda og haus erfingjum getur skuldu-
nautur nolað hvers konar sönnun, því í löggjöfinni er
slík sönnun eigi neinum vissum formum bundin. Greiði
skuldunautur peningaskuld, ber af lánardrottni að krefja
skriflegrar kvittunar fyrir greiðslu hennar, og það þótt
skuldin sé munnleg, því verið getur, að skuldin samt
sem áður hafi verið vottanleg, en engir vottar séu við-
staddir, þegar hann greiðir lánardrottni hana. Reyndar
er slík skrifleg kvittan eigi áreiðanlegt vottorð fyrir því,
að skuldin sé greidd, því eins og áður er getið, hvað
samningum viðvíkur, er undirskript lánardrottins undir
hina gefnu kvittan því að eins óræk sönnun, að hún sé
staðfest með vottorði þess embættismanns, sem hefir
hin svo nefndu »notarial»störf á hendi, því bæði getur
sönnun sú, er í kvittaninni liggur, orðið að engu, ef
lánardrottinn með eiði neitar undirskript sinni, og svo
geta þeir vottar, er við hafa verið staddir og undir hana
hafa skrifað til vitundar, innan skamms dáið, eða farið
í fjarska, svo eigi sé hægt í þá að ná. Þar á móti er
það eigi ætíð nægilegt til þess að verjast eptirkröfum
gegn þriðja manni, þó skuldunautur hafi fengið skrif-
lega kvittan fyrir greiðslu skuldarinnar, því sé skulda-
bréf gefið fyrir skuldinni, gildir hin lausa skriflega